Þjóðviljinn - 07.04.1977, Side 4

Þjóðviljinn - 07.04.1977, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. aprll 1977 \/fCtgefandí; tJtgáfufélag Þjóöviljans. Ctbreiöslustjóri; Finnur Torfi Hjörleifsson. IVlUlgílgll SOSiailSma, Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson 'Siöumúla 6. Slmi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsbíaöi: Arni Bergmann. Prentun: Blaöaprent hf. verKaiýöshreyjingar og þjóöfrelsis. Ekki til hátíða- brigða á páskum Reutersfréttastofan skýrði frá þvi á þriðjudag að hingað til lands væru væntanlegir sendimenn frá Efnahags- bandalagi Evrópu. Erindi sendinefndar- innar væri að kref jast veiðiréttinda i is- lenskri landhelgi meðal annars fyrir breska togara. Fyrirliði sendinefndarinn- ar væri Gundelach hinn danski, sem var siðast hér á ferð i samningaerindum i nóvembermánuði, og með honum i farangrinum verða að sögn Reuters em- bættismenn ýmisskonar, þar á meðal breskur ráðherra. í fréttum Reuters segir að ákvörðun um sendiför þessa hafi verið tekin á ráðherrafundi Efnahagsbanda- lagsins og þar hafi verið lögð sérstök áhersla á það að sýna yrði islendingum fram á pólitiskar og efnahagslegar af- leiðingar þess ef ekki yrði samið. Þegar þessi frétt barst frá Reuter höfðu fjölmiðlar samband við islenska ráðherra. Matthias Bjarnason og Ólafur Jóhannes- son sóru þegar i stað af sér að þeim væri kunnugt um að þessir sendimenn Efna- hagsbandalagsins ætluðu að koma hingað til lands. En i Visi i gær hnykkti sjávarút- vegsráðherra á og lýsti enn einu sinni yfir þeirri afstöðu sinni að til greina gæti kom- ið að „athuga álitleg tilboð”. „Það er alit- af skynsamlegt að semja við nágranna okkar”, sagði Matthias Bjarnason sjávar- útvegsráðherra orðrétt i viðtali við dag- blaðið Visi i gær. Þessi tiðindi staðfesta að sá ótti hefur átt við rök að styðjast að innan Efnahags- bandalagsins væri sifelldur áhugi á þvi að reyna að knýja islendinga til samninga i landhelgismálinu jafnvel með beinum hótunum um viðskiptaþvinganir eins og berlega koma fram i fréttum Reuters af afstöðu Efnahagsbandalagsins. Þessi tið- indi staðfesta i annan stað að innan is- lensku rikisstjórnarinnar og stjórnar- flokkanna eru enn til aðilar sem geta hugsað sér að fóma viðkvæmum islensk- um fiskistofnum fyrir vináttuhjal Nató- og EBE-rikjanna. Þessir menn virðast ekki enn hafa gert sér fullljóst að islending ar geta þegar i stað ráðið 200 milna land- helginni einir og að bretar eða Efnahags- bandalagið hafa enga stöðu til þess að knýja islendinga til undanhalds eftir að EBE-rikinhafa sjálf fært landhelgismörk- in út i 200 milur og tekið sér full yfirráð yf- ir fiskimiðunum i samræmi við alþjóðleg viðhorf. Ef Matthias Bjarnason og félagar hans i rikisstjórn íslands semdu nú um að- gang EBE-rikja að islensku fiskveiðiland- helginni væru þeir að brjóta i bág við al- þjóðléga þróun, sem er okkur hagstæð, um leið og slikir samningar ógna islensku fiskistofununum og þar með afkomu is- lensku þjóðarinnar i bráð og lengd. Það verður sifellt að vera vel á verði um leið og þess ber að krefjast að samningun- um um fiskveiðiheimildir útlendinga sem enn eru i gildi verði sagt upp þannig að is- lendingar ráði fiskimiðunum einir. í rikis- stjórn Islands sitja enn menn sem eru reiðubúnir til þess að renna af hólmi fyrir hinum danska sendimanni Efnahags- bandalagsins; meðan svo ér verður sam- staða almennings að tryggja að islensku undanhaldsmennimir verði að minnsta kosti hræddari við islenska kjósendur en Finn Gundelach,þó að hann hóti viðskipta- þvingunum. Fari svo að Gundelach hinn danski og meðreiðarsveinar hans komi til Islands um páskana verður sjálfsagt tekið á móti þeim eins og hverjum öðrum gestum. En það væri vissulega ekki til hátiðabrigða að nota þá daga sem i hönd fara til þess að semja við þá gesti. —s. Tekur verðbólgan völdin? — eftir Ellert B. Schram, alþm. NÚ dreyur óðum tii tiðmda í kaup- og kjaramálum Sammnyum hefur verið sagt upp frá og með næstu mánaðamótum Kröfur verkalýðsfélaganna hafa bor- ist og aðilar vmnumarkaðar- ms og sáttasemjarar búa sig undir þá annáluðu uppákomu. sem nefmst samningafundir Margir spá löngum og ill- vígum verkfollum Þessi atburðarás kemur engum á óvart Hún er árviss og hefðbundm Það lýsir ef til vill best út í hvers konar höfum yfir að ráða fjöldanum öllum af lærðum hagfræðing- um, heilum stofnunum sem fjalla um efnahagsmál, og mæta menn i forystu verka- lýðs- og vinnuveitenda Allir þessir aðilar. allir með tölu, eru sammála um, að verð- bólga sé sá skaðvaldur, sem fyrst af öllu þurfi að vinna bug á Vmstri stjórnin lýsti þvi yfir, að það væri höfuð- viðfangsefni hannar að ráða být á verðbólgunni Verð- bólgan jókst úr 1 5% i 54% af völdum þeirrar stjórnar Núverandi forsætisráðherra kaup- og kjarasamnmga, sem kollvarpa öllu því, sem að er stefnt og áunnist hefur. Ég hef áður lýst því, að mér sýnist Alþingi, sú stofn- un sem kosin er til að stjórna i þessu landi, vera likast slökkviliði. sem er kallað út til að slökkva þá elda, sem aðrir hafa kveikt Alþingi hefur það ekki á sínu valdi nú frekar en áður að koma í veg fyrir brunann, enda þótt ekki standi á því að kenna þvi um, þegar afleiðingar slyss- ins koma síðar í Ijós m i Ellert B. Schram. Slökkviliö Alþingis baö er átakanlegt klór Mogga þessa daga þegar hann reynir að finna einhver rök sem mæla gegn þvi að launakjör alþýðu, sem hafa verið skert stórlega i tið hægri- stjórnarinnar, verði bætt. Látið er svo lita út að bætt kjör og verð- bólga sé hið eina og sama. í gær skrifar Ellert Schram alþingis- maður heldur eymdarlega grein og kvartar yfir þvi að menn tali ekki saman eins og ærlegir menn. Þessi alþingismaður og heild- salasonur er samt ekki heiðar- legrí sjálfur en svo að hann vfkur sér alveg frá þeim skilgreining- um sem notaðar eru um verð- bólgu en tyggur hráa einföldun Moggans upp: Ef kaupið veröur hækkað kemur 54% verðbólga. Svo hótar hann Alþingi að loknum kjarasamningum til að eyði- leggja þá. Orðrétt segir hann: Ég hef áður lýst þvi, að mér sýnist Alþingi sú stofnun sem kos- in er til að stjórna i þessu landi, vera likast slökkviliði, sem er kallað út til aö slökkva þá elda, sem aðrir hafa kveikt”. Blóðið rennur til skyldunnar Að sjálfsögðu er vikist undan þvi I greininni að rökræða kröfu- gerð ASI en þar er komið með á- kveðnar tillögur um hvernig megi bæta laun án þess að það leiöi til verðbólgu. Að sjálfsögðu er lika vikist und- an þvi aö minnast á að verðlag á útflutningsvörum okkar geti haft áhrif á verðbólguna og verðlag á innflutningsvörum. Auðvitað er ekkert minnst á seðlamagn I um- ferð sem getur haft mikil áhrif á veröbólgu eða efnahagsstefnu rikisstjórnar í heild. Það eina sem einblint er á er að ekki megi hækka laun þeirra fjöl- mörgu fjölskyldna sem nú liða nánast hungur vegna þess að kjör þeirra hafa verið stórskert á sama t!ma og metafli fæst úr sjó og metverð fæst fyrir hann á er- lendum mörkuðum. A sama tima og verðbólga hefur hjaðnað er- lendis. Það má segja að blóðið renni til skyidunnar. Sjálfstæðisflokkur- inn er ekki flokkur verkalýðs þó að alltof margir verkamenn hafi látið blekkja sig til að kjósa hann. Hann er fyrst og fremst tæki kapítalista til aö arðræna fólk sem mest og Ellert B. Schram er hið ágætasta dæmi um það. Hann er ánægður með kerfið eins og það er og hann er ánægður meö kjör fólksins. Þau færa honum og hans llkum hámarksgróða. Bach endur- borinn A sama tima og Ellert reynir að slá ryki i augu fólks i Morgun- blaðinu birtir Visir flennistóra mynd af verkalýðsmálaráðherr- anum, þar sem hann spilar Kvöldbæn eftir sjálfan sig á orgel Neskirkju. Hann er ákaflega upp- hafinn á svipinn og virðulegur og upp á orgelinu eru nótnahefti merkt J.S. Bach. Það vantar i raun og veru ekkert nema parrukið til þess að þarna væri Jóhann Sebastian Bach endur- borinn. Þannig litur það amk. út á myndinni. Kannski kemur Gunnar Thor- oddsen til með aö spila Kvöldbæn á orgel meðan kvikna vonir i brjóstum almennings i komandi samningum, en síðan komi slökkvilið Alþingis og slökkvi i öllu saman. —GFr.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.