Þjóðviljinn - 24.05.1977, Síða 12

Þjóðviljinn - 24.05.1977, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. mal 1977. Sigurvegarar Manchesler United i hikarkeppni enska knattsp.vrnusambandsins Þrennan úr sögunni. Manchester United — Liverpool 2-1 Manchester United bikar meistari Möguleikinn stórkost- legi/ aö sigra í 1. deildinni ensku/ bikarkeppninni og Evrópukeppni meistara- liða varö aö engu er eng- landsmeistarar Liverpool töpuðu fyrir Manchester United í æsispennandi úr- Bergiðjan sigraði Urslitum i fyrirtækja- og stofnanakeppni i borötennis lauk fyrir skömmu. Sigurveg- ari i keppninni varö sveit Hergiöjunnar, en i sveitinni léku þeir Hjálmar Aöalsteins- son og Björgvin Jóhannesson. i ööru sæti varö sveit Hús- gagnavals og i þriöja og fjóröa sæti urðu sveitir l.and- spitalans, A-sveit og B-sveit l.andspitalans. Alls tóku sex sveitir þátt i úrslitakeppninni. Þaö var O. Johnson og Kaaber sem sá um keppnina. Frá golfklúbbnum Leyni Golfklúbburinn Leynir Akranesi hefur falið Hannesi Þorsteinssyni að halda nám- skeið fyrir byrjendur i golf- iþróttinni i sumar. Geta menn komið og fengið leiðsögn i allt að 5 tima og það endurgjalds- laust. Námskeið þessi hófust 21. mai og standa til 6. júni. Þátttakendur skulu tilkynna sig Hannesi Þorsteinssyni. Auk þessar fyrirgreiðslu sem klúbburinn veitir, leggja Leynismenn til öll áhöld til kennslunnar. slitaleik á Wembley-leik- vanginum i London/ 2:1. Leikurinn á laugardaginn var ekki aðeins einn sá stórkostleg- asti af úrslitaleikjum bikar- keppninnar frá upphafi heldur einnig hið stórkostlegasta sjónar- spil þar sem áhangendur tveggja Kriörik Þór óskarsson stökk 7,53 m. i langstökki, sem vissulega lofar góðu fyrir sumarið, þótt meðvindur hafi verið aðeins of mikill. vinsælustu liða Englands voru saman komnir. Eftir markalausan fyrri hálf- feik voru áhorfendur varla búnir aö taka sér sæti þegar mörkin hreinlega rigndu niður. Strax á 5. min. skoraði Stuart Pearson fyrir Manchester. Hann fékk laglega sendingu frá Jimmy Greenhoff og fast skot hans þaut i marknetið. Aðeins stuttu siðar jöfnuöu Liverpoolmenn. Jimmy Case fékk sendingu frá Joey Jones og með markið i bakið skaut hann þrumuskoti eftir eldsnögga bolvindu og staðan var 1:1. Það var fyrrum Stoke-leik- maður Jimmy Greenhoff sem gerði út um leikinn. Skotinn knái Lou Macari átti skot að marki Liverpool, skot sem stefndi beint i greipar Clemence markvarðar Liverpool, en aður en svo varð tókst Greenhoff að breyta stefnu knattarins örlitið, nóg til þess að Clemence fór úr jafnvægi: inn sigldi knötturinn, 2:1,og þau urðu lok leiksins. Enn hefur Liverpool möguleika á að vinna frækilegt afrek. A mið- vikudagskvöldið leikur liðið gegn Borussia Mönchengladbach i úr- slitum Evrópukeppni meistara- liða. Flestir eru þó þeirrar skoðun ar að tap Liverpool-liðsins á laugardaginn komi til með að veikja baráttuviljann. Svo hélt a.m.k. Emelyn Hughes fyrirliði Liverpool. Auk þess mun nokkur óánægja rikja i herbúðum Liver- pool; þar spilar peningaspurs- málið inni. Á meðan Borussia fær geysiháan bónus vinnist leikurinn verða leikmenn Liverpool að sætta sig við barnalegar upp- hæðir i samanburði. Vormót ÍR Byrjunin lofar góðu Vormót iR í frjálsíþrótt- um fór fram á Melavelli sl. sunnudag í leiðinda veðri, en þrátt fyrir það voru mörg athyglisverð afrek unnin á mótinu, sem vissu- lega lofar góðu fyrir sumarið. Og þetta gerðist þrátt fyrir það að margir af okkar bestu frjáls- iþróttamönnum eru nú er- lendis, ýmist við æfingar eða keppni. Athyglisverðasta afrek mótsins var án efa lang- stökk Friðriks Þórs Óskarssonar, en hann stökk 7.53 m. sem er lengsta stökk sem ís- lendingur hefur stokkið í langstökki, en því miður er það ekki löglegt tslands- met, þar sem meðvindur var of mikill. Eigi að síður sýnir þetta glæsilega stökk hvers má af honum vænta i sumar. Þá náði Ingunn Einarsdóttir af- ar athyglisverðum árangri i lang- stökki kvenna, en þar var hún eini keppandinn og stökk 5.58 m. en það var alveg sama sagan þar, meðvindur var of mikill. Og þriðja athyglisverða afrekið á mótinu var kringlukast Óskars Jakobssonar. Hann sigraði með 57,52 m. kasti, sem er hans besti árangur i kringlukasti til þessa og greinilegt að ekki er langt að biða 60 m. kasts frá óskari. Loks er svo að geta þess að Þór- dis Gisladóttir stökk 1,65 m. i há- stökki, sem er frábært við þær að- stæður sem keppt var við, rok og kulda. Af öðrum sigrum i mótinu er það að segja að i 100 m. hlaupi voru þeir jafnir Magnús Jónsson og Björn Blöndal á 11.0 sek. en Magnús sjónarmun á undan. Björn sigraði svo i 110 m. grindahlaupi á 15,2 sek. Thelma Björnsdóttir sigraði i 800 m. hlaupi kvenna á 2:29.9 min, sem er frábært afrek hjá þessari 13 ára gömlu stúlku. Asa Halldórsdóttir sigraði i kúluvarpi með 11,01 m. Jón Sævar Þórðarson sigraði i 400 m. hlaupi á 52,2 sek. Ingunn Einarsdóttir i 200 m. hlaupi á 25,2 sek. Sigfús Jónsson i 1500 m. hl. á 4:09,3 min. Ingunn Einarsdóttir sigraði i 100 m. grindahlaupi kvenna á 14,2 sek., og i 800 m. hlaupi sveina sigraði Ingvi Ó. Guðmundsson á 2:14.0, min. S.dór Dregið hjá Fylki Handknattleiksdeild Fylkis stóð fyrir skömmu siðan fyrir happdrætti. Hefur verið dregið og kom upp núm- erið 3478. Vinningshafi er beðinn að vitja vinningsins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.