Þjóðviljinn - 03.04.1977, Side 12

Þjóðviljinn - 03.04.1977, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ’ Sunnudagur 3. aprn 1977 Sunnudagur 3. aprn 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Hid íslenska prentarafélag 80 ára Elsta starfandi verkalýðsfélag og ávallt í fararbroddi réttindamála Fyrsta stjórn Hins fslenska prentarafélags. Frá vinstri Friöfinnur Guöjónsson, Þorvaröur Þor- varðarson og Þórður Sigurðsson. Þegar prentarar stofnuðu Gutenberg 1905 voru sömu menn i fyrstu stjórn prentsmiðjunnar. Á morgun, 4. april, eru liðin 80 ár frá stofnun Hins fslenska prentarafélags og er það elsta starfandi verkalýðsfélag lands- ins. Aöurhöföu prentarar stofnaö með sér félag áriö 1887 en þaö lognaðist út af eftir 3 ár. Hvað veldur þvf aö prentarar eru meðal hinna fyrstu sem skipu- leggja sig i stéttarfélagi? Þeirri spurningu veröur nú reynt aö svara og ennfremur rakin nokkuö saga þessa merka félags sem aila tiö hefur verið meðal öflugustu verkalýðsfélaga og I fararbroddi um mörg réttindamál. Áhrif frá Danmörku Ariö 1879 voru 3 prentsmiöjur I Reykjavik, Isafoldarprent- smiöja, Félagsprentsmiöjan og prentsmiöja Dagskrár auk smá- prentverka. Ennfremur voru prentsmiöjur á ísafiröi, Akureyri og Seyöisfiröi. Margir prentarar höföu dvalist I Kaupmannahöfn viö prentstörf og kynnst þar verkalýösbaráttu. Einmitt þessir menn uröu helstu forvígismenn Hins islenska prentarafélags. Atvinnuöryggi var lítið Atvinnuöryggi prentara á Is- landi var afar litiö og prent- smiöjueigendur léku þann gráa leik aö taka nema en segja þeim upp starfi þegar þeir voru orönir fullnuma og ráöa i staöinn nýja nema. Astæöan var sú aö prent- nemar voru ódýrara vinnuafl en prentarar. Þetta varö til þess aö mjög margir prentarar gengu at- vinnulausir og einmitt þetta óréttlæti hefur liklega veriö helsta kveikjan aö stofnun félags- .ins. Auk þessa voru almenn kjör og vinnuaöstæöur allar bágar en svo var einnig hjá öörum verkalýö. Skýrar hagsmuna- andstæður Tvennt gerir prentara á þess- um tima frábrugöna öörum iön- aöarmönnum. Þeir voru saman- komnir á fáum vinnustööum og vinnuveitendur voru ekki meist- arar I iöninni, þeas. prentsmiöju- eigendurnir. Þess vegna uröu hagsmunaandstæöur skýrari og meiri en annars, Tólf prentarar komu saman Stofnfundur félagsins var hald- inn i Góötemplarahúsinu og sátu hann 12 prentarar úr tsafoldar- og Félagsprentsmiöjunni. Fyrstu stjórnina skipuöu þeir Þorvaröur Þorvarösson formaöur, Þóröur Sigurösson skrifari og Friöfinnur Guöjónsson féhiröir. Um tilgang félagsins segir ma. svo i lögum: „Tilgangur félags vors er: aö efla og styrkja samheldni meöal Drentara á íslandi, aö koma I veg fyrir, að réttur vor sé fyrir borð borinn af prentsmiðjueigendum, aö styöja aö öllu þvi er til fram- fara horfir i iön vorri, aö svo miklu leyti sem hægt er aö tryggja velmegun vora i framtlð- inni”. Fyrsta sjúkrasamlag á landinu Eitt af þvi sem sýnir sérstak- lega félagsþroska stofnendanna er myndun sjúkrasamlags, hins fyrsta hér á landi. Þaö tók form- lega til starfa 18. ágúst sama ár. Ariö 1899 segir frá þvi i blaöinu Islandi aö félagiö eigi á 8. hundr- aö króna í sjúkrasjóöi og hyggist stofna atvinnuleysisstyrktarsjóö. Ekkert varð þó úr framkvæmd- um meö hinn siöarnefnda sjóö fyrr en 1909. Innan HÍP störfuöu söngfélag og leikfélag og opinberar skemmtanir og félagsfundir voru tiöir. Fljótlega hófust harðar deilur Fljótlega hófust haröar deilur milli prentsmiöjueigenda og fé- lagsins og náöu þær hámarki á árunum 1904-1906. Hinir fyrr- nefndu neituðu aö gera heildar- samninga viö félagið og varö þaö til þess aö fjölmargir prentarar sögöu upp störfum sinum I prent- smiöjunum I Reykjavik. Stofnun Gutenbergs hafði þýðingarmiklar afleiðingar Um áramótin 1904-1905 geröist sá atburður sem þýðingarmestar afleiöingar haföi fyrir stéttina i heild sinni, bæöi hvaö snerti samningamálið og framfarir i prentlist hér á landi. Prentararn- ir sem sögöu upp vinnunni stofn- uöu sina eigin prentsmiöju þar sem unniö var samkvæmt kröfum Prentarafélagsins um kaupgjald, nemendafjölda og annaö. Þetta var prentsmiöjan Gutenberg. Stjórn Gutenbergs var skipuö sömu mönnum og voru i fyrstu stjórn Hins islenska prentarafé- lags. Fyrsti heildar- samningurinn Þetta framtak varö til aö ger- breyta öllum aöstæðum og i lok árs 1906 náöist fyrsti reglulegi vinnusamningurinn milli tsafold- ar og Gutenbergs annars vegar og Hins isl. prentarafélags hins vegar. Á næstu árum nást svo smám saman samningar viö allar helstu prentsmiðjur landsins. Fyrsta félagið sem fær 8 stunda vinnudag Ýmsir smáir sigrar vinnast i samningum næstu ár og kaupiö smáhækkar. Þannig var vinnu- timi lækkaöur úr 10 timum á dag i 9 tima 1908 og smám saman varö krafan um 8 stunda vinnudag há- værari. Um áramótin 1919-1920 varö hörð vinnudeila og þaö sem á milli bar var þetta: a) 8 stunda vinnudagurinn b) Veikindadagarnir. Prentarar vildu aö þaö héldist, sem áöur haföi veriö, að menn fengju þá greidda, ef veikir væru 3 daga I senn. En stjórn Félags prent- smiöjueigenda vildi ekki láta greiöa þá nema þvi aöeins aö menn væru veikir 12 daga sam- fleytt. c) Sumarfri. Prentarar kröföust 6 daga sumarfris meö fullu kaupi en prentsmiöjueigendur vildu hafa þá 3. c) Prentarar kröföust kaups fyrir alla daga sem þeir höföu veriö látnir ganga atvinnulausir en þvi neituöu prentsmiöjueigendur. Þegar loks var samiö var 8 stunda vinnudagur samþykktur frá og meö 1921 og sæst á milliveg i hinum. I byrjun árs 1920 fóru prentarar i verkfall sem stóö i 6 daga. Ar- angurinn af þvi var samningur um 8 stunda vinnudag og er þaö i fyrsta sinn á tslandi sem samiö er um hann. Þá náöist 40% kaup- hækkun, 6 daga sumarfri og veik- indi greidd fyrir minnst 6 daga I senn. Fyrstu vísitölubætur á laun hérlendis Að öörum áföngum I sögu HIP má nefna aö eftir harövitug verk- fallsátök 1923 náöust samningar um visitölubætur á laun og haföi þaö ekki gerst áöur á Islandi. Löngu seinna eöa 1966 samdi fé- lagiö, fyrst Islenskra verkalýös- félaga um 40 stunda vinnuviku. ófaglærðir teknir í félagið Sjá má af þessu aö Hiö islenska prentarafélag hefur rutt brautina i mörgum framfaraefnum. Einni nýjung var td. komiö á áriö 1970 sem mun einsdæmi meöal iönað- armannafélaga á Islandi. Þá varö allt óiöniært fólk, sem haföi unniö aöstoöarstörf I prentsmiöjum fé- lagar HIP með fullum félagsrétt- indum og áriö 1974 var samið um launajafnrétti þessa ófaglæröa fólks innan prentiönaöarins. Þá fengu og konur sem unnu aö- stoöarstörf i prentsmiöju sömu laun og karlar. Orlofsbyggð og húsakaup Ariö 1941 varö timamótaár i sögu Hins Islenskra prentarafé- lags. Þá greip þaö til þess ráös aö festa fé sitt aö nokkru leyti I fast- eignum til aö tryggja stööugt verðgildi sjóöanna. Þetta ár keypti félagið jöröina Miödal i Laugardal meö þaö fyrir augum aö nota landrými hennar fyrir sumarbústaöahverfi. A Miödals- landi eru nú orlofsheimili félags- ins og sumarbústaðir einstakra félagsmanna, alls um 50 talsins. Sama ár festi félagið einnig kaup á húseigninni aö Hverfisgötu 21 i Reykjavik en þar eru nú skrif- stofur félagsins, Lifeyrissjóös prentara og bókbindara, Félags- heimili prentara og bókasafn. —GFr. í Hvernig umhorfs- yar í ísafoldar- prentsmidju Blýbræösla I isafoidarprentsmiöju. Myndin er tekin milli 1920 og 1930. Siöan Hiö Islenska prentarafélag var stofnaö fyrir 80 árum hafa oröiö stórkostlegar breytingar á prentiöninni I landinu, bæöi vélakosti, aöferö- um, vinnubrögöum og vinnuskil- yröum. Einn af þekktustu prent- urum frá fyrri hluta aldarinnar, Ágúst Jósefsson, hefur lýst hvernig umhverfs var I tsafoldar- prentsmiöju á námsárum sinum þar, 1890—1895 og er frásögnin hér á eftir byggö á þeirri lýsingu. A þessum árum var engin raf- lýsing, ekkert gas, engar skolp-; leiöslur, engin vatnssalerni og allar vélar voru handknúnar. Steinolia var notuð til lýsingar, og haföi hver setjari sinn hengilampa. Blikkskermar voru á lömpunum hvitmálaðir aö neöan. Prentvélarnar voru knúöar meö handafli eins og fyrr sagöi og var þaö hlutverk prentnemanna aö snúa vélunum eöa stiga þegar prentaö var. Gólf prentsmiöjunnar var þvegiö einu sinni i viku (sand- skúraö) en hrákadallar voru hreinsaðir daglega. Var einn hrákadallur I hverjum krók, þvi aö margir prentarar tuggöu munntóbak i þá daga, en ekki reyktu menn viö vinnuna, enda var Björn Jónsson ritstj. þvi al- gerlega mótfallinn og raunar allri tóbaksnautn. Hreingerningar á lofti, veggjum og öllum tréáhöld- um, sem notuö voru i prentsmiöj- unni fór fram einu sinni á ári. Vinnustofan var á neöri hæö hússins og þar fór fram bæði setn- ing og prentun. Vinnutlminn var 12 timar, 6 daga vikunnar. Hann hófst klukkan 7 aö morgni og end- aö kl. 7 aö kvöldi. Matmálstlmar voru kl. 9—10 fyrir hádegi og 2—3 eftir hádegi. Kaffi var aldrei drukkiö milli mátiöa. Stærsta pressan I prentsmiöj- unni var þýsk hraðpressa, há og fyrirferöarmikil, með mjög stóru ganghjóli og traustu handfangi. 1 henni var tsafold prentuö I einu formi (fjórar siöur), svoog bækur i almennu sextán siöna broti. Þegar mikiö var aö gera var fenginn verkamaöur til aö snúa stóru pressunni meöan á prentun stóö. Einn hinn röskasti snúari var Eyjólfur frá Nauthól (afi Eyjólfs sundkappa), sem aldrei virtistþreytast viö þetta verk. Af- klæddist hann jakka og vesti, setti sig I stellingar, greip um hand- fangiö á hjólinu og sneri jafnt og þétt þar til upplagið þraut, og virtist hvorki kenna mæöi né þreytu aö afloknu verki. —GFr. ÚR VIÐTALI VIÐ STEFÁN ÖGMUNDSSON Prentaraverkfall 1923 Fyrir 6 árum birtist I Prentaranum, blaöi Hins Islenska prentarafélags, viötal viö Stefán ögmundsson prentara sem um langan aldur hefur staöiö i fremstu röö I stéttabaráttunni og var ma. tvívegis formaöur HIP. Þaö var Haukur Már Haraldsson sem átti þetta viötal og birtist hér sá hluti þess sem fjallar um prentaraverkfalliö 1923 sem stundum var nefnt Stóra verkfall- iö en þaö markaöi áfanga I sögu prentara: „Vinnudeilan 1923 er fyrstu verulega höröu stéttaátökin sem félagið lendir i, en þau áttu lika mikinn þátt I aö efla Prentara- félagiösem baráttufélag. Nú átti það ekki lengur prentsmiöjuna Gutenberg aö bakhjalli eins og þegar þetta hlutafélag prentar- anna ruddi braut fyrstu samning- um Prentarafélagsins 1906. Nú var I fyrsta skipti af atvinnurek- endum sameinuöum ráöist á unn- in réttindi prentara. Félag prent- smiöjueigenda tilkynnti rétt fyrir áramótin, aö þaö heföi ákveöiö aö kaup prentara skyldi lækka um 19%, árskaupiö 1923 átti þvi aö veröa 4.214.00 i staöinn fyrir 5.200.00 sem þaö var 1922. Þá kröföust prentsmiðjueigendur þess aö felld yröu úr samningum ákvæöin um greiöslu fyrir 12 daga I veikindum. Ennfremur vildu þeir fella niöur greiösluna fyrir 6 daga orlof. Þeir sögöust „eigi hafa efni á þvi aö gefa þúsundir króna I sumarleyfi prentara ár- lega.” Þaö er enginn vafi á þvi aö þessi deila var mikill prófsteinn á manndóm og félagslegan þroska prentara. Þeir höfnuöu meö öllu skeröingu fenginna réttinda, féllust aö lokum á miölimartil- lögu atvinnumálaráöherra um nokkra kauplækkun I áföngum (um þaö bil 6% áriö 1923). Þá haföi verkfalliö staðið frá 1. janúartil 15. febrúar eöa 45 daga. Voru þá allir sjóöir félagsins gegnir til þurröar, styrkir frá er- lendum stéttarbræörum eyddir, auk þess sem félagiö haföi tekiö aö láni. 1 samningum þessum var i fyrsta skipti tekiö miö af visitölu framfærslukostnaöar eöa verö- stuöli eins og þaö var kallaö og kauptölur ákveönar samkvæmt þvi. Höföu miklar rannsóknir veriö geröar af tveimur nefndum áriö 1922 þar sem reynt var aö finna fastan grundvöll undir Utgáfustarfsemi Prentarafélagsins Eins og gefur að skilja ættu aö vera hæg heimatökin hjá prentur- um aö gefa út málgagn stéttar- félags sins og standa i annars konar útgáfustarfsemi. Þess vegna er þaö skemmtilegt aö fyrsta málgagn þeirra var hand- skrifaö en ekki prentaö. Ariö 1886 mynduðu prentarar i Reykjavik meö sér skemmti- og fræðslufélag sem þeir kölluöu Kvöldvökuna og er þaö i raun og veru fyrsti visirinn aö stéttar- félagi. Meðan þaö starfaöi gaf þaö út handskrifaö blaö sem nefndist Kvöldstjarnan en ári siöar þegar fyrra Prentarafélagiö var stofnaö breyttist nafn þessa handskrifaða blaös i Prentarann, kaupgjaldiö sem báöir aöilar gætu fallist á og segja má aö samningamál prentara hafi mót- ast af baráttunni um visitölu- grundvöllinn allan næsta áratug og reyndar lengur. — Þaö var 1 verkfallsátökum prentara 1923, sem visitalan kemur fyrst inn 1 mannlifsspiliö á Islandi, enda trúöum viöungu mennirnir þvi og trúum þvi reyndar ennþá aö for- ustumenn prentara hafi i þann tiö veriö svo miklir visitölusér- fræöingar aö á Islandi hafi ekki veriö uppi spakari menn i þeim efnum.hvorkifyrrnésiöar, nema ef vera skyldi Þorsteinn hag- stofustjóri sem kenndi þeim ref- skapinn. Þaö er rétt aö minna á þaö aö þessi verkfallsátök veröa öörum Framhald á bls. 22 enþaðfélag starfaöiekkinemai 3 ár. Ariö 1910 hóf svo Hiö islenska prentarafélag aö gefa út stéttar- málgagn aö nýju en aö þessu sinni var þaö prentaö og nefndist Prentarinn sem fyrr. Hefur þaö siöan komið árlega út en þó meö nokkrum undantekningum. HIP hefur einnig staöiö aö bókaútgáfu og má þar nefna Prentaratal sem kom út 1955 og Bókageröarmannatal 1976. Þá gaf þaö út Hugvekjur Hallbjarnar Halldórssonar 1972 en hann var einn hinna merkustu prentara sem starfaö hafa I HIP. Fleiri bækur mætti nefna. —GFr Stefán ögmundsson viö iön sina. Núverandi stjórn Hins islenska prentarafélags: t fremri röö frá vinstri Hermann Aöalstelnsson vara- formaöur, óiafur Emilsson formaöur, Guömundur A. Grétarsson gjaldkeri. I aftari röö frá vinstri Ólaf- ur Björnsson meðstjórnandi, Hafsteinn Hjaltason meöstjórnandi, Pétur Agústsson ritari og Sæmundur Arnason meöstjórnandi (Ljósm.: GEL) ¥ ¥ Stjórn Hins islenska prentara- félags boöaöi til blaöamanna- fundar vegna afmælisins og skýröi Ólafur Emilsson formaöur félagsins þar frá málefnum þess og siöan svaraöi hann og Her- mann Aöalsteinsson spurningum blaöamanna. HiPvar eitt af stofnfélög- um ASI 1 fyrstu ræddi Ólafur almenna starfsemi og sagði m.a. aö HIP heföi verið eitt af stofnfélögum ASl 1916 og væri auk þess aðili aö Alþýöubankanum og Listasafni alþýöu auk ýmissa alþjóöasam- taka prentara og bókageröar- manna. Nauðsyn á sameiningu bókagerðarmanna í eitt fé- lag Þá vék hann aö nauðsyn þess aö HÍP, Grafiska sveinafélagiö og Bókbindarafélag Islands samein- uöust i eitt félag og kvaö hann þaö vera þróunina um allan heim svo aö nú væru aöeins Island, Sviss og Danmörk sem ekki heföu samein- aö þessa aöila. Astæöan fyrir nauösyn á sameiningu er aukin og breytt tækni fir kemur mas. inn á enn fleiri starfsgreinar td. blaöa- mennsku, auglýsingateiknun, fjölritun o.fl. ólafur sagöi aö i Finnlandi væri búiö aö mynda samband allra þeirra sem vinna að f jölmiðlun i einliverri mynd og væri þeir komnir einna lengst á þessu sviöi. Fjármagn til prentsmiðja og endurmenntun starfs- fólks AnnaÖ sem knýr á sameiningu er aö halda prenti I höndum fag- læröra manna en sú þróun er æ meir áberandi aö spekúlantar kaupi sjálfir tæki og gefi út bæk- ur, tímarit, og bæklinga og horföi ekki vel fyrir íslenskri bókaút- gáfu ef slik þróun heldur áfram. Þaö er nú yfirlýst stefna allra þessara þriggja félaga, sem áöur voru nefnd, aö sameinast og er gert ráö fyrir þvi aö þaö geti oröiö innan tveggja ára. Þá sagöi ólafur að fjármagn mætti ekki skorta til prentsmiðja og þaö yröi aö leggja mikla á- herslu á aö endurmennta fólk vegna breyttrar tækni, þaö er þjóðhagslega hagkvæmt, sagöi hann. Til aö knýja þetta fram segja forsvars- menn HÍP þarf að stórauka samstarf milli þeirra sem vinna aö prentgripa- framleiöslu. Samningum hefur verið sagt upp Hiö islenska prentarafélag hef- ur nú sagtupp samningum og lýst yfir fyllsta stuöningi við kröfu- gerö ASI og auk þess mótaö sér- kröfur sinar, sem ganga út á aö lægst launaöa fólkiö fái mestar kjarabætur. Mikil yfirvinna til að geta lifað af launum ólafur Emilsson sagöi siöan aö islenskir bókageröarmenn væru mun verr launaöir en td. annars staöar á Noröurlöndum. Hér væru meöalvikulaun meö yfir- borgunum um 25 þús. kr. en i Danmörku væru viku- launin hins vegar 1475 kr. (um 45 þús. kr. Islenskar). Þessi lágu laun hér yröu til þess aö prentar- ar yröu aö vinna geysimikla yfir- vinnu til aö geta lifað af launun- um en þaö þurfa aðrir noröur- landabúar ekki aö gera. tsland er oröiö láglaunaland i bókageröariön á Noröurlöndum. Þaö hefur þær afleiðingar aö fariö er aö prenta bækur I stórum stil hér fyrir hin löndin og er þetta orðiö vandamál I samskiptum bókageröarmanna á Noröurlönd- um. Bókagerð færist til lág- launaianda eins og IslandS/ Spánar og Italíu Þegar Ólafur var inntur nánar eftir þessu, visaöi hann á Her- mann AÖalsteinsson, sem er ný- kominn af fundi norrænna bóka- geröarmanna. Hermann sagöi aö prentarar I Skandinaviu væru farnir að óttast atvinnuleysi vegna þess aö bókagerð er I aukn- um mæli aö flytjast til láglauna- landa, svo sem Islands, Spánar og Italiu. Eins og ástandið væri hérna núna mætti alveg eins og aö reisa stórt álver byggja stór- prentsmiöju. Þá sagöi Hermann aö stéttarbræöur á Noröurlöndum heföu varla trúaö sér þegar hann sagöi þeim hvert kaupiö væri hér. Eftirvinnan hefur slævt stéttarvitund Nú voru forsvarsmenn prent- ara spuröir aö þvi hvers vegna kaupið heföi dregist svo aftur úr hér. Þeir svöruöu þvi til að svo mikiö væri oröiö einblint á eftir- vinnu aö þaö hefði slævt stéttar- vitund manna. öll þessi auka- vinna er þjóöhagslegt böl, sögöu þeir. Menn eiga aö geta lifað af dagvinnukaupi. Þrælar aukavinnunnar Þá væri i öllum opinberum út- reikningum iönaöarmenn teknir sem heild og væri þaö villandi. Þeir iönaöarmenn sem vinna á timakaupi, eins og prentarar en ákvæðisinna var bönnuö hjá þeim fyrir 60-70 árum, heföu dregist aftur úr ákvðisiönaöarmönnum Þá er i samningum litið á raun- tekjur og allar kauphækkanii miöaöar viö þær en ekki dag vinnukaup. I raun og veru ætti aö koma i veg fyrir eftirvinnu meí þvi aö skattleggja hana en hafa dagvinnuna skattfrjálsa. tslend ingar eru þrælar aukavinnunnai og hefur þaö skemmt mikiö fyrii verkalýö hér. Otflutningur prentara Aö lokum bar á góma hvort prentarar væru farnir aö sækja eftir vinnu i öörum löndum. 1 fyrra fóru 5 prentarar til vinnu erlendis, 3 hafa fariö nú frá ára- mótum og 2-3 færu i vor. Flestir þessir fara til Sviþjóöar. Svipaö ástand mun hjá Grafiska sveina- félaginu. Um 11-12% af félags- mönnum þar munu nú starfa er- lendis. Afmæliskaffi og afmælisblað 1 Hinu islenska prentarafélagi eru nú um 400 manns, þar af lik- lega 60-70 ófaglærðir. Afmælis- fagnaður er i dag aö Hótel Borg og eru allir þangaö velkomnir aö fá sér kaffisopa. Afmælisblaö kemur út núna I april. —GFr.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.