Þjóðviljinn - 23.04.1977, Side 13
Laugardagur 23. april X9J7 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Oddgeirshólar i Flóa
Eignarhald
á bújörðum
Arið 1975 töldust byggðar jarðir á landinu vera 4.984 talsins. Þær
skiptust þannig eftir eigendum:
1 sjálfsábúð voru.....................................4.223 jarðir.
1 eigu rikisins voru,.................................570 jarðir.
1 eigu annarra voru.......................................191 jörð.
Eyðibýli töldust á hinn bóginn vera 1.629.
Eignarhald á þeim skiptist þannig:
1 einkaeign,...........................................1.281 jörð.
1 eigu rikisins,........................................153jarðir.
f eigu annarra (sveitafél. o.fl. .......................195jarðir.
(Heimild: Nokkrar staðreynflir um Isl. landbúnað). — mhg
Frá Sam-
tökum
um
náttúruvernd
á Norðurlandi
Samtök um náttúruvernd á
Norðurlandi voru stofnuð að
Laugum i Reykjadal 28. júni,
1969. Tildrög aö stofnun félags-
ins má rekja til þeirrar al-
mennu vakningar i náttúru-
verndarmálum, sem varð um
þessar mundir viða i Evrópu og
m.a. kom fram i Evrópska nátt-
úruverndarárinu 1970 og breskri
náttúruverndarsýningu, sem
sett var upp I Reykjavik og á
Akureyri.
A Norðurlandi voru virkj-
unarmálin i sviðsljósinu, eink-
um hið nafntogaða Laxármál,
en i skugga þess komust sam-
tökin á legg og urðu viöurkennd-
ur þáttur i þjóðmálum
fjórðungsins. Allt frá þeim tíma
hafa samtökin barist einarðlega
gegn hverskonar umhverfis-
skemmdum af hálfu stórra
virkjana og stóriðjuvera, sem
byggð hafa verið eða áætluð i
fjórðungnum.
Annað aöalverkefni samtak-
anna hefur verið söfnun upplýs-
inga um staði og svæði á
Norðurlandi, sem að fegurð og
fjölbreytni skara fram úr þvi
sem almennt gerist og kallast
náttúruminjar.
Fyrsta náttúruminjaskráin
var gerð veturinn 1971-1972 og
samþ. á aðalfundi SUNN á Hól-
um þá um vorið. Þar voru rúm-
lega 80 staðir skráðir. Siðan hef-
ur stöðugt verið unnið að viðbót-
um við skrána og skipta þessar
skráðu minjar nú nokkrum
hundruðum. Jafnframt er unnið
að útgáfu skráa rinnar i f jölrituðu
formi og hefur 1. heftið sem
Umsjón: Magnús H. Gfslasom
Könnuð verði
umhverfisáhrif
olíuleitar
I tilefni af fréttum um hugs-
anlega oliuleit við Norðaustur-
land ályktaði stjórn SIN eftir-
farandi:
1. Áður en til greina kemur aö
veita leyfi til könnunar á hugs-
anlegum oliulindum i islenskri
lögsögu verði Rannsóknarráði
rikisins eða öðrum tiltækum
aðila falið að afla allra tiltækra
heimilda um umhverfisáhrif
oliuleitar og oliuvinnslu, enda
verði niðurstöður þeirra könn-
unar lagðar til grundvallar
frekari ákvarðana i þessum
málum.
2. Stjórnin telur að mjög mikil
hætta sé þvi samfara fyrir fiski-
mið viðkomandi landshluta og
sjávarlif viö landið ef slikar
boranir koma til framkvæmda
og bera árangur.
3. Stjórn SIN minnir á, að með
hinni nýlegu útfærslu fiskveiði-
lögsögu okkar berum við einir
ábyrgð á þvi ef hinar lifrænu
auölindir landgrunnsins við Is-
land verða fyrir óbætanlegu
tjóni.
4. Minnt er ennfremur á, að
oliulindir eru endanlegar auð-
lindir.hér sem annarsstaðar, en
fiskur og aörar sjónytjar eru
auöævi, sem eiga að geta varað
um alla framtið, ef skyn-
samlega er á málum haldið.
—mhg
fjallar um Húnavatnsþing og
Skagafjörð þegar séð dagsins
ljós. Náttúruverndarráð hefur
styrkt þessa starfsemi.
Almenn kynning og fræðslu-
starfsemi hefur verið á dagskrá
félagsins frá byrjun. Þegar árið
1969 lét félagið gera vegg-
myndasýningu um náttúru-
vernd, i samvinnu við náttúru-
gripasafnið á Akureyri, og var
hún sýnd i öllum helstu kaup-
stöðum norðanlands. Aðalfundir
SUNN eru jafnframt fræðslu-
fundir, þar sem umhverfi
fundarstaðarins er gjarnan
kynnt sérstaklega, svo og ýmis
viðfangsefni félagsins.
Félagið hefur frá upphafi gef-
ið út fjölritað fréttabréf, sem
kemur út einu sinni til tvisvar á
ári. I tilefni af náttúruverndar-
árinu 1970 gaf félagiö út litinn
bækling um náttúruverndar-
mál, og flestar ályktanir félags-
ins og greinargeröir hafa verið
birtar I blöðum,
Félagið hefur beitt sér fyrir
bættri umgengni og úrbótum i
meöferð sorps á Norðurlandi og
haft afskipti af' ýmsum öðrum
málum.
Stjórn félagsins er skipuö
fimm mönnum en núverandi
formaður er Helgi Hallgrims-
son.
Helgi Hallgrimsson.
(Úr kynninarbæklingi um nátt-
úruverndarsýninguna).
Sprunguviðgerðir
og þéttingar á veggjum og þökum, steypt-
um sem báruðum. Notum aðeins álkvoðu.
10 ára ábyrgð á vinnu og efni.
Vörunaust sf.
Símar 20390 & 24954 milli kl. 12 & 1
og eftir kl. 19:00
Múrarameistari
getur bætt við sig nýbyggingum, pússn-
ingu, flisalögnum og viðgerðum.
Upplýsingar i simum 20390 & 24954 milli
kl. 12 og 1 og eftir kl. 19.00.
Menningartengsl íslands og
ráðstjórnarrikjannna:
FYRIRLESTUR
Vladimir L. Tolstof sendifulltrúi flytur
erindi i Mirsalnum, Laugavegi 178,
laugardaginn 23. april kl. 16.30 um efnið:
Sovétrlkin — samfélag margra þjóða og
þjóðbrota. Erindið verður flutt á rúss-
nesku og túlkað. Að þvi loknu verður kvik-
myndasýning.
Aðgangur öllum heimill.
MÍR.
Hjúkrunarfélag
r
Islands
Fundur verður haldinn á vegum Reykja-
vikurdeildar Hjúkrunarfélags tslands,
mánudaginn 25. april kl. 20.30 i kaffi-
teriunni Glæsibæ.
Fúndarefni:
Kynnt framhaldsnám hjúkrunarfræðinga.
Nemendur úr námsbraut H.í. kynna
hjúkrunarnám á háskólastigi.
| Hjúkrunardeildarstjóri
Staða hjúkrunardeildarstjóra við Lyf-
lækningadeild Borgarspitalans er laus til
umsóknar.
Staðan veitist frá 15. júli eða eftir sam-
komulagi. Upplýsingar um stöðuna eru
veittar á skrifstofu forstöðukonu Borgar-
spitalans.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám
og fyrri störf sendist til stjórnar sjúkra-
stofnana Reykjavikurborgar,
Borgarspitalanum, fyrir 10. mai 1977.
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á
skurðstofu Borgarspitalans, einnig til af-
leysinga á hinar ýmsu legudeildir. Upp-
lýsingar á skrifstofu forstöðukonu.
Hafnarbúðir
Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa i
sjúkradeild i Hafnarbúðum.
Upplýsingar á skrifstofu forstöðukonu.
Reykjavik 22. april 1977
Borgarspitalinn