Þjóðviljinn - 03.04.1977, Side 21
Sunnudagur 3. aprH 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21
Framhaldsnámskeiö i vætufræöum
Ein, zwei, ein zwei
Afturábak, mars. 10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3,2, 1.
í rósa-
garðinum
Skortur á firringu
Þótt hrossakjöt sé boröaö, er
enn nokkur skilsmunur á kjötinu
og skepnunni sjálfri i sinni feg-
urstu mynd.
Svarthöföi VIsis
Þú ert ekki mannbær, elsk-
an!
Minnst hefur veriö á Alþýöu-
flokkinn i Morgunblaðinu af sann-
girni en ekki neinum hryssingL
þvert á móti: frá blaðinu hefur
andað venjulegri viðreisnarhlýju
i garð Alþýðuflokksins, þó ekki
hafi verið um neitt „tilhugalif” að
ræöa, enda kom Alþýðuflokkur-
inn ekki gjafvaxta út úr siðustu
kosningum.
Reykjavikurbréf Morgunblaös-
ins.
Viðsjárverður er tjallinn
Kennedy-fjölskyidan hefur
bannað Caroline að láta sjá sig i
London, a.m.k. má hún ekki fara
þangað ein
Morgunblaöiö
Ekki er öll vitleysan hálf
Morgunblaöið er ekki grunlaust
um að Benedikt Gröndal sé
kommúnisti.
Visir
Heimur versnandi fer
Ekkert hægt að treysta á þá i
neðra.
Dagblaöiö.
Gaur i lífsins ólgusjó
Hér er ekki um neina venjulega
naglasúpu að ræða. Hér er um að
ræða alvörutogara sem þarfnast
alvöruútgerðar.
Dagblaöiö
Baráttan við skrifræðið
Verður loðnumjölið flutt á
bæjarskrifstofurnar?
Dagbiaöiö
Þær bíta þá síður
Fleiri konur hafa færri tennur.
Morgunblaöiö
Lifi frelsið!
Frá Norræna húsinu hefur flot-
iö slikur einhliða pólitiskur áróð-
ur á undanförnum árum, aö það
hlýtur að fara að verða almenn
krafa að þvi sé lokað.
Svarthöföi Visis
Nú dámar mér ekki!
Morgunblaðið er ekki andvigt
þvi að islensk ungmenni temji sér
sjálfstæða hugsun og gagnrýnin
viðhorf.
Morgunblaöiö.
Þeir eru helgir menn og
dýrlingar
Svo krefst ég svars á eftirfar-
andi: Hvað hafa skagfirðingar
gert af sér til þess að ekki sé hægt
að ljúga upp á þá, hvaö þá annað?
Dagblaöið
Kannski fylgir áhættu-
þóknun?
„Hluti af starfinu að fá sér glas
með skipverjum”.
Tfminn.
Jamm, sölunefndin er
betri
Enginn vill verða vararikissak-
sóknari
Visir
Móðir og barn i einum
manni
Likti Davið Oddsson þriggja
mánaða starfsleyfi Hreins Hall-
dórssonar viö fæðingarorlof, enda
heföi okkur fæöst nýr Evrópu-
meistari.
Tfminn.
ADOLF J.
PETERSEN:
VISNAMÁL
Athöfn hverja allir þrá
Arfur islendinga. Hver er
hann? Þvi svaraði Einar H.
Kvaran þannig:
öörum þjóöum auönu bar
auösins djúpi lækur.
islendingsins arfur var
ekkert nema bækur.
Okkur hefur orösins list
örlög dýrust spunnið,
islands sál þar oftast gist,
eldurinn skærast brunniö.
Að verða betra skáld i næsta
heimi, eru nú ekki allir vissir
um að verða, nema Helga Stein-
vör Baldvinsdóttir (Undina)
kvað:
Þó ég reyni ljóöalist
lcngi hér aö vanda,
i næsta heimi fæ eg fyrst
fagran skálda-anda.
1 skammdeginu kvað Guð-
finna Þorsteinsdóttir (Erla):
Myrkrið yrði svart i sái
sumra bestu manna,
ef þar liföi ekki bál
endurminninganna.
Til gamalla sögukunningja
sinna kvað Fornólfur:
Þó að sleppi fyröar frá
flaug á Rómuvöllum,
forlög enginn forðast má,
feigðin nær þeim öllum.
Eins og segja svörrum frá
sinum buldu ráðum
i lekahrip þau láta má, —
þaö loðir jafnt i báöum.
Athöfn hverja allir þrá
endaöa við aö skilja, —
ein fyrir lok sin aldrei sjá
ást og lifið vilja.
A hverju veltur mest i mann-
lifinu? Þvi svaraði Sveinbjörn
Egilsson:
Oft þaö sannast máltak má,
menn þess allir gæti:
Gæfan veltur einatt á
óstööugum fæti.
Sveinbjörn gaf gott ráð:
Haföu, ef þér veitt er vin,
vinur, reglu slika:
Vinna skulu verkin sin
vit og fætur lika.
Að taka þvi sem að höndum
ber með jafnaðargeði, er ekki
ölium hent. Þegar Gisli Kon-
ráösson var bóndi. fauk hjá hon-
um mikið af töðu á túninu, þá
kvað hann:
Fari þaö sinn visa veg,
viö þaö hlýt ég una.
Þegar fæddist átti eg
ekkert hey til muna.
Um svipað leyti skeði það sem
Þórhildur Sveinsdóttir lýsir i
þessari visu af sanngjarnri
gremju:
Aður rikti eymd og böl,
oft var smátt i trogum,
þegar danir maökaö mjöl
mældu á sviknum vogum.
En henni var hlýrra i hug, þá
hún eitt sinn skrapp til Hafnar-
fjarðar:
Fyrir sjónir sifellt ber
svip af fornum óöi.
Ennþá hlýtt þú heilsar mér,
Haf narfjörður góöi.
Húsnæði er vist litt fáanleg
munaðarvara nú til dags, ef á
öllu er mark takandi, sem nú er
sagt um þau mál. En þaö hefur
þá verið fyrr, þvi að fyrir 1920
segist Jens Sæmundsson vera i
húsnæðishraki og kvað:
Gjörvöll er mér gengin frá
guös og manna hylli.
Vegalaus ég velkjast má
Vikurbúa milli.
Jens kvað svo til Sveinbjörns
Björnssonar:
lfvergi nú ég friðland finn,
Irjáls þó leiti hugurinn.
Kem ég þvi i kofann þinn,
kæri vinur, Sveinbjörn minn.
Mörgum þótti góð skemmtun
að rimnakveðskap hér áður. en
svo dofnaði áhuginn fyrir þeim.
svo það lagðist niður að kveða
rimur. Það var Brynjólfur
Oddsson sem kvað:
Þó rimur ættu eftir skammt,
yrði bættur skaöinn,
ef aö kæmi, innlent samt,
annaö betra i staðinn.
Eitt sinn heyrði ég karl og
konu kveða Númarimur á al-
mennri kvöldvöku. Kveðandin
var svona:
Fyrst er jarm og svo er surg,
seinna mærð og fleða,
þá var hrikta, hik og urg,
hrota, murr og streöa.
Tónar ferskeytlunnar eru
samt voldugir þegar á reynir.
Jón Þorsteinsson frá Arnar-
vatni kvað:
Fagra tóna og töfraslot
traust og voldugt reynast,
allra hljóma þó við þrot
þögnin ríkir seinast.
1 Visnamálum siðast var visa
sögð eftir Stein Steinarr. það
var ekki rétt. Hún er eftir Orn
Arnarson og er svona:
Frédikaöi presturinn
pislir vitisglóöa.
Amen sagöi andskotinn,
aðra setti hljóða.
Enn eru að berast fyrrihlutar
við visuhelminginn Ég get
ekki.... o.s.frv.
Elias Þórarinsson frá Hrauni
þakkar fyrir Visnamál og sendir
þennan fyrrihluta, sem gæti
verið grafskrift:
Sál frá holdi loks er leyst,
léttir geði minu.
Ég get ekki rönd viö reist
ranglætinu þinu.
Björn Jónsson i Swan River
Canada skrifar:
„Datt þetta i hug þegar ég las
um Hafsteinshús i Þjv. s.l.
helgi, rimið er hátiðlegt eins og
rókókó-still á fiskhjalli:”
Andakot
Landar vanda brátt til bús
banda anda reita.
Andar landa i Hafsteinshús,
handabanda leita.
Siðan bætir Björn við vlsu eft-
ir sig eöa annan um Theódór:
Theódóri taföist viö,
á tilþrifunum uröu biö,
meyju vildi þekka þrátt
þrúga, en til þess skorti mátt.
Svo er hér fyrri hluti visu fyrir
lesendur aö botna.
Þaö er aumt ef þrifast má
þruglið úr atóminu.