Þjóðviljinn - 23.03.1977, Side 1
UOWIUINN
Miðvikudagur 23. mars 1977 — 42. árg. 68. tbl.
Trygve Bratteli.
DAGUR
NORÐ-
URLANDA
SJÁ 8 OG 9
I dag er Dagur Noröurlanda og
á þessu ári er Noröurlandaráö 25
ára. Af þvi tilefni birtir Þjóövilj-
inn i dag viötal viö Hjálmar
Ólafsson, formann Norræna fé-
lagsins, og Tage Erlander, fyrr-
um forsætisráöherra Sviþjóöar.
Þá ritar Siguröur A. Magnósson,
form. Rithöfundasam bandsins,
grein i blaöiö um norræn menn-
ingarsamskipti.
1 kvöld efna Norræna félagiö og
islandsdeild Noröurlandaráös til
hátföarsamkomu i Norræna hús-
inu þar sem Trygve Bratteli,
fyrrum forsætisráöherra Noregs,
er aöalræöumaöur. Þar veröur
einnig flutt sónata eftir Grieg og
frumflutt tónverk eftir Atla
Heimi Sveinsson viö ljóö eftir
Ólaf Jóhann Sigurösson, en þeir
voru verölaunahafar Noröur-
landaráös ’76. I anddyri Norræna
hússins er sýningin „Kvinnan i
Norden”, sem gerö var á vegum
Noröurlandaráös, bókasýning og
sýningarspjöld um ísland og
Noröurlandaráö.
Ljósmyndari Þjóðviljans — eik — tók þessa
mynd um borð i Árna Sigurði AK 370 þegar hann
var að fá fullfermi af loðnu út af Hraunum á
Bugtinni á mánudag. Báturinn er orðinn svo sig-
inn að s jór er tekinn að flæða inn á þilfarið.
Geir Guölaugur Jón Jón
Gunnarsson Þorvaidsson Þorsteinsson. Skaftason
SÁTTANEFND
SKIPUÐ
Rikisstjórnin skipaöi i gær
sáttanefnd til þess aö vinna meö
Torfa Hjartarsyni, rikissátta-
semjara aö lausn kjaradeilu fé-
laga Alþýöusambands tslands og
vinnuveitenda. 1 nefndinni eru
þessir menn:
Geir Gunnarsson, alþingismaöur,
Guölaugur Þorvaldsson, háskóla-
rektor, Jón Þorsteinsson, lög-
fræöingur, Jón Skaftason, al-
þingismaöur.
Jafnframt hefur rikisstjómin
faliö Jóni Sigurössyni, hagrann-
sóknastjóra, aö starfa meö samn-
ingaaöilum, sáttasemjara og
sátttanefndinni i máli þessu.
Slakað á ör-
yggiseftirliti
á Kröflusvæði
Þegar hættuástandið var talið i
hámarki á Kröflusvæöinu á dög-
unum, og starfsmenn viö Kröflu-
virkjun voru látnir hætta vinnu f
nokkra daga, var þaö talin for-
senda þess aö þeir hæfu vinnu á
svæöinu aftur, meöan þetta
hættuástand sem nú er, varir, aö
vöröur væri alla daga uppi hli'ö-
inni og aö sérstakur maöur væri
viö hliöiö inná svæöiö, sem skráöi
alla inn og útaf svæðinu. En svo
geröist þaö nú i vikunni ósk kom
frá Kröflunefnd um aö almanna-
varnir endurskoöuöu þessa á-
kvöröun og var þvi borið viö aö
þaö kostaði mikla peninga aö
hafa þennan vaktmann og skrán-
ingarvörö, vegna þess aö föst
störf þeirra viö virkjunarfram-
kvæmdirnar lægju niöri á meöan.
„Við leituðum álits Eysteins
Tryggvasonar jarðfræðings á
þessu máli og hann taldi að ár-
vekni varðmannsins hefði dofnað,
þar sem hann hefði staðið á vakt
dögum saman án þess að nokkuð
gerðist og lagðist Eysteinn ekki
gegn þvi að þetta starf yrði lagt
niður. Varbandi skráninguna, þá
var hún lögö niður á þeim for-
sendumaötil eru skráningarlistar
um alla sem vinna á svæöinu og
viö höfum tvisvar framkvæmt
könnun á þvi hve langan tima tek-
ur að ná öllum útaf svæðinu og
það tók 20 min. i bæði skiptin. Það
var þvi samdóma álit almanna-
varnarnefndar Mývatnssveitar
og almannavarnarráðs rikisins,
að taka tillit til þessara óska
Kröflunefndar”, sagði Guðjón
Petersen fulltrúi hjá almanna-
varnarráði rikisins er við spurð-
um hann um þetta mál i gær.
Guðjón sagöi að allir jarðfræö-
ingarnir væru ekki hrifnir af
þessari ákvörðun, m.a. annars er
Axel Björnsson henni mótfallinn,
enda varla nema von, þar sem
hann telur að hættuástandið hafi
kannski aldrei verið meira en ein-
mitt nú á Kröflusvæðinu siðan
gaus i Leirhnjúk. —S.dór.
Dómarar hins nýja Hæstaréttar og ritari réttarins Björn Helgason.sem uppi stendur og les kæru VL-inganna, þá Jón Finnsson hri, Þor-
steinn Thorarinsen, borgarfógeti, Halldór Þorbjörnsson, yfirsakadómari, dómsforseti, þá Unnsteinn Beck, borgarfóteti og loks Guömundur
Ingvi Sigurösson hrl. (Ljósm. —gel.)
Ingi R. Helgason hrl., verjandi
Þjóöviljamanna i VL-réttar-
höldunum. (Ljósm. — gel.)
Fyrsta VL-málið í Hæstarétti
Hiö fyrsta af hinum fjöl-
mörgu meiöyröamálum, sem
hinir endemisfrægu VL-ingar
höföuöu gegn blaöamönnum
Þjóöviljans og ýmsum fleiri
herstöövaandstæðingum, var
tekiö fyrir i nýskipuöum Hæsta-
rétti i gær. Var þaö máliö VL-
ingar gegn Úlfari Þormóössyni,
blaöamanni.
Eins og menn rekur minni til
var dómurinn ruddur þar sem
þar sátu samdómendur eins VL-
ingsins, Þórs Heimis
Vilhjálmssonar, hæstaréttar-
dómara.
Dómsforseti i hinum nýja
Hæstarétti er Halldór Þor-
björnsson, yfirsakadómari, en
með honum i dóminum sitja
þeir borgarfógetarnir Þorsteinn
Thorarensen og Unnsteinn Beck
og hæstaréttarlögmennirnir
Guömundur Ingvi Sigurössonog
Jón Finnsson.
Kröfur VL-inga
Með áfrýjun á dómi Borgar-
dóms Rvikur frá i fyrrasumar
hyggjast VL-ingarnir endur-
vekja kröfur sinar frá mála-
rekstrinum þar, en þær eru i
þessu tilviki að Úlfari verði gert
að greiða hverjum hinna 12 VL-
inga 100 þúsund krónur i æru-
bætur, samtals 1,2 milj. króna,
öll ummæli veröi dæmd ómerk;
Úlfar greiöi fyrir birtingu dóms
I dagblööum, greiöi lögmanni
VL-inganna, málssóknarlaun og
veröi siöan stungiö I tukthús.
Aðeins hafa VL-ingar þó slakað
á tugthúskröfu sinni þar sem
fyrir Borgardómi var rætt um
þyngstu refsingu, en nú er rætt
um „hæfilcga refsingu” sam-
kvæmt þeim greinum laganna,
sem heimila tugthúsvist fyrir
raunveruleg meiðyrði.
Orðfæri við sókn í
meiðyrðamáli
Heldur mega heita skondin
ummæli lögmanns VL-inganna
við upphaf málarekstursins fyr-
ir Hæstarétti i gær, þegar haft
er i huga að lögmaðurinn er aö
beiðast refsingar öörum til
handa fyrir það sem hann nefnir
ófagurt orðbragð.
Sýnishorn:
„Þau svæsnustu og svakaleg-
ustu ummæli sem viöhöfö hafa
veriö frá upphafi lslandsbyggö-
ar”.
„ósannindi og hrakyröi”.
„Fádæma rógsiöja, sem á sér
enga hliöstæöu i islenskri blaöa-
sögu.”
Er þetta þó aðeins litið brot.