Þjóðviljinn - 25.05.1977, Síða 7

Þjóðviljinn - 25.05.1977, Síða 7
Miðvikudagur 25. mai 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 SGildi sjónvarpsgluggans er umfram allt í því fólgið ,að hann er hreyfanlegur. Hann er sú hliðskjálf, sem á að sýna okkur tiðindi úr viðri veröld. Njöröur P. Njarðvik Sjónvarpsglugginn snýr í vestur 1 nýútkominni skýrslu Rikis- útvarpsins fyrir áriB 1976 má meöal annars fræöast um skipt- ingu sjónvarpsefnis eftir upp- hafslöndum áriö 1975, sem var fyrsta ár nýs útvarpsráös. Þvi eins og menn rekur ef til vill minni til var fyrrverandi út- varpsráö sett af meö sérstakri lagasetningu i febrúar þaö ár. Þegar athugaö er hvernig erlent efni sjónvarpsins þetta skiptist eftir löndum, þá kemur i ljós aö breskt/ameriskt efni er svo yfirgnæfandi að þaö er hreint meö ólikindum aö ekki sé meira sagt. Af þessum sökum rak forvitni mig til aö kanna hvernig erlent efni heföi skipst eftir upphafs- löndum á árunum 1971—1975, þ.e. á siöasta ári viöreisnarút- varpsins, á þeim þremur heilum árum sem vinstri meirhluti var I ráöinu og loks á fyrsta ári þess hægraráös sem nú situr, sem þó er ekki heilt (en skýrslur fyrir árið 1976 liggja enn ekki fyrir). Á meöfylgjandi töflu um skipt- ingu erlends efnis er þvi til einföldunar skipt i þrjá flokka: breskt/ameriskt, norrænt og loks i önnur lönd.A töflunni sést greinilega aö á þessum fimm árum veröa tvisvar megin- breytingar á efnisskiptingu. Skipting erlends sjónvarpsefnis eftir upphafs- löndum 1971—1975 1971 1972 1973 1974 1975 Breskt/ameriskt......... 71.0% 62.0% 60.7% 62.5% 75.0% Norrænt.................. 15.0 16.4 17.1 16.3 16.0 önnurlönd................ 14.0 21.6 22.2 21.2 9.0 Heildarskipting sjónvarpsefnis eftir upphafs- löndum 1971—1975 1971 1972 1973 1974 1975 tslénskt ............... 33.1% 34.8% 37.8% 40.8% 39.4% Breskt/ameriskt.......... 47.5 40.4 37.7 37.0 45.5 Norrænt................... 10.0 10.7 10.7 9.7 9.7 Önnur lönd................ 9.4 14.1 13.8 12.5 5.4 Arið 1972 dregur v'erulega úr , bresk/amerisku efni, norrænt efni er litiö eitt meira en áriö á undan, en hlutur annarra landa eykst stórlega. Þessi hlutföll haldast siöan nokkurn veginn eða litt breytt þau þrjú ár sem vinstri menn höföu meirihluta i útvarpsráöi. En á fyrsta ári nýs útvarpsráös veröur aftur gerbreyting. Hlutur norræns efnis er óbreyttur, en breskt/ameriskt efni rýkur upp úr öllu valdi, og hlutur annarra landa skreppur mjög saman. 1 árslok 1975 er meö öörum oröum svo komiö aö breskt/ameriskt efni er þegar oröiö nokkru meira hlutfallslega en þaö var 1971, og hlutur annarra landa er oröinn miklu minni en þá. Þann- ig hefur málum svo gersamlega veriö snúiö viö á nokkrum mán- uöum aö viöleitni fyrrverandi útvarpsráös til þess aö auka fjölbreytni erlends efnis hvaö upphafslönd snertir er ekki aöeins oröin aö engu, heldur er ástandiö oröiö sýnu alvarlegra heldur en á siöasta ári viöreisnarútvarpsráðsins. Ef litiö er á heildarskiptingu sjónvarpsefnis á sömu árum (þ.e. islenska efniö tekiö meö I reikninginn) veröur mjög svip- aö uppi á teningnum. Þaö sker I augu áriö 1971 að breskt/ameriskt efni er 14.4% meira en allt Islenskt efni Islenska sjónvarpsins. A næstu þremur árum snúast þessi hlut- föll smámsaman viö. Islenska efniö veröur stööugt meira aö vöxtum, og 1974 er hlutfall þess oröiö meira en bresk/ameriska efnisins sem nemur 3,8%, sem vissulega eru ekki miklir yfir- burðir, en þó skref I rétta átt. En einnig þetta snýst viö þegar á fyrstu mánuöum nýs útvarps- ráös. Hlutur Islensks efnis dregst litilega saman, en aukn- ing bresk/amerlska efnisins er svo mikil aö þaö fer fram úr þvi islenska sem nemur 6.1%. Og þaö getur varla talist annað en uggvænleg þróun aö I islensku sjónvarpi skuli hlutur bresk/- amerlska efnisins aftur vera oröinn mun meiri en innlends efnis. Nú veröur þess aö geta I nafni sanngirninnar að forráöa- menn sjónvarpsins eiga sér nokkra afsökun vegna fyrirferö- ar bresk/amerfska efnisins. Aö nokkru leyti stafar þetta af þvi aö dagskrárdeildir sjónvarpsins eru mjög fáliöaöar og eru þess vegna vanbúnar að sinna vali erlends efnis sem skyldi. 1 ööru lagi er miklu auöveldara aö afla efnis frá Bretlandi og Banda- rlkjunum en annars staöar frá. Og I þriöja lagi er efni frá þess- um löndum ódýrara en annaö erlent efni, aö öðru jöfnu aö minnsta kosti. En þessar afsak- anir nægja þó engan veginn til aö réttlæta þá miklu breytingu sem veröur á efnisvali á árinu 1975. 1 fyrrverandi útvarpsráði var gerö um þaö sérstök samþykkt aö stefnt skyldi aö þvl aö auka skipulega efni frá meginlandi Evrópu, beinllnis I þeim tilgangi aö vega upp á móti hinu mikla bresk/amer- Iska efnisvali. Nú er sú viöleitni aö engu orðin. Sllkt viröist tæp- ast stafa af ööru en þvl aö nú verandi útvarpsráö sjái ekkert athugavert viö einhæfni þess aöstreymis efnis sem nú sker I augu. ABalatriöiö viröist vera aö Islendingar hafi sem oftast fyrir augum sér lifsmynstur Bretlands og Bandarikjanna. Nú má enginn skilja orð min svo, aö ég sé aö amast viö bresk/amerisku efni af þvl aö þaö sé lakara ööru efni. Þvi fer viös fjarri. Þótt margt auviröi- legt sé þar aö finna er hinu samt ekki aö neita aö viö höfum séö margt frábært sjónvarpsefni frá þessum löndum. En ég vil and- mæla þvi að breskt/ameriskt efni sé aö heita má einrátt. Ég get ekki fallist á aö Island sé staöfært svo algerlega á bresk/- amerlsku menningarsvæöi. Þvl fylgir hættuleg og áleitin inn- ræting á ótal sviöum sem óþarft er aö rekja fyrir lesendum Þjóö- viljans. Ég teldi hins vegar ekki fjarri lagi aö stefna aö þvi aö skipting erlends sjónvarpsefnis yrði þannig aö breskt/amerlskt efni yröi um 50%, norrænt 20% og efni frá öörum löndum 30%. En slik skipting á greinilega langt I land. Gildi sjónvarpsgluggans er umfram allt I þvl fólgiö aö hann er hreyfanlegur. Ot um hann má sjá heim allan. Hann er sú hliöskjálf sem á að sýna okkur tlðindi úr viöri veröld. En gluggi islenska sjónvarpsins er oröinn ansi rammlega negldur á vesturgaflinn. ERLENDAR bækur Unfinished Animal. The Azuarian Frontier and the Evolution of Consciousness. Theodor Rozak. Faber and Faber 1976. Sumir stjörnuspámenn vilja álita, aö nú sé jöröin og þar meö mannheimur aö koma inn I merki Vatnsberans og sumir þessara álita aö Vatnsberinn sé fyrst og fremmst merki jógans, þótt aðrir spámenn telji aö Vatnsberinn sé merki visindamannsins. Rozak telur aö timabil jógans sé nú aö hefjast i mannheimi samkvæmt þessu riti og þeim kenningum sem þar birtast. Rozak ritaöi bók fyrir nokkrum árum, „Where the Wasteland Ends” og vakti hún talsverða athygli. 1 þessari bók tekur hann til þar sem frá var horfiö og fjallar nú um breytingar þær, sem hann telur aö eigi sér staö um meövitund nútima- mannsins. Hann rekur ýmiskonar ein- kenni, sem hann telur aö merki breytta meövitund eða aö minnsta kosti upphaf breytinga á meövitund. Fljúgandi diskar, LSD og ýmiskonar lyf og flkni- efni, Zen-Búddisma, Jesú-börn, guöspekikenningar, blómabörn- in, draumaráöningar, stjörnu- spár og hulda austræna lærdóma og jógisma þetta allt ásamt fjöl- mörgum öörum fyrirbrigöum tel- ur Rozak vera merki um leit manna aö yfirskilvitlegum efnum og kröftum. Höfundur vitnar I Laing og Leary og ver talsveröu rúmi til þess aö útlista kenningar Blavatskys og Rudolfs Steiners. Gurdieff er leiddur fram, en þaö vefst nokkuö fyrir höfundi aö útlista kenningar hans. Hann seg- ir að einn lærisveina Gurdieffs, telji aö þaö þurfi aö lesa rit meist- arans minnsta kosti fjörutlu sinn- um áöur en menn geti tekiö aö til- einka sér þá huldu lærdóma þessa meistara. Höfundurinn telur aö kristin kenning kirknanna á Vestur- löndum sé of þröng og kredduföst fyrir þá viöáttu sem blasi við börnum Vatnsberans. Hann telur dogmurnar andstæöu viö það sem hann kallar eðlilega þróun og vikkun meövitundarinnar og veröi þvi kenningar kirknanna hemill á mannlegan þroska. Rozak talar mikiö um mýturnar, en hann viröist ekki átta sig á þvl aö dogmur kaþólsku kirkjunnar eru mýtur, fræöilega útlistaöar á kristinn hátt og þaö tók marga vitrustu guöfræöinga kaþólsku kirkjunnar árþúsund aö þróa þær til þess forms, sem þær nú hafa. Auk þessa eiga sér staö opinber- anir I kaþólskum siö, þar er ekki Bibllan eina opinberunin, heim- urinn er ennþá I sköpun. Auk þess er sú kirkjudeild virkt samfélags- afl eins og atburöir votta. Rozak telur aö iönaöarsam- félagiö* reist á vlsindum, sé for- dæmt, I fyrsta lagi vegna sam- keppninnar þ.e. kapltalismans, sem sé dauðadæmdur vegna innri andstæöna kerfisins, og aö I ööru lagi sé vlsindalegt mat á mennskri viöleitni svo takmarkaö aö þaö leiöi til róbótisma og and- mennsku. Rozak telur að maður- inn sé I eðli sinu trúarvera og að mennsk gildi séu bundin yfir- skilvitlegum kröftum. Þessa krafta eöa afl telur hann sig marka I kenningum flestra trú- flokka og einkum I æöri jógakenn- ingum. Rozak varar m jög viö þeim jóg- um sem hafa gert speki slna aö söluvarningi á Vesturlöndum og hafa þar safnaö um sig lærisvein- um, sem ástunda innhverfa ihug- un um helgar, þess á 'milli sem þeir iöka prang, lygi og sýndar- mennsku, sem Rozak telur vera einkenni nútlma samfélaga I þró- uöum iönrlkjum. Höf. telur þess- háttar jógisma afslöppun fyrir tötralýðinn og að slikt hafi ekkert gildi. Sá jógismi sem Rozak álltur sannan er annars eölis og byggir á llkamsrækt og andlegri spekt og leiöir tii framlengingar á meövit- undinni og upphafningar llk- amans á æöri sviö, þar sem lik- ami og sál veröa eitt aö lokum. 1 Pali ritum og I Yoga-Sutra er mjög fallaö um þessa þroskaleiö, sem leiöir til framlengingar með- vitundarinnar sem aö lokum samsamar subjekt og obiekt. ióe- inn rennur saman við allifið, nátt- úruna og frumafliö. Sumir telja þetta mjög svo ákjósanlegt sviö, menn nálgast alverundina og heyra hinn hreina tón eilifðar- innar. En meö þessu hljóta menn aö tapa þeirri meövitund sem mannkyniö hefur veriö aö i streit- ast viö aö halda I frá þvl þaö brölti á fjórum fótum út úr myrkviöum frumskógarins og sleit sig út úr náttúruhringnum sem umlék óljósa frumvitund hálfdýrsins. Framlenging meövitundarinnar veröur til þess aö iðkarinn lifir I þokukenndri vitund, þar sem allt er eitt og einangrast frá mann- legu félagi, hverfur inn i þoku náttúrumýstikurinnar. Frum- textar náttúrumýstikera og jóga eeta hljómaö fagurlega, en þar skortir samkenndina meö tegund- inni og þvi er vafasamt aö kenn- ingar Rozaks og framleng- ingu meövitundarinnar I stil jóg- ans skapi þann heim framtlðar- innar sem hann ætlar börnum Vatnsberans. Bók Rozaks er skemmtilega skrifuö, höfundurinn fer vitt um er haldinn engilsaxneskum trú- boösáhuga GILBARCO OLÍUBRENNARINN BER AF Dregið hefur verið úr réttum lausnum að verð- launagetraun Þjóðvilj- ans, þeirri 9du í röðinni. Ot var dregið nafn Guð- mundar Guðmundssonar, Birkimel 10 Reykjavík, og biðjum við hann um að lita við hér í Síðumúlan- um við hentugleika, Rétt lausn gátunnar er: Gil-bar-co-ol í u-brenna-r inn- bera f-, sem út- leggst: Gilbarco olíu- brennarinn ber af. V

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.