Þjóðviljinn - 03.04.1977, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 03.04.1977, Qupperneq 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. apríl 1977 Málgagn sósíalisma, xerkalýdshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviijans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsbiaði Árni Bergmann Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Réttur — ómissandi tímarit Ekkert timarit um stjórnmál hefur komið út jafnlengi reglulega og timaritið Réttur. Þetta 60 ára gamla rit sem hefur verið 50 ár undir ritstjórn marxista fylgist vel með timanum og flytur stöðugt nýtt og ferskt efni, sem á erindi við alla þá sem fylgjast með stjórnmálum, ekki einungis sósialista heldur og alla aðra sem vilja gera sér grein fyrir hræringum stjórnmál- anna. Glöggt dæmi um þetta er nýjasta hefti timaritsins Réttar; það er nýkomið út, 1. hefti þessa árgangs. Heftið er um 90 siður og flytur margvislegt efni um stétta- baráttuna fyrr og nú, um Alþýðubanda- lagið um Atlantshafsbandalagið um söguritun samtimans og fleira og fleira. Einar Olgeirsson hefur verið ritstjóri Réttar frá upphafi svo að segja,að undan- teknum nokkrum misserum er Sigurður heitinn Guðmundsson fyrrverandi rit- stjóri Þjóðviljans, ritstýrði Rétti. 1 sögu Réttar koma fram hundruð manna sem sett hafa mikinn svip á þjóðlif þessarar aldar, menningarmál hennar sem stjórn- mál. Þar ber fremstan að nefna Einar 01- geirsson, en þar er og að finna greinar til dæmis eftir Þorstein Erlingsson, Jónas Jónsson, Halldór Laxness, Magnús Kjartansson, Brynjólf Bjarnason, svo að- eins nokkrir séu nefndir. Þegar Einar Olgeirsson hætti störfum sem alþingismaður vorið 1967 helgaði hann sig útgáfustarfsemi Réttar af óskiptara afli en áður. Réttur ber þess og merki; hann er blátt áfram ómissandi rit, og þeir sem hafa haldið Rétti til haga vita gleggst hversu mikil náma hann er orðinn um sögu verkalýðshreyfingarinnar og sósialískrar baráttu, hann er heimild sem allir þeir verða að hafa við höndina sem vilja skyggnast i forsendur islenskrar samtimasögu. Þjóðviljinn og Réttur hafa um áratugi verið eins og tvær greinar á sama stofni. Milli þessara útgáfuþátta sósialiskrar hreyfingar eru dýrmæt tengsl, Þjóðviljinn hvetur þvi alla stuðningsmenn sina til þessaðeflaRétt sem mest og best,með þvi að benda á timaritið til aflestrar og fróð- leiks um staðreyndir samtimans. í eflingu Réttar felst efling stjórnmálahreyfingar islenskra sósialista. Þess hefur orðið vart á siðustu misserum,að sérstaklega meðal yngra fólksins er vaxandi skilningur á mikilvægi Réttar til fróðleiksöflunar og baráttu. Þessi vaxandi skilningur unga fólksins þarf einnig að verða öðrum is- lenskum sósialistum hvatning til þess að auka veg timaritsins Réttar. — s Nœststœrsta virkjunin ónotuöl Um þessar mundir er Sigölduvirkjun önnur stærsta virkjun islendinga til þessa að hefja framleiðslu. Svo sérkennilega vill til þegar þetta dýra mannvirki kemst i notkun að litill sem enginn markaður er fyrir framleiðslu þess og verulegur hluti af raforkuframleiðslu virkjunarinnar nýt- ist ekki fyrr en að alllöngum tima liðnum. Það hefur verið ljóst alllengi að svo myndi fara um fyrstu misseri virkjunarinnar, að minnstakosti nægilega lengi til þess, að stjórnarvöldum átti að vera ljóst, að hverjufór. Vafalaust hefur svo einnig ver- ið, en samt sem áður hefur athafnaleysið verið einkenni islenska iðnaðarráðherr- ans Gunnars Thoroddsens. Ekkert hefur verið gert til þess að efla islenskan iðnað svo að hann gæti tekið við einhverju af þessari miklu orku frá Sigölduvirkjun. Allur starfstimi Gunnars Thoroddsens hefur farið i að semja um áætlun „inte- gral”, stóraukna útfærslu á umsvifum Alusuisse á íslandi, i hjáverkum hefur hann tafið aðrar framkvæmdir á íslandi sem meðal annars hefðu komið i veg fyrir þá sóun sem felst i þvi að keyra Sigöldu- virkjun án nokkurs markaðar mánuðum saman — miljarðasóun. Hægristjórnin lét það verða eitt sitt fyrsta verk að tefja byggðalinuna, en lét loks undan þrýstingi frá Landsvirkjun núna fyrir nokkrum vik- um um að flýta byggðalinunni, þannig að hún gæti farið að flytja rafmagn fyrir næstu áramót. En i fyrstunni er enginn markaður fyrir raforkuna frá næststærstu virkjun lands- manna. Það er staðreynd sem vissulega er ekki til þess að auka vegsemd hægri- stjórnarinnar i raforkumálum. —s. Félag íslenskra frœða: Mótmælir stafeetning- arsamþykkt Nýlega hefur birst i fjölmiðlum samþykkt um stafsetningarmál sem gerð var á aðalfundi Félags islenskra fræða i þessum mánuði. í frétt, sem fylgdi samþykktinni, var getið um fjölda félaga en ekki kom fram að aöalfundurinn var mjög fámennur. Af samþykktinni mætti draga þá ályktun að i Fé- lagi islenskra fræöa væri rikjandi áhugi á aö hverfa frá þeim breyt- ingum, sem nýlega voru gerðar á islenskri stafsetningu , og þvi hafa 55 félagar i Félagi islenskra fræða undirritað svohljóðandi yf- irlýsingu og sent hana mennta- málaráöherra: „Við undirritaðir félagar 1 Fé- lagi islenskra fræða mótmælum eindregið ályktun um stafsetn- ingarmál sem samþykkt var með niu atkvæðum á aðalfundi félags- ins 14. mars sl. Við áteljum að svo fámennur fundur skuli álykta um jafnviðkvæmt mál og stafsetning- armáliö er i félaginu, enda var ekki tilkynnt i fundarboöi að það yrði tekið til sérstakrar umræöu eöa ályktunar. Við teljum einsýnt að núgildandi stafsetning sé orðin föst I sessi meðal þeirra sem á annað borð vilja tileinka sér hana, og væri óráðlegt að hrapa að breytingum á henni. 1 marsmánuöi 1977.” Eins og áður segir undirrituðu 55 félagar þessa yfirlýsingu. Leidrétting Þau mistök urðu i viðtali viö Harald Steinþórsson i Þjóövilj- anum 1. apríl aö rangt var eftir honum haft aö BSRB geröi kröfu til sörnu prósentu-hækkunar á öll laun. Þaö rétta er, aö BSRB gerir kröfu til mestrar launahækk- unnar fyrir þá lægst launuöu eöa allt að 55% hækkun, en ekki nema 17% hækkun til handa þeim sem hæst hafa launin. Hinsvegar gerir BSRB kröfu tii þess aö full framfærsluvisitala komi mánaöarlega á þessi grunn- laun og veröi hún i prósentum eins og veriö hefur. Iöja ályktar: Fæöingarorlof inn í tryggingakerfid A aöalfundi Iöju, félags verk- smiðjufólks sem haldinn var i Lindarbæ 30. mars sl. voru sam- þykktar tvær ályktanir, önnur um islenskan iönaö, hin um fæöingar- orlof. Fara þær hér á eftir: „Aðalfundur Iöju, haldinn i Lindarbæ 30. mars 1977, krefst þess að fæðingarorlof veröi tekiö inn I hið almenna tryggingakerfi landsmanna, en ekki greitt úr at- vinnuleysistryggingasjóöi. Einnig krefst fundurinn þess að allri mismunun f þessu verði hætt og allar konur fái greitt fæöingar- orlof, án tillits til tekna eða hjú- skaparstéttar.” „Aðalfundur Iöju, haldinn i Lindarbæ 30. mars 1977, krefst þess af ríkisstjórn og Alþingi, að islenskum iönaði verði búin sömu skilyröi i lána- og vaxtamálum, og öðrum undirstöðuatvinnuveg- um þjóöarinnar. Fundurinn minnir á, að islensk- um iönaði er ætlað að taka viö megihluta af þvi vinnuafli sem viö bætist á islenskum vinnu- markaöi á komandi árum.” • • Orn Þorsteinsson í Gallerí Sólon 1 gær opnaöi örn Þorsteinsson myndlistarmaöur sýningu á verkum slnum I Gallerl Sólon tslandus f Aöalstræti. Þar sýnir örn 29 olíumál- verk frá siöustu tveimur árum. Eru myndirnar allar til sölu og er verö þeirra frá 40-250 þúsund krónur. Sýning Arnar veröur opin frá kl. 14-18 virka daga og kl. 14-22 um helgar fram til 17. aprfl. Á myndinni sést örn meö verkum sinum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.