Þjóðviljinn - 24.05.1977, Síða 11
Þriðjudagur 24. mal 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Sigurður Dagsson
varði vítaspyrnu
og Valur fór
frá Eyjum
með bæði stiginn
eftir 1:0 sigur
Valsmenn voru heppnir
aö fara meö bæöi stigin frá
Vest ma nna ey j u m í
gærkveldi, þegar iBV og
Valur léku þar i 1. deildar-
keppninni í knattspyrnu.
Þeir geta þakkað mark-
veröi sinum, Siguröi Dags-
syni, það aö þeir tóku bæði
stigin meö sér úr
viðureigninni. Sigurður
varöi hreint snilldarlega
allan leikinn og kórónan á
markvörslu hans var þeg-
ar hann varði vitaspyrnu
frá olafi Sigurvinssyni á
79. minútu leiksins. Þar
meö var sigur Vals i höfn
og Valur, sem byrjaði svo
illa i mótinu virðist hafa
náö fluginu aftur og vann
(iuðmundui' Þorbjörnsson skor-
aöi sigurmark Vals i gærkvöld
þarna sinn annan sigur í
röö í mótinu.
Þaö var Gufimundur
Þorbjörnsson, sá leikni og mark-
heppni sóknarmaður Vals, sem
skoraði eina mark leiksins. Það
var á 74 min. að mikil þvaga
myndaðist (yrir framan mark
IBV, og úr þvögunni fékk
Guðmundur bollann og skoraði,
1:0.
Fram til þessa hafði leikurinn
verið afar jafn, en eftir markið
tóku heimamenn mikinn kipp og
sóttu látlaust.
Strax á 75. min. björguðu vals-
menn á linu, og aftur minútu
siðar, og á 79. min. var dæmd
vitaspyrna á Val. sem Ólafur
Sigurvinsson, hinn reyndi bak-
vörður tBV framkvæmdi, en skot
hans var næstum beint á Sigurð
Dagsson sem átti mjög auðvelt
með að veria.
A siðustu minútu leiksins áttu
valsmenn dauðafæri, er Albert
Guðmundsson komst einn inn
fyrir vörn IBV, en náði ekki að
skjóta og gaf á Guðmund
borbjörnsson, en Páll Pálmason
varði skot hans snilldarlega.
Ef á heildina er litið var leikur-
inn mjög vel leikinn og skemmti-
legur á að horfa og svo jafn að
jafntelli hefðu verið sanngjörn-
ustu úrslit hans. Valsmenn voru
heppnir að ná báðum stigum,
meistaraheppni sögöu sumir.
Óskar Valtýsson átti bestan leik
eyjamanna en Ingi Björn var
hættulegasti maður Vals-liðsins.
ST/S.dór
Ekki verður annað sagt en aö
Hreinn Halldórsson hafi staðið
fyllilega fyrir sinu i hinu nýaf-
staðna keppnisferðalagi um
England
Keppnisferðalag Hreins:
Capes sigraði
Ci — og Hreinn varð
dl l ur að gera sér annað
sætið þrisvar að góðu
Breski kúluvarparinn
Geoff Capes reyndist
Hreini Halldórssyni fet-
inu fremri i keppnis-
ferðalagi Hreins um
England. Á þeim þremur
mótum þar sem þeir
leiddu saman hesta sína,
varö Hreinn að gera sér
aö góöu annað sætið.
A föstudagskvöldið kepptu
þeir báðir á móti i Wolver-
nampton. Capes var i afar góðu
formi og varpaði þar 20.98, en
Hreinn varð i öðru sæti með
20.31 metra. Á sunnudaginn
tóku þeir svo þátt i móti i Sout-
hampton.
Enn sigraði Capes, nú með
19.98 en Hreinn varð annar kast-
aði kúlunni 19.90 metra.
Silfurhafinn frá Olympiuleik-
unum i Montreal, Komar frá
Póllandi, varð i þriðja sæti á
öllum þessum mótum.
Langhlauparinn Ágúst
Ásgeirsson tók einnig þátt i báð-
um þessum mótum. Hann varð i
fjórða sæti i Wolverhampton
þar sem hann keppti i 1500
metra hlaupi, en i Southampton
lenti hann i öðru sæti i milu-
hlaupi.
íslenska UL-landsliðið
/
Agæt frammistaða
Islenska unglingalandsliðið i
knattspyrnu gerði jafntefli viö
það enska i 2. umferð Evrópu-
keppni unglinga 16—18 ára. Þetta
hljóta að teljast afar góð úrslit
fyrir islenska liðið, þar sem það
enska er talið eitt hið allra sterk-
asta i keppninni. Englendingarnir
áttu öllu meira i þessum leik,
einkum i fyrri hálfleik, þó án þess
að skapa sér umtalsverð mark-
tækifæri. 1 seinni hálfleik tóku
islendingarnir leikinn æ meira i
sinar hendur, og skapaðist oft
mikil hætta við mark Englands,
þó án þess að mark hlytist af.
Úrslitin 0:0 eru þvi svo sann-
arlega rós i hnappagat islensku
leikmannanna, þar sem flestir ef
ekki allir leikmenn enska liðsins
eru að einhverju leyti atvinnu-
menn i iþróttinni.
Hart barist
i 2. deild
Um helgina fóru fram nokkrir leikir i 2. deild Islandsmótsins i
knattspyrnu.
isiandsmótiö, 2. deild,
Ármann — Isafjörður 4:1
A Melavellinum sigruðu Ar-
menningar tsfirðinga með 4
mörkum gegneinu. Ármenningar
vouru mun betri i leiknum á
Melavellinum. Þeir náðu fljótt
forystunni og i hléi var staðan 2:0
Ármanni i vii. I seinni hálfleik
náðu Armenningar að auka for-
skot sitt i 3:0. Eftir það var engin
spurning um úrslit leiksins. Is-
firðingar náðu að visu að minnka
muninn i 3:1, en rétt fyrir leikslok
skoruðu svo Armenningar sitt
fjórða mark og lokatölurnar þvi
4:1. Mörk Ármenninga skoruðu
eir Sveinn Guðmundsson (2) og
eir Viggó Sigurðsson og Þráinn
Asmundsson skoruðu sitt markið
hvor
Islandsmótiö 2. deild:
Reynir (S) — Reynir (A)
3:1
Reynir Irá Sandgerði sigraðí
Reyni Irá Árskógsströnd með
þremur mörkum gegn einu. Leik-
urinn lór fram i Sandgerði og með
sigri liðs Sandgerðinga hafa ný-
liðarnir i deildinni skotist uppi 1
sælið. Mörk Sandgerðinga skor
uðu þeir Pélur Brynjarsson. Ari
Arason og Jóhann Bjarnason
Fvrir Arskógsstrendinga skoraði
Pétur Sveinsson
islandsmótið 2. deild :
Selfoss — Þróttur 1:0
Á Selfossi sigruöu heimamenn
Þrótt frá Neskaupsstað með einu
marki gegn engu Sigurður R
Ottarson skoraði eina mark ieiks
ins. Sbern veðrátta setti svip sinn
á þennan leik auk þess sem að
stæður þær sem Selfyssingar
bjóða uppá eru ekki til áð hrópa
húrra fyrir.
*" 1 ■
staöán W -
Slaðan i 2. deild lslandsmótsius
i knattspyrnu er nú þessi:
Ármann — ísafjörður 4: 1
Keynir S. - - Rcynir A 3: 1
Solfoss — Þrótlur N. 1: 0
Kcynir S. 2 2 0 0 5: • 2 4
Ilaukar 1 1 0 0 3: :0 •>
\ ölsungur 1 I 0 0 1 :0 2
Þróltur R. 1 1 0 0 1 : 0 •>
\r niaun •> 1 0 1 4 : 2 2
Sclloss •> 1 0 1 2 : 2 •>
isafjörður 1 0 0 1 1 : 4 0
Þróltur N. •> 0 0 •> 0 ■ 2 0
Hcynir A. 2 0 0 2 1: :<i 0
K A 0 0 0 0 0: 0 0
Na‘Sti lci kur í 2. dei Id er á 111 ið-
vikudag. Þá leika Völsungur og
KA a Húsavik.
Gústaf setti
norðurlandamet
Gústaf Agnarsson,
noröurlandameistarinn i
100 kg. flokki, setti
glæsilegt norðurlanda-
met á innanfélagsmóti
sem KR hélt um helgina.
Gústaf snaraði 152.5 kg,
en eldra metið, sem var
eign norðmannsins G.
Ostbys, var 150 kg. Litlu
munaöi að Gústaf tækist
að bæta metið saman-
lagt. Hann var langt
kominn meö 190 kg i
jafnhendingu, sém sam-
anlagt heföi gert nýtt
met. Þess má geta aö
Gústaf átti 25 ára af-
mæli þegar hann setti
metið. Veröur vart ann-
að sagt en aö hann hafi
gefið sjálfum sér glæsi-
lega afmælisgjöf.
Juventos ítalskur meistari
Juventos sigraði naumlega i
itölsku deilaarkeppninni sem
lauk um helgina. Juventos hlaut
51 stig, aðeins einu stigi meira en
erkifjendurnir Torino, meistarar
siðasta keppnistimabils, sem
hlutu aðeins einu stigi minna, eða
50 stig. Keppnin um meistaratitil-
inn stóð svo til eingöngu milli
þessara félaga en i næstu sætum
komu Florentino með 35 stig og
hið vel þekkta félag Inter Milan
með 33 stig.