Þjóðviljinn - 03.04.1977, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. aprfl 1977.
til hnífs og skeidar
Umsjón: Þórunn Siguröardóttir
Fyrir um það bil 30 ár-
um síðan var ekkert til
sem hét acryl eða
polyester. Þá gengu allir í
ull eða bómull/ og ein-
staka I silki á tyllidögum.
Nú eru þessi efni sem óð-
ast að víkja fyrir ýmsum
gervief num og spurningin
er hvort nokkur gengur í
ull eða bómull eftir svo
sem 50 ár. Enn sem kom-
ið er getum við valið á
milli ekta efna og gervi-
efna, en það er ekki víst
að við getum það í fram-
tíðinni.Árið 2000 er gert
ráð fyrir að íbúar jarðar-
innar verði um 6-7 millj-
arðar (60% aukning á 25
árum) og framleiðsla á
bómull og ull kemur að
öllum líkindum ekki til
með að vaxa. Fátæku
þjóðirnar, sem eiga
stærstu bómullarekrurn-
ar munu að öllum líkind-
um nýta æ meira af sinni
bómull í eigin þágu, eftir
því sem þær fá meira
frelsi og sjálfstæði.
Náttúruleg
efni eða
gerviefni
HVORT ER BETRA?
Ariö 1973 voru til um 3000
vöruheiti á gerviefnum og siöan
hefur framleiðslan farið ört
vaxandi, einkum á polyester-
efnum. Gert er ráö fyrir að árið
1980 veröi vefnaðarnotkun
heimsins i eftirfarandi hlutföll-
um: bómull 39% gerviefni 39%
ull 5% , önnur efni 17%. Það er
vert fyrir okkur islendinga að
ihuga hversu ullinni er skipaður
lágur ses I framleiöslunni,en all-
ar likur eru á þvi að ullariðnað-
ur minnki verulega á næstu ára-
tugum vegna vaxandi vél-
væöingar og mikils kostnaöar
viö kvikfjárbúskap. Að sama
skapi er gert ráð fyrir aö ullin
muni hækka mjög I verði og
veröa talin með ,,lúxus”-vöru.
Þrátt fyrir þaö, aö ull sé ekki
mjög slitsterk er hún samt eitt-
hvert besta hráefni sem til er til
fa tnaðarf ram leiðslu.
Talið er að ull og bómúll verði
notuö i blöndur og er nú þegar
mikið af garni og vefnaðarvöru
komið á marköainn þar sem
ekta efnum er blandað saman
við t.d. acryl. Oft geta sllkar
blöndur veriö hentugar, ef tekst
að halda i gæði beggja efnanna,
þe. styrkleika gerviefnanna og
mýkt og hlýju náttúrulegu efn-
anna. Lltum nánar á algengan
fatnaö og þau efni sem helst eru
notuð 1 hann.
Sokkar, sokkabuxur
Sokkar úr crepe-nylon
(polyamidfiber) eru harðir og
þéttir og fóturinn andar litið i
gegnum þá. Þeir eru þar að auki
kaldir i kulda og heitir I hita. En
kosturinn við þá er að þeir slitna
mjög seint! Þvottur 40 gráöur.
Bómullarsokkar eru mjúkir
fyrir fótinn, en þeir mega ekki
vera of litlir, þvi þeir teygjast
ekki mikið. Þeir eru ekki sér-
Notið
ávexti
Það var sveimér vel til fundið
þegar tollar á ávöxtum voru
lækkaöir hér um árið. Nú er það
svo i dýrtiöinni, að ávextir eru
orðnir meðal ódýrustu matvæla
og væri óskandi áð grænmeti
yröi sett i sama verðflokk, þvi
enn er flest nýtt grænmeti mjög
dýrt. Epli, appelsinur og banan-
ar eru mjög vinsæl hjá börnum
og meöal þess hollasta sem þeu '
geta fengiö. Grænmetissalöt er
hægt að drýgja mjög meö
ávöxtum, einkum eplum og
appelsinum. Hvitkál, sem telst
til ódýrustu grænmetis-
tegundanna, er t.d. mjög gott
rifið með brytjuðu epli,
appelsinubátum og sýrðum
rjóma.
lega sterkir, en mjög þægilegir i
hita. Eru lengur að þorna en
sokkar úr ull eða gerviefnum.
Þola 60 gr. þvott.
Ullarsokkar eru mjög hlýir^
en mörgum börnum og fullorðn-
um er illa við grófa ull næst sér.
Þá er best að kaupa sokkana vel
stóra og þæfa þá örlitið svo aö
ullin verði mýkri. Nú er hægt að
fá ull sem ekki hleypur og þolir
þvott i vél. Ull, sem blönduð er
gerviefni.er ágæt I vetrarsokka
og mörgum finnst jafnvel gott
að vera i bómullarsokkum inn-
an undir.
Sokkar með ,,frotté”-áferð
(þ.e. kembdir) eru taldir hvaö
bestir fyrir fótinn, þvi þeir eru i
senn mjúkir og teygjanlegir og
þykkir og hlýir. Fóturinn andar
vel I gegnum þá, og þeir
klemma ekki að tánum ef þeir
eru keyptir vel stórir. Slikir
sokkar eiga helst að vera úr
blöndu af bómull/ull og sterku
gerviefni t.d. nylon. Sokkar úr
hreinu acryl eru lltið sterkari en
bómullarsokkar, en nylon, per-
lon eða terylene er mun sterk-
ara. Þetta á einnig við um
sokkabuxur og hnésokka.
Undirföt.
Næst sér er best aö ganga I
bómull. Margir hafa ofnæmi
fyrirgerviefnum og þau eru þétt
og köld og fólk svitnar meira I
þeim en bómull Sama gildir um
ungbarnaföt. Ungbörn svitna
mjög mikið i gerviefnum og t.d.
húfur eiga alltaf aö vera úr ull
eða bómull eftir árstima. Það er
lika ótvlræöur kostur að undir-
föt úr bómull er hægt að sjóða
(þó ekki sterka liti). Undirföt úr
gerviefni eru talin eiga sök á
mörgum og mismunandi bólg-
um sem kvenfólk á vesturlönd-
um hrjáir og þvi er eindregið
ráðlagt að ganga i bómullar-
buxum og föðurlandi utanyfir
þegar kalt er. Flest-öll undirföt
úr gerviefni gulna með timan-
um og það getur verið nær óger-
legt að ná úr þeim svitablettum
Stutterma peysur úr bómull eru
mjög vinsælar hjá börnum og
fullorðnum, en athugið vel að
liturinn þoli 80-100 gr. þvott.
Mjög algengt er að þessar treyj-
ur séu. i sterkum litum og þá þola
þær oftast aðeins 60 gr. þvott.
Peysur
Hlýjar peysur eiga helst aö vera
úr ull, en mega gjarnan vera
blandaðar efni eins og t.d.
rayon, sem eykur endinguna og
hjálpar til áö halda lögun peys-
unnar. Yfirleitt þola ullarpeys-
ur 30 gr þvott en þær má ekki
núa eða vinda. Þetta á einkum
við um fingerða ull t.d. kasmir-
ull og lambsull. Acryl er mikið
notaö I peysur. Þaö er ódýrt og
mjúkt, en margir svitna mikiö i
þvi og þar að auki er það mjög
„rafmagnað” eins og flest önn-
ur gerviefni. Acrylpeysur má
þvo viö 40 gr.
Skyrtur og blússur
Langflestir karlmenn kjósa
bómullarskyrtur, blandaöar t.d.
terylene, en slíka skyrtu á
aldrei að þurfa að strauja.
Ennþá algengari blanda i
karlmannaskyrtum er 67%
polyester og 33% bómull. Hvit
skyrta úr þessari blöndu heldur
sinum hvita lit ekki lengi, en viö
60 gr þvott á ekki að þurfa aö
strauja hana. Nylon-skyrturnar
sem voru vinsælar fyrir nokkr-
um árum, sjást æsjaldnar, enda
voru þær kaldar og óhreinindin i
kraganum vildu sitja föst eftir
þvott. Yfirleitt á að þvo fatnað
úr gerviefnum strax. en ekki
láta hann liggja óhreinan, þvi
þá vilja óhreinindin festast og
brot koma i flikina.
Buxur.
Gallabuxur úr bómull eru
mjög vinsælar fyrir börn og
fullorðna en ekki sakar að
gallabuxur á börn séu blandaðar
með gerviefni til að auka slit-
þolið. Ull er litið notuð i buxur,
en blanda af ull (45%) og
polyester (55%) er vinsæl i karl-
mannabuxur, þar sem slikar
buxur þarf ekki að pressa.
Sama gildir um buxur úr blöndu
af terylene og ull.
Utanyfirfatnaður.
Algengast er að nota blöndu af
bómull og gerviefni (td baever
nylon) i úlpur, skiðafatnað og
jakka á börn og fullorðna. Best
er að innra byrðiö sé úr bómull,
en það ytra vatns- og vindþétt,
t.d. nylon). Utanyfirflikur úr
grófri ull (t.d. islenskur
vefnaöur eru mjög hentugar,
þvi þær hrinda yfirleitt vel frá
sér vatni og eru hlýjar og mjúk-
ar. Vettlingar og húfur eigahelst
að vera úr ull, og munið að iáta
börn aldrei ganga með langa
tefla, þvi þeir geta fest i bil-
huröum, rúllustigum o.s.frv.
Hér eru svo að lokum nokkur at-
riði sem vert er að leggja á
minnið:
1. Erlendir framleiöendur
merkja hráefnisheitið með litl-
um staf en heiti framleiðandans
(vöruheitið) meö stórum, t.d.
kjóll með merkingunni 100%
Terrelyne/polyester, Terrelyne
er enskt nafn á einni tegund af
polyester, en I Þýskalandi gæti
sama vara heitið Trevira eða
Vestan.
2. Lesið alltaf vel þvotta-
leiöbeiningarnar, hvort sem um
er að ræða gerviefni eöa ekta
efni. Látiö gerviefni ekki i
vindu, nema þess sé getiö sér-
staklega I leiðbeiningunum.
3. Polyamid er sama og nylon
og er það heiti nú æ meira notaö.
(Byggt á Vi Föraldrar).
V örumarkaðuriim
opnar „Barnahorn”
Sparnaðarhornið óskar Vöru-
markaðinum til hamingju með
„Barnahorniö” sem komið hef-
ur verið upp á fyrstu hæö
verslunarinnar. Það var sann-
arlega timi til kominn að
verslunareigendur viöurkenndu
þá staðreynd að flestir neyt-
endur eiga börn.
Það er enginn vafi á þvi. að
athvarf fyrir börn I stórum
verslunum, vel búið leikföngum
og leiktækjum, gerir innkaupin
miklu þægilegri og skemmti-
legri bæði fyrir foreldrana og
afgreiðslufólkið — aö ekki sé
minnst á börnin, sem geta leikið
sér I friöi, og þurfa ekki að biöa i
biðröðum á meðan verið er að
afgreiöa þá fullorðnu. Nú er
bara spurningin hver veröur
fyrstur til aö taka upp sama hátt
og viða er viðhafður á
Norðurlöndum, þ.e. að hafa allt
sælgæti, kökur og annað sem
kann að freista barna, á bak við
borð eöa I lokuðum plasthillum.
Nái börn I sælgæti sem liggur
fyrir þeim, er þaö á ábyrgð
verslunarinnar, en ekki
foreldranna.