Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 10
lt SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Uigirtogur 5. m»r* it77
Langardagnr 5. mar* «77 ÞJÓÐVILJINN — SIDA — II
StjÖrnarskipti í Félagi starfsfólks
í veitingahúsum
Þetta
verður ekki
geðþótta-
stjórn
— segir nýkjörinn
formaður félagsins,
Kristinn Hrólfsson
Nú í vikunni fór fram stjórnarkjör í Félagi starfs-
fólks í veitingahúsum. Tveir listar voru « kjöri: A-listi
stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi Kristins Hrólfsson-
ar og f leiri. úrslit kosninganna urðu þau að B-listinn
fór með sigur af hólmi, hlaut 165 atkvæði gegn 119.
Þaö þykir alltaf tiöindum
sæta þegar stjórnarskipti verða
i verkalýðsfélagi, ekki sist þeg-
ar fráfarandi stjórn hefur setið
lengi að völdum eins og raunin
er i þessu tilviki. Þjóðviljinn
náði þvi tali af hinum nýkjörna
formanni, Kristni Hrólfssyni, og
bað hann að segja álit sitt á
þessum tfðindum.
460 félagar,
ættu að vera 700
— Það kom i ljós i þessum
kosningum geysileg óánægja
með stjórnina. Hún hefur nú
setið I nær niu ár og raunar
lengur og var algerlega stöðnuö.
Hún var lokuö inni á sinum
kontór og hafði engin samskipti
við félagana. Ég get tekið dæmi
af sjálfum mér. Ég hóf störf
sem dyravörður fyrir fjórum
árum,og fyrsta árið vissi ég ekki
af tilvist félagsins. Þegar ég svo
heyrði af þvi þurfti ég sjálfur að
hafa fyrir þvi að ganga I það. Ég
gekk einnig i lifeyrissjóð félags-
ins, en i hverjum mánuði þurfti
ég að biöja atvinnurekandann
að taka af mér iðgjaldið.aö öðr-
um kosti hefði það ekki veriö
gert.
Við áætlum að ef allir þeir
sem vinna á starfssviði félags-
ins væru komnir i það teldi fé-
lagið um 700 manns. Félaga-
fjöldinn fór hins vegar upp i
uþb. 460 fyrir kosningarnar. Af
þessum fjölda eru þeir margir
sem aldrei hafa greitt félags-
gjald, þaö hefur ekkert verið
gert til að innheimta það, hvað
þá lifeyrissjóösgjald.
Annars var það svoy að félög-
unum fjölgaði um 60 á örfáum
dögum fyrir kosningar. Þeim
var reyndar frestað um tvo
daga og borið við óreiöu i
spjaldskrá félagsins.
Mikil kjörsókn
— Hvað viltu segja um úrslit
kosninganna?
— Það var mikil þátttaka i
kosningunum eða rúmlega 60%
kjörsókn sem ég held að sé eins-
dæmi i verkalýðsfélagi. Okkar
listi hlaut um 60% atkvæða, en
þeirra um 40. Þetta er þvi ótvi-
ræður sigur okkar. Við lögðum
mikla áherslu á það i kosninga-
baráttunni að fá sem flesta til að
taka þátt f kosningum svo þær
gæfu sem besta mynd af hug
fólksins. Viðbyrjuðum á aö gefa
út fréttabréf þar sem listinn var
kynntur og markmið framboðs-
ins. Svo héldum við fjölmennan
félgsfund i Otgarði...
— Hélduð þið félagsfund?
— Já, við fórum þess fyrst á
leit við stjórnina að hún boöaöi
til fundar.en fengum þau svör að
til þess væri enginn timi. Viö
brugðum þvi á það ráö að efna
sjálf til sliks fundar og buöum
stjórninni að sitja hann. En hún
sá ekki ástæðu til að mæta.
Á kjördegi rákum við kosn-
ingaskrifstofu, og þangaö kom
mikill fjöldi fólks til starfa.
Þessi sigur vannst þvi fyrst og
fremst fyrir geysilegan áhuga
fólks.
Viö höfðum reyndar orðið
þessa áhuga vör þegar við
heimsóttum vinnustaði. En þá
fundum viö einnig fyrir miklum
þrýstingi frá atvinnurekendum.
Þvi var haldið fram bæði á
vinnustööum og i blaðagreinúm,
einkum i Morgunblaðinu, að við
værum óróaseggir sem ekki
Kristinn Hrólfsson.
vissum hvaö viö værum aö gera.
Þetta var svo sem auðskilið.
Þeir sáu að annars vegar var
þæg stjórn sem litið hafðist að
en á hinn bóginn stjórn sem vildi
gera eitthvað fyrir fólkið. Þeir
kusu auðvitað þá þægu.
Félagar verði virkari
— Hvað hyggist þið svo gera
að unnum sigri?
— Fyrsta verkefnið verður að
virkja hinn almenna félaga. I
þvi skyni munum viö gefa út
fréttabréf og ætlunin er að halda
félagsmálanámskeið. Svo verða
þeir kjarasamningar sem i hönd
fara stór þáttur i starfi okkar á
næstunni.
Ég vil nota þetta tækifæri til
að hvetja fólk til að taka virkari
þátt I félagsstarfinu,þvi stjórnin
hyggst ekki taka sér einkarétt á
þvi. Það verður farið með allar
meiriháttar ákvaröanir um
kjaramál og annað út til félag-
anna. Þetta veröur ekki geð-
þóttastjórn eins og sú sem verið
hefur.
—ÞH
Grein Einars fylgdu tvö Hnurit sem sýna kaupmátt timakaups. Þetta er gert af ... en þetta birtist I Rétti árið 1969og sýnir þróun kaupmáttar frá strlðslokum fram I mai 1969.
Ásmundi Stefánssyni hagfræðingi ASl og sýnir þróun kaupmáttar I hartnær 6
áratugi...
I nýjasta tölublaði af Rétti birtist undir ofanskráðri
fyrirsögn grein eftir ritstjórann, Einar Olgeirsson, og
f jallar hún um þróun kaupmáttar launa verkafólks og
þær aðferðir sem yfirstéttin beitir til að skerða hann.
Þjóðviljinn telur ástæðu til að birta þessa grein og
fylgir hún hér á eftir.
Bandarískt launráð:
Þjófalykill að launum
og sparifé
Á Alþýðusambandsþingi 1976
gerðu allir verklýðssinnaðir fulltrú-
ar sér það ljóst að verðbólga og
gengislækkanir voru vélráö yfir-
stéttar, sem svaraði hverri kaup-
hækkun með sllkum ráðstöfunum og
græddi' þrefalt á: 1) lækkaði kaup-
gjaldið, 2) skrifaði niður raungildi
bankalána sinna og 3) hækkaði hinar
miklu fasteignir sinar i veröi. —
Þessari arðráns- og auðsöfnunaraö-
ferð yfirstéttarinnar er einvöröungu
hægt að mæta meö póiitiskum að-
gerðum, byggöum á stjórnmálavaldi
sameinaðrar alþýðu. Þetta þarf
hverri verkalýösfjölskyldu á tslandi
að verða fullkomiega ljóst áður en til
skarar skriður I vetur eða vor. öll
blöð verkalýðshreyfingarinnar þurfa
að margendurtaka og skýra þessar
einföldu staðreyndir, svo hvert
mannsbarn af alþýðustétt skilji.
Við birtum aö þessu sinni nokkur
linurit til fyllri skýringar á þessu
fyrirbrigði gengislækkana og verö-
bólgu, sem yfirstéttin reynir að telja
fólki trú um að sé einskonar náttúru-
lögmál, en ekki visvitandi hefndar-
aögerðir hrokafullra drottna gegn
þrælum, sem gerast svo ósvifnir að
heimta sinn rétt.
Linuritin sýna þróun kaupgetu
tlmakaupsins, — hvaö fá mátti fyrir
einnar klukkustundar vinnu á hverj-
um tlma undanfarin rúm 60 ár.
Svo sem sjá má á fyrsta linuritínu
fór kaupgetan aö lækka i fyrra striði
uns verkalýðurinn hóf baráttu sina
meö stofnun hásetafélagsins og
harðri sókn Dagsbrúnar og svo
stofnun A.S.l. Allt frá 1919 tekur
kaupgeta timakaupsins að hækka
jafnt og þétt þar til I siðari hluta
krepputimabilsins að þjóðstjórnin
grípur til kúgunarráðstafana með
lögum 1939 og 1940. (Kjararýrnun
vegna atvinnuleysis kemur ekki
fram i þessum visitölum, dagkaup
hafnarverkamannsins, sem hefur 10
stunda vinnu allt árið er á þessu
skeiði ca. 4500 kr. á ári, en meðal-
tekjur hafnarverkamanns verða um
1500 kr., m.ö. oröum: Hann hefur að
meðaltali vinnu þriöja hvern dag).
Siðan kemur lifskjarabyltingin
1942-47. Með skæruhernaðinum 1942
er kaupgeta dagkaupsins meira en
þrefölduð frá þvi sem var 1916. En
um leið er yfirstéttin meö pólitisku
valdi verkalýðsins, fyrst og fremst
hins sigursæla og sterka Sósialista-
flokks, hindruð I þvi að geta beitt
gengislækkunum: 1942-44 er utan-
þingsstjórn,og Alþingi, sem ræður þá
genginu, þorir ekki aö breyta þvi
vegna sigra Sósialistaflokksins, og
1944-47 er Sósialistaflokkurinn i
rikisstjórn og getur hindraö allar
gengislækkanir, sem breska og
bandariska hervaldið vissulega
óskaði eftir, þvl kaupgjald hafnar-
verkamanns i Reykjavlk var aö lok-
um orðiö eins og hafnarverkamanns
i New York (ca. 1,50 dollar, eöa rúm-
ar 9 krónur, en dollarinn var þá 6.50).
Er afturhaldsstjórnin tók viö 1946
ifflUir
Forsiöa nýjasta tölublaös Réttar.
beitti hún fyrst lagaákvæðum til að
lækka kaupiö. En siðan að gengið var
að Marshallsamningnum og
ameriskt bankavald tók að sér æðstu
stjórn efnahagsmála á íslandi, lét
það auövald „erkibiskup” sinn á Is-
landi fyrirskipa á hvern hátt skyldi
þaöan i frá brugöist við kaup-
hækkunum óþægs verkalýðs:
I gengislækkunarfrumvarpinu,
sem ameriska valdið lét „helminga-
skipastjórn” Framsóknar og Ihalds
leggja fyrir Alþingi og samþykkt
var 20. mars 1950, var i senn fyrir-
skipaö að hækka dollarinn úr 6.50 upp
I 16.32 og að fyrirskipa Lands-
bankanum, sem þá var og Seðla-
banki, að breyta gengi islenskrar
krónu þegar breyting verði á kaup-
gjaldi. Meö öðrum orðum: Ameriska
valdið fyrirskipaði rikisvaldi is-
lenskra atvinnurekenda að svara
hverri kauphækkun með tilsvarandi
gengislækkun islensku krónunnar.
Þessum „erkibiskups boöskap”
hafa hinir aumu islensku
„höfðingjar” siðan hlýtt I 25 ár, enda
grætt vel á. Og þá hafði bandariska
hervaldið ekki siður hagnað af:
Utanrikisráðherra Bandarikjanna
hafði heitið þvi hátlðlega 4. aprfl 1949
að aldrei yrði hér her á friöartímum
— og á grundvelli þessa loforös gekk
Island i Nato, en strax i ágúst 1949
fyrirskipaði Truman Bandarikja-
forseti her sinum að undirbúa innrás
i ísland, er framkvæmd var 5. mai
1951, og innan árs var ameriski her-
inn orðinn stærsti atvinnurekandi á
Islandi með yfir 3000 manns I þjón-
ustu sinni og borgaði þeim 1 krafti
fyrrnefndra ráðstafana einungis
þriðjung þess kaups, er ameriskir
hafnarverkamenn þá fengu.
Siðan 1947 hefur svo baráttan
staðið I þrjá áratugi um aö reyna að
ná þeim kaupmætti timakaups sem
mestur varð 1947: linurnar á linurit-
inu sveiflast upp viö hvern kjara-
samning, en svo nokkru siöar niður
aftur sakir gengislækkana og verð-
bólgu af þeirra völdum.
Á timabili „helmingaskipta-
stjórnarinnar” 1950-56 — lækkar
kaupgetan um allt að 20 stig frá þvi
hún var hæst (1947) og til 1951, þá er
meö hverju verkfallinu á fætur
öðru: 1951, 1952, 1955 klifiö upp á við
uns sú stjórn var sprengd með 6
mánaða verkfallinu 1955. Vinstri
stjórnin fyrri tekur þá viö og verka-
lýðurinn knýr með harðfylgi fram að
kaupgeta batni og helst svo um
tima, nær hæst I að komast I svipað
og 1945, þó heldur betur.
„Viöreisnarstjórnin” tekur svo viö
með gengislækkun 1960 og annarri i
viðbót 1961, hækkar þá dollarinn um
13%, af þvi verkalýöurinn hafði
hækkað kaupið um 13%! (Greinilegri
gat hefndaraðgerðin vart verið og
um leið var Alþingi svipt gengis-
skráningarvaldinu með bráða-
birgðalögum, og rikisstjórnin, er gaf
út lögin, tók það i hendur sinar og
Seðlabankans). Þannig reka verkföll
og gengislækknair hvort annað allan
áratuginn, uns þessi stjórn dollara-
þjóna og dollaradýrkenda hefur
komiö dollarnum sem var 16.32 árið
1959 upp i 88 islenskar krónur áriö
1969 og visitölu kaupgjalds þá niður I
80 af kaupgetu 1945 er sett 100.
(Til þess að sýna þessar sveiflur
allar og orsakir þeirra er einnig birt
hér linurit það, sem birt var i
„Rétti” 1969 um sveiflurnar 1945-
1969, en i þvi er 1945 = 100).
Þá tók við vinstri stjórnin siðari,og
i fýrsta sinn siðan 1947 næst i
samningum 1973 kaupgeta, sem fer
fram úr þvi er var 1947, liklega þvi
sem samsvarar 5 stigum.
Þegar afturhaldsstjórnin tók við
beiö hún ekki boðanna: Dollarinn
sem var 90 isl. krónur i lok stjórnar-
tiðar vinstri stjórnarinnar siðari, er
hækkaður I tveimur stökkum og
„sigi”i 188 krónur — hin venjulega
tvöföldun. Verkalýðnum er sýnt i tvo
heimana: Þannig skuli hann alltaf fá
þaö, ef hann dirfist aö hækka kaup
sitt.
Spurningin sem nú leggst fyrir
hverja einustu islenska verka-
mannafjölskyldu og launafólk allt
er:
Dugar þessi sýnikennsla um svika-
myllu islenskrar borgarastéttar til
þess að hver, sem á launum á að lifa,
sjái að hann verður að sameinast i
einni stjórnmálafylkingu, er taki
völdin af þessum þjónum innlends
og erlends auðvalds og gerbreyti öllu
islensku efnahagslifi hvað skipuiag
og rekstur snertir, svo það standi
undir kaupgjaldi þvi, sem alþýða ts-
lands á kröfu á héðan i frá?
Við skulum vona svo verði.
Aukasýning á
Snillingunum
Góð aðsókn hefur verið að sýn-
ingu Leikfélags Kópavogs á Glöt-
uðum snillingum eftir William
Heinesen og Caspar Coch eftir að
sýningar hófust á ný eftir ára-
mótin. Siðastliðinn sunnudag var
auglýst siðasta sýning,en þá, eins
og á fyrri sýningum, var húsfyll-
ir.
Af þessum sökum hefur veriö
ákveðið að halda aukasýningu á
leikritinu sunnudag, kl. 20.30, og
veröur hún i Félagsheimili Kópa-
vogs. Þetta verður eina aukasýn-
ingin og þvi siöasta tækifæri
þeirra sem ekki hafa séö þetta
ágæta leikrit.
Opið hús hjá Rauðsokkum
8. mars
Klara Zetkin
A þriðjudaginn kemur,8. mars,
sem er alþjóðakvenfrelsisdagur-
inn, veröur opið hús hjá Rauö-
sokkum i Sokkholti og veröur þá
flutt dagskrá um einn fremsta
forvigismann i frelsisbaráttu
kvenna Klöru Zetkin. Starfshópur
Rauðsokka um verkalýðsmál sér
um undirbúning dagskrárinnar,
en auk þess að kynna Klöru Zet-
kin verður jafnréttisbaráttan
rædd almennt, ekki sist launa- og
kjaramál. Dagskráin hefst kl.
20.30 og er alit áhugafólk velkom-
ið.
Meistarí
Jakob í
Leikbrúðu-
landi
Brúðuleikhúsið Frikirkjuvegi
11 heldur næstu sýningu sina á
þrem nýjum leikþáttum á morg-
un sunnudag, ki. 15.
Miöasala hefst klukkan 13, og
verður þá svarað i pöntunarsima
15937.
Myndin sýnir púandi póstmann
úr nýjum þætti af Meistara
Jakob.
Jazzvakning heldur
Djasskvöld í Glæsi-
bæ á mánudagskvöld
Félagið Jazzvakning heldur
enn áfram að kynna höfuöborgar-
búum þann hluta menningarinnar
sem það kennir sig við, en þaö var
stofnað „tii að klæða laufi eina
grein á islenska menningar-
meiðnum” eins og segir I frétta-
tilkynningu frá félaginu.
Sú tilkynning er gefin út I tilefni
af þvi að á mánudagskvöldið kl.
21 hefst djasskvöld á vegum
félagsins i Glæsibæ. Þar gefst
mönnum kostur á að heyra i
spánnýrri stórhljómsveit — „Big
band” —- sem lýtur forystu
gamalreynds blásara, en hvorki
hann né aðrir limir sveitarinnar
kjósa að leynast að baki nafnsins
„Big Band 77”.
Eftir að sveitin hefur lokið sér
af taka við tveir blásarar, þeir
Viðar Alfreðsson trompettleikari
og Gunnar Ormslev sem leikur á
tenorsaxófón. Þeim til fulltingis
veröa Kristján Magnússon pianó-
leikari, Helgi Kristjánsson bassa-
leikari og Guðmundur Stein-
grimsson trommuleikari.
Auk djasskvöldanna hefur
Jazzvakning fengist við
djasskynningar i samráði við
skólafélög og fleiri aöila.Næsta
opinbera verkefni félagsins verð-
ur 12. mars nk., en þá er ráðgert
að Askell Másson slagverkamað-
ur haldi tónleika i Norræna hús-
inu.
— ÞH.