Þjóðviljinn - 24.04.1977, Side 24
DJOÐVIUINN
Sunnudagur 24. aprfl 1977
Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra
starfsmenn blaðsins i þessum simumk Ritstjórn 81382,
81527, 81257 og 81285, útbreiðsla81482 og Blaðaprent81348.
@81333
Einnig skal bent á
heimasfma starfsmanna
undir nafni Þjóðviljans i
simaskrá.
;?■$ ■ ■ ,.
Nýi og gamli timinn mætast. Gamla frystihúsiö sést ofan við bryggjuna
en fremst er hin nýja löndunarbryggja sem gerbreytir allri aðstöðu við
fiskmóttöku. Aður þurftiaðkeyra allan fisk á vörubÁum upp fyrir gamla
húsið,en nú er kössunum staflað á bakkann þar sem lyftarar taka þá og
flytja smáspöl inn i móttöku nýja frystihússins sem er rétt utan við
myndina hægramegin.
Egill Jónasson frystihússtjóri.
í vetur tók Kaupfélag
Austur-Skaftfellinga í
notkun nýtt frystihús á
Höfn í Hornafirði. Að vísu
höfðu hlutar þess verið
starfræktir um nokkurt
skeið—mötuneyti, humar-
vinnsla, saltfiskverkun,
frostgeymsla og loðnu-
frysting, — en i janúarlok
hófst móttaka og vinnsla á
bolfiski til frystingar.
Að sögn Þorsteins Þorsteins-
sonar hefur frystihúsið nýja
reynst vel að flestu leyti þótt
ýmislegt mætti færa til betri veg-
ar eins og oftast kemur i ljós
þegar ný mannvirki eru dregin
fyrir dóm reynslunnar. Nefndi
Þorsteinn helst til saltfiskverk
unina, þar væri hávaði óhæfilega
mikill. Hann kvaðst þó hafa góða
von um að það ásamt öðru smá-
vægilegu yrði tekið til endurskoð-
unar og lagfært að lokinni vetrar-
vertið.
Vertiðin hefur ekki gengið nógu
vel á Höfn. Aflabrögð hafa ekki
verið upp á það besta. Þorskveiði
i net virðist fara stöðugt minnk-
andi ár frá ári og er nærtækasta
skýringin minnkandi fiskgengd.
Vertiðin fór allvel af stað, einn
bátur var á linu og fiskaði vel, en
þegar netavertiðin hófst dró úr
veiðunum. Sömu sögu er að segja
af togara þeirra hornfirðinga,
Skinney, hann hefur ekki fiskað
nógu vel.
Þrátt fyrir þetta sagði Þor-
steinn að atvinnulif væri i sæmi-
legu horfi á Höfn, nóg væri að
gera þótt yfirvinna sé kannski
minni en oft áður. Loðnubræðsla
gekk vel en sama var ekki að
segja um frystinguna, hún var
ekki nein svo heitið gat.
Af öðrum sviöum framkvæmda
Vélakostur nýja frystihússins er ailur hinn fullkomnasti.
á Höfn sagði Þorsteinn að nokkur
hús væru i byggingu og bjóst hann
við að þeim myndi fjölga með
sumrinu. Þörfin væri fyrir hendi
þvi húsnæðisskortur rikti og yrði
sennilega ekki bætt almennilega
úr honum nema með átaki á fé-
lagslegum grunni, byggingu rað-
húsa eða fjölbýlishúsa. Loks
nefndi hann að nú væri verið að
undirbyggja nokkrar götur i eldri
hluta bæjarins og væri stefnt að
þvi að leggja á þær varanlegt slit-
lag að ári.
Hér á siðunni eru nokkrar svip
myndir úr nýja frystihúsinu og
umhverfi þess sem Eirikur Þor-
valdsson tók fyrir nokkru. —ÞH
ur nyju
frystihúsi
Tvær kynslóöir tækjamanna: Sveinn Bjarnason til vinstri og Sigurður Tveir góðir: Einar Karlsson aðgerðarstjóri (tv.) og Benedikt Þorsteinsson verkstjóri i saitfiskinum.
Guðnason.