Þjóðviljinn - 07.04.1977, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. april 1977
Myndir Þorbjargar eru stórkostlegar.
Unnið aö uppsetningu sýningarinnar.
„Innlegg í sögu...ekki of ljósa”
Áttræð á
páskadag
Attræð verður á páskadag, 10
april, Sigríður Jónsdóttir frá
Villingaholti, Álandsgade 24,
Kaupmannahöfn. Sigriður dvelst
nú á Islandi hjá dóttur sinni og
tengdasyni, en verður utan.
Reykjavikur á afmælisdaginn.
Þorbjörg
Höskuldsdóttir
opnar mál-
verkasýningu
á Kjarvalsstöö-
um n.k.
laugardag
Á laugardaginn opna
tveir listamenn mál-
verkasýningar á Kjar-
valsstöðum. Þetta eru
þau Haukur Dór og
Þorbjörg Höskulds-
dóttir. Einn morgun
núna i vikunni skaut
okkur Þjóðviljamönn-
um þar upp og gripum
Þorbjörgu þar sem hún
var að bera myndirnar
Stjörnusalur
(Grillið) opinn alla daga.
Súlnasalur
Hljómsveit
Ragnars Bjarnasonar
leikur fyrir dansi
tilkl. 1 á 2. f Pásk-
um.
Simar:
2 50 33 Grillið
2 02 21 Súlnasalur
HOTEL
SAGA
„Þetta eru nú ekki beint upp'
byggileg málverk hjá mér”
„£g vil ekki leggja spilin alveg á
borð”
„Ætli það sé ekki frekar egg og
bacon?”
„Ég er ekki slður undir áhrifum
frá gömlum málurum”
»**« m
! C
ill
Myndir: GEL
Texti: GFr
sinar inn i húsið og tók-
um hana tali. Haukur
Dór var hvergi
sjáanlegur. Þegar Þor-
björg opnaði sina
fyrstu sýningu i Galleri
SÚM fyrir 5 árum sló
hún i gegn ef svo mætti
segja og hefur siðan
verið talin i hópi bestu
myndlistarmanna af
yngri kynslóðinni. Það
er þvi forvitnilegt að
lita á nýja sýningu.
Fyrst spyrjum við af hverju
Þorbjörg hafi gerst myndlistar-
kona og um námsferil hennar.
— Ég hef ekki getað neitt
annað en aö mála, segir hún, ég
reyndi að láta þaö vera, en það
tókst ekki. Svo fór ég i Mynd-
listarskólann við Freyjugötu
1%2 og aðalkennarar mlnir þar
voru Ragnar Kjartansson og
Hringur Jóhannesson. og enn-
fremur kenndu mér Jóhannes
Jóhannesson og Hafsteinn Aust-
mann. Ég hef lagt aðaláherslu á
teikningu. Frá 1967 til 1971 var
ég við nám á Konunglegu lista-
akademiunni i Kaupmanna-
höfn.
— Hvernig likaði þér dvölin i
Höfn?
— Hún haföi mikil áhrif á
framhaldið hjá mér ogútkomune
eins og hún er i dag og það var
fyrst og fremst því aö þakka að
ég hafði aðstæöur til að vinna
þarna alla daga og haföi góða
kennara. Þarna var hægt að
teikna módel stanslaust, bæöi
fyrir og eftir hádegi. Svo átti
maður kost á aukatimum td. i
grafik. 1 Kaupmannahöfn eru
lika ágæt söfn og góðar farand-
sýningar. Þaö er ekki litill skóli
að vera á svona stað.
— Akademian hefur þá ekki
veriö þunglamaleg og gamal-
dags?
— Nei, þaö var komið mikið lif
i hana þegar ég kem utanen hún
hafði lengi veriö i föstum skorð-
um áður.
— Telur þú teikningu vera
aðalatriði i sambandi við mál-
verkið?
— Hún er undirstaða en ekki
aðalatriði. Sumir geta lagt út i
þetta án þess að leggja mikla
áherslu á teikningu.
— Hefur þú eingöngu málað
siðan þú komst heim 1971?
— Já, og kennt smávegis með.
Svo hef ég unnið i leikhúsum.
Það hefur verið gott fyrir mig.
Þegar maður er búinn aö vera
svona einn að pæla I sjálfum sér
er gott að vinna að leiksýningu
sem byggist á samvinnu fólks.
Einnig hef ég gert eina og eina
bókaskreytingu.
— Hvað ert þú að tjá i mál-
verkinu?
— Ætli það sé ekki mitt við-
horf til lifsins og hvernig ég nota
litina á léreftiö.
— Það sjást iðulega I myndum
hjá þér forn rómversk bogagöng
og fleira i þeim dúr?
— Já þetta er svona afgangur
af húsum. Ég nota þetta sem
falleg form. Þaö kemur af sjálf-
u sér af þvi að ég nota mikið
perspektif. Þetta eru nú ekki
beint uppbyggileg málverk hjá
mér.
— Svo er eins og allt sé að
hrynja i sumum myndunum og
prúðbúið fólk á ferli?
— Hálfþokukennt fólk, já.
Segja má að myndirnar séu
innlegg I sögu sem ég reyni að
gera ekki of ljósa. Ég vil ekki
leggja spilin alveg á borö til að
málverkin komi á móti fólki.
Þaö tekst misjafnlega.
— Ert þú undir áhrifum frá
Francis Bacon?
— Sumir hafa nefnt það,en ég
get ekki flækt mér i samband
við Bacon. Ætli það sé ekki frek-
ar egg og bacon?
— Þú vilt ekki nefna neina
sérstaka meistara sem hafa
haft áhrif á þig.
— Það eru svo mörg timabil
og mörg nöfn aö það er erfitt að
segja en ég er ekki siður undir
áhrifum frá gömlum evrópsk-
um málurum en málurum frá
þessari öld.
—GFr.
Sigriður Jónsdóttir