Þjóðviljinn - 23.04.1977, Síða 7
Laugardagur 23. aprll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Er ekki kominn tími til ad draga úr því
prófafargani sem á hverju vori ríður taugakerfí
mikils hluta landsmanna á slig, bæði nemenda,
aðstandenda þeirra og kennara?
HVAÐNÆST?
Ntl fara próf f hönd i skólum
landsins, rétt einu sinni enn.
Fyrir nokkrum vikum gengu yf-
ir samræmd lokapróf i grunn-
skóla, aö viðhöföum nokkrum
breytingum frá fyrri árum.
Ekki gekk þetta hávaöalaust
fyrir sig eins og menn muna,
enda horföu þessar breytingar
til bóta. Sérstaklega vil ég til
nefna þá ákvöröun ráðuneytis-
manna aö leggja niöur meöal-
talseinkunn. Af margvislegri
klambursmfö viö prófaútreikn-
ing var samning meöaltalsein-
kunnar ein sú furöulegasta.
Hvaö er meöaltaliö af frönsku
stjórnarbyltingunni, pýþagór-
asarreglu og viötengingarhætti
þátiðar? Hafi Höröur Lárusson
og hans lið þökk fyrir aö frá-
biöja unglingum landsins þetta
vanskapaöa meöaltal, nóg er
samt.
Sumum finnst allar breyting-
ar hljóta að vera til ills, öör-
um sýnist vér skólakerfismenn
séum seinir til og ekkert miöi til
framfara. Má vera aö hvorir
tveggja hafi til sins máls nokk-
uö. I sambandi viö raunhæfan
breytingahraöa i skólakerfinu
dettur mér i hug saga sem Er-
lingur vinur minn Viggósson
sagöi mér fyrir nokkrum árum.
Hann haföi veriö sendur, ásamt
öörum landa til, á samnorræna
verkamannarithöfundaráö-
stefnu i Oslóborg. A slikum ráö-
stefnum skiptir meginmáli aö
flytja raunhæfar tillögur til
breytinga og úrbóta, tillögur
sem allir geta sameinast um.
Félagi Erlings haföi uppi
óþreyjufullan málflutning og
tillögur sem stefndu aö umbylt-
ingu og jafnvel kollvörpun sjálfs
Kerfisins, hvorki meira né
minna. Auövitaö var ekkert
slikt samþykkt. Hins vegar
flutti Erlingur tillögu um aö
verkamannarithöfundarnir sam-
einuöust um aö gefa út
samnorræna verkamannasöng-
bók. Þetta var raunhæf tillaga,
enda samþykkt i einu hljóði.
Gert var ráö fyrir aö efnissöfn-
unin tæki 8 ár og útgáfan sjálf
önnur 8 ár. „Þegar svo bókin
kemur út”, sagöi Erlingur,
„stigum viö feti framar, skim-
um til allra átta eins og sönnum
byltingarmönnum sæmir og
spyrjum: Hvaö næst?”
Óþreyja dregur skammt.
Samt er spurt: hverju skal næst
breytt i skólakerfinu? Ég segi
fyrir mig, og miöa þá viö
reynslu mina sem kennari á
framhaldsskólastigi: er ekki
kominn timi til aö draga úr þvi
prófafargani sem á hverju vori
rlður taugakerfi mikils hluta
landsmanna á slig, bæði nem-
enda, aöstandenda þeirra og
kennara?
Þetta er hægt meö þvi aö af-
nema þaö hefðbundna fyrir-
komulag aö dómur skólans um
árangur nemandans á heilu
skólaári falli á örfáar vikur og
allar greinar spyrtar saman i þá
örlögþrungnu spurningu: stenst
ég bekkinn? Mistök nemanda i
einu prófi geta valdið þvi, aö
vinna hans I heilt skólaár, jafn-
vel þótt hún sé samviskusam-
lega af hendi leyst aö talsveröu
leyti, nær ekki máli. Hann verö-
ur aö sitja aftur 1 bekknum, vilji
hann ljúka skólanum. Þetta
veldur iöulega gifurlegri tauga-
spennu sem unglingar þola
mjög misjafnlega og fer oft
verst þar sem sist skyldi.
1 staöinn kæmi áfangakerfi
þar sem heildarnámi I hverri
grein I skólanum er skipt i
marga áfanga, misjafnlega
stóra eftir atvikum viöfangsefn-
isins i hverju tilviki, en þó aldrei
stærri en svo, aö upp yröi gert
fáum vikum eftir aö áfangi er
hafinn. Afangi i einni grein yröi
algerlega óháöur áföngum i öör-
um greinum. Og nýjan áfanga
mætti ekki hefja fyrr en fyrri á-
fanga er lokið sómasamlega. Þá
myndi dómur skólans falla aö
visu stööugt, en ekki meö þeirri
orrahriö sem nú er.
Þetta myndi vissulega fela i
sér miklar og erfiðar starfs-
breytingar i skólunum, sem ég
fjölyrði ekki um. En rétt er aö
geta þess, aö þessi hugmynd er
engin ný bóla, Islenskir skóla-
menn hafa rætt um þetta ára-
tugum saman og skrifaö jafnvel
um hana heilar bækur. Hvi ekki
aö reyna? Til mikils er aö vinna
ef menn telja aö nóg sé af streit-
unni. Kannski þyrftu skólayfir-
völd i þessu máli liösinni heilsu-
gæsluyfirvalda.
Eysteinn Jónsson á kynningarviku náttúruverndarfélaganna:
Háskaleg félagsleg og
atvinnuleg röskun
A kynningarviku náttúruvernd-
arfélaganna i fyrradag flutti Ey-
steinn Jónsson, formaöur
Náttúruverndarráös, stórmerkt
erindi um náttúruvernd og iön-
væöingu. Ekki er unnt, rúmsins
vegna, aö birta ræöuna i heild hér
I blaöinu i dag, aöeins mögulegt
aö gripa á fáum atriöum, sem
fram komu i erindinu.
Eysteinn Jónsson hóf mál sitt
meö þvi aö vitna i ræöu, er hann
flutti á Alþingi I mars 1971, er rætt
var um nauösyn mengunarvarna
frá álverinu. Þar bendir hann á,
„aö stórfelld iönvæöing nútim-
ans, þéttbýliö I borgum og öll hin
gifurlega mergö úrgangsefna,
sem flæöa frá þeim tiltölulega
litla hluta mannkynsins, sem lifir
i allsnægtum, hefur skapaö gifur-
lega hættu, sem ógnar heilbrigðu
lifi á jöröinni”. Af þessum sökum
veröi aö skoöa mörg atriöi i nýju
ljósi, átta sig á „aö þaö veröa si-
fellt eftirsóttari lifsgæöi, aö eiga
heima i ómenguðu, eölilegu um-
hverfi og hafa auöveldan og
frjálsan aögang aö útivist i
óspilltu, fjölbreytilegu landi”, þvi
aö slikt umhverfi, „sem almenn-
ingur hefur aögang aö, eru land-
kostir eins og gott búland, góö
fiskimiö fallvötn, jaröhiti og önn-
ur náttúrugæði”. Þvi „hvers viröi
eru langar og breiöar stofur,
mikilfengleg húsgögn og dýrir
fylgir
erlendri
stóriðju
bilar, ef loftið er mengaö, um-
hverfiö löörandi i óþverra,
gróöurlaust og dautt og vatn og
sjór blandaö eitri og óhrein-
ingum? Þegar svo er komiö yröi
fánýtt aö vaöa i peningum”.
Eysteinn Jónsson sagöi, aö viö
ættum aö „koma upp þeim iönaöi
einum, þar sem aö hægt er aö
koma viö fullnægjandi mengun-
arvörnum innan húss og utan og
sem koma má á fót án óviöunandi
röskunar á umhverfi.”
Mengunarvarnir „veröa hik-
laust ab teljast meö sjálfsögöum
stofnkostnaöi og reksturskostnaöi
iönfyrirtækja og veröa aö takast
meö i áætlanir I upphafi þegar
metiö er hvort þau eiga rétt á sér
eöa ekki”.
Blikkiðjan
Asgarti-7^
GarAahreppi
önnumst þakrennusmíöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíöi.
Gerum föst verðtilboö.
SÍMI 53468
Um iönrekstur sagöi Eysteinn
Jónsson m.a.:
„Min skoðun er sú, aö iönrekst-
ur Islendinga eigi aö vera I hönd-
um þeirra sjálfra og aö viö eigum
aö hafna stóriöju útlendinga.
Kemur þar margt til frá minu
sjónarmiöi séö, sem ég hef oft
rakiö á öörum vettvangi og rek
ekki hér aö ráöi. Nefni hér hætt-
una af of miklum erlendum áhrif-
um, sem erlendum stórrekstri
fylgir og skeröing atvinnulegs
sjálfstæöis. Erlendur stóriöju-
rekstur byggist á allskonar iviln-
unum, sem aðrir, t.d. Islenskir at-
vinnurekendur, njóta ekki og ger-
ir þvi ekki i bólib sitt i þjóöarbú-
inu, samanboriö viö rekstur okk-
ar sjálfra. Ofaná bætist, aö hagn-
aðurinn og afskriftaféö kemur
alls ekki inn i landiö. Þessi rekst-
ur er ótraustur, þvi honum er
hagab eftir þvi, sem erlendir eig-
endur telja sér henta. Erlend
stóriöja knýr til þess, aö gengiö
veröi nær landinu en góöu hófi
gegnir, og þessháttar stórrekstri
fylgir háskaleg félagsleg og at-
vinnuleg röskun i þjóöarbúinu,
m.a. vegna þess, aö rekstrar ein-
ingar eru mjög stórar.
Þegar til lengdar lætur veröur
þaö helsta tryggingin fyrir þvi, aö
eölilegra umhverfissjónarmiöa
sé gætt, aö atvinnureksturinn sé á
vegum landsmanna sjálfra, þar
sem okkur sjálfum mun, þrátt
fyrir allt, renna blóöiö til skyld-
unnar viö landiö og landsmenn.
Ég er vantrúaöur á aö islend-
ingar hafi I reynd vald á þvi aö
ráöa viö erlend risafyrirtæki, sem
umhverfisröskun og mengunar-
hætta fylgir, hafnvel hversu vel
sem frá öllu sýnist gengið i byrj-
un.
Ég tel aö smærri rekstursein-
ingar og meöal stórar henti okkur
betur en tröllvaxin stóriöja”.
Um orkumálin sagöi Eysteinn
Jónsson m.a.:
„Viö áætlanir og ákvarðanir
um uppbyggingu iönabarins
koma orkumálin inn i myndina og
Eysteinn Jónsson
þá fyrst og fremst að mlnu áliti
frá þvi sjónarmiöi, hvort viö höf-
um orkulindir til aö koma á hag-
kvæman hátt upp þeim iönaöi,
sem viö teljum okkur henta og viö
höfum aö ööru leyti skilyröi til aö
lifa af.
Að sjálfsögöu leiðir þetta til
þess, aö virkjunarstefnan hlýtur
aö eiga aö mótast af þvi hve mik-
illi orku landsmenn telja sig þurfa
á aö halda, þar á meöal til þess
iðnaöar, sem menn vilja koma I
framkvæmd. Orkustefnan hlýtur
þvi, ef rétt er aö farið, aö mótast
verulega af iönaöarstefnunni en
ekki öfugt. Orkan er þjónninn en
ekki húsbóndinn, — en á þvi hefur
viljaö bóla hjá okkur, viröist mér,
aö þetta snerist viö i framkvæmd-
inni. Þessi eöa hin iöngreinin yröi
að koma til orkunnr vegna, — t.d.
orkufrekur iðnaður, sem lands-
menn réöu þó ekki viö og yröu aö
láta útlendinga reka. Hann yröi
samt aö koma til þvi aö nýta
þurfi orkuna. Ég álit þaö algjör-
lega á misskilningi byggt, aö is-
lendingar þurfi aö taka á sig
hættuleg vandkvæöi, svo sem eins
og þau, aö láta útlendinga taka
viö atvinnuuppbyggingunni eöa
aö setja upp mengunariönað
vegna þess, aö þjóöin eigi orku-
lindir, sem ekki eru nýttar ennþá.
Heiíbrigt sjónarmiö hlýtur aö
vera, að virkja þessar orkulindir
jafnóðum og landsmenn þurfa á
aö halda m.a. til þess aö koma á
fót þeim iðnaði, sem taliö er hent-
ugastaö hafa meö höndum og lifa
á”.
Lokaorð Eysteins Jónssonar
voru þessi: *
Viöfangsefniö er aö móta og
framkvæma kröftuga stefnu I iön-
aðarmálum, sem reist er á þeirri
sannfæringu, að viö höfum ráö á
þvi aö búa i ómenguðu umhverfi
og aö eiga áfram óspjölluö, dýr-
mæt náttúruverömæti”.
—mhg
V erkak vennafélagið
Framsókn
heldur félagsfund mándaginn 25. april i
Iðnó kl. 20.30
Flmdarefni:
1. Félagsmál
2. Heimild til vinnustöðvunar
3. Önnur mál.
Fjölmennið og sýnið skirteiift við inngang-
inn.
Stjórnin.