Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.03.1977, Blaðsíða 4
4 — SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ctbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjöri: Eiður Bergmann Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóðsson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Svavar Gestsson Siðumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaðaprent hf. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Skýrsla um hneyksli Þetta er skýrsla um hneyksli, — sagði Jónas Ámason i umræðunum á Alþingi nú i vikunni, þegar Matthias Bjarnason ,heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra hafði lokið löngum lestri nýrrar skýrslu frá Heilbrigðiseftirliti rikisins um hollustu- hætti i álverinu i Straumsvik. Það var ljótur lestur, enda svitnaði ráð- herrann undir lestrinum. í skýrslu heilbrigðiseftirlitsins er tekið fram að viðunandi andrúmsloft verði ekki fyrir hendi á vinnustaðnum i Straumsvik fyrr en fullkomnum hreinsibúnaði hafði verið komið i gagnið. Mörg atriði i skýrslunni benda mjög al- varlega til þess, að ekki sé aðeins fyrir hendi hætta á atvinnusjúkdómum, heldur sénúþegar um atvinnusjúkdóma að ræða, og það reyndar sagt berum orðum. Þannig segir orðrétt: „... en strax á fyrstu árum álbræðslunnar fór að bera á ýmsum óþægindum, einkum frá slimhúð- um nefs og öndunarfæra hjá nokkrum starfsmönnum i kerskálunum.” Þá er sagt að niðurstöður rannsókna á nokkrum starfsmönnum, sem veikst höfðu hafi leitt i ljós, „að þessir menn þjáðust af einkennum frá öndunarfærum, sem i sum- um tilvikum voru mjög slæm. Einnig kom fram ofnæmi hjá sumum þessara manna.” Tekið er fram i skýrslunni að „öll veikindatilfeili (sem þarna ræðir um) ættu að flokkast undir atvinnusjúkdóma.” Þá er i skýrslunni minnt á að samkvæmt greinargerð um niðurstöður rannsókna frá árinu 1972 þá hafi 83% þeirra starfs- manna, sem skoðaðir voru haft skerta heyrn og yfir 25% hópsins hafði beðið „verulegt heyrnartjón”. — Þarna er þó yfirleitt um unga menn að ræða, flestir innan við fertugt. 1 skýrslu heilbrigðiseftirlitsins er tekið fram að árangurslaust hafi verið krafist ýmissa úrbóta t.d. hvað varðar uppskipun og meðferð súráls. Tekið er fram að forráðamenn álversins hafi verið „viðræðugóðir” (!), en efndir hins vegar misjafnar. Um stóru eða alvar- legustu mengunarmálin bæði innan dyra og utan” segir i skýrslu heilbrigðiseftir- litsins, að ,,þar hafi efndir verið engar”! í þættinum Vinnumál i rikisútvarpinu þann 18. jan. s.l. var greint frá heimsókn i álverið og rætt við bæði starfsmenn og fulltrúa fyrirtækisins. Greinilegt var á viðtölunum við starfs- menn þá, að þeir töldu mengun innanhúss i verksmiðjunni á býsna alvarlegu stigi, en i ljósi þeirrar skýrslu frá heilbrigðis- eftirlitinu sem flutt var á Alþingi nú i vik- unni, má það hins vegar furðulegt heita, hve fulltrúi ÍSAL, sem rætt var við i þess- um útvarpsþætti var borubrattur, og það þvi er virtist sannfærður um að allt væri i besta lagi. 1 umræðunum á Alþingi á þriðjudaginn var vakti Jónas Árnason m.a. sérstaklega athygli á þvi atriði skýrslunnar að það er fyrst um áramótin 1971 og 1972, þegar Magnús Kjartansson var orðinn heilbrigðisráðherra, að islensk heilbrigðisyfirvöld fara að hafa einhver afskipti af mengunarmálum i Straumsvik og knýja á um úrbætur. Þeir sem á sinum tima gengu frá samningum við Alusuisse létu sig bókstaflega engu varða um holl- ustuhætti á þessum vinnustað. Margir muna enn þær heitu og miklu umræður, sem fram fóru fyrir áratug, þegar verið var að ganga frá samningum um álverið. Þá var ekki sist hér i Þjóðvilj- anum og af hálfu þingmanna Alþýðu- bandalagsins vakin sterk athygli á þvi reginhneyksli, að hér skyldi byggð slik verksmiðja án þess að hreinsibúnaður fylgdi, enslikt var þá svo sem oft var bent á algert einsdæmi i viðri veröld. Svör þáverandi ráðamanna voru einnig eftirminnileg. Þeir töldu að hér við Flóann myndu „ryksugur háloftanna” sjá um mengunarvarnirnar, eins og Stefán Jóns- son rif jaði upp i umræðunum á Alþingi nú!. Þá er ekki talið nóg, að alþjóðlegu álfurst • amir fengju orkuna að kalla gefins, heldur vildu foringjar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins endilega sýna þá lip- urð, að hlifa þessum góðvinum sinum við kostnaði af hreinsibúnaði. Nú eru afleiðingamar að verða ljósari með hverju árinu sem liður. Það var fyrst á árum vinstri stjórnar- innar, sem knúin var fram skýlaus skuld- binding um uppsetningu hreinsitækja. Forráðamenn álversins sviku hins vegar alla fresti, sem þeim þá voru settir, og enn fást þeir ekki til að segja neitt um það, hvenær tækin verði komin upp. Þetta er ekki hægt að liða. Krafa stjórnvalda á þvi að vera: Bestu hreinsitæki upp strax, eða lokun verk- smiðjunnar ella. -k Um tillögur í fiskveiðimálum: „Lít aldrei á Fær- eyinga sem útlendinga” Matthias Bjarnason sjávarútvegsráöherra lætur Morgunblaöiö hafa þetta eftir sér I ger. Llti hann ekki á færeyinga sem útlendinga, hlýtur hann aö telja þá islendinga — eöa hvaö? Annars felst I fyrirsögninni og ummælum ráöherrans athyglisvert skilningsleysi á stööu islands gagnvart Færeyjum, semsé vottur af einskonar litilsviröingu. Færeyingar eru útlendingar og þeir eru sjálfstæö þjóö. Þeir eru vina- og ná- grannaþjóö islendinga. Batti rauði, Jói svarti og Geiri stæll Haildór Halldórsson rifjar upp I Dagblaösgreinum fróölega þætti úr heimum hinna islensku fjár- málabraskara. 14. ágúst 1974 mætti Jóhann Stefánsson („Jói svarti”) fyrir dóm vegna fjársvika hans og Lofts Baldvinssonar. Viöurkenna þeir aö hafa notaö 2,5 milj. kr. tékk af reikning sem aöeins um 1 milj. kr. var lögö inn á. Siöar kom i ljósaö reikningshafinn skrifaöi út á tveimur til þremur dögum tékka samtals aö upphæö sjö miljónir. Loftur Baldvinsson gaf út tékkana sem prókúruhafi Ar- bæjarbúöarinnar, enda þótt hann hafi ekki haft formlegt prókúru- umboð! Jóhann sagöi i yfir- heyrslunni aö Asgeir H. Magnús- son (Geiri stæll) hafi fengiö hjá sér ávisanir að upphæö 1700-1800 þúsundir króna sem voru allar dagsettar fram i timann. Ásgeir hafi ætlaö aö koma þessum ávis- unum I pening,en ekki tekist. Þá haföi Jóhann látið Guöbjart Páls- son (Batta rauða) fá ávisanir aö upphæð 1,2 milj. kr. sem einnig voru dagsectar fram I timann og hann ætlaði aö koma i lóg. Þá hugöist Jóhann nota tvær ávisan- ir upp á 1.570 þús. kr. til þess aö opna ábyrgö i Útvegsbankanum I Keflavik. Viö dómsrannsóknina kvaðst Jóhann hafa um sex ára skeið ástundað aö selja vixla fyrir Jósafat Arngrimsson upp á fleiri tugi miljóna. Vixlarnir voru seld- ir meö afföllum og nam mis- munurinn 8 milj. kr. Taldi Jósafat Jóhann sér skuldugan um þessa upphæð og viöurkenndi Jóhann aö svo væri. Jósafat benti Jóhanni á aö Árbæjarbúin væri til sölu, og hana „keypti” Jóhann. Þegar „kaupin” höfðu fariö fram út- bjuggu þeir félagar vixla upp á nokkrar miljónir, sem Jósafat notaði til að borga skuidir sinar. Þessi saga Halldórs Halldórs- sonar verður ekki rakin frekar hér aö sinni, en menn hljóta i framhaldi af henni aö velta mörg- um hlutum fyrir sér. Hvernig fara menn að þvi aö koma ónýtum ávisunum i pen- inga? Hvernig fara menn aö þvi aö selja vixla upp á tugi miljóna meö afföllum? Fleiri spurningar vakna, en niöurstaöan verður sú umfram allt aö brýn nauösyn sé á þvi aö taka þegar I staö fyrir okurlána- starfsemi þá sem stunduö er i undirheimum fjármálabraskar- anna. Okurlánastarfsemi meö ávisanir fer þannig fram aö Jón Jónsson fær lánaöar til dæmis 100 þúsund krónur hjá okrara, til skamms tima,en skrifar út I staö- inn skuldarviðurkenningu, ávis- un, upp á t.d. 150 þúsund krónur. Vixlaokriö fer fram meö þeim hætti aö menn samþykkja vixla eöa skuldabréf fyrir miklu hærri upphæð en þeir fá greidda, þeir selja vixilinn eöa bréfiö meö af- föllum. Þaö alvarlegasta I þessu sambandi er siðan það aö allskon- ar fyrirtæki sem hafa á sér heiðarleikayfirbragð réttvisinnar eru notuð til þess aö miöla þessari okurstarfsemi. Margir hafa orðið fórnarlömb þessa grimma og miskunnarlausa kerfis. Sögur Halldórs Halldórssonar um Geira stæl, Jóa svarta og Batta rauöa eru glöggar heimildir um völundarhús braskaranna. Ástæöan til þess aö slik starfsemi þrlfst i ar og áratugi án þess aö opinberir aöilar aöhafist neitt af- gerandi, hlýtur að vera sú, aö okrararnir eiga hauka I horni, starfsemi þeirra mætir „skiln- ingi” valdamanna. Þess vegna eru ekki sett ný lög gegn okur- lánastarfsemi. —s. Alfreö er hættur aö hlaupa viöa- vang og komin I skransöluna. Þetta hefur Visir eftir honum i gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.