Þjóðviljinn - 19.04.1977, Side 6

Þjóðviljinn - 19.04.1977, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. aprll 1977 Dæmi um 15 frávik frá tillögum HER um starfsleyfi Frumvarpiö um verksmiöjuna á Grundartanga kom til 2. um- ræöu i neöri deild alþingis í gær. Hófst fundurinn meö þvi aö Sig- uröur Magnússon mælti fyrir nefndaráliti Alþýöubandalagsins þar sem gert var ráö fyrir aö frumvarpinu um verksmiöjuna yröi visaö frá alþingi. I siöustu viku fóru fram um- ræöur um verksmiöjuna þar sem meirihluti iönaöarnefndar deild- arinnar, Ingólfur Jónsson, Lárus Jónsson og Pétur Sigurösson úr Sjálfstæöisflokknum, Þórarinn Þórarinsson úr Framsóknar- flokknum og Benedikt Gröndal úr Alþýöuflokknum lögöu til aö frumvarpiö yröi samþykkt. 1. minnihluti iönaöarnefndar Ingvar Gislason úr Framsóknar- fiokknum lagöi til aö frumvarpiö yröi fellt, en aö lokinni ræöu Ingvars var umræöunni þá frest- aö og hún tekin upp aö nýju klukkan tvö í gærdag. Hófst hún meö ræöu Siguröar Magnússonar og talaöi hann f hálfa aöra klukkustund. Hann rakti fyrst nauösyn þess aö efla islenska iönþróun sem byggir á innlendum aöföngum. Rakti hann nokkur dæmi um slikt. Þá fjallaði hann um raf- orkusöluna og sýndi fram á meö tilvitnun i greinargerð orkumála- stjóra aö ekki er unnt aö tala um „afgangsorku” til járnblendi- verksmiðjunnar þar sem skilmál- ar á afhendingu þessa hluta ork- unnar eru svo strangir. Þá ræddi Siguröur um rekstrarafkomu verksmiöjunnar og komst aö þeirri niöurstööu aö hér væri um að ræöa áhættufyrirtæki eins og forstöðumaður Þjóöhagsstofnun- ar hefur kallaö fyrirtækið. Loks fjallaöi Siguröur um holl- ustuhætti og bar saman i itarlegu máli álitsgerð heilbrigöiseftirlits rikisins og kröfur annars vegar og hins vegar starfsleyfi þaö sem heilbrigöisráöuneytiö veitti fyrir páskana. Haföi fariö fram nokkur umræöa um starfsleyfi þetta i síö- ustu viku, en þá ætlaöi rikis- stjórnin aö gera álitsgerð HER. aö „trúnaöarmáli” þannig aö ekki yröi unnt aö bera álitiö og starfsleyfið saman f opinberri umræöu. Þessari tilraun rikis- stjórnarinnar til þess aö loka starfsleyfiö inni sem trúnaöarmál mótmæltu þingmenn Alþýöu- bandalagsins þá harölega og runnu þeir stjórnarliöar af hólmi og féllst heilbrigðismálaráfherra á aö aflétta trúnaöarmálskvöð- inni af áliti HER. 1 umræöum á alþingi i siöustu viku sagöi heilbrigöisráöherra aö aöeins hefðu veriö geröar tvær breytingar sem máli skiptu frá áliti heilbrigðiseftirlitsins. Sig- urður Magnússon sýndi fram á aö hér væri um rakin ósannindi aö ræöa — á mjög mörgum stööum heföi veriö vikiö frá tillögum HER. Veröa nú þessi dæmi rakin hér lið fyrir liö aö mestu án at- hugasemda með þeim frá blaöinu eða þingmanninum enda tala dæmin skýrustu máli: 1 Ákvæöi 1.1.1 starfsleyfi er veitt ieyfi fyrir framleiöslu I tveimur ofnum, i staö eins. En i athugasemdum sinum meö ákvæði 1. segir HER. m.a. „Mjög ör þróun hefur átt sér staö i gerö búnaöar til mengunar- varna viö slikar verksmiöjur. Ennfremur er i gangi endurskoö- un á málefnum slikra verksmibja hjá yfirvöldum í nágrannalönd- unum. HER telur þvi ekki rétt aö fjallað veröi um veitingu starfs- le>fis fyrir siöari ofninn fyrr en fyrirtækiö óskar aö hefja bygg- ingu hans” 2 Akvæöi 2.2. i starfsleyfi þar sem fjallaö er um gerö hreinsi- búnaöar. Þar segir: „Afkastageta búnaöarins og hólfaskifting skal viö þaö rniöuö aö hreinsihæfni haldist óskert þótt eitt hólf sé tekið úr notkun til viöhalds eöa eftirlits”. 1 tillögum HER er hinsvegar gert ráö fyrir aö afkastageta og hreinsihæfni haldist óskert þótt tvö hólf séu tekin úr notkun. En í röksemdum sfnum meö þessu atriði segir HER m.a. „Pokahús verksmiöjunnar á Grundartanga mun veröa af svo- nefndri yfirþrýstingsgerö. Mun þaö veröa hólfaö i a.m.k. 12 hólf og er þess krafist, aö viö hönnun þess verði viö það miðaö aö hreinsigeta haldist óskert þótt lokaö sé að tveimur hólfum sam- timis til viöhalds og eftirlits.” Og annarsstaöar þar sem fjallaö er um hönnun sliks pokahúss, segir: „Mikilvægt er aö afkastageta pokahúsanna sé nægilega mikil þannig aö þau anni öllu loftmagni sem til þeirra berst þótt taka þurfi hólf úr sambandi vegna viö- halds eöa eftirlits”. 3 I ákvæöi 2.3. i starfsleyfinu seg- ir: „Aöur en til reksturs verk- smiöjunnar kemur, skal fyrirtæk- iö gera áætlun um viöhald og eftirlit með tækjabúnaöi, vara- hlutabirgöum, aögerðir i bilana- tilfellum og aðra þætti er varða rekstraröryggi hreinsibúnaðar. Skal hún lögð fyrir HER til kynn- ingar”. Hér er gerö sú meginbreyting frá tillögum HER, aö áætlun bar aö leggja fram til samþykktar hjá HER, en um mikilvægi rekstrar- öryggis hreinsibúnaöar segir I greinargerö HER um 2.3.: „Reynslan af rekstri hreinsi- búnaöar við erlendar verksmiðj- ur hefur leitt i ljós aö rekstrarör- yggi hreinsibúnaöar ræöur oft meiru um það heildarrykmagn sem út i andrúmsloftiö er hleypt en hreinsihæfni búnaöarins sjálfs” 4 Akvæöi 2.5. 1 þvi er fjallaö um aðgeröir i bilanatilfellum á hreinsibúnaöi. 1 starfsleyfinu segir: „Veröi af óviðráöanlegum eba ófyrirséðum orsökum ekki unnt aö flytja til hreinsibúnaöar allt rykmengaö loft sem um ræöir i ákvæöum 2.1., skulu þegar I staö hafnar nauö- synlegar lagfæringar i samræmi viö áætlun þá, sem gerö skal sam- kvæmt ákvæöum 2.3, 2. málslið. Reynist fyrirtækinu ekki unnt aö ljúka nauðsynlegum lagfær- ingum til uppfyllingar ákvæöis 2.1. innan þriggja klukkustunda frá þvi er umrætt ástand skapaö- ist skal bilunin tilkynnt HER, er fylgist meö framkvæmd úrbóta og leggur fyrir ráöherra i sam- ráöi viö landlækni, hvort ástæöa geti verið til sérstakra aðgeröa vegna bilunarinnar. Fyrirtækinu er heimilt aö halda áfram rekstri verksmiðjunnar meöan viögerð stendur yfir og bilun stafar ekki af ófullnægjandi viöhaldi búnaö- arins og unniö er aö úrbótum af þingsjé fullum hraöa, enda sé ekki ástæöa til aö ætla aö reksturinn valdi tjóni á heilsu starfsmanna verk- smiðjunnar eöa Ibúa I grennd eöa spjöllum á umhverfi. Að öörum kosti getur ráöherra mælt svo fyrir, aö rafstraumur til ofns veröi rofinn og rekstur hans stöövaöur þar til úrbótum er lok- iö” 1 tillögum HER voru sett ákveðin timamörk, sem rekstur má fara fram i bilanatilfellum hreinsibúnaöar, áöur en straum- ur er rofinn. Er þar gerður greinarmunur á ofni og aftöppunarstöð. Þannig á samkvæmt tillögum HER aö rjúfa straum og stööva fram- leiöslu, eftir eina klukkustund ef bilun er I hreinsitækjum hjá ofni, en innan tveggja sólarhringa ef um er aö ræöa bilun I tæknibúnaöi hjá aftöppunarstöö. Um þetta ákvæöi segir HER: Akvæöi 2.2. og 2.3. eruframsett með þaö fyrir augurn aö rekstrar- öryggi hreinsibúnaöar veröi sem best tryggt. Ófyrdrséöar rekstrartruflanir og bilanir eru hins vegar óhjákvæmilegar. Meö ákvæöi þessu er þess krafist i meginatriðum, aö rekstur ofns verksmiöjunnar veröi stöðvaður ef meiriháttar bilanir veröa og ekki reynist unnt aö hreinsa allt loftmagniö frá ofni verksmiöj- unnar. Rekstur xerksmiöjunnar. án hreinsibúnaöar heföi i för meö sér aö miklu magni mjög fingerðs ryks sem verulega dregur úr skyggni, yröi hleypt út i and- rúmsloftiö. Staösetning verk- smiðjunnar er þannig háttaö aö rykmengunin yröi mjög áber- andi, séð frá mestöllu höfuö- borgarsvæöinu, einkum i norð- og noröaustlægum vindáttum sem eru rikjandi viö Hvalfjörö. Ryk- mengaö loft gæti. einnig borist til Akraness i slikum tilvikum. Lagt er til að rýmra ákvæöi veröi sett um aftöppunarstöð meö tilliti til þess aö i sllkum tilvikum berst margfalt minna rykmagn út I andrúmsloftiö”. 5 Akvæöi 2.6. I starfsleyfinu seg- ir: „HæÖ reykháfs fyrir óhreinsaö loft sem hleypt er út innan ramma ákvæöa 2.5, skal vera minnst 42 m yfir gólfi ofnhúss” I tillögum HER. segir hins- vegar: „Hæö reykháfa fyrir óhreinsaö loft sem hleypt er út innan ramma ákvæöa 2.5. skal vera minnst 50 m. yfir gólfi ofn- húss. Hönnun reykháfa skal vera meö þeim hætti aö tryggt sé aö reyknum slái ekki niður á verk- smiöjusvæöiö eöa i næsta ná- grenni þess”. I greinargerð HER um ákvæöi 2.6. segir. „Reykháfshæð er miö- uö viö þaö sem tlðkast hefur viö slikar verksmiöjur fram til þessa”. 6 Akvæöi 2.7. Or þessu ákvæöi starfsleyfis er gjörsamlega sleppt einni málsgrein úr tillögum HER. þar segir. „Fyrirtækiö skal láta framkvæma nákvæmar efnagreiningar og aðrar nauösyn- legar athugasemdir á hráefnum og úrgangi frá verksmiöjunni þegar HER aö höföu samráöi viö Náttúruverndarráð telur slikt nauösynlegt sbr. einnig grein 2.16”. 1 greinargerð HER um þetta ákvæbi 2.7. segir. „Forsendur þess aö fallist er á losun úrgangs á þurru landi eru þær aö Itarleg- ar forrannsóknir veröi geröar á grunnvatnsrennsli þeirra svæöa sem til greina koma, aö losunar- staðir veröi valdir i fullu samráöi við viökomandi heilbr. nefnd, HER og Náttúruverndarráð aö framkvæmdar veröi nauösynleg- ar efnagreiningar á úrgangi og að aðstæöur séu þannig viö losunar- stað aö fylgja megi nákvæmlega með hugsanlegum mengunar- áhrifum”. I þessu ákvæbi er einnig f jallaö um meöhöndlun úrgangs. I starfsleyfinu segir um þetta: „Allt þaö ryk, sem ekki verður nýtt á einhvern þann hátt sem HER samþykkir, skal kögglaö, áöur en til losunar kemur, eöa meðfariö á annan viöurkenndan hátt” (Viðurkennt af hverjum?) 1 tillögum HER er þeSs hins- vegar krafist ótvirætt að ryk sem þetta skuli kögglaö. 7 Akvæöi 2.10. í starfsleyfinu seg- ir m.a. „Miöaö viö ársmeöaltal skal magn brennisteins i kolum og koksi vera minna en 2% af heild- armagni þessara hráefna, en enginn skipsfarmur skal inni- halda meira en 2,5%.Fyrirtækiö skal láta HER i té upplýsingar um brennisteinsinnihald hvers kola- og koksfarms. I tillögu HER segir hins- vegar um þetta: „Miöaö við ársmeöaltal skal magn brennisteins i kolum og koksi vera minna en 1,5% af heildar- magni þessara hráefna, en eng- inn skipsfarmur skal innihalda meira en 2%. Fyrirtækiö skal sjá um að kosta nauðsynlegar mæl- ingar á brennisteinsinnihaldi hvers hráefnisfarms, i samráöi viö HER. Mælingar skulu fram- kvæmdar af aðilum sem HER samþykkir og skulu niðurstöður sendar stofnuninni jafnóðum og þær liggja fyrir ásamt afriti af farmskrá fyrir viökomandi ferö skips þess sem um ræðir”. I greinargerð HER um ákvæöi 2.10. segir: „Eins og fram kemur i grein 2.3. er magn ýmissa var- hugaverðra mengunarefna I út- blásturslofti fyrst og fremst háö magni slikra efna i hráefnum þeim sem notuö eru á hverjum tima. Ákvæöi þau sem lagt er til að gildi um brennisteinsinnihald kola og koks eru þau sömu og sam- komulag var um aö gilda skyldu um verksmiöjuna þegar bygging hennar var fyrirhuguö i sam- vinnu viö bandariska fyrirtækið Union Carbide.” 8 Akvæöi 2.13.1 starfsleyfinu hef- ur verið felld út fyrsta setning þessa ákvæöis i tillögum HER, en hún var svona. „Innra kælikerfi verksmiöjunnar skal vera lokuö hringrás”. 9 Akvæöi 2.17. I tillögum HER er alveg fellt út, en þaö hljóðaöi svo, „Bendi likur til þess að verk- smiöjureksturinn hafi I för meö sér neikvæð áhrif á umhverfiö getur HER að höföu samráðiviö Náttúruverndarráö eöa aöra um- sagnaraðila, krafist þess ab stjórn fyrirtækisins láti fram- kvæma nauösynlegar rannsóknir á þeim umhverfisáhrifum sem um ræöir. Slikar rannsóknir skulu geröar i fulli samráöi viö HER og Náttúruv.r. og framkvæmdar af þeim sem þessar stofnanir sam- þykkja”. Framhald á 14. siðu r » Itarlegur samanburður Sigurðar Magnússonar á starfsleyfi kísiljárnversins og tUlögum heilbrigðiseftirlits ríkisins

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.