Þjóðviljinn - 27.03.1977, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Qupperneq 5
Sunnudagur 27. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 r Mesta böl Islands er brennmniö og kommúnistarnir. Og þó er eitt sem er verra. Það er ríkisstjórnin. Heyrt í sundlaug Haustið 1973 varð breyt- ing á dönsku flokkakerfi, sem var miklu stærri og snögglegri en menn eiga að venjast á Norðurlöndum, þar sem meiriháttar til- færslur á kjósendum eru fremur sjaldgæfar. Mog- ens Glistrup, frægur fyrir gróft gaman um skatta- mál, hafði þá stofnað sinn Framfaraflokk og fékk byr undir báða vængi. ( kosningunum til þings varð hann þriðji stærsti flokkur landsins. I kosningunum í janúar 1975 tókst Glistrup að halda utan um megin- hluta fylgis síns, þrátt fyrir margar hrakspár. Og þótt flokkur Glistrups sé enn ,,stikkfrír" í stjórn- málum að því leyti, að eng- inn mun áræða að innlima hann í einhverskonar þing- meirihluta, þá bætti hann nokkuð stöðu sína í nýaf- stöðnum kosningum. Framfaraflokkurinn fékk tæp 15% atkvæöa og er næststærsti flokkur landsins. Samsetning kjörfylgis er næsta einkennileg. Um 30% af öllum sem „vinna hjá sjálfum sér” i borgum kjósa Glistrup og um fimmtungur elli- lifeyrisþega. Þetta eru að sjálf- sögðu hópar sem oftast eru dr júg- ir hægriflokkum. Hinsvegar hafa margir góðir vinstrisinnar átt erfitt með að átta sig á þvi, að um 15% ófaglærðra verkamanna og 19% faglærðra ljær þessum „hálf- fasiska lýöskrumara” atkvæði sitt. Til samanburöar má taka, að flokkarnir þrir sem teljast til vinstri við danska sósialdemó- krata, SF, Vinstri sósialistar og kommúnistar, hafa samtals 10,3% atkvæða — en þeir fá sam- tals aðeins 6,0% af atkvæðum faglærðra verkamanna og 8,7% af atkvæðum ófaglærðra. Pólitískur leidi Eins og að likum lætur, hefur Glistrupfyrirbærið vakið athygli langt út fyrir landamæri Dan- merkur, og félagsfræðingar hafa sameinast mögulegum pólitisk- um lukkuriddurum i þvi aö velta þvi fyrir sér, hvort hliðstæðar hreyfingar gætu náð skyndilegum árangri til dæmis á öðrum Norö- urlöndum. Og það eru bornar fram útskýringar á velgengni Glistrups i blaðagreinum og á ráðstefnum — hér á eftir skulu raktar nokkrar þær helstu. Fyrsta skýringin er á þá leið, að á vesturlöndum sé útbreiddur orðinn „þingleiði”, vantrú á stjórnmálamönnum og félags- GLISTRUP HVERNIG VERÐUR HANN TIL? málavitum margskonar, og hafi þessi leiði orðið sérlega sterkur i Danmörku. 1 framhaldi af þessu er visað til skoðanakannanna sem benda til þess, aö kjósendur Glistrups séu i raun og veru ekki að styðja neitt — heldur fyrst og fremst að greiða atkvæði á móti hefðbundinni pólitik. Þessi skýring hefur sitthvað sér til ágætis, en hún sýnist lika ófull- nægjandi. óánægja með stjórn- málamenn er útbreidd, en hún verður ekki til i tómarúmi. Menn eiga m.ö.o. eftir að gera sér grein fyrir þvi, af hverju einmitt dansk- ir atvinnupólitikusar og stjórn- málaflokkar ættu að vera svo miklu lakari en hliðstæð fyrirbæri i öðrum löndum, að einmitt þeir fái refsivönd Glistrupismans yfir sig. Smáborgarar á hrakhólum? önnur skýring reynir að tryggja sér fótfestu i samfélags- gerðinni frekar en einstaklings- bundinni gremju. I hinu róttæka timariti Zenit (þriðja hefti 1975) er Framfaraflokki Glistrups lýst sem afturhaldssömum óánægju- flokki danskra smáborgara. Með lýsingu á efnahagslegri og póli- V erkamannaf élagið Dagsbrún Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu Dagsbrúnar frá og með mánudeginum 28. þ.m. Aðalfundur Dagsbrúnar verður i Iðnó sunnudaginn 3. april kl. 14. STJÓRNIN. tiskri þróun i landinu er reynt aö sýna fram á að einmitt smáborg- arar i þvisa landi hafi orðið fyrir miklum efnahagslegum skakka- föllum á sjöunda áratugnum og hafi þvi freistast til að flykkja sér um Glistrup. Samkvæmt þessu er efnahagskreppa, harðnandi sam- keppni og samsöfnun auðmagns á færri hendur ein helsta ástæðan fyrir velgengni Framfaraflokks- ins; þeir sem verða undir flykkja sér um hann. Þessu hafa menn svo andmælt með þvi að visa til heimilda um, að á undanförnum árum hafi ekki átt sér stað verulegar breytingar á eignaskiptingu i Danmörku. Uppbygging iðnaðar er t.d. svip- uð og hún hefur verið, og litil og meöalstór fyrirtæki hafa haldiö sinum sessi fyllilega. Nánari skoðun á efnahag ýmissa hópa at- vinnurekenda bendir heldur ekki til þess að staða smáborgarans hafi versnað. Það er þvi ýmislegt sem bendir til þess að skilgreining á stööu á- kveðinnar stéttar sé ekki nóg til að skýra velgengni Glistrups. Til dæmis hafa sænskir smáborgar orðið fyrir miklu stærri búsifjum i samkeppni við „þá stóru” en danskir — án þess að þeir hafi komið sér upp hreinræktuðum óánægjuflokki. Liklegt er, að til að skilja Glistrupfyrirbæriö þurfi menn að tengja félagslega og efnahagslega þætti málsins við sjálft inntak þeirrar stefnu sem i reynd hefur verið fylgt i danskri stjórnsýslu. r Oánægja með hægristjórn A árunum 1966-68 þegar sósial- demókratar stjórnuðu með stuðn- ingi SF (Sósialiska alþýðuflokks- ins), fóru umsvif rikisins ört vax- andi. Til þess að standa straum af þessum umsvifum — t.d. i margs- konar félagslegri þjónustu — var ekki aðeins nýttur allgóður hag- vöxtur, heldur var hluti skatt- heimtu af þjóðartekjum aukinn allverulega. Þessi þróun mætti af erlendum vettvangi sterku andófi hinna borgaralegu flokka, sem höfðu hátt um að þeir væru dauðhræddir við „þróun til sósialisma” i Danmörku. 1 kosningunum 1968 tókst borg- araflokkunum að ná betri stööu, m.a. með þvi að veifa óspart hin- um rauðu grýlum. Venstre, i- haldsmenn og radikalir bættu all- ir við sig fylgi og börðu saman samsteypustjórn upp úr kosning- unum. En hafi hinir borgaralegu kjósendur búist við meiriháttar stefnubreytingu i stjórnsýslu, þá urðu þeir fyrir vonbrigðum. Hin opinberi geiri hélt áfram að vaxa með auknum hraða. A árunum 1968-1971 jókst hlutur skattheimtu af þjóöarframleiðslu úr 33% f 44% og var það allmikiu meira en á öðrum Norðurlöndum. Persónuskattar hækkuðu einn- ig. A árunum 1961-1962 var hlutur persónuskatta af tekjum ríkisins 38%, árin 1967-68 44% og 1973 námu þeir 56%. Viröisauka- skattabreytingarnar urðu og til þess, aö almenningur hafði mjög skýra og áþreifanlega mynd af þvi, hvernig skattabyrðin velti sér yfir þá. Og þessi stóraukna skattheimta átti sér sem sagt stað meöan borgaraleg stjórn sat aö völdum — fjármálaráðherrann var meira að segja ihaldsmaöur. Af þessum ástæðum er þaö ekki undarlegt, þótt hinir borgaralegu stjórnarflokkar þrir hafi i kosn- ingunum 1971 tapað samtals sjö prósentum atkvæöa. En sú óánægja með stjórnarstefnuna, sem var mest hjá bæði stórborg- urum og smáborgurum, haföi enn ekki fundið sér pólitiskan farveg. En þegar Glistrup skaut upp kollinum og hafði hátt um að það mætti afnema tekjuskatt, skera opinber útgjöld stórlega niður og aö þeir flokkar, sem fyrir voru, væru til einskis nýtir, þá gat hin langstaðna óánægja rutt sér fram af fullum krafti. Með öðrum orð- um: það er samtenging ákveðinn- ar þróunar i dönskum skattamál- um viö pólitiska og efnahagslega kreppu, sem er forsenda fyrir- bærisins Glistrup. Og viö hér heima Þegar menn svo velta þvi fyrir sér, af hverju t.d. Sviþjóð fær ekki yfir sig Glistruphreyfingu, þá benda menn t.d. á það, aö um 40 ára skeið hafi ekki setið stjórn borgaraflokka i Sviþjóð — og þessvegna hafi borgaralegir kjós- endur ekki haft tilefnitil að verða fyrir vonbrigðun með „sina eigin stjórn” — fyrr en þá núna þegar Falldin er tekinn við af Olof Palme. 1 annan staö hafi skatta- byrði aldrei orðið eins há i Sviþjóð og Danmörku, verkalýöshreyf- ingin hafi verið samstæðari o.s.frv. A tslandi er flokkaskipan allt önnur eins og allir vita. Hægri- sinnaður borgaraflokkur hefur lengst af farið með stjórnar- tauma, og hann hefur náö þaö langt i að sveigja umsvif rikis- valdsins undir þarfir borgara- stéttarinnar, og þá smáborgara einnig, að óánægja hægri sinnaðs fólks með borgaralega forystu hefur ekki náð verulegum sprengjukrafti. Einmitt sam- tvinnun Sjálfstæðisflokks og rikisvalds hefur og gert það mögulegt til þess aö kæfa slika óánægju i fæðingunni. Hitt er svo annað mál, aö þeir straumar sem hafa verið á hreyfingu i kringum Dagblaðið eru það sterkir, að það hlýtur að vera nokkur freisting aö reyna aö virkja þá i kosningum undir þeim fána, aö ihaldiö sé ekki nógu hreinræktað ihald. AB tók saman. HÚSBYGGEJNDUR-Einangrunarplast Afgreiöum einangrunarplast á Stdr-Reykjavíkursvæöið frá mánudegi-föstudags. Afhendum vöruna á byggingar- staö, viðskiptamönnum að kostnaðariausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi kvKM H belfarsiad f3>7355

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.