Þjóðviljinn - 23.03.1977, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 23.03.1977, Qupperneq 11
10 SIÐA — ÞJÓÐYILJINN MiOvikudagur 23. mars 1977 Miðvikudagur 23. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Ekki reyndist Þjóðhags stofnun sannspá Árið 1975, þegar frumvarpið um járnblendiverk- smiðju lá fyrir Alþingi i hið fyrra sinn, sagði Þjóð- hagsstofnunin i umsögn um frumvarpið: „í þeim skýrslum, sem Þjóðhagsstofnunin hefur haft undir höndum virðist ekki koma fram, að búist sé við miklum verðsveiflum og virðist áhersla frek- ar lögð á vaxandi eftirspum eftir kisiljárni og lik- lega takmörkun framboðs vegna úreltra fram- leiðsluaðferða með tilliti til tækni, mengunar og orkuverðs. 1 sambandi við hugsanlega fylgni verð- sveiflna stáls og kisiljárns er athyglisvert, að þótt stálverð hafi nú tekið að f alla talsvert i verði er ekki vitað um verðlækkun kisiljárns,og skráð verð 75% Fesi hækkaði i árslok 1974 meðan verðskráning stáls hélst óbreytt, en raunverulegt markaðsverð stáls fór lækkandi.” Þessi umsögn Þjóðhagsstofnunar er sett fram i mars 1975. Nokkrum mánuðum siðar snarfellur verð kisiljárns, þannig að ef járnblendiverksmiðjan hefði verið til og i fullri framleiðslu á siðasta ári, þá hefði tap hennar numið um 800 miljónum króna á ársgrundvelli, og enn er verðið á kisiljámi langt undir verðinu 1974. Jarðraskið mikla á Grundartanga. — Mun verksmiðjan nokkru sinni rlsa? GLÆFRAFYRIRTÆKIÐ Á GRIJNDARTANGA Nokkrar umræöur og blaða- skrif hafa orðið undanfarið vegna þeirra útreikninga, er Þjóðhags- stofnun hefur gert varðandi arð- semi væntanlegrar Járnblendi- verksmiðju á Grundartanga, sér- staklega eftirað Þjóöhagsstofnun reiknaði út arðsemi fyrirtækisins, samkvæmt skilaverði til norsku kisiljárnverksmiöjanna á árinu 1976, en þessir útreikningar hafa sýnt um það bil 800 miljón króna tap á rekstri fyrirtækisins á þvi ári, hefði rekstur veriö kominn i gang, og er þó ekki gert ráð fyrir neinum opinberum sköttum. Þessa útreikninga gerði Þjóö- hagsstolnún þá fyrst er eftir hafði verið óskað sérstaklega af form. iðnaðarnefndar neðri deild- ar Alþingis skv. kröfu minni á fundum iðnaðarnefndar. Þessir útreikningarsýna glöggt hvers konar glæfrafyrirtæki járn- blendiverksmiðjan er eins og nú erháttað verði á kisiljárni I heim- inum og hversu fjarstæðukennt það er fyrir okkur fslendinga, þó ekki væri nema af þeim sökum, að standa að stofnun slikrar verk- smiöju hér. En umræöan að undanförnu hefur einnig vakið marga til umhugsunar um gildi Þjöðhagsstofnunarinnar sem slikrar. Fagleg útfœrsla pólitiskra markmiða Ýmsir sem áöur töldu hana vera sjálfstæða visindastofnun, sem á ábyrgan hátt legöi visinda- legt mat á hin margvislegu þjóð- hagsmálefni, hafa þóst sjá að stofnunin er fyrst og fremst verk- færi i höndum stjórnvalda. Stofn- unþessi, sem hefur yfirnafni sinu fallegt yfirbargð er I vaxandi mæli notuö af stjórnvöldum til að undirbúa pólitiskar ákvarðanir og gera þær trúveröugri. Þannig er þessi stofnun orðin mikill þátt- takandi i mótun allrar efnahags- stefnu og stefnu i kjára- og verka- lýðsmálum. Henni er ætiað að reikna út, hver kaupmáttur laun- anna megi vera hverju sinni og hvernig launaþróun eigi aö fylgja verðlagshækkunum. Og vitaskuld miöar stofnunin alla útreikninga sina i þessum efnum við rikjandi kapitalisk viðhorf i þjóöarbúskap okkar, hún gerir ekki ráð fyrir þvi, að kerfinu sé breytt, heldur aöeins að þvi hversu langt megi ganga án þess að það láti undan. Full ástæða er þvi fyrir róttæk pólitisk öfl og verkalýðshreyfing- una aö skoða með gagnrýni allar upplýsingar hennar og niður- stöður, þvi aö þær eru fyrst og fremst fagleg útfærsla á pólitisk- um markmiöum borgarastéttar- innar en ekki útreiknaöur þjóðar- hagur. Þetta eöli stofnunarinnar tel ég, að hafi komið vel fram nú i sambandi viö umsögn hennar um þjóðhagslega hagkvæmni járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga, en ljóst er á öllu, að Þjóðhagsstofnunin hefur ekki framkvæmt sjálfstæba úttekt á rekstrargrundvelli verk- smiöjunnar og arösemi, heldur byggir hún athuganir sinar aö mestu á upplýsingum frá hinum norsku samstarfsmönnum islend- inga og upplýsingum frá Járn- blendifélaginu. Og þótt vissuiega sé undirstrikað i umsögn hennar að fyrirtækið sé áhættusamt og aö endurskoöaöir kostnaðarút- reikningar og arðsemi séu nei- kvæöari en búist var við, þegar málið var áöur athugað I sam- vinnu við Union Carbide, þá er umsögn Þjóðhagsstofnunar eigi að siður i heild sinni jákvæð. Spádómur Elkem Hiö lága verö 1976 er reyndar notaö ásamt fleiri dæmum til aö sýna arösemi verksmiöjunnar viö breytilegar forsendur, en jafn- framt er dregið úr hinum nei kvæöu áhrifum með þvi aö minna á ileiðinni, að almennt sé reiknað með hækkun á næstunni og i þvi sambandi m.a. vitnað til álits Járnblendifélagsins. Sett er fram áætlun yfir rekstrarstööu Járn- blendiverksmiðjunnar 1985, miö- að viö áætlaö verNag 1978, sam- kvæmt spám Elkem, og er sú rekstraráætlun látin sýna 7 milljónir norskra króna i hagnaö fyrir beina skatta, eöa um 230 milljónir isl. Það er ekki fyrr en þess er sérstaklega krafist af mér I iönaðarnefnd Alþingis, að áætl- un er gerð um rekstrarstöðu fyrirtækisins miðaö við verðlag á kisiljárni á siðasta heila ári eöa 1976, en eins og getiö hefur veriö, sýnir hún stórfellt tap á fyrirtæk- inu. En þess má geta, aö þegar beð- iö var um umsögn Þjóöhagsstofn- unar er máliö lá fyrir Alþingi 1975,þóttihennisjálfsagt aö miða arðsemisútreikninga og rekstrar- yfirlit viö verð á kisiljárni á árinu 1974, —næsta ári á undan —, enda var veröið þá tiltölulega hag- ÞJðBHAGSSTOrNUN Tafld 2b. Aatlaft rekstraryf irl it kísiliárnvers ins fyrir cit.t ár, miftað við full afl>3st op vcrftlaR ársins 1976. Mi11jónir norskra króna fJðlutek jur 50.000 tonn á 2.388 n.kr. Hráefni Kvarz Koks Kol Járn Rafskaut Annaft 12 22 7 4 5 1 Hafnargjöld og annar breytilegur framleiftslukostnaftur Fastur framleiftslukostnaftur Stjórnun, skrifstofu- kostnaftur og vifthald 8 Taknibóknun o.fl. 3,9% Verftjðfnunargjald Vextir2) Afskriftir2* Gjðld alls Hreinn hagnaftur fyrir beina skatta 2 18 25 141 Skýringar: 1) Töfcjuverft, 2.388 n.kr. pr.tonn, sem her er tekift sem dæmi, er^skilaverft^tíl norskra kfsiljárnframleiftenda á árinu 1976. I aatlunum^Jarnblendifelagsins nú er tekift til viftmiftunar sem grunnverft a arinu 1976 2,800 n.kr. pr.tonn. Sé þaft gert hakka sölutekjur og hagnaftur um 20 m.n.kr. frá bví sem svnt er he'r - aft ofan. Hreint tap mundi þá lakka úr 2?'m.n.kr. í 2 m.n.kr. 2) Her eru teknir inn árlegir meftalvextir op. nfskriftir alls rekstrartímabiisinB 0g er bá gert ráft fyrir 10% lækkun stofn- kostnaftar,^þar eft her er ekki gert ráft fyrir verfthækkunum á bygg mgar t ímanum. Þetta ertaflan frá Þjóðhagsstofnun, sem sýnir að hallinn á járn- blendiverksmiöjunni hefði oröið 22 miljónir norskra króna, eða nær 800miljónir fslenskra króna, ef reksturinn heföi veriö kom- inn í gang á siöasta ári. kvæmt og þvi gott reiknings- dæmi. Og er yfirleitt hægt að gera ráö fyrir fullum afköstum hjá fyrir- tæki sem þessu, engin tilraun virðist gerð til að meta, hvaða áhrif framleiðslutafir hafa á hag- kvæmni rekstursins eöa yfirleitt að meta, hvort raunverulega sé hægt að reka verksmiöjuna með fullum afköstum. Hrun á evrópska stálmarkaðinum Nú er vitað aðElkem þráast við að hlita þeim kröfum um mengunarvarnir sem Isl. heil- brigðisyfirvöld telja nauðsyn- legar til aö draga úr skaðlegum mengunaráhrifum verk- smiðjunnar. Þannig -ilja norðmennimir fá leyfi til að reka verksmiðjuna þrátt fyrir bilarnir i hreinsitækjabúnaði i 14 daga á ári á hvorn bræösluofn eða 28 daga samtals yfir árið, þar sem bræðsluofnarnirem tveir A þetta sjónarmið geta islendingar ekki fallist enda var á sinum tima i viðræðunum viö Union Carbide gert ráð fyrir stöðvun verk- smiöjureksturs i slíkum bilanatil- vikum. En ekki er hægt að sjá að framleiðsluáætlanir járnblendi- félagsins geri ráð fyrir eðlilegum rekstrartöfum af þessum ástæðum? Og hvaða athuganir hefur Þjóðhagsstofnun gert á markaösaðstæðum? Engar upp- lýsingar er aö hafa um það atriöi, heldur er látið nægja aö segja, aö almenntséu taldar fremur góðar markaðshorfur fyrir stál og þar með kisiljárn. Og annars staöar segir, að Elkem geri ráð fyrir verulegum hækkunum næstu ár- in. Hefði ekki veriö full ástæöa til að færa sterkari rök fyrir hag- kvæmri markaðsþróun, þegar ljóst er, aö núverandi verö þarf u.þ.b. aö tvöfaldast til aö hag- kvæmur rekstrargrundvöllur skapist fyrir járnblendiverk- smiðjuna? Ég vil hins vegar vekja athygli á, aö i öllum þeim erlendu tima- ritum.er ég hef komist yfir og fjalla um horfur á stálmarkaöi, er framtiö hans I Evrópu og I Bandarikjunum talin mjög efiö, vegna aukins framboös og fram- leiöslu þriðja heims landa og þó einkum japana, m.a. er fjallaö ýtarlega um þetta I grein I blað- inu The Economist þann 12.2 s.l. I grein þessari kemur fram, aö fyrirjsáanlegt sé að hin mikla kreppa stáliðnaðarins haldi áfram. Pantanir minnka, pöntun- um fækkar. Verksmiðjur i Evrópu eru reknar langt undir af- kastagetu og uppsögnum verka manna fer sifellt fjölgandi. Fjöldi stálfyrirtækja rambar a barmi gjaldþrots, sem vart veröi foröað nema með þjóðnýtingu. En fullyrt er aö kreppan á stál- markaði sé ekki timabundin heldur langvarandi. Ein ástæöa kreppunnar i evrópskum stáliðnaði er talin aukin hlutdeild japana i stálfram- leiðslu, en fram kemur aö japanir hafa þróuðustu tæknikunnáttu til slikrar framleiðslu. Fyrir 20 árum voru 69 vinnu- stundir á bakvið hvert framl. tonn af stáli i Japan en nú aöeins tæpar 9 vinnustundir. A sama timabili hefur samsvarandi breyting i Evrópu aðeins orðið úr 35-37 vinnust.undum i 15-25 vinnu- stundir. Arið 1955 framleiddu Japanir aðeins 9.4 mt. af 270 mt heimsframleiðslu, en árið' 1974 framleiddu þeir 119 mt af 680 mt heimsframleiðslu og hefur hlut- deild þeirra aukistúr 3.5% I 17.5% á timabilinu. Wtion Carbide og leyniplöggin Voru það ef tilvillþessar horfur varöandi ástand stálmarkaðarins sem uröu þess valdandi, aö Union Carbide kaus aö draga sig út úr samvinnunni um byggingu verk- smiðjunnar og kusu að greiöa um 800 milljónir i skaðabætur til hinna islensku aöila til aö vera lausirallra mála? Um þetta segir i athugasemdum með frum- varpinu, þar sem gerö er grein fyrir aödraganda málsins: „I október 1975 var gert hlé á viðræðum um lánsfjármálin, jafnframtþvisem fulltrúar Union Carbide létu i ljós um þær mundir verulegar áhyggjur 'yfir framvindumöguleikum fyrir- tækisins i nánustu framtið. Á ár- inu 1975 var verulegur samdrátt- ur á markaði fyrir kisiljárn og töldu fulltrúarnir hugsanlegt að vöxtur eftirspurnar yrði hægari en fyrr hafði veriö áætlaö, jafn- framt þvi sem fjölgun eða endur- nýjun kisiljárnverksmiðja gæti oröið meiri næstu árin en fyrri kannanir heföu bent til. Einnig töldu þeir likur á hækkandi bygg- ingarkostnaði. Með hliðsjón af þessu var tekin um það sameigin- leg ákvörðun á stjórnarfundi i Járnblendifélaginu i nóvember 1975 að takmarka frekari fjár- skuldbindingar félagsins þar til búið væri að endurskoða áætlanir um stofn- og reksturskostnað félagsins og gera nýja markaös- athugun. Varog ákveðið að fresta framkvæmdum við bygginguna aö svo stöddu og neyta heimilda til þess I gerðum verksamning- um. Snemma árs 1976 lágu fyrir ýmsarniðurstöður af þeim athug- unum, sem stjórnin haföi ákveðiö og töldu fulltrúar Union Carbide þær staðfesta áhyggjur sfnar fremur en hitt. Kváðust þeir reiöubúnir til aö standa viö allar skuldbindingar sinar samkvæmt gerðum samningum, en hins veg- ar væri útlit fyrir aö ekki mundi takast að koma verksmiðjunni upp án frekari skuldbindbindinga af hálfu beggja aðila. Teldu þeir vafasamt aö ganga til sliks vegna þess aö likur væru til lakari af- komu fyrirtækisins en við hefði veriö búist og kæmi allt eins til greina að leggja þaö á hilluna að svo stöddu.” Rétterað komifram, að ég hef óskað eftir þvi á Alþingi án árangurs aö fá afhentar allar þær upplýsingar, sem um getur i ofangreindri tilvitnun, svo sem þær nýju markaðsathuganir, sem gerðarvoru, og staðfestu áhyggj- ur Union Carbide um óhag- kvæmni verksmiðjunnar. Hvers vegna eru þau plögg ekki opin- Þetta linurit birtist i breska blaöinu ,,The Economist” þann 12. febrúar s.l. Linuritiö sýnir hvilikt tæknilegt stökk Japanir hafa tekiö á síðustu 20 árum, hvaö stálframieiöslu varöar og jafn- framt samanburö viö stáiframieiösluna I 4 öörum rfkjum. Ariö 1955 voru 69 vinnustundir á bak viö hvert tonn af stáli hjá japönum, en 1974 aöeins 9 vinnustundir, svo sem linuritiö sýnir. Hjá hinum rikjunum fjórum hefur veriö um mun minni breytingar aö ræöa. ber? Spyrja mætti einnig, fékk Þjóðhagsstofnunin að skoöa þau? Sama gildir og um markaðsat- huganir, er Metal Bulletin I London gerði og getið er um i frumvarpinu og sagðar eru til- tölulega jákvæöar, hvers vegna eru þær ekki raktar frekar? Eru þær i samræmi við spár Elkem um markaðshorfur? Oörum greinum er ég hef rekist á um þetta efni ber saman við greinina i The Economist, eink- um hvað varðar erfiðleika evrópska stálmarkaöarins og uppgang japanskrar stálfram- leiðslu og reyndar framleiðslu annarra þriðja heims rikja. Stólað á evrópska stálmarkaðinn Þessar upplýsingar sem erfitt er að véfengja nema með öðrum gleggri, eru einkar fróðlegar þeg- ar hafterihuga, að Fesil,Norsku sölusamtökin, sem selja eiga framleiöslu hinnar islensk-norsku jámblendiverksmiöju, hafa eink- um sambönd og markaði I Evrópu og áætla að auka sölu sina hlutfallslega á þann markað. Þannig fer nú u.þ.b. 70% af sölu Fesil á Evrópumarkaö, en af- gangurinn til Japans, en áætlað er að 1975 muni um 90% af salunni fara til Evrópulandanna eöa um 320.000 tonn, en aðeins um 30 þúsund tonn til Japans. Það er þvi hinn erfiöi stál- markaður Evrópulandanna, sem Fesil byggir á, varðandi sölu kíliljárns, og þaö er á þann markaö sem stólað er, þegar spáð er fyrir um hina miklu verð- hækkun kisiljárns, sem lagter til grundvallar I rekstraráætlun Járnblendifélagsins er gerðar eru eftir forskrift Elkems. Nei, meðan reynt er að fela ýmis mikilvæg gögn i þessu máli hljóta menn að lita á þaö sem staðfestingu þess að áhuga mennirnir um byggingu járn- blendiverksmiðjunnar hafi veik- og umsögn Þjóðhagsstofnunar EFTIR SIGURÐ MAGNUSSON, ALÞINGISMANN an málstað aö verja,ööru visi verður feluleikurinn ekki túlkaður. Markaðsspár og markaðshrun Arið 1975, þegar frumvarpið um járnblendiverksmiöju lá fyrir Al- þingi i hiö fyrra sinn, sagði Þjóö- hagsstofnunin I umsögn um frum- varpiö: „1 þeim skýrslum sem Þjóðhagsstofnun hefur haft undir höndum, viröist ekki koma fram, að búist sé við miklum verðsveifl- um og virðist áhersla frekar lögð á vaxandi eftirspurn eftir kisil- járni og liklega takmörkun fram- boös vegna úreltra framleiðslu- aöferða m.t.t. tækni, mengunar og orkuverös. 1 sambandi við hugsanlega fylgni verðsveiflna stáls og kisiljárns er athyglisvert, aö þótt stál hafi nú tekið að falla talsvert I veröi er ekki vitaö um verðlækkun kisiljárns, og skráð verð 75% Fesi hækkaði i árslok 1974 meðan verðskráning stáls hélst óbreytt, en raunveru- legt markaðsverð stáls fór lækk- andi.” . Þessi umsögn Þjóðhagsstofn- unar er sett fram i mars 1975. Nokkrum mánuðum siðar snar- fellur verö kisiljáms, þannig að ef járnblendiverksmiðjan hefði veriö til og i fuílri framleiöslu á siðasta ári, þá hefði tap hennar numið um 800 miljónum króna á ársgrundvelli, og enn er veröiö á kisiljárni langt undir veröinu 1974. Ætlar sagan að endurtaka sig? Enn gefur Þjóðhagsstofnun til- tölulega jákvæöa umsögn þrátt fyrir svart útlit. Reynir að gera litið úr erfiöleikunum og blása móð I brjóst þeirra, sem hvetja til verksmiöjurekstrarins uppi á Grundartanga. Ef upplýsingarnar og meöal annars útreikningar stofnun- arinnar sjálfrarum stórkostlegan hallarekstur á Járnblendiverk- smiöjunni miðað við núverandi verölag og hinar erfiðu horfur i stáliðnaði i Evrópu leiöa ekki til þess að máliö verði allt skoðað að nýju og endurmetiö af Þjóöhags- stofnuninni,þáhefurhún sannað i eitt skipti fyrir öll að hún ber ekki nafn meö réttu. Nafn hennar er þá hiö mesta öfugmæli, og eöli hennar i reiknistokkaþjóðfélagi okkar augljóst. Hún er þá viljalit- ið verkfæri i höndum stjórnvalda.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.