Þjóðviljinn - 27.03.1977, Side 17

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Side 17
Sunnudagur 27. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Reykjavík 28. mars tiL 5. apríl vika í Á morgun, mánudag, hefst í Reykjavik þriðja kvikmynda vikan sem franska sendiráðið gengst fyrir hér á landi. Að þessu sinni verða sýndar 7 nýjar myndir, framleiddar á ár- unum 1974-1976. Sýningar verða í Háskólabíói, og „Kona við gluggann sinn” er byggö á handriti eftir Jorge Semprun. verður hver myndanna sýnd þrisvar sinnum. Að þvi er franski sendiherrann, M. de Latour Dejean, tjáði blaða- mönnum á fundi nú fyrir helgina hafa þessar vikur fengið tals- verða aðsókn og hefur hún farið vaxandi. Sendiherrann taldi jafn- vel ástæðu til að ætla að islenskir áhorfendur væru nú opnari fyrir fleiri myndum en bandariskum en verið hefði, þegar'hann kom hingað fyrst fyrir tæpum fjórum árum. Ef rétt er athugað má ef- laust rekja þessa þróun til menn- ingarviðburða á borö við þessar frönsku kvikmyndavikur. Sendiherrann lagði áherslu á að reynt væri að velja kvikmyndir sem höfðuðu til allra — ekki ein- göngu menntamanna. Enskir skýringartextar eru á myndun- um, sem eru allar meö frönsku tali. Hér verður reynt að gera nokkra grein fyrir þessum sjö kvikmyndum og þvi fólki sem að baki þeim stendur. Kvikmyndavikan veröur opnuð kl. 7 á morgun i Háskólabió með sýningu á Adele Hw annarri af tveimur myndum sem sá frægi maður Francois Truffaut stjórn- aði á árinu 1976. Truffaut var einn af höfuöpaurum i nýju bylgjunni frönsku og sló i gegn árið 1959 með myndinni 400 högg.sem er löngu sigild. Siðan hefur hann stjórnað ótal myndum og hafa margar þeirra verið i sjálfsævi- sögustil. En myndin sem við fá- um að sjá á morgun er byggð á sögulegum heimildum: Adele H. var yngri dóttir Viktors Hugo. Fjölskyldulif Viktors gamla virö- ist hafa verið með eindæmum viðburðarikt, hann átti fimm börn sem öll enduðu ævi sina á ömur- legan eða voveiflegan hátt. Adele lagði vonlausa ofurást á enskan liðsforingja og f jallar myndin um þá ást. Viðfangsefnið er róman- tiskt i betra lagi og myndinni var yfirleitt hrósað af gagnrýnend- um, þótt sumir vildu meina að eitthvað vantaði i hana, og var þá gjarna látið að þvi liggja, aö Truffaut væri búinn að segja það sem honum hefði legið á hjarta fyrir 20 árum, nú væri hann far- inn að gera myndir sem væru fullkomnar á yfirborðinu, en inn- antómar. Væntanlega getum við myndað okkur skoðun um þetta sjálf á morgun. Auk þess sem gestum verður boðið á sýninguna kl. 7 verða einnig seldir miðar á hana, og þar að auki verður Adele H. sýnd þriðjudaginn 29. mars kl. 21 og miðvikudaginn 30. mars kl. 17. Aðalhlutverkið i myndinni leikur Isabelle Adjani, sem var orðin leikkona við Comedie Francaise 16 ára aö aldri og hefur öðlast frægð fyrir túlkun sina á Adele og fyrir leik sinn i nýjustu mynd Polanskis, Leigjandanum. Pierre Granier-Deferre hóf fer- il sinn um svipað leyti og Truffaut og hefur stjórnað 13 myndum; af þeim eru tvær á dagskrá nú: Kona við gluggann sinn (Une femme a sa fenetre) og Adieu Poulet, sem kölluð er Farvcl lögga i islenskri þýðingu þeirra sendiráðsmanna. Fyrri myndin er gerð eftir handriti Jorge Semprun sem frægur er fyrir handrit að mörgum pólitiskum myndum, þ.á m. Z, Ben Barka málið, Játningin, Striðinu er lok- ið. Konan við gluggann er sögö vera „melódrama með sögulegu og pólitisku ivafi”. Þar leikur Romy Schneider rika og fallega konu sem kemst i kynni við bylt- ingarsinna. Myndin gerist i Grikklandi nokkru áður en seinni heimsstyrjöldin hófst Farvel lögga er spennandi lög- reglumynd með gamansömu ivafi og frægum leikurum i aöalhlut- verkum: Lino Ventura og Patrick Dewaere. Sýningar á þessum tveimur verða sem hér segir: Kona við gluggann sinn, 29. mars kl. 19, 1. april kl. 21 og 2. april kl. 17. Farvel lögga: 31. mars kl. 17, l.april kl. 19 og 2. aprilkl.21. Dauði leiðsögumanns (La mort d’un guide) er frumraun ungs kvikmyndastjora, Jacques Ertaud. Hér er um að ræða mynd af þeirri tegund sem kölluð hefur verið „leiknar heimildarmyndir” — en það form á nú viða miklum vinsældum að fagna. Leikin mynd, sem byggist á fyrirfram sömdu handriti.er tekin i einskon- ar frétta- eða heimildarmyndar- stil og verður þannig trúverðugri en ella. Myndin gerist i frönsku Olpunum þar sem landslag ku vera meðafbrigðum stórfenglegt, Miklir atburðir gerast og sýnt er hvernig blaðamenn fara stundum að þvi að afla sér efnis i forsiðu- fréttir. Dauði leiðsögumanns er sýnd 1. 3., og 4. april. Besta lciðin (La meilleure facon de marcher) er einnig fyrsta mynd sins höfundar, Claude Miller. Hún gerist i sum- arbúðum barna árið 1960 og fjall- ar að mestu leyti um sálfræðileg átök milli tveggja starfsmanna búðanna. Þessi mynd hefur veriö kölluð „sálfræðileg gamanmynd” og einnig hefur henni verið likt við meistaraverk Truffauts, ,,400 högg”. Hún er á dagskrá dagana 3., 4. og 5. april. Þá eru ótaldar tvær myndir, sem ætla mætti að höfðuðu sterk- lega til okkar hérna á vinstri kantinum: On s'est trompe d’histoire d’amour eða Ekki rétta ástarsagan eftir Jean Louis Bertuccelli, og Lily aime moi — Lily elskaðu mig eftir nýliðann Dugowson. Sú fyrri er sögð vera raunsæ og gagnrýnin mynd um það hvernig þjóöfélagið þröngvar ákveðnu lifsmunstri upp á ein- staklinginn og gerir hann að vél- menni. „Gamanleikur i raunsæj- um dúr”, segja menn. Gaman og alvara blandast saman á svipað- an hátt og i raunveruleikanum. „Ekki rétta ástarsagan” verður sýnd 2., 3. og 5. april „Lily elsk- aðu mig” gerist fyrir strið, og i henni er einnig að finna bæði gaman og alvöru. Einn stærsti kostur þessarar myndar er að aðalpersónan er verkamaður, en einsog við vitum er það hreint ekki svo algengt að vandamál venjulegs fólks séu tekin fyrir i kvikmynd. Þessi mynd verður sýnd 28., 29. og 30. mars. Þar með er þessari upptalningu lokið. Verður ekki annað séð en að hérsé um fjölbreytta og girnilega dagskrá að ræða, og ættu flestþ- að geta fundið mynd við sitt hæfi. Þá er ekki annaö eftir en að þakka frökkum þetta lofsverða framtak og óska okkur öllum góðrarskemmtunar iHáskólabiói vikuna sem nú fer i hönd. Brúðkaupsatriði úr myndinni „Ekki rétta ástarsagan”. Isabelle Adjani og Bruce Robinson I mynd Truffauts, „AdeieH.” „Lily elskaðu mig”, ástarsaga verkamanns.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.