Þjóðviljinn - 23.04.1977, Page 5
Laugardagur 23. april 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Sverrir
Hólmarsson
skrifar
Leikfélag Reykjavikur
sýnir
BLESSAÐ BARNALAN
eftir Kjartan Ragnarsson
Leikstjóri: Kjartan
Ragnarsson
Leikmynd: Björn Björns-
son
Eftir Saumastofuna hljóta
menn aö mega gera allmiklar
kröfur til Kjartans Ragnarsson-
ar, þvi aö þar var óvenjulega vel
af staö fariö. Kjartan hefur nú
kosiö aö semja farsa, og er raun-
ar ljóst aö hann hefur margt af
þvi sem þarf til þeirrar erfiöu
listar, þar á meöal hugkvæmni,
skopskyn og gott auga fyrir
möguleikum sviösins, einkum
innkomum og útgöngum. Þaö fer
heldur ekki hjá þvi aö viöa kitlar
þessi sýning hláturtaugarnar á
hinn ljúfasta hátt, og mörg atriöin
eru blátt áfram sprenghlægileg.
En þvi miöur — þar kemur aö
lokum aö brosiö stirönar, hlátur-
inn þagnar og maöur fer aö
spyrja sjálfan sig: ætlar blessaö
fólkiö nú ekki aö fara aö hætta
þessu. Sýningin veröur einfald-
lega alltof löng, lopinn er teygöur
frammi bláþráö, og eitt af þvi
versta sem til er i heiminum er
langdreginn farsi.'Hér hefur eig-
inlega oröiö slys. Þaö er nóg af
góöum efniviöi I leikriti Kjartans
i ágætan farsa af mátulegri
lengd, þaö þurfti bara snjallan
mann meö skæri til aö klippa burt
svona þrjú kortér, og eftir heföi
staöiö verk sem vel heföi getaö
skemmt manni þægilega eina
kvöldstund.
En vegna lengdarinnar og leiö-
ans fer ekki hjá þvi aö maöur
fari aö lita innviöi verksins gagn-
rýnum augum, sem þaö þolir
engan veginn, þvi aö fljótlega
veröur þá ljóst hversu veikburöa
þeir eru, hversu skop verksins er
grunnfæriö, hversu einfaldar og
litlausar flestar persónurnar eru.
Þaö er eitt af lögmálum farsans
aö gefa áhorfandanum aldrei tóm
til aö hugsa um verkiö á þennan
hátt.
Eftir þessa reynslu er tæplega
hægt annaö en telja aö þaö hafi
veriö meiriháttar mistök af fá
höfundi verksins leikstjórn þess i
hendur. Hér hefði þurft aö koma
til gagnrýninn leikstjóri tilbúinn
aö klippa miskunnarlaust. Þetta
er hins vegar ekki sagt til aö
kasta rýrö á Kjartan sem leik-
stjóra, honum ferst þar margt vel
úr hendi, en þaö er hreinlega ekki
á allra færi aö leikstýra eigin
verkum og Kjartani heföi verið
hollara aö fá þaö aöhald i leikhús-
inu sem ýmsir aörir hafa fengið
meö góöum árangri, t.d. Jökull
Jakobsson.
Annars er margt gott um
vinnubrögö þessarar sýningar aö
segja. Leikur er yfirleitt meö
ágætum. Sigurður Karlsson sýndi
yfirburöaleik sem séra Benedikt,
óborganlega hófstillt og nákvæm
persóulýsing. Soffia Jakobsdóttir
lék systurina frá Akureyri af hár-
nákvæmri athugun — þarna var
akureyskur myndarskapur holdi
klæddur og litilssigldu hlutverki
lyft i hæöir. Guömundur Pálsson
er orðinn svo þrautþjálfaöur
farsaleikari að honum nægir aö
birtast á sviöinu til aö léttist á
manni brúnin. Guörún Asmunds-
dóttir gerði margt vel, t.d. var
stórkostlegt þegár hún féll i
transinn, en henni hætti ansi mik-
iö til aö ofleika. Ásdis Skúladóttir
Brecht-sýning nemendaleikhiissins.
Palestínuefndin á íslandi
HEEMSÓKN
FRÁPLO
Fundur nteð fulltrúa
Á morgun, sunnudag, kl. 14
gengst Palestinunefndin á is-
landi fyrir baráttufundi i Fé-
lagsheimili stúdenta viö Hring-
braut. Þar verður gestur fund-
arins Daoud Kaloti fuiitrúi
Freisissamtaka Palestinu,
PLO, á Norðurlöndum en hann
er væntanlegur i nokkurra daga
heimsókn siðdegis i dag.
Kaloti mun á fundinum flytja
ræöu og svara fyrirspurnum um
starf og stefnu samtaka sinna
og gang frelsisbaráttu
palestinuaraba. Auk þess veröa
skemmtiatriöi, ávarp og etv.
veröur sýnd palestlnsk kvik-
mynd.
Málstaður palestinuaraba
hefur ekki hlotiö mikiö rúm i is-
PLO á morgun
lenskum fjölmiölum. Þar hefur
áróöur andstæöinga þeirra ver-
iö hærra skrifaður og ekki spör-
uö ónefnin á PLO, þaö algeng-
asta er aö nefna samtökin
hryöjuverkahóp. Yfirleitter þaö
ekki boriö viö aö greina frá þvi
hver er raunveruleg stefna
samtakanna, hvaö þá aö greint
sé frá högum palestinuaraba
sem flestir mega hirast i flótta-
mannabúöum og sæta ofsóknum
úr öllum áttum.
Heimsókn Kalotis er þvi
ánægjulegt tækifæri til aö fræö-
ast nánar um palestinuaraba,
málstaö þeirra og baráttu. Ekki
sist i ljósi þeirra atburöa sem
oröiö hafa undanfarin misseri
fyrir botni Miöjarðarhafs. -ÞH
VIÐ VETRARLOK
Blessað barnalán
átti i erfiöleikum meö hlutverk
sitt, en er það varla láandi þar
sem henni er eiginlega gert aö
leika tvær persónur. I upphafi
verksins birtist hún sem hálf-
geröur örviti meö skáldagrillur,
en um mitt leikrit fær hún allt i
einu vit.ið án sjáanlegrar ástæöu.
Gisli Halldórsson var auövitaö
alveg dásamlegur sem fulli lækn-
irinn, og ætti helst aldrei aö leika
edrú menn.
Nemendaleikhúsið sýnir
ÚRRÆÐIÐ
og UNDANTEKNINGUNA
OG REGLUNA
eftir Bertholt Brecht
Leikstjóri: Petr Micka
Nemendaleikhúsiö er afskap-
lega þarflegt fyrirtæki, bæöi til aö
veita leiklistarnemendum þá
ómetanlegu reynslu aö koma
fram fyrir áhorfendur og einnig
til aö flytja okkur áhorfendum
skemmtilega leiklist. Sýning
þessi á tvemur kennileikritum
eftir Brecht frá höröustu komma-
árum kallsins kringum 1930, er
alveg ótrúlega skemmtileg, þeg-
ar þess er gætt aö verk þessi eru
háalvarlegar siðferðispólitlskar
dæmisögur. Þau eru reyndar
bæöi skolli skemmtilega saman-
sett.
Úrræöiö er eitt umdeildasta
verk Brechts, verk sem jafnvel
harðir kommar hafa stundum
oröiö feimnir gagnvart. Verkiö
fjallar um dauöa ungs félaga,
sem hefur gert miklar skyssur i
hættulegu áróðursstarfi i Kina, og
verður aö láta lifiö til þess aö
starfið geti haldiö áfram. Brecht
réttlætir dráp félagans, sem
reyndar deyr sjálfviljugur fyrir
málstaöinn. Þetta verk hefur oft
verið notaö til þess aö sanna
skepnuskap kommúnista, og var
aöaluppistaöan i spurningum sem
óameriska nefndin lagöi fyrir
Brecht á sinum tima i frægum
yfirheyslum, Brecht sneri sig úr
úr þeim spurningum meb lævfs-
legum og heldur ómerkilegum
undanbrögöum. Hins vegar er
grundvöllur hinnar borgaralegu
hneykslunar á verkinu afar hæp-
inn. Ungi maðurinn deyr sjálfvilj-
ugur fyrir málstaöinn og til aö
bjarga félögum sinum. Dauödagi
Framhald á bls. 18.
LOKAÐ VEGNA
FLUTNINGA
Birgðastöð, Búsáhalda- og Vefnaðarvörudeildir Inn-
flutningsdeildar Sambandsins tilkynna viðskiptavinum
sinum hér með, að söluskrifstofur og lagerar verða
lokaðir frá og með föstudeginum 29. april til fimmtu-
dagsins 12. mai.
Viðskiptavinum er bent á að senda pantanir sinar inn
sem allra fyrst vegna afgreiðslutafa sem flutningamir
hafa i för með sér. Hætt verður að taka á móti pöntunum
kl. 17.00 fimmtudaginn 28. april n.k.
Opnað verður i nýja húsnæðinu — við Holtaveg (stór-
byggingu Sambandsins við Elliðavog) að morgni
fimmtudagsins 12. mai og tekið á móti pöntunum i sima
81266.
Samband íslenzkra samvinnufélaga
Innflutningsdeild
Sambandshúsið Rvík sími28200