Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. mars 1977 Ráðstefna Alþýðubandalagsins um framtið byggðar i Reykjjavlk: Aukin einkabilaumferö á eftir aö veröa borgarbúum dýr ef ekki veröur spornaö viö henni. Hörð gagnrýni á aðalskipulagið A miövikudagskvöld var hald- inn á vegum Alþýöubandalagsins i Reykjavik almennur fundur um framtlö byggöar f Reykjavlk. Fór hann fram I Félagsstofnun stúdenta og var fjölsóttur. Aö loknum framsöguræöum arki- tektanna Hjörieifs Stefánssonar og Stefáns Thors hófust umræöur sem stóöu fram eftir kvöldi. Hér veröur sagt lauslega frá fundin- um. Almenningur taki þátt i mótun skipulags Sigurjón Pétursson setti fundinn. Þá tók til máls Hjörleifur Stefánsson Hann talaöi aöallega , um þá erfiöleika sem snúa aö þvl aö almennir borgarar geti tekiö virkan þátt í mótun aöalskipulags og gagnrýndi harölega stefnu borgaryfirvalda I þessu sam- bandi. Erlendis vlöa er skipu- lagsyfirvöldum skylt aö kynna marga valkosti á byrjunarstigi úrvinnslu og reyna þannig aö gefa fólki kost á aö taka þátt I mótun stefnunnar. Hérna var hins vegar um daginn risasýning á nýju aöalskipulagi fyrir Reykjavfkur- borg sem var meö öllu óaögengi- leg fyrir venjulegna leikmann og ekki sýndir valkostir. Þaö er fyrst og fremst póli- tiskur verknaöur aö gera aðal- skipulag, sagöi Hjörleifur og skipulag Reykjavlkur er fyrst og fremst miðaö viö þaö auðvalds- skipulag sem viö búum viö. Al- menningur á td. aö greiöa kostnaö af þvi aö halda fasteign- um f gamla miöbænum f há- marksveröi og ennfremur mikinn kostnaö viö verslunarmiðstöö I nýjum miöbæ. Skipulagiö er miðaö viö þá sem hafa þaöbest fyrir. Látiöer liggja aö þvl aö viö lútum einhverjum lögmálum td. í sambandi viö blla- umferö I framtföinni sem eru ut- an viö þjóöfélagiö. Litiö er á þróunina sem einhvers konar lög- mál. Síöan er varpaö móöu yfir þá hluti sem eru borgarstjórnar- meirihlutanum óþægilegir. Vlsaöi Hjörleifur f bæklingi sem gefinn var út meö skipulagssýningunni og las nokkrar óskiljanlegar klausur úr honum. Aukum ekki atvinnuhús- næði i gömlu hverfunum Stefán Thors ræddi aöallega um gömlu hverfin og umræöur al- mennings um skipulagsmál. Sagöi hann aö um tvær megin- stefnur væri aö ræöa varöandi gamla bæinn sem væru ólfkar og byggöar á mjög misjöfnum for- sendum. Hins vegar væri látiö liggja aö þvf f aöalskipulaginu aö þær gætu fariö saman. Þetta er svokölluö atvinnustefna annars vegar og fbúastefna hins vegar. í þessu aöalskipulagi er gert ráö fyrir 20% aukningu atvinnu- húsnæöis á svæöinu vestan Kringlumýrarbrautar. Meö þessu móti mótáöist allt þetta svæöi af verslunarhagsmunum. öllu fbúöarhúsnæöi væri hins vegar beint I svefnhverfin svo- kölluöu. Skammtlma vfxillán og langur vinnudagur er lausn hús- byggjenda en ef fólk vill kaupa gamalt fær þaö ekki nema 1/5 af húsnæöisstjórnarláni og fælir þaö fólk ennfrekar frá aö gera slfk kaup. A eftir frummælendum hófust frjálsar umræöur. Reykjavik notar meira landrými en Róm Asgeir Bjarnþórsson bar saman Róm og Reykjavfk, og sagöi aö 80 þúsundir reykvlkinga þyrftu meira landrými en hálf Umferðar- mál í brennidepli þriöja miljón rómarbúa. í Róm er ekkert hús hærra en 8 hæöir en þar er lfka ekkert einbýlishús. Þá sagöi Asgeir aö rekstur Reykja- víkur kostaöi meira en rekstur Rómar. Þaö er engin borg f heimi eins ægilega skipulögö og Reykjavlk. ltölsku borgirnar eru hins vegar hver annarri faUegri og meö prýöilegri skipulagningu. Flestir reykvlkingar eru neyddir til aö eiga bfla þó aö venjuieg verkamannafjölskylda hafi alls ekki efni á þvf. Hvernig veröur Reykjavlk þeg- ar ibúarnir eru orönir 1 mUjón: sagöi Asgeir aö lokum. Starfshópur, fundahöld eða samtök? Hvernig verður spornað við fæti? Geirharöur Þorsteinsson sagöist eiga erfitt meö aö átta sig á hvaö svona fundur ætti aö gera og mælti meö þvi aö hann ein- skoraöi sig viö ákveöna þætti td. gamla bæinn. Þá kæmi kannski fram gagnlegar athugasemdir og skoöanir sem sérfræöingar gætu unniö úr. Þorgeir Helgasonvarpaöi fram þeirri spurningu af hverju ekki væru stofnuö samtök um einstök hagsmunamál. Taldi hann lltiö gagn af starfshópi eins og þeim sem stæöi aö ráöstefnunni. En ef td.safnaöværi samanöllum þeim einstaklingum sem nota al- menningsvagnaþjónustu til aö berjast fyrir bættu almennings- vagnakerfi kæmi árangur I ljós. Sigurjón Pétursson upplýsti aö starfshópurinn heföi veriö aug- lýstur og öllum opinn. Eirlkur (fööurnafn náöist ekki) tók undir orö Þorgeirs aö stofna samtök strætisvagnafarþega til aö knýja fram breytingar á al- menningsvagnaskipulaginu. Vagnstjórarnir sjálfir eru hundóán^egöir og jafnvel forstjór- inn sjálfur. Samtök strætisvagna farþega gætu gert eitthvaö og vakiö athygli á misréttinu. Afstaðan til Breiðholts 3 og timburhúsa Þóröur Ingvi Guömundsson spuröist fyrir um hver heföi veriö gagnrýni alþýöubandalagsmanna á skipulagningu og uppbyggingu f Breiöholti 3 á sinum tfma og enn- fremur hver væri afstaöa þeirra til smlöi timburhúsa, í nýjum hverfum. Sigurjón Pétursson sagöi aö ekkert þeirra þriggja sem nú sitja I borgarstjórn heföu veriö þar þegar Breiöholt 3 var samþykkt og hann myndi ekki eftir neinum sérstökum atriöum I bókunum varöandi þaö. Sjálfur sagöist Sigurjón vera hrifinn af timbur- húsum. Glsli B. Björnsson sagöist hafa búiö í 3 ár I Breiöholti 3 og sagöi aö öll þjónusta i hverfinu sem lofaö Heföi veriö I upphafi væri mörgum árum á eftir. Magnús Skúlason sagöi aö móöursýkin sem greip um sig I Reykjavlk eftir brunann mikla 1915 heföi oröiö til þess aö miklar hindranir heföu veriö lagöar á byggingu timburhúsa. Nú væri hins vegar unniö aö lagfæringu á brunamálasamþykkt og stefnt aö því aö menn megi byggja timbur- hús meö risi til Ibúöar. Asgeir Bjarnþórsson kvaö þaö undarlegt aö steinsteypuhús hér væru byggö sem timburhús svo aö þau brynnu alveg jafnt. Þetta væri aö kenna eldfimri einangrun innfluttri I staö innlends vikurs. Adda Bára Sigfúsdóttlr vildi fá viöbrögö manna viö þá niöurstööu starfshópsins aö vilja hætta aö byggja atvinnuhúsnæöi I gamla bænum. Erum viö á réttri leiö eöa er hægt aö kveöa okkur I kútinn meö öörum hugmyndum? spuröi hún. Mengun af farartækjum Unnur Skúladóttir sagöist vera mjög hrifin af ályktun starfs hópsins en saknaöi þó aö ekki skuli vera vikiö nánar aö mis- muni á bensfni og dlsel I um- feröinni og krafist rafmagns i Hluti fundarmanna I Félagsstofnun stúdenta Slguröur Haröarson I ræðustól. Til hliöar viö hann situr Sigurjón Pétursson fundarstjóri, þá Anna Sigrföur Hróömarsdóttir fundarritari og siöan frummælendurnir Hjörleifur Stefánsson og Stefán Thors.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.