Þjóðviljinn - 27.03.1977, Side 21

Þjóðviljinn - 27.03.1977, Side 21
Sunnudagur 27. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 Þiö skiljiö nú allar, hvernig hunang er saman sett? Þá er aö læra byggingu sexhyrnings. Lexla I körfugerö. Einhverntima — maöur veit þaö aldri—geta skcmmtilistir komiö ykkur aö gagni. Kennsla i námagreftri. I rósa- garöinum Hestar endurspegla mannfélag. Ef um er aö ræða ótaminn fola, sem. hefur ekki ættartölu og lætur litið yfir sér, þá er óhætt aö fullyröa, aö kaupverð sé rétt yfir sláturverði. Alþýöublaöiö. Viöfangsefni fyrir Freud kallinn. Ég held ég geti fullyrt, aö þær minningar, sem ég á úr starfi minu séu flestar góöar, aö minnsta kosti þær sem ég man eftir, sagöi Þórarinn Þórarins- son ritstjóri, en hann hefur setiö viö stjórnvöl Timans i 40 ár. Alþýöublaðiö. Hugljómun Ollum hugsandi mönnum er sljóst, að misskipting verald- legra gæöa er allnokkur hér á landi. Alþýöublaöiö. Blessað barnið. Samningamálin eru i fæöingu. Fyrirsögn I Alþýöublaði. Vinstrikonuraunir Æ, ja. Þaö lá viö ég táraðist yfir hinum dapurlegu örlögum vinstri hreyfingar á Islandi. Og þó svo ólafur Ragnar Grimsson sé meö óaöfinnanlega hár- greiöslu og gráu yrjurnar hans Magnúsar Torfa Ólafssonar fleyti honum langt, þá bjarga þeir varla vinstri hreyfingunni úr þessu. Visir. Þeir kunna það stór- meistararnir! Kortsnoj endurtekur aldrei sama leikinn aftur. Þjóöviljinn Lausn hundavandans mikla? Bandarikjamanni nokkrum datt i hug, að taka sér steina i hönd, pússa þá svolitið til og selja siðan sem gæludýr. Þetta æöi fór sem eldur I sinu um heiminn og alls staöar mátti sjá fólk á gangi meö steina i bandi. Timinn. Er Guð andvígur biss- ness? Veöurfar ógnar sportvöru- verslununum. Morgunblaöiö Tillitssemin lifi! Til móts við smyglarana Frétt I Dbl. um hraöbát toll- gæslunnar. Guðinn sem brást A hvaö trúir þú? — Ég trúi á Dagblaðiö. Stundum sel ég þaö lika og einu sinni týndi ég pen- ingunum. Dagblaöiö. Hinstu rök. Ef til væri mælikvarði á þaö hvernig menn færu eftir ákvæö- um Helsinkisáttmálans hygg ég aö sovétmenn mundu hljóta flest stig. Mun ég nú reyna aö leiða rök aö þessari skoðun. Leonid Brésnjéf hefur ekki haldið svo ræöu á tlmabilinu sem liöiö er frá þvi aö ráöstefn- unni i Helsinki var slitiö, aö hann hafi ekki gert grein fyrir framförum okkar á þessu sviöi. Fréttabréf APN Bíó er manns gaman. Félagsbió I Keflavik hefur gripiö til þess ráös aö fella niöur kvikmyndasýningar á föstu- dagskvöldum. Ástæöan er sú, aö flestir þeirra er þá sækja sýn- ingar nota tækifærið og þjóra sieitulaust i staö þess aö sitja stilltir og prúöir og fylgjast meö kvikmyndinni. Vlsir. ADOLF J. PETERSEN: VISNAMÁL KLIFA BERGIÐ, STALL AF STALLI Höfundur Timarimu, Jón Sigurösson Dalaskáld, lögsagn- ari i Bæ i Miödölum, drukknaöi i Haukadalsá áriö 1722. Tíma- rima er einskonar uppgjör hans viö Odd Sigurösson lögmann og móöur hans, Sigrlði Hákonar- dóttur, út af kvonbænuin. t Tima- rimu eru þessar visur: Ekki er lukkan upp á mold, öllum bindur tryggöir. Þar sem rikur ræöur fold, ráfar snauöur um byggöir. Þegar Jón lýkur rimunni, seg- irhann,að sönnu undir dulnefni, aö Sigriöur hafi látið segja sér þrisvar frá málalokum: öfund vitni um þaö ber, aö henni þótti ei vanta par. Þrisvar lét hún þylja sér þennan dóm til skemmtunar. Kerlingar var kjaftur flár keyröur upp meö sköllum. Haföi hún ekki i hundraö ár hlegiö meö honum öilum. Menn haröna viö hverja plágu sagöi Guðmundur Geirdal og kvaö: Inn i svarthol örbirgöar áþján margan setur, en djarfan anda uppreisnar ekkert bugaö getur. I einhverskonar bænahúsi hefur Steinn Steinarr aö likind- um veriö þá hann kvaö: Prédikaöi presturinn plslir vitisglóða. Amen sagöi andskotinn, aöra setti hljóöa. Syndajátningu sina geröi Jó- hann Ólafsson frá Miöhúsum i Oslandshliö á þessa leiö: Oft ég freisting undan sló einkum vini og konum. Slöan lengi sæll aö bjó syndaminningonum. Ég er maður gáskagjarn i glötun bráöum dottinn; alltaf veriö brotlegt barn viö boöorðin og drottin. Þetta var unun mesta min, máski Ilka brestur: Bllölynd mey og brennivin, baga og góöur hestur. Jóhann áleit varasamt aö velja sér konuefni eftir útlitinu einu saman: Hár og tennur viröast valt, vara og kinna prýöi, máski niður áfram allt eintóm gervismiöi. Loöna er allt i kringum land- iö, menn hamast viö aö veiöa hana og veröa loönir um lófana, gleyma i bili góöum siðum einsog að tala um sildveiðar, sem þó gáfu góöan arð. Nú.hún getur alveg eins átt við loönuna visa eftir Jóhannes Asgeirsson frá Pálsseli: Aöur var þinn andi fri viö allan slæman vana. En nú er sál þin sokkin I sild og peningana, Kristinn Sveinsson frá Stóra- Hvarfi I Vatnsdal kvaö: Alla deyfir auraþrá ómur dánarlagsins. Sorgin lyftir sálum frá sora mannfélagsins. Sérhver reyni aö foröast fall, finna eigin galla, klifa bergiö stall af stall, stefna á efsta hjalta. Þaö hafa borist nokkrir fyrri- hlutar viö visubotninn frá sunnudeginum 6. mars. Guðjón Kristinsson i Kópavogi sendir sinn hluta þanmg: Þú, auðhyggja, sem oft ferö geyst, elur marga pinu. Ég hef aldrei rönd viö reist ranglætinu þinu. Norölendingur sem kallar sig Skugga sendi eftirfarandi: A þig.mammon, eg hef treyst i aurastriti minu. Ég hef aldrei rönd viö reist ranglætinu þlnu. Og ennfremur: Sit ég.drottinn, sem þú veist, svelt hjá tómri skrlnu. Ég hef aldrei rönd viö reist ranglætinu þinu. Jón Björnsson, i Kópavogi, segist ekki vera skriftlærður frekar en frelsarinn, en hikar ekki viö aö ávarpa heiminn og segir: Þótt viö hafi stoltur streist aö standa rétt á minu, ég hef aldrei rönd viö reist ranglætinu þinu. Jón botnar lika þennan fyrri- hluta: Löngu þekkt er Loka ráö lýö er blekkti foröum. Og segir: Fölsuö nekt var fyrrum skráö fyrir „slekt” meö orðum. Jón hefur greinilega skákaö skriftlærðum og kveður i eftir- mála meö bréfi sinu: Visnamál oft veita gleöi og valda gæsahúö mér tíöunu Blanda vil ég gjarnan geöi viö góövin, Þjóöviljans á siöum. Visnamál eiga von á fleiri sendingum frá þeim sem hafa sent visuhelminga, og hér er visuhelmingur sem nauðsyn- lega þarf aö botna: Fýkur I hin fornu skjól, fölna vinakynni. Svo eru þaö hinir hag- yröingarnir, sem ennþá hafa ekki látið til sin heyra,-veriö velkomnir i þáttinn! Björn Jónsson I Swan River segir að Nöðruáriö sé nýbyrjaö hjá klnverjum og sendir i þvi til- efni þessa áransþulu: Nú á nööruári naggar verjast fári, ei mun derrings dári draga neinn á hári. A Græöi leikur gári, gæfur mjög er Kári. Skartar fagurt skári, skln á velli smári. Valda tregatári tál ei mun né sári, né hella myrkur mári, morkinn sé hans nári. Alþjóð verst óári, augsýnt mun aö vári. SHt ég pennapári. Vegna skrýtilegheita þess- arar þulu geröi ég undan- tekningu frá reglunni aö birta aðeins ferskeytlur, og bið nú Björn aö senda mér ferskeytlur aö vestan bæöi eftir sig og aöra.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.