Þjóðviljinn - 19.04.1977, Page 8

Þjóðviljinn - 19.04.1977, Page 8
.8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 19. april 1977 Þegar rlkisstjórnin kemur sér undan hliðar- ráðstöfunum vegna þeirrar tekjutilfærslu sem samfelld gengisfelling hefur i för með sér þá er verkalýðshreyfingin knúin til að leita leiðréttinga i kjarasamningum. 300 VÖXTUR VERÐLAGSVÍSITÖLU ERLENDS GIALDMIÐILS Sú mikla kauphækkun sem launþegum er nú nauðsynlegt að fá i sinn hlut er bein afleið- ing af gengisfeliingarstefnu rikisstjórnar- innar. 200 Áhrif gengisfellingar- verðbólgunnar Þaö er oröiö venjubundið hátterni i islenskri þjóömálaum- ræöu að veröbólgan veröur höfuö- dagskráratriöi þegar samningar verkalýðs og vinnuveitenda eru i nánd. Málgögn rikisstjórnarinnar og talsmenn þjónustustofnana rikisins i efnahagsmálum sam- einast um ákall til forystumanna launþegahreyfinganna i landinu. Þeir verði nú umfram allt að sýna ábyrgð og stillingu, gæta hófs i kröfum og sjá þannig til þess aö hin ógnvekjandi verðbólga hætti aö magnast. Sú mikla verðbólguumræða sem nú er hafin af hálfu rikis- stjórnarinnar þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að hræða verkalýðshreyfinguna og fá hana til að falla frá þeim meginkröfum sem hún hefur einhuga sett fram. 1 þessari umræðu fer þvi eðlilega árum hefur hún nú hinsvegar ver- iö rúmlega 14%. Þessir tveir mælikvarðar á stöðugleika i gjaldeyrismálum og styrkleika þjóðarbúsins út á við, sem sýna möguleika á áframhaldandi eflingu lifskjara, varpa ljósi á hin gifurlegu um- skipti sem orðið hafa á valdatima ndverandi rikisstjórnar. Þaö er vafasamt að á nokkru öðru sviði hafi oröið þvilik umskipti. Það er eðlilegt að talsmenn rikis- stjórnarinnar meðhöndli þessar staðreyndir sem hálfgert feimnismái og haldi þeim litt á lofti i verðbólguumræöunni. Hér er um að ræða þau tvö svið i stjórn efnahagsmála sem áhrifa- máttur verkalýðshreyfingarinnar nær ekki til. óheillaþróunin endurspeglar þvi fyrst og fremst athafnir stjórnvaldanna sjálfra. Ekki er hægt að kenna verkalýðs- Stöðugleiki 100 1973 1974 1975 1976 1977 Gengisfellingarverðbólgan litið fyrir heillegri úttekt á orsök- um verðbólguvandans. Forðast er að minnast á hlutdeild opin- berra stjórnunarstofnana á sviði efnahagsmála i þeim mikla verð- bólguvexti sem einkennt hefur siöustu þrjú ár. Margvislegar upplýsingar sem varpa ljósi á sök stjórnvalda i þessum efnum eru ýmist látnar liggja á milli hluta eða þeirra er aö engu getið. Feimnismáliö. Eitt þeirra atriða sem litið ber á i þeirri verðbólguumræðu sem hafin hefur veriö að undanförnu er hlutdeild gjaldeyrisyfirvalda, rikisstjórnar og Seðlabanka, i hinni sifelldu verðlækkun islensku krónunnar. Það hefur löngum verið helsta stolt hægri manna i efnahagsmálum að á valdatima þeirra yrði rikjandi stöðugleiki á gengismörkuðum og staða þjóðarbúsins gagnvart út- löndum væri traust. Það er þvi eðiilega mikið feimnismál i herbúðum rikisstjórnarinnar og nánustu samstarfsmanna hennar að umfangsmesta breyting til hins verra á siöustu árum skuli einmitt vera á sviði gjaldeyris- mála. Frá þvi núverandi rikis- stjórn tók við völdum hefur gengi krónunnar tvisvar verið fellt og hún hefur þar að auki veriö látin siga jafnt og þétt; verögildi henn- ar gagnvart erlendum gjaldeyri hefur nánast i hverjum mánuði farið lækkandi. f upphafi þessa árs var hið samanlagða gengis- hrun á valdatima rikisstjórnar- innar orðið rúmlega hundraö prósent samkvæmt mælingum á visitölu meöalgengis islenskrar krónu gagnvart erlendum gjald- miölum. A sama tima hefur svo greiöslubyröi þjóðarinnar af erlendum lánum aukist um rúman helming. Áriö 1973 hafði greiðslubyröin lækkað frá árinu 1971. Hún var 9,1% árið 1973 en 10,0% árið 1971. A siöustu tveim hreyfingunni um. Jafnframt sýna þessir mælikvarðar að þær orsakaskýringar sem málgögn rikisstjórnarinnar' háída á 'lo'fti i verðbólguumræðunní segja aðeins takmarkaða sögu. Ljósi gagnrýninnar er ekki beint að hinum skuggalegu staðreyndum i þróun gengismála og stöðu þjóðarinnar gagnvart útlöndum. Stöðugleikinn 1972—1974 Athugun á þróun gengismála á siöustu tveimur valdaárum vinstri stjórnarinnar sýnir að þar riktistöðugleiki. Verðlag islensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri var hið sama á fyrstu mánuöum ársins 1974 og þaö hafði veriö á árinu 1972. Arið 1973 hafði gengið ýmist hækkað eða lækkað innan tiltölulega þröngs ramma. 1 janúar 1972 var visitala meðal- gengis tæp 111 stig. Þótt smá- vægilegar breytingar yrðu á næstu mánuðum var hún samt sem áöur á sama stað á miðju ári 1972. Þá hófst timabil batnandi stöðu islenskrar krónu gagnvart erlendum gjaldeyri. Gengishækk- unartimabil tók við og stóð nánast allt til loka hins eiginiega stjórnartima vinstri stjórnarinn- ar. Þegar kosningar voru ákveðn- ar 1974 var staða islensku krón- unnar gagnvart erlendum gjald- eyri nánast hin sama og vií árslok 1972. Þessi athugun sýnir að stefna stjórnvalda á árunum 1972—1974 fól i sér mikinn stöðugleika á gjaldeyrismörkuðum islendinga. Allar sveiflur voru minniháttar, fáein visitölustig upp eða niöur frá einum mánuði til annars. Hin hágstæða stjórn leiddi jafnvel til hækkunar á gengi islensku krón- unnar. 1 vitund þjóðarinnar voru gjaldeyrismálin á góðri leiö með að taka stakkaskiptum. Sú gengislækkun sem virst hafði einskonar náttúrulögmál á valdatima viðreisnarstjórnarinn- Sérkenni núverandi efnahags- stjórnar ar var á undanhaldi i vitund al- mennings. Þegar gengishækkun- artiminn hófst um miöbik ársins 1972 horfðu islendingar fram á hugsanleg þáttaskil i gengisþróun krónunnar. Gengisfallið mikla 1974—1977 En þáttaskilin uröu á annan veg þegar rikisstjórn Sjálfstæðis flokksins og Framsóknarflokks- ins haföi tekið við stjórn efna- hagsmálanna og hóf aö þjónusta þau gróðaöfl sem standa að baki flokkunum. 1 stað stöðugleika i gjaldeyrismálum hófst ttaiabil samfelldrar gengisfellingar, sem staðiö hefur allt til þessa dags. Þessi gengisfellingarstefna stjórnvalda, sem falið hefur I sér verulega röskun á tekjuskipting- unni I landinu, hefur verið fram- kvæmd á tvennan hátt.Annars1 vegar' með sjálfstæðum gengis- fellingum og hins vegar meö samfelldu gengissigi sem á árinu 1976 var svo gifurlegt að það jafn- gilti umtalsverðri gengisfellingu. Allt bendir til að á yfirstandandi ári verði haldiö áfram á sömu gengisfellingarbrautinni jafnvel með siauknum hraða. Rikisstjórnin felldi gengið um 17% skömmu eftir að hún tók við völdum siðla sumars 1974. önnur gengisfelling var svo látin fylgja i kjölfarið tæplega hálfu ári siöar og nam hún 20%. Frá fyrstu mán- uðum ársins 1975ogtil þessa dags hefur gengissigiö siðan annast framkvæmd gengisfellingar- stefnu stjórnvalda. 1 árslok 1975 þurfti tvöfalt fleiri Islenskar krónur til kaupa á jafngildi erlends gjaldeyris heldur en i upphafi árins 1974. Verðlagsvisi- tala islenskrar krónu gagnvart erlendum gjaldeyri hefur siðan hækkað um 25 stig frá árslokum 1975 og til ársloka 1976. 1 nóvem- ber 1975 var visitala meðalgengis tæp 200 stig. Hún hafði svo vaxið i 225 stig i desember 1976. Þessar tölur sýna i reynd hið gifurlega gengisfall sem einkennt hefur valdatima núverandi rikisstjórn- ar. Gengisvisitalan stóð á sama punkti við kosningar 1974 og hún hafði verið á I ársbyrjun 1973. En á siðustu tveimur árum hefur hún vaxið um 100 stig. Þegar islenskar rikisstjórnir hafa framkvæmt gengisfellingar hafa þær venjulega talið sig knúðar til að framkvæma sér- stakar hliöarráðstafanir sem ætl- að hefur verið að vega upp á móti þeim óréttlátu breytingum á tekjuskiptingu sem gengislækk- anir óhjákvæmilega hafa i för með sér. Frá þvi I febrúar 1975 hefur gengisfellingin hin's vegar verið framkvæmd með gengis- sigsaðferðinni. Gengisfellingin gerist þvi jafnt og þétt i hverjum mánuði án þess að stjórnvöld þurfi aö koma þar sérstaklega við sögu. Hið sjálfvirka gengisfell- ingarapparat hefur þannig gert rikisstjórninni kleift að komast hjá þvi að framkvæma hliöarráð- stafanir til að leiðrétta þær tekju- tilfærslur sem hið samfellda gengissig hefur jafnt og þétt framkallaö. Þetta afskiptaleysi stjórnvalda af falli krónunnar hefur knúiö verkalýðshreyfing- una til að leita I kjarasamningum þeirra leiðréttinga sem fyrri rikisstjórnir hafa jafnan komið I kring með löggjöf á Alþingi. Gengissigsaðferðin við skerðingu islensku krónunnar knýr þvi verkalýðshreyfinguna til enn rót- tækari ráðstafana til að vega upp á móti þeirri tekjuskerðingu sem gengisfellingarverðbólgan hefur haft i för með sér. Barátta verkalýðshreyf- ingarinnar. í þeim kjarasamningum sem nú fara i hönd er nauðsynlegt að gera sér skýra grein fyrir þvi að framkvæmdin á gengisfellingar- stefnu rikisstjórnarinnar er veigamikil orsök þess verðbólgu- vanda sem verkalýöshreyfingin erað takast á viö. Kjaraskerðing- in á siðustu misserum á að vem legu leyti rót sina að rekja til hins gífurlega gengisfalls sem orðið hefur á valdatima núverandi rikisstjórnar. Islenska þjóðarbúið er svo háð erlendum viðskiptum og innflutningur þaö veigamikill þáttur I almennum lifsnauðsynj- um fólks að hiö umfangsmikla gengisfall, sem orðið hefur á siðustu tveimur árum, hefur haft margfaldandi áhrif til hækkunar almenns verðlags. Þegar stjórnarvöld sleppa taumhaldinu á gengismálum og koma sér undan hliðarráðstöfunum tii að vega gegn þeirri tekjutilfærslu sem samfelld gengisfelling hefur i för meö sér þá er verkalýðs- hreyfingin knúin til að leita leið- réttinga i kjarasamningum. Sú mikla kauphækkun sem launþeg- um i landinu er nú nauðsynlegt að fá i sinn hlut er þvi bein afleiðing af gengisfellingarstefnu rikis- stjórnarinnar. Þaö er stjórn leysið i gjaldeyrismálum sem er meginorsök þess verðbólguvanda sem setur svip sinn á yfir- standandi kjaradeilur. Söku- dólgarnir sitja i stjórnarráðinu. Þeir eru ekki i röðum Isienskrar verkalýðshreyfingar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.