Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Hin sjálfvirku bönn frelsisskerðing í fjölmiðlum Undanfarin misseri hefur ýmsum oröiö tiörætt um hlut- verk fjölmiöla i Islensku þjóö- félagi og möguleika þeirra til aö fjalla um atburöi og málefni á gagnrýnan hátt. Umræöan hefur einkum beinst aö þeim skoröum sem stjórnvöld og aörir aöilar setja fréttaflutningi og málsmeöferö I fjölmiölum. Rit- stjórar og blaöamenn hafa bent á takmarkaöa upplýsinga- skyldu stjórnvalda, sjálfdæmi embættismanna hvaö snertir fréttir af athöfnum þeirra, leyndarkvaöir á opinberum gögnum og fjölmörg önnur at- riöi sem hindra opna umræöu um málefni þjóöarinnar. Siöast- liöinn sunnudag flutti ritstjóri Dagblaösins enn á ný þessa gagnrýni á umræöugiröingar rikisvaldsins og flestir viömæl- endur hans I útvarpsþættinum tóku I sama streng. Þótt boðskapurinn um hina frjálsu blaöamennsku, sem vera skal allt I senn óhlutdræg, gagnrýnin og rannsakandi, sé aö mörgu leyti lofsveröur hefur flutningur hans hér á landi aö- eins beinst að annarri hliö máls- ins. Athygli hefur einungis verið vakin á þeim hindrunum sem opinberir aöilar — ráöherrar, embættismenn og forystumenn stjórnmálaflokka og hagsmuna- samtaka — hafa múrfest I is- lenskri þjóðmálaumræðu. Haftastefna fjölmiölanna sjálfra hefur litt verið dregin fram I dagsljósiö. Þær skoröur sem stjórnendur fjölmiöla setja sjálfviljugir á þjóömálaumræö- una hafa ekki hlotiö forsiöusess I frásögnum blaöanna. Samsœri þagnar- innar Þróun islenskra fjölmiöla aö markmiöum hinnar opnu og gagnrýnu umfjöllunar um að- geröir valdhafa felur ekki aö- eins i sér afnám margvíslegra hindrana sem settar hafa veriö af stjórnvöldum, hún gerir einn- ig þá kröfu til forráðam. fjöl- miöla aö þeir geri sér grein fyrir eigin valdi og foröist misbeit- ingu á þvi. Þaö er alkunna aö ákvarjianir um blaösiöusess fréttar, fyrirsagnastærö, mynd- skreytingu og önnur áhersluatr- iði veita fjölmiölastjórnendum margvislega möguleika til aö ákvaröa mismunandi áherslu- bunga einstakra mála I hinni al- mennu umræöu Þvi veröur ekki fjallaö um þessi atriöi hér. Hins vegar veröur reynt aö vekja at- hygli á þeim bönnum sem fjöl- miðlar setja sjálfviljugir á um- fjöllum um mikilvægi mála- flokka. Þessi bönn felast I sam- særi þagnarinnar sem fjölmiðl- ar innleiöa sjálfir meö þvi aö útiloka mikilvæga þætti frá hinni almennu umræöu. Hinni gagnrýnu og rannsakandi blaöamennsku er meövtiandi einungis beint I tilteknar áttir. Sumum áhrifamiklum aöilum er algerlega hlift við hinu gagn- rýna ljósi. Þaö er þvi ekki nóg að benda á skorður hins opin- bera, þótt bölvaöar séu, stjórn- endurfjölmiöla veröa einnig aö hafa manndóm til að llta I eigin barm og ástunda hlifðarlausa sjálfsgagnrýni. Þeir eru ekki stikkfri. Dæmi frá Bandarikjunum Boöberar hinnar gagnrýnu og rannsakandi blaðamennsku vitna ætiö til Bandaríkjanna sem fyrirheitna landsins og er þáttur þeirra félaga Woodward og Bernstein I afhjúpun Water- gatemálsins talin einkennandi fyrir rikjandi vinnubrögö i bandariskum fjölmiölum. Þvi miöur er veruleikinn ekki alveg svona glæstur. Sagan um glimu hinna sigursælu ungu blaöa- manna viö menn forsetans er ekki dæmisaga um hiö algilda i bandariskum fjölmiölum. Hún heyrir til undantekninga. Frá- sögn blaöamannanna sjálfra sýnir glöggt hve erfiöur róöur- inn var og nákvæm athugun leiöir I ljós aö margvisleg bönn einkenna meöferö bandariskra fjölmiðla á málefnum þjóöar- innar. Þessi bönn eru hins vegar sett af fjölmiðlunum sjálfum. Þeir hlifa sjálfkrafa valdamikl- um aöilum i þjóöfélaginu. Hindranirnar i þjóömálaum- ræöunni eru orönar aö sjálvirku kerfi. Nýlega fjallaöi The New Yrk Times um þau málefni sem öfl- ugustu f jölmiölarnir þar I landi, sjónvarpsstöövarnar stóru, hafa yfirleitt ekki tekið til um- fjöllunar á gagnrýninn og rann sakandi hátt. (The New York Times, 20. febrúar 1977, Section II, bls. 1,13,14,15, og 37).. Þeir aöilar og málefni sem sleppa viö hiö rannsakandi auga sjón- varpsvélarinnar eru: 1. Stórfyrirtæki 2. Bflaiönaöurinn 3. Samtenging hersins og vopnaframleiðslufyrirtækj- anna 4. Stjórnunarhættir öflugustu verkalýbsfélaganna 5. Kjarnorkuframleiöslan 6. Utanrikisstefna Bandarikj- anna 7. Sjónvarpsstöövarnar sjálfar. Þessi atriði mynda aö dómi The New York Times sjö dauöa- syndir bandariskra sjónvarps- stööva. Umfjöllun um þau heyr- ir til algerra undantekninga. Siöustu tvö ár hefur enginn hinna þriggja stærstu sjón- varpsstööva i Bandarikjunum (Columbia Broadcasting System, CBS, National Broad- casting Company, NBC, og American Broadcasting Comp- any, ABC) fjallað um málefni stórfyrirtækjanna, öflugustu verkalýðsfélaganna, kjarnorku- framleiðslunnar eöa sjónvarps- stöövanna sjálfra. Bannsviöið felur I sér mikil- vægustu aöila bandarlska hag- kerfisins, hina samtengdu hags- muni hersins og vopnaframleiö- enda og framkvæmd utanrikis- stefnunnar. Samsæri þagnar- innar er þvi æriö viðtækt. Að- eins einu sinni á undanförnum árum hefur bflaiönaöurinn verið tekinn til skoöunar (ABC News Closeup on Autos: Spoiled by Success?” sjónvarpað 15. ágúst 1975). A hálfum áratug, 1971- 1976, hefur aöeins tvisvar veriö fjallaö um hina samfléttuðu hagsmunakeöju hersins og iön- fyrirtækjanna (The Selling of the Pentagon, sjónvarpaö hjá CBS 23. febarúar 1971 og The Selling of the F-14, Iika sjón- varpaö hjá CBS 27. ágúst 1976). Gagnrýnir dagskrárþættir um bandariska utanrikisstefnu heyra til algerra undantekn- inga. Málefni Suöur-Ameriku eru nær aldrei tekin á dagskrá og fjölmargir atburöir á vett- vangi heimsmálanna eru aldrei teknir til skoöunar. Sem dæmi má nefna aö engin hinna stóru sjónvarpsstööva i Bandarikjun- um tók striðið i Libanon til sér- stakrar meöferðar. Vert er að veita þvi athygli að auk þessara banna á mikilvæga málaflokka hefur heildarfjöldi rannsóknar- þátta hjá þremur stærstu sjón- varpsstöðvum Bandarikjanna minnkaö á undanförnum árum. Arið 1975 flutti CBS 28 slika þætti en aöeins 15 1976. ABC flutti 18 þætti 1975 en 15 þætti 1976 og NBC flutti 15 þætti 1975 en aöeins 8 þætti 1976. Rann- sóknarþáttum hefur þvi fækkaö um nær 40% á einu ári. Máttur fjármagnsins The New York Times rekur margvisleg dæmi um fjárhags- legan þrýsting sem beitt er á óbeinan hátt til aö hindra gagn- rýna umfjöllun um stórfyrir- tækin. Sjónvarpsstöövarnar I Bandarikjunum grundvalla rekstur sinn á auglýsingafjár- magni og dagskrárstyrkjum frá stórfyrirtækjum og öörum fjár- magnsaöilum. Blaöiö bendir á aö bilaiönaöinum sé hlift viö Igagnrýni I réttu hlutfalli viö magnbilaauglýsinganna. Þegar einhver sjónvarpsstöð tekur sig til og beinir athygiinni aö viö- kvæmum þáttum i starfsemi stórfyrirtækjanna þá eru fjár- styrkir og auglýsingar umsvifa- laust afturkölluö. Og brennt barn foröasteldinn. Stjórnendur fjölmiöla vita að of viðtæk gagn- rýni getur þýtt verulegan tekju- missi. Þeir viröa þvi i reynd mátt fjármagnsins og vilja stjórnvalda, þeir foröast fjöl- marga viökvæma málaflokka. Kerfi hinna sjálfvirku banna eru I fullu gengi og veigamikil sviö þjóölifsins eru sjaldan eöa aldrei tekin til meöferöar. Þaö eru aðeins sumir sem veröa aö sætta sig við hin gagnrýnu augu fjölmiðlanna. öörum er sleppt. íslenskar hliðstœður Frásögn The New York Times af hinu sjálfvirka bannakerfi hjá bandariskum fjölmiölum gefur tilefni til aö hugleiöa hliö- stæöur hér á landi. Hver eru þau bönn sem teljast geta dauða- syndir Islenskra fjölmiöla? Hvaða sviö njóta hins sjálfvirka umfjöllunarbanns? Eru þau svið eins mikilvæg og þau sjö sem The New York Times greinir frá? Hvaöa aöilar eru stikkfri hér á landi? Hefur máttur auglýsingafjármagnsins hindraö umfjöllun um málefni islenskra stórfyrirtækja? Hvaða fyrirtæki hafa svo sterka markaðsaöstöðu aö þau geta treyst þvi aö fjölmiðlarnir tak- marka sjálfkrafa umfjöllun um málefni þeirra? Slikar spurningar, sem gætu reyndar veriö mun fleiri, sýna aö næsta þróunarstig islenskra fjölmiðla I átt aö yfirlýstum markmiöum hinnar gagnrýnu og rannsakandi blaðamennsku er aö lita i eigin barm og hefja leit aö þeim bönnum sem þeir viðhalda sjálfviljugir. Styrk- leiki þeirrar sjálfsagagnrýni veröur mælikvaröi á núverandi þroskastig islenskra fjölmiöla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.