Þjóðviljinn - 05.03.1977, Síða 2

Þjóðviljinn - 05.03.1977, Síða 2
AFFORBOÐNUM ÁVÖXTUM Ég hef alla tíð veriðeinstaklega veikur fyrir öirú því sem óleyf ilegt telst eða bannað, og er eljtki einn um það. Þessi árátta er víst jafn gömul mannkyninu og haft fyrir satt að Eva hefði aldrei litið við eplinu, hefði það ekki ver- ið forboðinn ávöxtur. Löngu áður en ég missti barnatennurnar uppgötvaði ég það, að Ijúffengasta munngæti sem hugsast gat, voru rófur, radísúr og rifsber, að því tilskildu að þessir forboðnu ávextir væru þjófstolnir úr görðum ærukærra samborgara. Ég minnisl þess hinsvegar ekki að hafa nokkurn tíman óskað þess að þessar kræsingar væru fram- reiddar á þau matborð, sem ég hef matast við um dagana og étið óstolinn mat. Alltaf var hið forboðna æskilegast. Ég byrj- aði til dæmis að reyna að venja mig á að reykja þegar ég var tólf ára, eins og hinir strákarnir, en komstaldrei upá lagið með það, og þegar ég hafði náð þeim aldri að reykjingar voru ekki lengur forboðnar, hætti ég gersam- lega að hafa áhuga á reykingaríþróttinni. Mér fannst nautnin af reykingum einfaldlega allt of ómerkileg til þess að ég nennti að vera að sýsla með tóbak. Að undanförnu hef ur hins vegar verið farin mikil herferð gegn reykingum, herferð, sem mér virðist hafa náð hámarki í bannfæringu meinlætamanna á Bessa Bjarnasyni vini mín- um og félaga, fyrir að segja landslýð frá því að hann sé farinn að reykja danskar sígarett- ur frá Rolf Johansen. Og slíkur öfuguggi sem ég er, er ég nú far- inn að keðjureykja vindla, eftir að reykingar voru dæmdar þvi sem næst forboðnar. Öæskilegar bækur hafa löngum verið for- boðnar. Á miðri sextándu öld var að undirlagi Páls páfa IV, gerð sérstök skrá yfir þær bæk- ur sem bannaðar voru af kirkjunni— Index librorum prohibitorum —•, og er sú skrá víst enn við lýði. Forboðnar bækur eru venjulega brenndar á báli og eru auðvitað eins og annað það sem forboðið er i heimi þessum afar eftirsóknar- verðar fyrir þá sem á annað borð eltast við það sem forboðið er. Ég er einn af þeim, sem hef verið að eltast við forboðnar bækur f rá því ég man eftir mér. Ég held að ég haf i varla verið orðinn læs, þeg- ar ég átti marga skókassa f ulla af myndabók- um með berrössuðum kellingum, en slikar bækur voru harðbannaðar, þegar ég var barn. Kristmann þýddi „Elskhuga Lady Chatter- ley”. Ég man að hún var prentuð á biáan pappír og langir kaf lar í henni voru innsiglaðir svo að börn kæmust ekki á hið forboðna les- mpil, enda lásum við strákarnir þessa kafla svp gaumgæfilega að síðurnar voru í bók- staflegri merkingu lesnar upp til agna. Síðan þetta var hefur klámaldan skolað ókjörum af klámi í öllum myndum á rekafjörur vestur- landa, svo að klámbókmenntir eru ekki lengur spennandi og raunar orðið fágætt ’að bækur séu bannaðar a.m.k. hérlendis, en kynfræðsla í skólum hef ur leyst elskhuga Lady Chatterley af hólmi. Þá skeður það núna um daginn að íslensk bók er bönnuð og þarf engan að undra, þó ég væri fljótur að ná í hana. Þetta er sem sagt bókin „HORT — SPASSKI" Skákeinvígi á (s- landi 1977 eftir Jón Þ. Þór, gef in út af bókaút- gáfunni „Fjölva" og kölluð á baksíðunni „Fyrsta hraðsuðubók Fjölva". Bók þessi er óvenjulega fallega unnin og hefði sannarlega verið aðstandendum sínum til hins mesta sóma hefði hún fengið að koma út, en hún var bönnuð. Ástæðan er svokallaður bókarauki, skrifaður af forleggjaranum Þor- steini Thorarensen, og nefnir hann pistilinn „Harmsögu Spasskýs". Höfundur er greini- lega mjög undir áhrifum rithöfundarins Jó- hannesar Birkilands, sem á árunum skrifaði ritverkin „Harmsaga æfi minnar" og „Ögur- legasta hörmungartímabil alirar minnar æf i". ( greininni er það tíundað, hvernig skák- meistarinn hafi í viðureign sinni við Fischer látið reka eins og tuska, ætlað að slá sig til riddara á veikleika Bobbys, verið í stífpress- uðum fötum og eins og klipptur út úr tísku- blaði, þambað lýsi og appelsínusafa. Hvernig leikir hans voru útí loftið. En í öllum þessum hörmungum virtist ásjóna hans eins og brost- in. Þá er í greininni f jallað um kenningar þess efnis að kvenmannsleysi hafi verið farið að segja til sín og hvernig konu hans, Larissu, var flogið híngað, en ....„Hún var allfögur kona, en þótti'kuldaleg á svip og fráhrindandi, og kemur ekki á óvart að hann hefur síðan sagt skilið við þetta snædrottningu sína". Greininni lýkur síðan á því að höf undur upplýsir það að ....„undarlega þótti mönnum að lokum farast þessum fyrirmyndaruppalningi úr rauðu ung- herjafylkingunni, þegar hann opinberaði það að hann var haldinn bíladellu, eins og vestræn- ir gæjar og átti þá eina ósk þegar upp var staðið að eignast Range Rover lúxusbíl..." Einhverra hluta vegna þótti skáksamband- inu ekki ástæða til að dreif a til almennings bók með þessum kveðjum og mörgum f leiri í svip- uðum dúr til gests okkar, fyrrverandi heims- meistara í skák, en höfundur greinarinnar segir orðrétt í Morgunblaðinu á sunnudaginn var: „Þegar allt er saman komið verður hald- in bókabrenna, enda við hæfi þar sem slíkt einræðishugarfar stendur að baki ofsókninni gegn bókinni." Hér sannast enn hið fornkveðna, að mikil er rússans og bolsans grimmd, og aumt að skák- sambandið skuli þurfa áð lúta vilja kommún- ista í einu og öllu. Enda varð Hort á orði þegar hann hafði frétt af banninu: Bókin setti bolsa í mát, er byrjuðu þeir að kannana. Alla greip þá ógnar fát, ákveðið var að bannana. Flosi -------------—& VERÐLAUNAGETRAUN Hvað heitir skipið? BHm V erðlaun fyrir sldp nr. 6-10: Dregið hefur verið úr réttum lausnum Hér kemur síðasta skipiö sem mynd birtist af i þessari viku. Ef þú veist rétt nöfn skipa nr. 16- 20 sendu þá lausnirnar til Pósts- ins, Þjóðviljanum Slöumúla 6,og þú átt möguleika á verölaun- um. Verölaunin aö þessu sinni er bókln Reykjavlk I 1100 ár sem Sögufélagiö gaf út 1974, vönduö bók og eiguleg. Eftir hálfan mánuö veröur svo dregiö úr réttum iausnum. Nú hefur veriö dregiö úr nöfn- um þeirra sem sendu réttar lausnir á skipum nr. 6-101 skipa- getraun’ Þjóöviljans. Upp kom nafn Þorsteins Gislasonar Loft- skeytastööinni Hornafiröi og fær hann senda bókina Þraut- góöir á raunastund sem Steinar J. Lúöviksson skráöi, 8. bindi. Sem fyrr uröu mjög margir til aö senda lausnir.en nokkuö varö upp og ofanjivort þær væru rétt- ar. Skipin voru þessi: Nr. 6. Lagarfoss, skip Eim- skipafélags Islands 1917-1948. Nr. 7. Esja, hin elsta meö þessu nafni, kom 1923 eöa 4 og seld 1938. Nr. 8. Arinbjörn hersir Nr. 9. Bar þrjú nöfn og var nóg aö eitt kæmi fram: Þau eru Gulltoppur RE-247, Andri SU 493 og slöar GK 95 og Vöröur BA 142. Nr. 10 Súöin, á Islandi 1930- 1952. Þettáskip var smiöaö I Danmörku 1930 og var mikiö i Hamborgarferöum. Um borö I skiðinu var eirtafla fra Hindenburg forseta Þýskalands vegna björgunarafreks. Seinna varö þaö fyrir baröinu á þjóöverj- ALDARSPEGILL / Ur íslenskum blöðum á 19. öld Hversvegna sker bökbindari E. Jénsson í Reykjavik svona mildb utanaf nýjum bókum þeg- ar hann bindur þær inn- í fyrsta sinni ? t. a. m. á Sálmabókinni XI. útg., þar inunar sumsta&ar ' rúmum fjóröa parti frá því, sem á þeim er óinn- bundnum. Reykjavíkíngur. Noröri 16. mai 1856

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.