Þjóðviljinn - 03.04.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. aprn 1977.
GILS GUÐMUNDSSON skrifar:
TU varnar formanni
utanríklsmálanefndar
. Þórarinn — og er einnig fariö
fram á liösinni hans viö aö svara
mikilvægum spurningum.
Þaö er segin saga, að meö
lengra eða skemmra millibili
veröa ritstjórar Morgunblaðsins
gripnir undarlegum ofsa og setja
þá saman hinn átakanlegasta
þvætting, gjarnan nokkra daga i
röð, stundum marga dálkmetra i
senn, þar til út fjarar móöurinn
og kastið liöur hjá. Oftast eru
þessi upphlaup i einhverjum
tengslum viö rússa,en ekki er ætiö
auövelt aö gera sér grein fyrir
ástæöunum. Einatt vilja blandast
þarna saman tveir meginstraum-
ar. Annars vegar er um aö ræöa
þá áráttu aö æsa sjálfa sig og
aöra upp til að skelfast hættuna af
rússneskri árás, án allra tilrauna
til aö skýra og skilja hvers eðlis
raunverulegur háski á stórvelda-
styrjöld er, og af hvaöa rótum
hann er runninn. Hins vegar kem-
ur til sú árátta Morgunblaösrit-
stjóranna aö nota öll meööl til aö
klekkja á andstæöingum sinum
hér innanlands, og er þá sist
sparaö aö væna þá um þjónkun
viö rússa. Einatt viröast umrædd
köst vera blanda af þessu tvennu.
Siðasta kastið —
þriggja daga lasleiki
Þessar linur eru ritaðar á
sunnudegi 27. mars. Þrjá undan-
farna daga hefur mátt lesa i
Morgunblaðinu greinar um si-
vaxandi sovéska ágengni á
Norður-Atlantshafi, hernaðar-
lega ógnun rússa viö Norðurlönd
og annaö af þvi tagi. Nú kemur
það sist viö hjartaö i mér þótt ég
lesi harða gagnrýni á leiötoga
Sovétrikjanna og framferði
þeirra i mörgum greinum. Eg hef
margt við viðhorf þeirra og
vinnubrögb að athuga og tel mér
sem lýðræðissinna og sóslalista
skylt að fordæma hverja þá
stjórnarstefnu eða stjórnarat-
höfn, sem gengur þvert gegn lýö-
ræði og sósialisma, öðru eða
hvorutveggja. En sá háttur
þeirra Morgunblaðsmanna, að
skella allri skuld á rússa og al-
sýkna hitt risaveldið I sambandi
við vigbúnaö og spennu i heimin-
um, þjónar vitanlega engum
öðrum tilgangi en þeim að hjálpa
til við stigmögnun hernaðar-
brjálæðis sem hlýtur að enda með
ósköpum ef ekki verður lát á.
Það er allrar athygli vert, að
þetta siöasta Morgunblaðsupp-
hlaup á sér stað á sama tima og
fjöldi manna gerir sér vonir um
að einhvers árangurs kunni að
vera að vænta af afvopnunarvið-
ræðum. Er ein helsta ástæöan sú,
að Carter Bandarlkjaforseti
hefur sýnt verulegan hug á þvi að
ná árangri viö takmörkun vig-
búnaðar. Og i frétt frá Reuter,
sem Morgunblaöið birti i sama
blaðinu og flutti leiðara um sivax-
andi ágengni rússa,segir frá þvi
að menn telji að nýr skriður sé að
komast á viðræðurnar um tak-
mörkun kjarnorkuvlgbúnaöar,
þar eð „Rússar séu reiðubúnir til
málefnalegra umræöna, ekki
aðeins um kjarnorkuvigbúnað
heldur einnig önnur sameiginleg
áhugamál.” (þ.e. áhugamál sam-
eiginleg bandarikjamönnum og
rússum).
Eftir að Carter tók við embætti
Bandarikjaforseta og sýndi lit á
þvi aö koma að nýju af stað við-
ræðum um aö draga úr her-
þúnaði, hafa ameriskir hers-
höfðingjar, CIA-foringjar og
sálufélagar þeirra fyllt blöö og
timarit I Bandarlkjunum með
greinum um nauðsyn aukins vig-
búnaðar, yfirburði rússa á sjó og
landi og i lofti og nauðsyn þess að
breyta þeim hlutföllum Banda-
rikjunum I hag.
Undir þennan áróöur
ómengaðan tekur Morgun-
blaðið á tslandi, enda reynist það
löngum „kaþólskara en páfinn.”
Formaður utan-
ríkismáladeildar —
handbendi rússa
Fyrir nokkrum vikum fékk
Morgunblaðiö kast af öðru tilefni.
Þá var i forystugrein ráðist af
mikilli heift á Þórarin Þórarins-
son formann utanrikismála-
nefndar og hann stimplaður
handbendi rússa og sérstakur
trúnaðarmaður þeirra hér á
landi. Sagt var berum orðum að
hann væri fremstur i flokki aö út-
breiða hér ómengaðan rússnesk-
an áróður. Þessi árás Morgun-
blaðsins I ritstjórnargrein á for-
mann utanrikismálanefndar var
svo ofsafengin að með ólikindum
mátti telja. Þar sagði á þessa
leið:
„Sovétmenn eiga hauk i horni
þar sem er Þórarinn Þórarinsson
ritstjóri Timans' og formaöur
utanrikismálanefndar Alþingis.
Það kom glögglega fram I for-
ystugrein er hann ritar I blað sitt i
gær, þar sem hann gerir litið úr
þeirri hættu að Sovétmenn stundi
njósnir hér og sér ekkert athuga-
vert við þann mikla fjölda starfs-
manna sem Sovéska sendiráöið
hefur á að skipa. Raunar kemur
það engum á óvart, að þessi rödd
skuli heyrast úr þessari átt. Ekk-
ert dagblað á tslandi birtir jafn-
mikið af efni sem sovéska
áróðursstofnunin Novosti, sem
hefur skrifstofu hér á landi,
reynir að troða inn I íslenska fjöl-
miðla og einmitt dagblaðið Tim-
inn. Hefur það lengi verið
undrunarefni hvernig á þvi
stendur.”
Siðar i þessari forystugrein
Morgunblaðsins er rætt um
furðulegt andvaraleysi Alþingis
að ekki skuli þar tekið á starfsemi
sovéska sendiráösins hér á landi,
en „það andvaraleysi verður
kannski skiljanlegra, þegar það
liggur fyrir hversu hallur for-
maður utanrikismálanefndar Al-
þingis er undir sovétmenn.”
Mér finnst ástæöulaust að for-
maöur utanrikismálanefndar sitji
þegjandi undir þeim ósanna
áburði, að hann sé einhver skó-
sveinn rússa og gegni erindi
þeirra i einu og öllu. Mun ég að
greinarlokum koma á framfæri
tillögu viö formanninn, sem ætti
að geta stuðlað að þvi að hann
fengi hreinsað sig af þeirri
staðhæfingu aðalmálgagns sam-
starfsflokks hans i rikisstjórn, aö
hann sé á snærum sovétmanna.
En jafnframt vil ég fá Þórarin
Þórarinsson, beinlinis sem for-
mann utanrlkismálanefndar, til
liðs við mig við það starf, að
varpa ljósi á annaö atriði ekki
siður mikilvægt, sem snertir ut-
anrikis- og varnarmál.
Eru
kjarnorkuvopn á
Miðnesheiði?
Það hlýtur að teljast litt bæri-
legt fyrir okkur Islendinga að vita
ekki vissu okkar um þaö hvort hér
i herstöðinni á Miönesheiöi eru
geymd kjarnorkuvopn eða ekki.
Þrátt fyrir töluverðar umræður
og margar fyrirspurnir er engan
veginn hægt aö segja að fullnægj-
andi upplýsingar liggi fyrir um
þetta mál. Þar rikir óvissa sem er
algerlega óviðunandi. Erlendir
aðilar, sem ætla verður að viti
hvað þeir eru að segja,fullyröa að
hérséu geymd kjarnorkuvopn, en
hvorki i Noregi né Danmörku. ís-
lensk stjórnvöld telja að svo sé
ekki, en bandariskir aðilar vilja
ekkert segja — neita að gefa upp-
lýsingar um hernaðarmál. Það er
Þórarni Þórarinssyni formanni
utanrikismálanefndar vissulega
ljóst, að slik ógnarvopn i nábýli
við kjósendur hans alla með tölu
og yfir hundrað þúsund is-
lendinga að auki, kalla yfir fólk i
þessu landi slikan háska á
ófriðartimum að ólýsanlegt er.
Það eitt, að rökstuddur grunur
léki á þvi að frá herstöðinni hér
kynni að vera beitt kjarnorku-
vopnum, væri að likindum nóg til
að gera hana og þar með allt ná-
grenni hennar að fyrstu klukku-
stunda skotmarki I kjarnorku-
styrjöld.
Ég þykist þess fullviss, að for-
maður utanrikismálanefndar
hefur af þessum málum öllum
miklar áhyggjur, eins og hver
annar viti borinn og ábyrgur
stjórnmálamaður sem ekki hefur
látið striðsæsingamenn, forynjur
og flögð nútimans, æra sig, villa
og trylla, eins og i þjóðsögum
segir. Er vissulega nógu átakan-
legt að horfa upp á kunningja slna
við Morgunblaðið veröa
aumkunarverð fórnarlömb slíkra
gerninga, þótt formaður utan-
rikismálanefndar sé laus við
slikt.
Hverjir ala á
grunsemdum um
kjarnorkuvopn?
Mér þykir trúlegt að flestir is-
lendingar, aðrir en einhverjir
kjánar og ritstjórar Morgun-
blaðsins, geri sér grein fyrir þvi,
að hættan af kjarnorkuvopnum
hér á landi fylgir bandarlsku her-
stöðinni fyrst og fremst. Slikt mat
er algerlega óháð þvi, hverjar
skoðanir menn hafa á réttmæti
erlendra herstöðva hér á landi.
Sakir þessa skilnings hafa allir
stjórnmálaflokkar verið sam-
mála um, að hér skyldu ekki vera
kjarnorkuvopn. Utanrikisráð-
herrarnir Einar Agústsson og
fyrirrennari hans, Emil Jónsson,
hafa báðir vitnað til sérstaks
(munnlegs?) samkomulags við
Bandarikjastjórn um að svo
skyldi ekki vera. En þegar Einar
Ágústsson og meðráðamenn hans
og hjálparkokkar hafa verið
krafðir svara um það, hvaða
tryggingu þeir hefðu fyrir þvi að
við þetta munnlega samkomulag
um kjarnorkulausa herstöð hafi
verið og sé staðið vefst þeim illi-
lega tunga um tönn. Þeir lýsa þvi
að visu yfir, að þeir hafi gengið um
flugvallarsvæðið og aldrei rekist
á kjarnorkusprengjur. Við skul-
um vona að sú verði einnig raunin
þegar fyrrverandi aðstoðarrit-
stjóri Timans fer að ganga i
hauga hersins og leita að þvi sem
þar kynni að finnast fémætt.
Nú er formanni utanrikismála-
nefndar það að sjálfsögðu full-
kunnugt, en Morgunblaðsritstjór-
um liklega siður, að þeir sem stað-
hæfa að hér á vellinum séu geymd
kjarnorkuvopn eru engir
ábyrgðarlausir fleiprarar, heldur
aðilar sem ættu að vita hvað þeir
eru að segja. Ég skal rifja upp að-
alheimildirnar. Þar er um að
ræða Fréttabréf kjarnorku-
vlsindamanna (Bulletin of the
Atomic Scientists) en i þvl birtist
afar fróðleg og athyglisverð rit-
gerð eftir Barry Schneider, sem
starfar við upplýsingamiðstöð
varnarmála 1 Washington. Barry
Schneider sagði slðar i viðtali,
sem Dagblaðið átti við hann út af
þessum málum, að Lockhead
Orion vélar bandariska flotans á
Keflavikurflugvelli væru að öll-
um likindum búnar djúpsprengj-
um með kjarnaoddi. Þetta eru