Þjóðviljinn - 07.04.1977, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 7. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21
sjónvarp
útvarp
Verið velkomin i
HÓTEL REYNIHLÍÐ við Mývatn
Hótel Reynihlíö — í einni
fegurstu sveit landsins — er
tvimælalaust besti dvalarstaður
yðar, er þér komið f frí til
hvíldar.
Við bjóðum yöur björt og
rúmgóð herbergi með nýtisku
þægindum.
Útvegum bfla og veiðileyfi. —
Seljum ferðir um Mývatn og til
allra helstu staða norðaustan
lands, t.d. Hljóðakletta, Herðu-
breiðarlinda og öskju.
Úr kvikmyndinni „óttinn étur sálina,” sem sjónvarpiösýnir
annaökvöld.
„Óttinn
J J r
etur
sálina”
Annað kvöld kl. 20.35 sýn-
ir sjónvarpið „óttinn étur
sálina#" þýskamynd frá
árinu 1974, gerða af þeim
fræga leikstjóra Rainer
Werner Fassbinder.
Efnisatriði:
— Emma er roskin ekkja,
sem á uppkomin börn. Hún
kynnist ungum verkamanni frá
Marokko og giftist honum, þrátt
fyrir andstööu barna sinna og
vina. Þýöandi er Veturliöi
Guönason.
Þakkarvert er þegar sjón-
varpiö tekur til flutnings mynd
sem þessa, — þvi bæöi þykir
ýmsum skorta á aö myndir ann-
arra en anglósaxa séu á dag-
skrá og svo má vænta meiri
hvells frá menningarkanónu
meö hlaupvidd Fassbinders, en
úr smápistólunum.
A tindi Snæfellsjökuls, —til hægri er Islendingurinn Peter Ronson,
kiæddur aö hætti innfæddra (!).
Leyndardómar
Snœfellsjökuls
Á anrran í páskum dreg-
ur Ríkisútvarpið — sjón-
varp úr pússi sínum
gamla mynd, gerða eftir
sögu Jules Verne, —
Leyndardómar Snæfells-
jökuls, með þá James
Mason og Peter Ronson í
aðalhlutverkum.
Efni myndarinnar er flestum
kunnugt, bókin kom út á
islensku i fyrndinni, en sagan á
aö hefjast i Edinborg 1880,
þegar prófessor einn fær
hraunmola meö skilaboöum frá
frægum Isl. landkönnuöi, Arne
Saknussen, en Arne haföi horfiö
fyrir mörgum öldum. Þar er
bent á leiö niöur úr Snæfellsjökli
niður i iður jarðar. Prófessorinn
gerir út leiðangur inn i jökulinn
og ræður sér Isl. leiösögumann.
Ekki skal söguþráöurinn
rakinn frekar, en þess minnst aö
þegar myndin var sýnd hér i
Nýja biói fyrir mörgum árum,
þótti mörgum kátlegur bragur á
„islendingum” I myndinni; til
dæmis voru islenskar bænda-
konur klæddar aö hætti hol-
lenskra mjaltakvenna og
bjuggu i bjálkakofum i stil viö
hibýli ameriska frumbyggja.
Mest fannst mönnum annars til
um landa vorn Peter Ronson, —
sem á óheimsborgaralega visu
hétbara Pétur Rögnvaldsson en
sögur sögöu aö byggi I Holly-
wood „i næsta húsi viö Pat
Boone.” En þrátt fyrir þetta og
þó kannske enn frekar vegna
þessa er myndin ágæt skemmt-
un og margt sem á daga sögu-
hetjanna drífur á leiöinni undir
botni Atlantshafs og megin-
landsins, þar til þeim um siöir
skýtur upp á yfirborö jaröar
meö hraunvellanda Etnu gömlu.
„Gráta, harma,
glúpna, kvíöa”
Drungaleg
páskamússík
„Gráta, harma glúpna,
kvíða," er tilbrigðaverk
eftir Franz List, sem úr-
súla Ingólfsson leikur og
flytur hugleiðingar um á
föstudaginn langa, og er
flutningur tónverks með
jafn óglaðlegu nafni þá
aldrei „i hentugan tíma
fram íborinn" ef ekki
einmitl þennan dag.
Annaö mál er þaö, hvort hinn
umfangsmikli bálkur sumra
óþjálli kapitulanna úr tónbók-
menntunum sé ekki of fyrir-
ferðarfrekur þessa heilögu daga
hjá útvarpi. Vel mætti muna
betur til þeirra, sem þrátt fyrir
pislarminning frelsarans eru á
löngum ferðalögum og stundum
þreytandi i rútum eöa veröa aö
þreyja af sér rigningarskúr i
tjaldi, þvi aldrei er alveg vist
um veöurbliöuna. Ekki er held-
ur fullvist aö gitar sé nærhendis
og margur mun gerast langleit-
ur undir þýskri sálumessu
Brahms uppúr feröaútvarps-
tækinu. Hvorki hefðu himnesk
máttarvöld fyrst viö né mjög
margir þeirra sem vinna guðs
kristni og fyrir nauðsynjar
heilagrar kirkju I landinu, þótt
tónlistardeildin hefði blandaö
þaö striöa dálitlu meiru af þvi
bliöa i páskasöng sinum.
- fisléttur og hlýr, fóðraður með dralon eða ull.
Ytra byröi úr vatnsvörðu nyloni, innra byrði úr bómull.
Hann má nota sem sæng og það fylgir honum koddi.
Hægt er að renna tveimur pokum saman og gera úr
þeim einn tvíbreiðan.
Gefjunar svefnpokinn
fyrir sumarið.
GEFJUN AKUREYRI
Lausar stödur
Ráðgert er aö veita á árinu 1977 eftirtaldar rannsókna-
stööur til 1—3 ára viö Raunvisindastofnun Háskólans:
Stööu sérfræöings viö efnafræöistofu. Tvær stööur sér-
fræðinga viö stæröfræðistofu. Stööu sérfræöings i jarö-
skjálftafræðum við jarövisindastofu. Fastráöning kemur
til greina i þessa stööu ef vel hæfur umsækjandi sækir.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsækjendur skulu hafa lokiö meistaraprófum eöa til-
svarandi háskólanámi og starfaö minnst eitt ár viö
rannsóknir. Starfsmennirnir veröa ráönir til rannsóknar-
starfa, en kennsla þeirra viö Háskóla íslands er háö sam-
komulagi milli deildarráös verkfræöi- og raunvisinda-
deildar ogstjórnar stofnunarinnar, og skal þá m.a. ákveö-
ið, hvort kennsla skuli teljast hluti af starfsskyldu
viðkomandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ýtarlegri greinargerö og skilrikjum um
menntun og visindaleg störf, skulu hafa borist mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 30. april
n.k. Æskilegt er aö umsókn fylgi umsagnir frá 1—3 dóm-
bærum mönnum á visindasviði umsækjanda um menntun
hans og visindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera i
lokuðu umslagi sem trúnaöarmál og má senda þær beint
til menntamálaráöuneytisins.
Menntamálaráöuneytiö,
5. april 1977.
Sími ^ Þjóðviljans er fS L333