Þjóðviljinn - 23.04.1977, Síða 11
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. aprll 1977
Laugardagur 23. april 1977 ^JÓÐVILJINN — SIÐA 11
þræla og hefur átt þvi láni að
fagna aö lifa samtimis Halldðri
Laxness.
Magnús Kjartansson.
•
Mjög snemma fann Halldór
Kiljan Laxness leyndardóm list-
arinnar, þann leyndardóm sem
hann kallaöi þá, upp á ensku, the
charm of ugliness. Fáar uppgötv-
anir hafa oröiö afdrifarikari. Af
þessu hugtaki er aö vlsu mikil
saga, sem ekki er tóm tilaö rekja,
en minnumst þess einungis að i
þvi er fólgin afneitun klassiskrar
fegurðarhugmyndar, viöurkenn-
ing á tvlbentu eöli listar og feg-
uröar. Eftir þessa uppgötvun var
loftslag Islenzkra bókmennta
annaö en áöur. Hér var kominn
nútíminn, syndafalliö og vizkan.
Mér veröur þaö stundum aö
grufla út i hvaða örlög þessi upp^
götvun hlaut aö skapa Halldóri
Laxness I landi slnu og meö þjóö
sinni. Ekki var nema von aö flytj-
andi nútímavizku yröi uggvæn-
leg. gryla I augum margra les-
enda, hrinti frá sér stórum hópum
manna. En aftur á móti: var ekki
hiö hættulega og heillandi I
ókunnuglegri fegurð erindis hans
til þess fallið aö gera tengslin
milli höfundar og þeirra lesenda
sem á annað borö námu hiö nýja
orö þeim mun traustari og
skilyröislausari?
Timi þjóðskálda er talið að hafi
verið liöinn áöur en Halldór kom
til sögunnar; en þýzkur
fræöimaður hefur þó, ekki fyrir
all-löngu, skrifaö doktorsritgerö
um skilnaö skáldsins og þjóöar-
innar. Telur hann aö sá skilnaöur
hafi ekki oröiö fyrr en meö út-
komu Gerplu. Aöur hafi skáldiö
og þjóöin veriö eitt. Um þetta skal
ég ekki segja; en vlst mætti þó
þykja hörmulegt ef svo fagurt og
mikilfenglegt kvæöi heföi oröiö
þjóöinni og skáldinu aö tryggöa-
rofi.
En er ekki sanni næst aö
Halldór Laxness sé fyrir utan þvl-
llkar kategórlur sem „þjóöskáld,
eöa „nútlmaskáld? brátt fyrir
það flutti hann oss nútimann
meðan hann var enn fagur, og
þrátt fyrir allt fann þjóðin á end-
anum að hún bar gæfu til þessa
skálds.
A slöari árum hefur Halldór
Laxness greitt mörg högg og stór
þeim vindmyllum sem hann kall-
ar Ideólógiur. Hann hefur og
fengiösig full-saddan á hetjum og
bardagamönnum, og þó aö hann
ykihróöur Temúdjlns fyrir löngu,
hefur hann slðan ekki haft her-
toga til annars en hæöa þá og
spotta. Ætla má aö honum sé sér-
staklega litiö gefiö um þá hertoga
sem telja sig vera aö berjast fyrir
„góöan málstaö”. Ekki veit ég
nema hann llti svo á aö allt tal um
pólitlskar umbætur sé hlægilegt.
— Þess er þó aö gæta aö löngum
hefur Halldór Laxness haft nokk-
urt fagnaðarerindi og siöbótar aö
boða. Allt er þetta tengt list hans
— bæöi vantrú hans og trú, vissa
og efasemdir. En á beztu stund-
um listar sinnar, fyrr og siöar,
hefur hann ævinlega vitaö eins og
flestir meiriháttar listamenn, aö
veruleikinn er hafinn yfir kenn-
ingar og er jafnvel sannleikanum
æöri.
Halldór Laxness hefur aö vlsu
ekki aðeins sett saman snilldar-
verk,lielduf líka nokkrar afleitar
bækur. Undirritaöur er t.d. viss
um aö bæöi Vefarinn mikli frá
Kasmlr og Alþýöubókin eru
slæmar bækur: ósannar, yfir-
boröslegar, steinar fyrir brauö.
Þaö er aðeins ef ég opna þessar
bækur og les nokkrar blaösiöur,
þá bilar mig dómgreindina, svo
aö mér finnst um sinn aö jafnvel
slæmar bækur Halldórs Laxness
séu flestum bókum betri. Hvaö
þessu veldur veit ég ekki.
„Leyndardómur persónuleik-
ans...sem engin lfkindi eru til aö
veröi rannsakaður né skilinn,”
segir Halldór Laxness I lok rit-
gerðar sinnar frá 1932 um
Hallgrlm Pétursson. „Litur hugs-
ananna,” segir Adorno um Walt-
er Benjamin; „töfrar sem ekki
eru aöeins sprottnir af andrlki,
frumleika, djúpsæi... litblær sem
varla er til I litrófi hugtakanna.”
Ef til vill er þaö svo.
Næstum jafnaldri aldarinnar
hefur Halldór Laxness gllmt viö
öldina og haft I fullu tré viö hana,
og er gæfa hans mikil.
Sigfús Daðasor
Skáldiö tiu ára (1912): „Strákur-
inn I Laxnesi situr tiu tima á dag
og párar út stilabækur. Honum
verður ekki haldið frá þessu.
Hann er ekki eins og fólk er flest.
Það hlýtur að vera mæða fyrir
hjónin. Sveitin komst við” (t tún-
inu heima).
Barn náttúrunnar kemur á prent
1918: „Nákominn vinur sem ég
tek mikið mark á sagði við mig
ekki alls fyrir löngu, að Barn
náttúrunnar ..væri I senn útdrátt-
ur, niöurstaöa og þversumma af
öllu sem ég hefði skrifað siðan”.
(Formáli annarrar útgáfu)
>> ■
Halldór og Jóhann Jónsson i Innsbruck haustið 1921: „Við ræddum eins
og goðin um dýpstu vandamál mannanna og kjörum þeim örlög eins og
skapanornirnar: við bjuggum yfir þeim krafti sem getur frelsað heim-
inn. Við þurkuöum út hervaldsstefnuna í Þýskalandi og stofnuðum
kommúnistariki um allan heim” (Vinur minn)
Magnús Á. Arnason til vinstrí, Asta málari til hægri, eiginmaður
hennar og börn (1929).
Halldór, bræðurnir Július Einarsson og Einar i Garðshúsum, Grinda-
vik, Sigurður Skúlason (1931): „Hvernig heldurðu aö fari, ef allar út-
lendar stefnur að sunnan væru látnar vaöa uppi I litlu sjávarplássi, og
maður tæki það fyrir einhverskonar guðlega opinberun og hringsner-
ist eftir þvi öilu, hvað það nú altsaman heitir, Krishnamurti, dreingja-
kollur, inflúensa, bolsévism? (Jóhann Bogesen i Sölku Völku).
1 Monte Carlo 1935 „I vetur leið
gerði ég mér sérstaka ferö frá
Nizza til Monte Carlo til að hlusta
á Brailovski (Þeir útvöldu og
fólkið)
Daginn sem Stefán frá Hvitadal
var biskupaður 1924: Fremri röð:
Halldór Kiljan Laxness, Lúðvik
Guðmundsson, Stefán frá Hvita-
dal, Asgeir Bjarnþórsson, Stand-
andi: Jón Pálsson frá Hlið og
Björn Björnsson: „Hann miðlaði
mér, þá ómótuðum og nýúnga-
gjörnum, af reynslu sinni i listinni
og þeim þroska sem hann hafði
aflað sér á utanvistarárunum.
Þa«. var eins og sólaruppkoma”.
(Stefán Frá Hvitadal). „Jón i
Hlið kom til baka frá Vin niður-
drabbaður vannærður tötramað-
ur — með óbóu undir hendinni.
Hann gerðist fyrstur manna á ís-
landi vinur þessarar frönsku
hjarðpipu frá miðöldum sem hef-
ur munnstykki úr reyr og dulúð-
ugan, tregafullan tón„ (úngur ég
var).
1 Bandarikjunum 1928: „t þjóðfé-
lagi þar sem einhver er þurfandi,
þar sitja þjófar að völdum, ráns-
menn og morðingjar. Hinsvegar
er einginn réttur til ofar rétti
húngraðra og klæölausra manna.
Guð hefur gefið ykkur þessa jörð,
vinir minir. (Alþýðubókin)
San Fransisco 1928: „Umgengni
vorri við aðra menn á að vera far-
ið eitthvað á þessa leið: það er
hollt fyrir oss að mæta öllum
mönnum með þeim forsendum,
að guðirnir sendi þá oss til fróð-
leiks hvern og einn”. (Alþýðubók-
in)
Halldór, Þórbergur, Eggert Stefánsson, Edinborg 1930: Ég ætla.... að
þakka honum fyrir hvað hann braut margar hömlur og opnaði margar
gáttir fyrir okkur sem á cftir komum, fyrir hvað hann gerði okkur hin-
um marga hluti tilkvæma, leyfilega og sjálfsagða, sem áður voru for-
boðnir og óhugsanlegir” (A afmælisdegi Þórbergs)
Við Hljómskálann 1934 „Það er til
i útlendum bókum ein heilög saga
af manni sem varð fullkominn af
þvi að sá i akur óvinar sins eina
nótt. Sagan af Bjarti I Sumarhús-
um er saga mannsins, sem sáði i
akur óvinar sins allt sitt lif, dag
og nótt. Sllk er saga sjálfstæðasta
mannsins i landinu” (Sjálfstætt
fólk)
Þórbergur Þórðarson, Eggert Stefánsson, Sigurður Skagfield og Halldór, Edinborg 1920 „Og þegar þú
syngur, hlusta náttúrukraftar landsins, og þeir eru góðir áheyrendur til viöbótar við hitt fólkiö. (Sendi-
bréf til Eggerts Stefánssonar)
HALLDOR LAXNESS 75 ARA
Myndir frá liðnum dögum
Erlendur i Unuhúsi, Kristin Guðmundsdóttir, Hallbjörn Halldórsson, Halldór (1933)
„Nú er i Unuhúsi lokið gestaboði sem stóð lengi og I glugganum hjá Erlendi er ekki
Ijós i kvöld.... Við sem gaungum burt úr þessu gestaboði tökum með okkur mikla auð-
legð, sem mun endast jafnleingi æfideginum: við eigum endurminningu um mann
sem var okkur svo dýrmætur að það að hafa kynst honum gerir okkur lifið þess vert
að lifa þvi. (Eftir gestaboðið)
mm WmTw^w
m 1 i|| • § * ri 1 ? Jt
Laugarvatni 1933 „Að þessum undirbúningi loknum 1933 var mér i rauninni ekki að
vanbúnaði leingur, þá var allur vandi leystur, nema sá að afla sér næðis til að sitja óá-
reittur við skrifborð 10-15 klukkutima á sólahring I nokkur ár.... Næði fann ég i erlend-
um borgum, einkum i Suðurlöndum og á Laugarvatni á vor og haust.” (Eftirmáli
Sjálfstæðs fólks)
A leið til Suður-Ameriku i ágúst 1936:
„Það féll á mig ró sem þurfti til að beita
huganum: ég vissi ekki fyren ég var
kominn á stað alt hvaö af tók með fyrstu
bók Heimsljóss. (Skáldatimi)
Halldór og séra Halldór Kolbeins (1938)
„Ég átti þrjá aldavini sinn i hverjum
landsfjórðungi. Þeir voru allir lúterskir
prestar... Þeir hirtu aldrei þó ég sannaði
þeim dögum oftar að lúterstrú væri upp-
haf alls ills á tslandi... Séra Halldór Kol-
beins var slikur vinur minn að hann sá
aldrei á mér galla og við hvorugur á
öðrum”. (tslendingaspjall)
Hatldór og Stefán tslandi, Kaupmannahöfn 1938
mmmmm^mmmmm^^mmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmBmmm^mmmmmmm