Þjóðviljinn - 25.05.1977, Page 1
Miðvikudagur 25. maí 1977 — 42. árg. —114. tbl.
ALLT SITUR FAST I KJARASAMNINGUNUM
V öruskiptajöfnuður
á sléttu
í frétt frá Hagstofu íslands segir, að vöruskipta-
jöfnuður okkar íslendinga hafi á fyrstu 4 mánuðum
þessa árs orðið óhagstæður um 17,5 miljónir króna
sem má heita nákvæmlega slétt. Sömu mánuði í fyrra
var vöruskiptajöf nuðurinn hins vegar óhagstæður um
rúmlega 4000 miljónir króna. Nú í ár var f lutt út fyrir
tæplega 30 miljarða þessa fjóra mánuði og flutt var
inn fyrir að kalla sömu upphæð.
Röð styttri verkfalla á
næsta leiti
I gær boðaði Alþýðusambandið til fundar með for-
mönnum allra verkalýðsfélaganna i Reykjavík. Á
fundinum var einróma samþykkt að leggja til við stjórn-
ir og trúnaðarráð nær allra verkalýðsfélaganna i
Reykjavík, aðefnt verði til eins dags allsherjarverkfalls
i Reykjavik og nágrenni föstudaginn 3. júni n.k.
Stjórnir og trúnaðarráö verka-
lýðsfélaganna hafa yfirleitt á
hendinni heimildir félagsfunda til
verkfallsboðana og munu stjórnir
og trúnaðarráð flestra félaganna
i Reykjavik halda fundi i dag, og
taka þar ákvörðun um hvort
vinna verði stöðvuð i einn sólar-
hring frá klukkan 12 á miðnætti
fimmtudaginn 2. júni til klukkan
12 á miðnætti föstudaginn 3. júni.
Verkfall þarf að boða með viku
fyrirvara, svo tilkynna verður
hugsanlegt verkfall 3. júni strax á
morgun.
Þá er Þjóðviljanum kunnugt að
áform eru uppi um áframhald-
andi röö slikra eins dags verk-
falla, er byrji sem áður segir með
allsherjarstöðvun I Reykjavik og
Hafnarfirði 3. júni, en siðan taki
aðrir landshlutar við og standi
þessar aðgerðir til 9. júni.
Með þessum aðgerðum vill
verkalýðshreyfingin knýja enn
fastar á um árangur i kjara-
samningunum en forðast þó að
gripa til varanlegrar allsherjar-
stöðvunar, nema allar aðrar
leiðir reynist lokaöar.
Engir fundir voru haldnir hjá
aðalsamninganefndumdeiluaðila i
gærdag, en i gærkvöldi klukkan
hálf niu var boðaður fundur. Eng-
in tiðindi höfðu borist frá honum,
þegar siðast fréttist.
Frá formannafundi verkalýðsfélaganna i Reykjavik og nágrenni i gær.
YFIR VINNUBANNIÐ:
V eldur töfum víðast hvar
Yfirvinnubann ASl hefur verið i
giidi siðan 1. mai si. um allt land
og má segja að það hafi verið
haldið aigerlega. A þvi eru þó ör-
fáar undantekningar. En hver
hafa þá áhrif þessa aukavinnu-
banns verið þessa 24 daga sem
það hefur staðið? Við gerðum i
gær könnun á þessu máli og
virðist ljóst að áhrif þess eru
mjög mikil, nær allsstaðar, en
eins og alltaf eru til undan-
tekningar.
Viglundur Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri steypustöðvar BM
Hægt aö skipuleggja dagvinnuna
þannig aö aukavinna veröi óþörf og
greiöa hærra kaup fyrir dagvinnu,
segir Víglundurhjá BM Vallá
Vallá, sagði að þetta aukavinnu-
bann hefði ekki haft nein áhrif á
starfsemi stöðvarinnar og hefðu
afköst hennar ekki minnkað.
„Það hefur bara komið i ljós að
með skipulagningu er hægt að ná
fram meiri afköstum en áður.
Ekki bara hér hjá okkur, heldur
einnig i byggingariðnaðinum
yfirleitt”, sagði Viglundur.
Sagði hann að stundvisi manna
hefði verið betri, bæði á morgn-
Baldur til rannsókna á djúpmiðum:
Verulegar breytingar
þarf aö gera á skipinu
Þótt „varðskipið” Baldur hafi nú verið málað i lit h afrannsóknaskip-
anna,mun það ekki verða notað til rannsóknarstarfa fyrr en eftir tals-
verðar breytingar.
í gær skilaði Landhelgisgæslan
skuttogaranum Baldri i hendur
sjávarútvegsráðuneytisins á ný.
Baldur var keyptur frá Akranesi
til nota fyrir Hafrannsóknastofn-
un, en var tekin til landhelgis-
gæslu.og þótti skipið reynast vel
undir öruggri stjórn Höskuldar
Skarphéðinssonar, skipherra, og
Ataks að vænta í
Flugöryggi útí á landi
Yfirmenn flugmála kynna sér flugöryggi flugvalla í Noregi
„Sannleikurinn er sá, að flug-
öryggismál úti á landi eru i afar
slæmu ásigkomulagi vfða,og við
höfum um árabil reynt að kria
út fé til að bæta ástandið, en það
hefur gengið misjafnlega aö fá
fjárveitingu. Nú i ár er fjárhag-
ur okkar heldur rýmri en vant
er og þess vegna var ákveðið að
gera nokkurt átak I að bæta
flugöryggið, til að mynda með
þvi að lýsa upp flugvelli úti á
landi og fleira.
Og vegna þessa eru æðstu
menn flugmála hér á landi nú
úti Noregi að skoða hvernig
norðmenn hafa farið að i þessu
efni, en aðstæður eru ekki
ósvipaðar hér og i Noregi hvað
innanlandsflugmál snertir”,
sagði Gústaf Sigvaldason, skrif-
stofustjóri hjá flugmálastjóra,
er við ræddum við hann i gær.
Þeir Agnar Kofoed - Hansen
flugmálastjóri og Leifur
Magnússon varaflugmálastjóri,
ásamt fleiri mönnum héðan.eru
nú staddir i Noregi, þar sem
þeir eru að kynna sér hvernig
norðmenri hafa farið að i flug-
öryggismálum á flugvöllum út-
um landið.
Gústaf sagðist eiga von á þvi
að framkvæmdir við lýsingu
flugvalla og ef til till einhverjar
fleiri lagfæringar hæfust i sum-
ar.
—S.dór
samhentrar áhafnar hans. Eink-
um var það skuturinn sem var
styrkleiki Baldurs sem varðskips
bæði i sókn og vörn.
1 vetur hefur verið gert við
skemmdir á Baldri i Skipasmiða-
síöðinni Stálvik og nemur við-
gerðakostnaður um 40 miljónum
króna.
Aður en Hafrannsóknastofnun
tekur viö skipinu þarf að gera á
þvi verulegar breytingar sem
stofnunin hefur þegar gert út-
boðslýsingu á. Lagfæra þarf og
færa til spil, koma fyrir rann-
sóknarstofu á millidekki og bæta
þar aðstöðu til fiskmóttöku, setja
upp sjórannsóknarkompu á brú-
arvæng og búa skipið fullkomnum
fiskileitartæk jum.
Enn hefur ekki verið ákveðið
hvort fé fæst til þessara breyt-
inga, en fyrr en þær hafa verið
gerðar er skipið ekki reiðubúið til
hafrannsókna. Baldur mun sinna
flestum venjulegum verkefnum i
hafrannsóknum, en vegna stærð-
ar sinnar verður honum liklega
beitt til rannsókna á djúphafs-
fiskum sérstaklega, svo sem gull-
laxi og langhala.
Hafrannsóknastofnunin gerir
nú út þrjú skip, og þar af er eitt
þeirra, Hafþór, i lamasessi. Brýn
þörf er þvi á að Baldur bætist i
hópinn. Hinsvegar er óráðiö enn
hvort skipiö heldur nafninu4
ana og eftir mat og kaffi. Það get-
ur tafið steypustöðvarnar mikið
ef þeir sem eiga að taka á móti
steypunni eru ekki komnir að
verki fyrren kl.9 eða að ganga tiu
á morgnana.
„Það liggur alveg ljóst fyrir aö
hægt er að afnema aukavinnu al-
gerlega i byggingariðnaðinum og
ef hægt er að ná fram sömu af-
köstum á 8 timum og á 10 áður
gefur auga leið, að hægt er aö
greiða sama kaup fyrir 8 tima
vinnu og 10 tima áður”, sagði
Viglundur Þorsteinsson.
Sömu sögu er ekki að segja frá
öðrum vinnustöðum, sem við
höfðum samband við i gær.
Jón Aspar, skrifstofustjóri Út-
gerðarfél. Akureyrar, sagði, að
yfirvinnubannið hefði komið
mjög illa við ÚFA. Afgreiðsla öll
við togarana i landi væri hægari
og útilokað væri að vinna úr afla
Framhald á bls. 14.
A Iþýðubandalagið
i Reykjavík:
Aðalfundur
í Domus
Medica á
föstudag
Aöalfundur Alþýðubanda-
lagsins I Reykjavik verður
haldinn næstkomandi föstu-
dagskvöld, 27. maí, i DOMUS
MEDICA kl. 20.30.
A fundinum fer fram
kosning nýrrar stjórnar fyrir
félagið, auk almennra aðal-
fundarstarfa. Tillögur upp-
stillingarnefndar um stjórn
félagsins liggja frammi á
skrifstofunni að Grettisgötu
3.
Þá verður á aöaifundinum
sagt frá nýjustu tíöindum
kjarabaráttunnar.
Félagar! Fjölmennið!
Alþýðubanidalagið i
Reykjavik