Þjóðviljinn - 07.04.1977, Side 24

Þjóðviljinn - 07.04.1977, Side 24
UOÐVIUINN Fimmtudagur 7. april 1977 Aðalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt a& ná i bla&amenn og a&ra starfs- menn bla&sins i þessum slmuim Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbrei&sla 81482 Og Bla&aprent 81348. @81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjó&viljans I sima- skrá. Barrtré vlsna / - á Alftaneslnu Mengun frá álverinu líklegasta skýringin — sýni var tekið 1971 — niðurstaða ekki komin enn I garðinum á Sólbarði á Alfta- nesi, sem stendur gegnt álverinu i Straumsvik eru nokkur 15 til 25 ára gömul barrtré, sem döfnuðu afar vel, þar til fyrir einum 8 ár- um, að visnun byrjaði að koma fram i þeim. Eigandi garðsins, Sveinbjörn Klemenzsón bað nefnd þá, sem fylgist með megn- un frá álverinu i Straumsvik að rannsaka hvort ástæðan gæti ver- ið mengun frá álverinu og var sýni tekið árið 1971. Siðan hefur Sveinbjörn ekkert frá nefndinni heyrt. En það er ekki bara i garði Sveinbjörns, sem barrtré hafa visnað á siðustu árum, i garði ná- granna hans er sömu sögu að segja. Nú vill svo til, að samkvæmt linuriti, sem nefndin, sem fylgist með mengun frá álverinu sendi frá sér á sl. ári kemur fram, að einmitt fyrir 8 árum, eða 1969, tók flúormagn i nálum barrtrjá að aukast verulega og hefur flúor- magnið aukist jafnt og þétt siðan. Og það sem meira er, barr- trjám er hættara við en öðrum trjáplöntum að mengast af flúor, vegna þess að nálar þess taka á sig eiturefnið allt árið, en önnur tré aðeins yfir sumarið meðan þau eru laufguð. Flúormengun i barrtrjám lýsir sér þannig að nál- Líkfundur í Vest- manna- eyjahöfn Lik fannst i höfninni i Vest- mannaeyjum i fyrradag og reyndist þaö vera af Kjart- ani Sveini Pálssyni, sjó- manni, sem saknað hafði verið I nokkra daga. Kjartan Sveinn Pálsson var vélstjóri á Gunnari Jónssyni VE. Hann bjó á Selfossi og lætur eftir sig konu og þrjú börn. —S.dór. Suðlæg átt um páskana Að sögn Knúts Knudsen veðurfræðings á Veöurstof- unni, má gera rá& fyrir þvi, að I dag dragi til suölægrar eða suð-vestlægrar áttar á landinu með einhverri vætu á Suður- og Vesturlandi en góðviöri fyrir noröan. Þó sagði Knútur þegar vi& ræddum við hann siödegis 1 gær aö nokkuð væri óráðið með veðrið i dag og engin leið að segja fyrir um hvern- ig páskaveðrið yrði, þótt hann hallaðist frekar að þvi að suðlæg átt yrði rikjandi. S.dór. arnar byrja að visna fremst, uns þær visna alveg upp og detta af. Fyrir nokkum árum drápust stór og falleg barrtré i garði við sumarbústað nærri álverinu og sannaðist þá, að þar var flúor- mengun um að kenna. Sólbarð á Alftanesi er aðeins um 4-6 km. frá álverinu og á sum- um stöðum á Alftanesi hefur mælst meira flúormagn i gróðri en annarsstaðar utan alveg næsta nágrennis álversins. Aðvitað gæti fleira en flúor- mengun frá álverinu verið ástæð- an fyrir vesaldómi barrtrjánna á Alftanesi, en samt er flúormeng- un lang iiklegasta skýringin og furðulegt að nefnd sú, sem fylgj- ast á með flúormengun frá álver- inu skuli ekki hafa sinnt endur- tekinni ósk Sveinbjörns Klemenz- sonar um að rannsaka hvort flú- ormengun er orsökin fyrir þvi hvernig tréin eru farin. Ef til vill mætti benda á að sjávarselta sé orsökin, þar sem vitað er að tré þola hana illa, en á móti má benda á að stærsta barr- tréð sem er að visna upp hafði þrifist mjög vel i 15 ár eða allt þar til mengunar frá álverinu fór aö gæta mest i barrtrjám i nágrenni þess. —S.dór Soares flýt- ur á Carter WASHINGTON 5/4. Fjár- laganefnd öldungadeildar bandariska þingsins hefur samþykkt 7,4 miljarða doll- ara útlán vegna aðstoöar viö erlend riki, en Carter forseti haföi fariö fram á 7,8 miljarði. Það vekur athygli að Portúgal fær hvorki meira né minna en 550 miljóna dollara lán til að hressa upp gjaldeyrisstöðu sina. Seðlafalsar- ar náðust í Bretlandi PAGHAM. England. 6/4. Lögregla og bandariskir leynilögreglumenn réöust i dag inn I hús eitt i þorpinu Pagham og hittu þar fyrir mikla stassjón til fölsunar á dollaraseðlum. Lögreglan fann i bilskúr við húsið falska dollaraseðla upp á fimm miljónir dollara og mjög fullkominn prentút- búnaö. Húsráðandi var at- vinnulaus prentari, en seöla- prentsmiðjan er talin hlekk- ur i alþjóölegum peninga- falsarahring. 25 ára gamalt grenitré, sem byrj- Sveinbjörn Kiemenzson bendir hér á reynitré i gar&i sinum, sem aöi aö veslast upp fyrir einum 8 er orðiö mjög illa fariö, hvers vegna? árum. 3 nýir smurostar stcerri öskjur- lcekkað verð Ostarnir eru mýkri en áður og bragðið breytt Oskjurnar eru bráðfallegar — hreinasta borðprýði.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.