Þjóðviljinn - 24.04.1977, Side 6

Þjóðviljinn - 24.04.1977, Side 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. aprll 1977 SVAVAR GESTSSON; missera verda atvinnustefnu Atök næstu um íslenska og erlenda stóriöju 1 sérriti Þjóðviljans um islenska atvinnustefnu rekur Þröstur ólafsson hagfræöingur aðgerðir vinstristjórnarinnar i iðnaðar- málum. Þessu riti hefur nú verið dreift um allt land i 50 þúsund ein- tökum og engin þörf á að endur- taka efni þess hér, en i grein Þrastar kemur fram að á valda- árum vinstristjórnarinnar voru gerðar stórhuga áætlanir um efl- ingu islensks iðnaðar. Unnar voru ýtarlegar og raunhæfar tillögur sem sýna að islendingar eiga svo mörg atvinnutækifæri sjálfir ein- ungis meö þvi að notast við inn- lend aðföng að þjóðin getur á næstu áratugum átt fullt i fangi með þvi að nýta þau tækifæri. Til dæmis um þau verkefni sem iðn- þróunarnefnd sú sem Magnús Kjartansson setti á laggirnar benti á sem hugsanleg stóriðju- verkefni islendinga sem byggi á innlendri orku og hráefnum að meginhluta voru áburðarvinnsla, sjóefnavinnsla margskonar og gosefnavinnsla. Aætlaður stofn- kostnaður á verðlagi ársins 1975 var talinn um 50 miljarðar ef reistar væru verksmiðjur til þess að nýta þessí tækifæri. Þessi stóru fyrirtæki hefðu þurft 300—350 gigavattstundir á ári og jarðvarma i miklum mæli. Starfslið við þessi fyrirtæki yrði 2300 manns eða svo að minnsta kosti, söluverðmæti á ári 20—30 miljarðar króna. Af þessum töl- um sést að þarna er um að ræða risaverkefnisem gætu skipt sköp- um i islensku atvinnulifi. Þá eru ótalin þau verkefni, sem liggur fyrir að snúa sér að i sjávarút- vegi, fullvinnslu sjávarafurða, nú þegar við sjáum hilla undir það að við ráðum fiskimiðunum einir loksins eftirlanga baráttu. Það er þvialveg augljóst að ef við aðeins snúum okkur að ’þ'd að nýta þau tækifæri sem eru svo að segja borðleggjandi þá mun þjóðin eiga fuilt i fangi með að leysa þau mið- að við þann mannfjölda sem hér er og það fjármagn sem hér er. Það liggur fyrir að þjóðin hefur næg verkefni að vinna að nýtingu islenskra atvinnutækifæra fram til aldamóta og lengur. Það var iðnþróunarnefnd Magnúsar Kjartanssonar sem benti á hin stóru verkefni almenns iðnaðar, en þegar vinstristjórnin fór frá, lagði nýi iðnaðarráðherra hægristjómar- innar tillögur iðnþróunarnefndar á hilluna. Orkustefna — idnaöarstefna Alþýðubandalagiö taldi sér skylt að halda þessum störfum sem hófust i vinstristjórninni áfram. Þess vegna var þegar á fyrstu mánuðum Alþýðubanda- lagsins sem stjórnarandstöðu- flokks 1974 sett á laggimar orku- nefnd flokksins. Hún skilaði áliti sl. haust eins og kunnugt er með myndarlegu riti. Hefur álit orku- nefndarjnnar vakið svo mikla athygli að hvarvetna er núorðið vitnað til þess til fyrirmyndar um vinnubrögð flokks að sérverkefn- um. Formaður orkunefndarinnar var Hjörleifur Guttormsson. Er orkunefndin hafði skilað áliti ákvað forysta flokksins að leggja sérstaka vinnu i að móta fram- haldið: ýtarlegar tillögur um is- lenska atvinnustefnu. Árangur þess starfs og um leið undirbún- ing að lokatillögum er að finna i sérritum Þjóðviljans um islenska atvinnustefnu sem kom út i siðustu viku, og i tillögu þing- fiokks Alþýðubandalagsins um stefnumótun i atvinnumálum. Alþýðubandalagið vill með þess- um tillöguflutningi og Þjóðviljinn með sérritunum kynna öllum almenningi það stefnumótandi starf sem nú er unnið að á vegum hreyfingarinnar og um leið að sýna fram á það andspænis hinni erlendu stóriðjustefnu Jóhannes- ar Nordals, Gunnars Thorodd- sens, Stéingrims Hermannssonar og Benedikts Gröndals, að islend- ingar þurfa ekki að leita til útlendinga; verkefnin eru ærin sem blasa við okkur hér úr inn- lendum aðföngum. Rökrétt framhald Tillögur Alþýðubandalagsins nú um islenska atvinnustefnu eru rökrétt framhald af áratuga bar- áttu islenskra sósialista fyrir sjálfstæði þjóðarinnar gegn óþjóðlegum öflum auðstéttarinn- arog niðurlægjandi vantrú þeirra á islenskt stjálfstæði. Sósialista- flokkurinn lagði grundvöllinn að eflingu sjávarútvegs og fiskiðn- aðar i nýsköpunarstjórninni; þvi starfivarhaldiðáfram af miklum myndarskap i vinstristjórnunum báðum. Jafnframt börðust vinstristjórnirnar oft við allt að þvi ofurefli liðs, gegn Nató og ihaldinu, fyrir útfærslu landhelg- innar. Nú er lokatakmark land- helgismálsins i augsýn. Nú þarf að iðnvæða Sjávarútveginn og fiskvinnsluna samhliða allsherjar eflingu almenns iðnaðar; þar eru verkefnin ekki smærri en þau sem rakin voru hér á undan sem dæmi um islensk stóriðjutæki- færi. ✓ Aætlun „intergral” Þegar hægristjórnin kom til valda varð það fyrsta verkefni forstjóra Alusuisse að dusta rykiö af áætlun „Integral”, sem Magnús Kjartansson haföi hafn- að. I hinni nýju útgáfu áætlunar- innar sem forstjórarnir sendu Gunnari Thoroddsen i október 1974 kvarta þeir um dræmar undirtektir Magnúsar Kjartans- sonar, én gera sér jafnframt greinilega vonir um betri undir- tektir meö nýrri rikisstjórn. Þeim varð aö ósk sinni. Hægristjórnin átti i látlausum viðræðum við for- stjóra Alusuisse um áætlun integral. Hún samþykkti stækkun álverksmiðjunnar, 2. áfanga þeg- ar i stað, án þess einu sinni að setja um leið skilyrði um hreinsi- tæki. Hún samþykkti aðild Alusuisse að virkjunarrannsókn- um á Austurlandi. Hún leitaði eftir umsögnum innlendra aöila eins og náttúruverndarráðs — nú alveg nýlega — um súrálsverk- smiðju á Reykjanesi og hún hefur gefið undir fótinn með enn meiri stækkun álversins: hefur þegar samþykkt virkjunarfram- kvæmdir sem iðnaðarráðherrann ætlar gagngert handa stærri ál- verksmiðju i Straumsvik. Andsvar Alþýðubandalagsins við þessari sókn ihaldsins er islensk atvinnustefna; fyrir henni er gerð grein i sérritum Þjóðvilj- ans, greinargerð áðurnefndrar þingsályktunartillögu og útvarps- umræðunum á alþingi i fyrra- kvöld. Alþýðubandalagið hefur einnig lagt þunga áherslu á afstöðu sina i atvinnumálum meö stöðugum umræöum um mál þessi i málgögnum sinum og á Alþingi i vetur. Má i þvi sam- bandi minna á umræðurnar um Grundartangaverksmiðjuna. — Þessi látlausa barátta Alþýðu- bandalagsins er nú farin að bera árangur. Þessi árangur birtist tam. i skoðanakönnun Dagblaðs- ins um daginn þegar 80% aö- spurðra reyndust vera á móti erlendri stóriðju. Þessi árangur hefur einnig komið fram i marg- vislegum blaðaskrifum að undan- förnu, en langmest áberandi varð þessi árangur á alþingi i vikunni þegar atkvæði voru greidd um verksmiðjuna á Grundartanga. 10 þingmenn úr báðum stjórnar- flokkunum lýstu andstöðu við frumvarp þetta — auðvitað meðal annars á þeim forsendum að þeir voru andvigir þvi að islenska rik- ið ætti meirihluta i fyrirtækinu — en andstaða þeirra var þó fyrst og fremst niðurstaöa þeirrar miklu óánægju með stóriðjustefnuna sem fer geyst um landið um þess- ar mundir og óhjákvæmilegt er að einnig þingmenn stjórnar- flokkanna verði varir við. Það var einnig greinilegt þegar þing- menn stjórnarflokkanna gerðu grein fyrir atkvæðum sinum að málflutningur þingmanna Alþýðubandalagsins hafði haft áhrif og sú upplýsingasöfnun um afkomuhorfur verksmiðjunnar sem unnin var i iðnaðarnefnd varð til þess að opna augu margra; það er nefnilega ljóst að veruleg hætta er á hallarekstri þessa fyrirtækis og þjóðhagslegur ávinningur yrði hverfandi, jafn- vel þótt við slyppum við hallann. Bráöabirgöa- samningur við Elkem 1 lok þessarar umræðu i siðustu viku markaði Alþýðubandalagið einnig forystu sina og sérstöðu meðal þingflokka, en samstöðu með meirihluta landsmanna, með þvi að lýsa yfir að flokkurinn muni áfram berjast fyrir breyt- ingum á samningum viö Elkem eftirsamþykktalþingisnú, bæði á raforkusamningi og starfsleyfi um hollustuhætti. Þaö er þvi al- veg augljóst að yfirlýsing stærsta stjórnarandstöðuflokksins jafn- gildir þvi að samningurinn við El- kem sem etv. verður samþykktur á alþingi i þessari viku er aðeins bráðabirgðasamningur, hann fær ekki að standa óbreyttur nema skamma stund. Alþúðubanda- lagið mun beita sér fyrir þeim breytingum eitt eða i samvinnu við aðra flokka. Þegar járnblendiverksmiðjan var rædd á alþingi i siöustu viku klofnuðu báðir stjórnarflokkarnir möur 1 rót. Aðeins einn tlokkur stóð heill og óskiptur meö málm- blendiverksmiðjunni; Alþýðu- flokkurinn! Kannski á það við um þann flokk að ekki verði feigum forðað, en margur hafði þó gert sér vonir um það að Alþýðuflokk- urinn væri á batavegi. Svo er ekki. Formaður Alþýöuflokksins réðist með heiftaroröum gegn þingmönnum Alþýðubandalags- ins, hann skrifaði undir nefndar- álit meirihluta iðnaðarnefndar án þess aö hafa kynnt sér tillögur heilbrigðiseftirlitsins um hollustuhætti I verksmiðjunni. Hann gekk fram fyrir skjöldu sem sérstakur talsmaður erlendrar stóriðju; var ræða hans hin harðasta stóriöjuræöa sem heyrst hefur á alþingi á undan- förnum árum eða allt frá þeim tima, er Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn knúðu fram samþykki alþingis við álverk- MEGRUN ARLEIKFIMI Nýtt námsekið Vigtun— Mæiing — Gufa — Ljós — Kaf fi — Nudd — Megrunar- fæöa — Matseöill. Innritun og upplýsingar í síma 83295 alla virka daga kl. 13-22. Júdódeild Armanns Ármúla 32.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.