Þjóðviljinn - 03.04.1977, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. apríl 1977
/
ArniBergmann tók saman
Það er eins að blaða í
gömlum blöðum og éta
rúsinur eða klóra sér á
bakinu: það er erfitt að
hætta.
Þegar Þjóðviljinn átti
afmæli i fyrrahaust var
fram dregið margt úr sögu
hans. Það fórst þó f yrir. að
rifja upp sögu sunnudags-
blaða Þióðviljans, en
Sunnudags-Þjóðvil jinn nú
er reyndar f jórða atrenna í
þá veru. í fyrri þrjú skiptin
voru gerðar tilraunir með
lesbækur, það var árin
1939, 1945-46 og 1963-64.
Sú samantekt sem hér fer á eft-
ir er um fyrstu tilraunina árið
1939.
Þjóðviljinn er þá enn fjórar síð-
ur hvunndags, nema átta á föstu-
dögum. Og þann 12. mars er byrj-
að að gefa út sunnudagslesbók i
hálfu broti blaðsins þá og er það
átta siður. Enginn sérstakur um-
sjónarmaður er til nefndur, held-
ur bætist lesbókin á ritstjórana þá
Einar Olgeirsson og Sigfús Sigur-
hjartarson. Alls kom þessi lesbók
út 26 sinnum — hin siðasta þann
10. september þá um haustið. bá
er hafið strið i Evrópu og má vera
að það hafi með sinum hætti
grandað þessum fyrsta „Sunnu-
degi”.
Mjallhvít og Hitler
Erlent efni er ekki mjög mikið.
Mest að vöxtum er myndasagan
um Mjallhvit eftir Walt Disney,
sem birt er á opnu lesbókarinnar
þar til henni lýkur eftir tuttugu
sunnudaga.
f annan stað eru birtar þýddar
og endursagðar greinar sem ekki
eru timabundnar. Þær verða vist
þrettántalsins. Stundum er um að
ræða fremur ópólitiskt efni — t.d.
um hestasmala i Mexikó eða af-
mæli Eiffelturnsins i Paris. Oftar
er þó efni þetta tengt pólitiskum
fróðleik: greint er frá jurtakyn-
bótum sovétmanna, skæruhern-
aði gegn japönum i Kfna, ný-
lendukúgun i — vel á minnst —
Ródesiu, og Chaplin er hylltur
fimmtugur m.a. fyrir róttækni
sina.
1 siðustu tölublöðunum fer af
stað greinaflokkur eftir hinn
þekkta breska visindamann
J.B.S. Haldane, alþýðlega skrif-
aðar greinar ,,úr heimi visind-
anna”.
Að öðru leyti er erlent smælki
haft til ýmiskonar uppfyllingar;
þareru myndirfrá dýragarðinum
i Kaupmannahöfn og sovéskum
iþróttastúlkum, sagðar eru skota-
sögur og kynjasögur af undar-
legri löggjöf eða skrýtnum
heimsmetum, eins og löngum
hefur verið siður að mata á um-
brotsmenn. En smælkið ber einn-
ig svip sins tima — það er áber-
andi hve margar sögur eru sagð-
ar af Hitler, Mussolini og þvi
hyski.
Smærra efni innlent er einkum
af tveim ættum. Annarsvegar
fara skákþættir Guðmundar Arn-
laugssonar, sem þá er ,,stud.
mag”, hinsvegar þættir sem
byggðir eru á Islenskum þjóðsög-
um og munnmælum.
Ohræddur við sögur
En það er nýtt bókmenntalegt
efni sem i raun setur mestan svip
sinn á þetta fyrsta sunnudags-
blað. Sunnudagur tilkynnir, að
hann taki „með þökkum” við
smásögum, frumsömdum og
þýddum.kvæðum og greinum.”En
þvi miður getur hann enn ekki
borgaö ritlaun”. Þaö er þó hugg-
un gegn þeim harmi að „Sunnu-
dagur er óhræddur að birta sögur
og kvæöi nýrra höfunda og litt
þekktra og hann flytur nöfn
þeirra út til þúsunda lesenda um
alit land”.
Oftast er það lika svo, að hvert
tölublað geymir smásögu. Tiu
þeirra eru.þýddar. Þar eru meðal
höfunda eilifðargestireins og Guy
de Maupassant, allfrægir sam-
tiðarmenn eins og Erskine Cald-
well og P3r Lagerkvist og sá dul-
arfulli B. Traven, og svo litt
þekktir menn. Islenskar smásög-
ur eru 10 eftir niu höfunda, auk
skáldsögukafla . eftir Þórunni
Elfu.
Hljómkviða
tóbaksjárnsins
Þrir smásagnahöfundanna
hafa þá þegar gefið út bækur og
komið sér upp nafni. Theodóra
Thoroddsenhefur sent Sunnudegi
söguna Álfhóll: það er þjóð-
sagnakynjuð saga — nýfermda
stúlku dreymir nóttina áður en
hún tekur við nýjum skyldum á
sinu heimili fyrir farsælum hjú-
skap og rætist sá draumur mörg-
um árum siðar. ólafur Jóhann
Sigurðsson á smásögu i Sunnu-
degi sem heitir „Þegar vorið
kemur”: hjónatetur i baðstofu
hreyta ónotum hvort i annað af
litlu tilefni: karlinn er að laumast
i reyfarann Kapitólu i stað þess
að vera konu sinni hjálplegur.
Meðan þessu fer fram reynir son-
ur þeirra að festa vorkomuna á
blað og systir hans fylgist með;
úti er hávetur og hörkubylur. Ar-
mann' Kr. Einarsson á sögu sem
heitir Jón einsýni.eina af þessum
tilfinningasögum um einstæðinga
V'oc
SUNNUDAGSBLAÐH)
og útskúfaða, sem mikið var um
skrifað um tima. Jón gamli situr
eineygur slitinn og hrukkóttur i
kofa sinum og sker neftóbak:
„Hið taktvissa urghljóð tóbaks-
járnsins fyllir herbergiö — það er
tónverk gamals manns, sem býr i
kofanum niðri við ströndina, —
brot úr voldugri hljómkviðu, sem
aldrei verður fullger, vantar upp-
haf og endir”. Samt er „eins og
einhver undarleg dulin þrá i svip
hans”. Jón sparar sér fyrir flösku
einu sinni eða tvisvar á ári, og þá
brýst þráin dulda fram: eftir
stúlkunni sem fór en kom aldrei
aftur. I einu sliku fyllirii keyrir
„vinhreyfur betri borgari” I
„finni drossiu” yfir Jón gamla og
þá er sagan búin.
Arnfriður Jónatansdóttir sem
þá er aðeins 15 ára skrifar i fyrsta
tölublað, lýsir i sögunni Sjúkra-
vitjunungri og fagurri stúlku sem
er að deyja róamantiskum
berkladauða við slaghörpu sina.
Astardraumar ungra manna
eru efni i tvær sögur. óskar Þórð-
arson frá Haga segir frá ungu
stúlkunni, sem kom I heimsókn til
sögumanns, þegar hann var einn
heima og gisti þá nótt — það
gerðist að visu ekki neitt, en
kannski hefði ég átt að .....?
Bjarki Fnjóskdal hefur búið til
óskhyggjusögu af þvi tagi sem
siðar urðu algengar i afþreying-
arritum: ung og falleg kaup-
mannsfrú kemur og kippir þér
upp i til sin, af þvi að þú ert ungur
og friöur, en kaupsi feitur og
hrútleiðinlegur.
Innlegg i baráttuna
Angantýr Guðmundsson hefur
sent tvær sögur. 1 annarri segir
tóbakspipa frá þeirri huggun sem
hún veitir eiganda sinum i ásta-
raunum. 1 hinni, Vopnahlé, segir
frá hjónum sem rifast dag hvern
— nema daginn eftir að eiginmað-
urinn bjargaðist með naumindum
úr lifsháska i brimlendingu. í
þeirri sögu koma bækur Halldórs
Laxness mjög skemmtilega inn i
myndina, eins og sést af dæmi
sem þessari grein fylgir.
Aðeins ein af þessum smásög-
um er beinlinis „innlegg i barátt-
una”, verklýðssaga i orðsins
fyllstu merkingu. Hún heitir Regn
og höfundur hennar er J.B.
Hreggviðs. Hún segir frá Jónasi
verkamanni sem tekur þátt i
kröfugöngu fyrsta mai, enda þótt
það kunni aö reynast hættulegt:
hann vill standa vörð bæði um
verklýðsfélagið sitt og „draum-
inn um frelsið”. En um kvöldið er
barið að dyrum hjá honum — þar
En þegar maður les
hann Laxness...
V opnahlé
— Hvað er það eiginlega sem
þú ert að stauta, sagði Rósa, þú
stendur á öndinni, þú blæst og
veist hvorki i þennan heim né
annan!
— Ja, kella min. Satt er það,
að ég er á gati með annan heim,
en þegar maður les hann Lax-
ness þá er þó þessi heimur gal-
opinn fyrir manni.
— Það lá að! Ein skruddan
eftir þennan Laxness. Ég vil
bara alls ekki sjá hana inni i
minum húsum. Ég hef heyrt það
sagt, að hann sé bæði trúlaus og
siðlaust órhenni.
— Nei, stoppaðu nú vélina,
Rósa litla, nú hefur einhver log-
ið i þig. Ég skal segja þér hvað
hann er. Hann er — stórmenni,
sem sviptir sauðagærunni af
úlfinum, svo aö það er eðlilegt
að úlfurinn kalli hann skit-
menni, hann heldur spegli fast
upp að nefinu á lltilmenninu og
hræsnarann klæðir hann kurt-
eislega úr hempunni. Þar hef-
uröu hann, Rósa litla.
Angantýr Guðmundsson:
„Vopnahlé”.
I liiiiH'iitiiiiii IiyKK-Virlo-m,,
f.Vi li.t .íiiiii vi' lnii'i íimiIII viiin
Milullir. 'sriil ;iIh'v n niiinli\ j;in-
/lf«ur |iai MTÍSur nlll.il rin-
livtT ;nS \tisi vrr-lur. I’.i.
\ ilsi ;illir silll iiiii. sillsi. ul;
st'iii fkki ;i sin liillifin. íyrir-
| liiinsl ckki.
Msiður vfiíiiir sifi íyrirgcm
fólkinu |ifllsi, og fiuj 111siiS111
'jallur lifiinsi i snisilisf. |>:1
fr suiiSvfll siiS íyrirgcfa sjálliun
I l.illuvik gcugu Íiillifiuiti
nndir iKÍÍiiuiuiiii luiit Bósst »>j4
lisiiin Mangi.
Ibiinniir vissti tiin sillsi |ifirrn
liogi; livníi lifiin iiar á inilli
/|»ann cSa |>ami dnginn. og stllir
} vorn (icir undrsindi vfir |>vi
livsið |>ntl ifllufSll siíV lialda ssim-
liúfiinn leuf»i úl. .lá. )>sift vurti i
sannlcika iiuutiifskjiir. scm
I ckki útlii ncina smnlcift i |>fssu
lifi. 1‘nu fóru i blusssi úl sif
1 smáu op; slóru 0/4 |>sib vnr cins
nfi loku fvrir |>snN skuli<\ a«S
|>au giflu vcrift sainniála 11111
skapsiiNsiii lilul.
Saga effir
Anganfý
Guðmundsson
AiUntnlfir (iuTmunulss',
nl ckki vilund lic
IdjinN. Ilúli lixrssli s 111,
Milglllls. I l\ SlaN \ ;|| ;|JS |
'"UI.I? I'yrsl dr<> l.s.1,1.
alar tljúpl. ciiis „g |l;mn ;
a* m>M;i ulan i sig stlll aud^
loliiiN i slulmini. «11 s\„
bami |>\ i al ltu I rá só, i
rvkkjtili). Nú olfimli
auKmi ii|)|i iiukkm aiij-u'
Ib.ssi ImrbVi tiiidrandi J
Nn dró liami annaiS ai
l'»uig. smáliló ig ^lfiin
a.iRt... ll|.|> á „y. Il\f, SIIK
iim -al |>si?l v. riiV sn
imi var aiS Ifsa..
llvsiíS cr |>aiN
•'fin |*i'i erl ;hN slsmla
Bósa. |»ú slfiidur ;’
I • 11 blifsl ug vci/l livil
|>fiinsiii lifiin né annai).
.la. kclla iiiin! Sstl
a<N ég cr á _i>ali ine«N annni) 11«
ni |>fgitr- maStir lcs lianii (
iicss. |>á fi |>ó |>cssi lifimti
o|>inii fvrir manni.
I»a«N li' íuV Kiu skr
cflir bcmiaii l.aMicss. 1'.,
alls ckl