Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. mars 1977
Grunskólanemar reiðir:
Fulltrúar
þeirra ræða
við prófa-
nefnd
Stór hópur grunnskóla-
nema úr skólum í
Reykjavík/ Kópavogi og
Hafnarfirði efndi til mót-
mælaaðgerða í gær vegna
nýafstaðinna prófa í
samræmdum greinum.
Ætlaði hópurinn að hitta
að máli menntamála-
ráðherra Vilhjálm
Hjálmarsson# en hann
var úti á landi. Þá var
haldið á fund prófa-
nefndar í Ingólfsstræti og
söfnuöust nemendur
saman fyrir utan húsið og
höfðu uþpi kröfuspjöld
með áletrunum eins og
„Betri framkvæmd
prófa". //Við erum menn
en ekki tilraunadýr", o.f I.
í svipuðum dúr.
Talsverö ókyrrB var i. unga
fólkinu og hentu sum þeirra
í dag
eggjum aö húsinu og kölluöu
„niöur meö menntamálaráö-
herra” og einnig sungu þau
„Þaö er leikur að læra”.
Mótmæla framkvæmd
prófa og fyrirgjöf.
Annars voru langflest prúð og
þótti miöur aö verið væri meö
eggjakast. Mikill hiti virist
samt vera i krökkunum og eink-
um vildu þau mótmæla eink-
unnafyrirgjöf á prófunum og
framkvæmd þeirra. Allir sem
blm. Þjóöviljans talaði viö töldu
framkvæmd prófanna hafa ver-
ið i mörgu ábótavant og þeim
fannst mjög óréttlátt aö dæma
fyrirfram ákveðinn fjölda úr
leik.
Við spuröum nokkra krakka
hvort þeir héldu aö færri nem-
endur kæmust áfram i
námi nú en áður. Þeir töldu aö
svo væri af þvi aö áöur hefðu svo
margir getað farið i almennan
3. bekk og svo tekiö gagnfræöa-
próf og komist þannig i
framhaldsnám.
Ingunn Tryggvadóttir, ritari prófanefndar.
Anna Eiriksdóttir úr Armúlaskóla héit á mótmælaspjaldi. Hún
sagöist vera óánægö meö framkvæmd prófanna,en ekki var hún viss
um hvort rétt væri aö leggja samræmd próf alveg niöur. Ungur
maöur úr Flensborg var hins vegar ekki i vafa. Hann sagöi aö próf-
in ættu ekkiréttá sér.Hver maöur ætti aö fá aö iæra þaö sem hann
vildi og fá til þess þann tima sem hann þyrfti.
Fá svör í dag.
Nokkrir fulltrúar nemenda
fóru inn I húsiö og vildu hitta
prófanefnd. Þaö var auösótt
mál, en þegar til átti aö taka
voru nemendur nokkuö
óákveönir og greinilega ekki vel
undirbúnir. Fulltrúar úr prófa-
nefnd tóku þeim vel og sam-
kvæmt nýjustu upplýsingum
varð niðurstaða viöræðnanna sú
aö fulltrúar nemenda ætla aö
koma aftur á fund nefndarinnar
i dag og hafa þá ákveönar
spurningar til aö leggja fyrir
prófanefnd og fá þeir þá von-
andi viðunandi svör.
Inni i húsinu hittum viö þrjá
úr prófanefnd, Ritari nefndar-
innar Ingunn Tryggvadóttir,
sagöi aö nokkuö væri óljóst hvaö
krakkarnir vildu og hverju þau
væru aö mótmæla. Þó væri
greinilegt aö aðalásteytingar-
steinninn væri fyrirgjöfin á
samræmdu prófunum. Aö sinu
mati væri um misskilning hjá
nemendum aö ræöa, þegar þau
teldu normaldreiföa einkunna-
gjöf óréttláta. Meö þvi aö taka
upp þetta kerfi væri einmitt ver-
ið að útrýma þvi óréttlæti, sem
verið hefur og stafar af þvi aö
samræmd próf eru misþung frá
ári til árs.
Erum að koma í veg fyrir
mismunun.
Auk þess væri þessi dreifing
einkunna ekkert nýtt fyrirbæri,
og hún sagði aö ef prófanefnd
eða einhverjum öörum tækist aö
semja „fullkomin” próf, myndi
útkoma þeirra veröa svipuö og
nú er fyrirhugaö aö veröi.
Aðspurð um það hvort prófa-
nefnd vi'.di alveg leggja niður
samræmd próf, sagöi Ingunn aö
stefnan væri sú aö fækka þeim
og hefur þab veriö gert. „Þau
eru nú aðeins 4,en voru 9 þegar
þau voru flest, og okkur þykir
einkennilegt að svona miklar
kvartanir skuli berast nú,
einmitt þegar veriö er aö fækka
prófum og veita skólunum aukiö
frelsi”, sagöi Ingunn. —hs
Fræöslustarf Alþýðubandalagsins á mánudagskvöld:
Um iðnað og landbúnað
Næsti fundur umræðufunda Al-
þýöubandálagsins I Reykjavik
um störf og stefnu Alþýöubanda-
iagsins veröur haldinn á mðnu-
dagskvöldiö næstkomandi. Þar
veröur fjallaö um iðnab og land-
búnaö; Guömundur Ágústsson
ræöir um iðnaöin, en Stefán Sig-
fússon um landbúnaöinn. Fund-
urinn veröur á sama staö og tima
og hinir fundirnir: Aö Grettisgötu
3 kl. 8.30.
Fundurinn sem veröa átti á
fimmtudagskvöldiö sl. féll niöur
vegna forfalla frummmælanda,
Lúöviks Jósepssonar. Veröur um-
ræðufundurinn um sjávarútveg-
inn haldinn siöar og þá nánar
auglýstur.
\
Umræðufundirnir hafa allir
tekist mjög vel. Þátttaka hefur
veriö góö, 50 manns aö jafnaði i
hvert skipti. Er augljóst á hinni
miklu þátttöku að áhugi er vax-
andi á þvi aö skoöa þjóöfélags-
málin i viðara samhengi.
Það skal tekiö fram aö þessir
fundir eru opnir öllu áhugafólki.
— Hér gengur allt með
jafn eðlilegum hætti og áð-
ur, sagði Páll Einarsson, —
sem nú er staddur norður
við Kröf lu, — er blaðið átti
tal við hann í gær.
— Skjálftunum hefur fjölgað
upp á siökastiöten þeir eru frekar
veikir. Þetta er mjög svipuö þró-
un og áöur hefur veriö undanfari
þess aö landið taki aö siga á ný.
Búast má viö aö landrisiö nái há-
marki einhvern næstu daga, en
ekkert sérstakt hefur gerst sem
gefi það i skyn hvaö þá muni
verða.
— Ég veit ekki betur en hér séu
allir.rólegir og hugsi sér aö taka
þannig þvi.sem aö höndum ber,
sagöi Hallgrimur Pálsson, vinnu-
búöastjóri við Kröflu. —nihg.
Samtök herstöðva-
andstæðinga
Ráðstefna
um
stóriðju
um næstu
helgi
Þjóöviljanum hefur borist svo-
felld fréttatilkynning frá miö-
nefnd Samtaka herstöövaand-
stæöinga:
Laugardaginn 12. mars næst-
komandi kl. 13.00 verður haldin i
báöum sölum Tjarnarbúöar ráö-
stefna, sem miönefnd Samtaka
herstöðvaandstæðinga gengst
fyrir. A ráöstefnunni verður fjall-
að um erlent fjármagn til upp-
byggingar innlendra atvinnu-
vega, og nýtingu auðlinda I þvi
sambandi.
Undanfarin ár hafa verið uppi
meðal þjóöarinnar tvö megin
sjónarmið varðandi uppbyggingu
islensks atvinnulifs. Þá hefur
einkum verið deilt um hver ætti
aö vera hlutur erlends f jármagns
i þessari uppbyggingu, og hvort
veita ætti erlendu einokunarauö-
magni frumkvæöi i mótun stefnu
á þessu sviði.
Miðnefnd Samtaka herstööva-
andstæðinga telur aö stefnumót-
un i þessum málum geti oröið af-
drifarik fyrir efnahagslegt og
stjórnarfarslegt sjálfstæði
þjóðarinnar, og hafi þannig
áhrif á baráttumál samtakanna
um herstöövalaust land utan
hernaöarbandalaga. Þvi vill mið-
nefndin hvetja alla landsmenn til
þess aö leggja sitt af mörkum,
svo efla megi umræðu um Itök og
áhrif erlends auömagns i landinu
og þá.hættu sem sjálfstæði lands-
ins stáfar af þvi.
Skráning á ráðstefnuna fer
fram isima 17966 milli kl. 17.00 og
19.00 alla virka daga.
Þátttökugjald I ráðstefnunni
verður kr. 500.00
Miönefnd.
16 ára
fangelsi
Asgeir Ingólfsson fékk 16 ára
fangelsi er sakadómur Reykja-
vikur dæmdi hann fyrir aö hafa
oröiö Lovisu Kristjánsdóttur aö
bana og fyrir innbrot i Vélsmiöj-
una Héöin.
Verknaöur hans var talinn
varöa viö 211. og 214. gr. hegn-
ingarlaganna og 244. gr. vegna *
innbrots i Vélsmiðjuna Héöin. Var
ákæröi dæmdur aö auki til þess aö
greiöa Vélsmiöjunni Héöni 817
þúsund krónur, 80.000 i máls-
sóknarlaun, 120.000 kr. i réttar-
gæslu- og málsvarnarlaun og
40.000 kr. til réttargæslumanns.
Dóminn kváöu upp sakadómar-
arnir Haraldur Henrýsson, Jón A.
Ólafsson og Sverrir Einarsson.
Til frádráttar refsivistinni
kemur gæsluvaröhaldstiminn,
samtals 195 dagar.
Miðstjómar-
fundurinn
er í dag
Miöstjórn Alþýöubanda-
lagsins i Reykjavik er boöuö
saman til fundar f dag,
iaugardaginn 5. mars, kl. 2.
Fundurinn veröur haldinn i
húsakynnum iönaöarmanna,
Hallveigarstig 1
A fundinum veröur fjallaö
um atvinnumál, kjaramál og
skattamál.
Fundurinn stendur I tvo
daga.