Þjóðviljinn - 03.07.1977, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júll 1977
„Bilið á milli
tekna karla
og kvenna
eykst
stöðugt
í Banda-
ríkjunum”
segir Gloria
Steinem
Gloria Steinem nefnist
kona, sem flestir þekkja
vestan hafs og þóft viðar
væri leitað. Hún hefur
verið ein fremsta baráttu-
konan í jaf nréttisbarátt-
unni í Bandaríkjunum og
er nú ritstjóri kvenna-
blaðsins MS-magazine.
Þess skal strax getið, til að
fyrirbyggja misSkilning,
að hér er ekki um að ræða
kvennablað af þeirri teg-
und sem við eigum að venj-
ast, þ.e. blað með prjóna-
skap og öðrum kvenlegum
dyggðum, heldur blað sem
berst fyrir jafnrétti
kvenna og erstjórnaðaf
konum. Nýlega var viðtal
við Gloriu Steinem í
sænsku blaði og hér á eftir
fer úrdráttur úr því.
Gloria skrifaöi um stjórnmál i
New York Magazine og byrjaði að
taka þátt i jafnréttisbaráttunni i
Bandarikjunum, með róttæku
vinstra fólki, i lok sjötta áratugs-
ins. Hún segir svo frá stöðu
kvenna i Bandarikjunum:
„Sufragettuhreyfingin var
fyrsta jafnréttishreyfingin i
Bandarikjunum og hún starfaði i
um það bil 100 ár, eða fram yfir
aldamótin siðustu. Konur i
Bandarikjunum fengu kosninga-
rétt 1920, hálfri öld á eftir svarta
karlmanninum. A árunum i
kringum 1930 voru sett lög sem
bönnuðu konum að vinna utan
heimilis, en i seinni heimsstyrj-
öldinni urðu konurnar nauðsyn-
legar i atvinnulifinu, en voru svo
sendar heim aftur, þegar karl-
mennirnir komu af vigstöðv-
unum.
Hugarfarsbreytingar?
Það er ekki fyrr en eftir 1950 að
jafnréttishreyfingin fer að berj-
ast að ráöi aftur, og skiptist hún
þá i fjöldamörg samtök. Vel-
menntaðar konur og miðstéttar-
húsmæður stofnuðu samtök eins
og NOW (National Organization
for Women) og WEAL (Womans
Equity Action Legue). Sjálf hef
ég aldrei getað barist heilshuar
með hreyfingu eins og NOW, sem
fyrst og fremst höfðar til
ákveðins hóps kvenna, og hef ég
tilheyrt mun róttækari hóp, sem
vill berjast fyrir allar konur og
reyna að skilgreina stöðu þeirra
samfélaginu. Ennþá eru viö að
berjast fyrir ýmsum grund-
vallaratriðum eins og t.d. atvinnu
fyrir allar konur, heilsugæslu,
barnagæslu og fóstureyðingum.
Nokkru af þessu höfum við náð. I
launamálum varð gifurleg breyt-
ing þegar simafélagið ITT var
fundiö sekt um aö hafa mismunað
konum I launum og þurfti að
borga gifurlegar upphæðir til
J afnréttisbaráttan
er vinstra megin
við sósíalismann
segir
Gloria
Steinem,
forvígis-
kona í
jafréttis-
baráttunni
í Banda-
ríkjunum
kvennanna. Jafnréttisbaráttan
hefur tekiö ýmsum breytingum,
eftir þvi sem fleiri mál eru tekn
fyrir. Fólk er nú almennt orðið
meðvitað um að konum er viða
mismunað og þær eru miklu kúg-
aöri en karlmennirnir. Við
byrjum venjulega hverja nýja
baráttu með upplýsinga- og
gagnasöfnum, siðan eru fjölda-
fundir, mótmælagöngur, fyrir-
lestrar og málið kemst á allra
varir. Við getum nefnt dæmi eins
og herferðina gegn nauðgunum,
en i þvi máli hefur orðið gifurleg
hugarfarsbreyting hjá almenn-
ingi.
Eigi að siöur eykst bilið stöðugt
á milli tekna karla og kvenna og
það er miklu breiðara nú en fyrir
lOárum siðan. Um leið og mennt-
un kvenna verður stöðugt betri,
eykst atvinnuleysi kvenna. Það er
mikið lagt upp úr að sýna konur i
ábyrgðastöðum, t.d. i sjónvarpi,
sljkar fyrirmyndir þykja nauð-
synlegar, en allur þorri kvenna er
i láglaunastörfum.
Vinstri og hægri.
„A Norðurlöndum er klofningur
i kvennahreyfingum, sem styðja
sósialista og þeim sem ekki gera
það. Er siikur'klo’fningur 1 Banda-
rikjunum?”
„Nei, i Bandarikjunum er engm
áhrifarik og öflug sósialistisk
jafnréttisbarátta eins og i
Evrópu. Þótt maður óskaði þess,
þá hefði sósialistiskur frambjóð-
andi enga möguleika á að vinna
kosningar. Það er neikvæða
hliðin viö þetta, en sú jákvæöa er
að æ fleiri hafa nú séð að jafn-
réttisbaráttan er vinstra megin
við sósialismann. Marx var ekki
nægilega róttækur I jafnréttis-
málum.
Við segjum: Það skiptir ekki
máli hvort fóstureyðingar eru
umdeilanlegar, svo lengi sem
konur deyja vegna þess hvernig
þær eru framkvæmdar. Svo það
er dálitið óljóst hvað er vinstri og
hægri i þessu sambandi. Eitt sinn
spuröi mjög ihaldssamur maður
mig hvort ég teldi að jafnréttis-
hreyfingin væri á móti kapital-
isma og ég svaraði: „Kapital-
isminn er einn þátturinn. Við
erum á móti karlaveldi og það er
miklu viðtækara. Kapitalisminn
er aðeins ein tegund karlaveldis.”
Fóstureyðingar.
Varðandi fóstureyðingalöggjöf-
ina i Bandarikjunum segir Gloria
Steinem, að æðsti dómstóll
Bandarikjanna hafi komist að
þeirri niðurstöðu aö fóstureyð-
ingar falli undir sjálfs-
ákvörðunarrétt einstaklingsins
og þvi sé það konunnar aö ákveða
fóstureyðingu innan 3ja mánaða.
Ýmislegthefur orðið til að tefja og
koma i veg fyrir að þessi lög geti
orðið að veruleika, enda vilja
yfirvöld hvers lands jafnan fá að
hafa mannfjölgunina i sinum
höndum og framtið landsins. Þess
vegna hefur það sýnt sig, að þjóð-
félag þar sem fólksfjölgun er
mjög ör, leyfir gjarnan fóstureyð-
ingar, en um leiö og draga fer of
mikið úr fólksfjölguninni taka
valdhafar af konunni þau „for-
réttindi” að ráða yfir sinum eigin
likama”. Þess vegna er baráttan
fyrir sjálfsákvörðunarrétti
kvenna á þessu sviði okkar „Viet-
nam” ef svo má segja,” segir
Gloria.
Nauðgunarmál.
Annað mál hefur verið mjög á
döfinni i Bandarikjunum og viðar
á siðasta ári, en það eru nauð-
gunarafbrotin. Gloria segir að nú
sé loks farið að lita á nauögarann
sem glæpamann, en ekki þá sem
fyrir nauðguninni veröur, en
þannig hefur það stundum virst.
„Fram til þessa hefur þurft að
sýna þrenns konar sönnunargögn,
til þess að nauðgunin sé viður-
kennd: Vitni, nýtt sæði og áverka
á likamanum. Þar að auki var
það þannig i sumum rikjum, að
þess var krafist að fórnardýr
nauðgarans segði frá fyrri kyn-
ferðisreynslu, en þess var hins
vegar ekki krafist af nauðgar-
anum sjálfum. Enn þann dag i
dag þarf mikið hugrekki til að
kæra nauðgun og ganga i gegnum
yfirheyrslur og fleira. Nauðgunin
hefur i rauninni miklu meira með
ofbeldi að gera en „sex”. Nauðg-
arinn hefur meiri áhuga á að
niðurlægja konuna i fiestum til-
fellum, en að eiga samfarir við
hana enda sýna skýrslur að fæst-
um nauðgunum lyktar i raun-
verulegum samförum. Nauðganir
sýna karlveldistilhneigingar
samfélagsins, þar sem menn
neyðast til að beita ofbeldi, til að
sýna að þeir séu karlmenn.
Hvaö gerir Carter?
„Hvernig heldur þú að Carter
eigi eftir að reynast i jafnréttis-
málum?”
„Hann er búinn að tala mikið
um að hann sé persónulega á móti
fóstureyðingum og að hann geti
ekki hugsað sér þær — en samt
hefur hann sýnt i verki að hann
styður þær að minnsta kosti betur
en Ford, og ýmis mál hefur hann
tekið fyrir sem skipta konur
miklu. Loforð hans um heilsu-
gæslu eru mjög þýðingarmikil
fynr konur, þar sem konur leita
læknishjálpar um 30% oftar en
karlmenn, vegna þess að þær
fæöa börnin. Loforð hans um dag-
vistunarstofnanir eru skárri en
ekkert, þó þau viröist fyrst og
fremst beinast að börnum úti-
vinnandi kvenna, en tilheyra ekki
rétti barna almennt. Carter hafði
margar konur i fremstu linu i
kosningabaráttunni, þótt þær
væru ekki nógu margar.
Flestir hafa bara eina hvita
kvikmyndastjörnu og einn
svartan iþróttamann, til að sýna
frjálslyndið. Það er jú einu sinni
þannig hér, að þeir sem hafa
valdið og peningana geta látið til
sin heyra og það eru þeir sem ná
fram viljasinum. Þar sem við
konur höfum hvorugt, er þaö eina
sem dugar aö standa saman sem
skipulagður hópur og þrýsta á til
að breyta ástandinu,” segir
Gloria.
(þs þýddi og endursagði)