Þjóðviljinn - 03.07.1977, Page 4

Þjóðviljinn - 03.07.1977, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júli 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfmgar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði Arni Bergmann Útbreiðslustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sfðumúla 6. Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Mannrétt- indamál Þessa helgi og hina siðustu hafa lesend- ur Þjóðviljans átt þess kost að kynnast merku framtaki i blaðamennsku : frásögn Ingólfs Margeirssonar, fréttaritara blaðs- ins i Osló, af heimsókn til Tékkóslóvakiu. Hann hefur gert mjög skilmerkilega grein fyrir málstað tékkneskra andófsmanna og þeirri hreyfingu sem orðið hefur til i kringum skjalið Mannréttindaskrá ’77. Við höfum kynnst þvi, hvernig stjórnvöld hafa brugðist við þessu skjali með blygð- unarlausum atvinnuofsóknum og öðrum réfsingum á hendur þeirra, sem hafa i raun og veru ekki annað gert — eins og hinn ágæti rithöfundur Pavel Kohout kemst að orði hér i blaðinu i dag — en að krefjast þess, að farið sé að stjórnarskrá rikisins og alþjóðlegum samþykktum sem stjórn landsins hefur undirritað. Við minnum á ummæli tékkneskra hjóna við hinn islenska blaðamann: ,,Skrifið um okkur, skrifið um hið daglega pólitiska ofbeldi og þá hræðslu sem tékkar og slóvakar þurfa að búa við. En gleymið ekki að við erum sósialistar. Gleymið ekki, að við æskjum ekki hins kapitaliska neysluþjóðfélags, heldur nýs sósialisma, þar sem við getum lifað i samheldni og bróðerni”. Það eru áskoranir sem þessar sem vestrænum sósialistum ber að hafa sérstaklega i huga. Stundum heyrast þær raddir, að atvinnuofsóknir, t.d. i Tékkó- slóvakiu, séu ekki mikið til móts við morð og pyntingar i Suður-Afriku eða Iran. En menn skulu muna, að það er fáránlegt að drepa málum á dreif með slikum sanian- burði. Það er engum til sérstaks hróss, að hann sé þó siðaðri en kynþáttakúgarar i Suður-Afriku eða þá miðaldafigura eins og þjóðhöfðingi persa, sem kallar sig Konung konunganna. Engin riki hefjast yfir gagn- rýni vegna þess að þau komi sér upp áætl- unarbúskap og geri tilkall til að kallast sósialisk — þvert á móti: slikt tilkall eflir þær kröfur sem til þeirra verða gerðar. Um þessar mundir er þingað i Belgrad um framkvæmd þeirrar viljayfirlýsingar um öryggismál ög sambúð rikja sem sam- þykkt var i Helsinki i ágúst 1975. Margir hafa orðið til að gagnrýna þetta helsinki- samkomuíag, og oft þá á þeim röngu for- sendum að það hafi verið einskonar samn- ingur. 1 raun var I þvi fyrst og fremst lýst ákveðnum áformum, og þegjandi sam- komulag var um að einstök riki mundu leggja mismunandi skilning i hinar ýmsu formúlur samkomulagsins. Þetta á ekki hvað sist við um það sem snýr að upplýs- ingaskiptum og mannréttindum. Mannréttindamálin hafa verið mest á dagskrá blaða að undanförnu þegar fjall- að hefur verið um Belgradfundinn. 1 þeim efnum leggja austur-evrópuriki mesta áherslu á mannréttindi sem séu fólgin i rétti til vinnu og brauðs, til félagslegs ör- yggis. Hin vestrænu riki leggja áherslu á réttinn til að gagnrýna, til að hugsa ,,öðru- visi” en yfirvöldum þykir æskilegast, á málfrelsi i viðum skilningi. Þessum tvennskonar skilningi og áherslum fylgja svo ásakanir um hræsni i hinum herbúð- unum : ,,ykkur væri nær að byrja heima”. 1 grein Dags Þorleifssonar um mann- réttindamál hér i blaðinu á föstudag er á það minnt, að ef til vill hafi ekkert riki heims fullkomlega hreinan skjöld i mann- réttindamálum. Þar segir : ,,Það er sjálf- sagt rétt, en ef öll gagnrýni á alþjóðavett- vangi á þessu sviði yrði lögð niður á þeim forsendum, að ekkert riki hafi efni á að ásaka annað fyrir kúgun og misbeitingu valds, yrði niðurstaðan sú að valdhafar hvers rikis gætu eftir geðþótta og á grund- velli einhverra lagakróka niðst á þegnum sinum, án þess að það vekti nokkra hneykslun og andstöðu á alþjóðavett- vangi.” Það fer best á þvi,að mannrétt- indakappræðan haldi áfram, hvort sem er með loðnu diplómatisku málfari i Belgrad eða i skeleggum mótmælum i tilteknum málum. Má vera að smám saman takist að efla þann skilning á mannréttindum i almenningsáliti, sem tekur bæði mið af rétti til brauðs og vinnu og rétti til þess málfrelsis sem er ómark, ef það er ekki „frelsi fyrir hina”. áb. Baráttan gegn ínflúensu Vísindi og Við bölvum inflúensunni gjarn- an i sand og ösku. en teljum hana samt sem áður næsta meinlausa, en öumflýjanlega. Hvorttveggja er rangt. Reiknað hefur verið út að frá árinu 1510 til okkar daga hafi inflúensufaraldrar herjað á mannkynið 35 sinnum. Lang- verstur þeirra var sá sem geisaði á árunum 1918-1920, þegar 50 miljónir mann veiktust og 20 mil- jónir létust af völdum inflúens- unnar. Siðasta stóra farsóttin af inflúensuætt herjaði á heiminn árið 1968. Þá létust af völdum hennar 80.000 manns i Bandarikj- unum og 38 þúsund i V-Þýska- landi. Þetta eru háar tölur, og koma á óvart þegar hafðar eru i huga þær framfarir i læknisfræði og heilbrigðisþjónustu sem á s.l. hálfri öld hafa megnað að bægja frá okkur farsóttum einsog út- brotataugaveiki, bólusótt, gulu ofl. En 40 árum eftir uppgötvun inflúensuveirunnar og 30 árum eftir aö framleiðsla böluefnis gegn henni hófst er inflúensan enn i fullu fjöri og nær ólæknan- leg. Hvað veldur þessu? Visindin hafa svör á reiöum höndum. t fyrsta lagi: inflúensuveiran hefur undraverða hæfileika til að breytast. A hverju ári koma fram nýjar tegundir, á 2-3 ára fresti verða breytingarnar enn meiri og . á u.þ.b. áratugsfresti er veiran ó- þekkjanleg frá þvi sem hún var. I ööru lagi: inflúensan veitir ekki sjúklingnum ónæmi einsog margir aörir sjúkdómar. Mögu- legt er að veikjast aftur og aftur af inflúensu, jafnvel á sama far- aldurstimabilinu. t þriðja lagi: hraði veirunnar á ferð hennar um lönd og álfur er undraverður. Einsog einn veiru- fræðingur orðaði það: „inflúens- an notar öll tiltæk ráð til að breið- ast út sem viðast. Hún er reiðubú- inað ferðasti lofti,á láði og legi.” Þessi hnattræna hætta hefur fyrir löngu kallað fram hnattræn viðbrögð. 1 heiminum er starf- rækt umfangsmikil Inflúensu- þjónusta. Þar er án afláts fylgst með öllum breytingum á veirunni og stökkum hennar um jörðina, þaðan fá læknar allra landa upp- lýsingar og aðstoð við að sam- ræma störf sin. Sovéskir sérfræð- ingar taka virkan þátt i starfsemi InflUensuþjónustunnar. Stöðugt er haldið áfram leitinni að nýjum og árangursrikari baráttuaðferð- um og meðulum. Eitt af þeim er bóluefnið sem framleitt var af veirufræðingum og eðlisfræðing- um i Leningrad. Þótt auðvelt sé að framleiða bóluefni gegn ýmsum sjúkdóm- um á það ekki við um inflúens- una. Þetta stafar af þvi að inflú- ensuveiran er alltaf að breytast. í hvert sinn sem nýr inflúensufar- aldur hefst i heiminum „veiða” sérfræðingar frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni nýju veiruna. Þessi veira verður siðan uppistaöan i nýju lyfi sem ætlað er að drepa hana sjálfa. Veirun- um er komið fyrir i miljónum hænueggja; þar fá þær að „safna kröftum”og siöan eru þær teknar úr eggjunum, hreinsaðar og gerö- ar skaðlausar. Slikt bóluefni er tiltölulega fljótlegt að útbúa, en eitt ljón er þó i veginum: þegar bóluefnið fæst úr egginu er það mjög bland- að óviðkomandi eggjahvituefnum og ýmisskonar frumuögnum. I þvi ástandi er það óhæft til bólu- setningar, þareð þá myndu setj- ast að i mannslikamanum hundr- að sinnum fleiri ónauðsynleg efni en þau sem nauðsynleg eru. Að sjálfsögðu svarar mannslikaminn slikri innrás með þvi að auka framleiðslu mótefna, en ekki fyrst og fremst gegn inflúensu- veirunni, heldur gegn þessum ut- anaðkomandi ónauðsynlegu eggjahvituefnum. Afleiðingin verðursú, að áhrif bólusetningar- innar verða mjög lítil, en mikið er lagt á þau liffæri sem framleiða mótefnin. Hreinsunin er þvi mikið atriði þegar virkni bóluefnisins er annars vegar. Viö hreinsunina er venjulega notast við mjög flóknar og dýrar vélar. Þegar sérfræðingarnir i Len- ingrad tóku til starfa við lausn þessa vandamáls, varð það næst- um þvi „óviljandi” einsog svo oft er raunin i visindarannsóknum. Annarsvegar voru E. Fridman prófessor og kollegar hans á Pasteur-stofnuninni að leita að aðferð til að hreinsa bóluefnið á fljótlegan og öruggan hátt. Hins- vegar voru visindamenn Fjöl- tæknistofnunarinnar undir for- ystu þeirra Breslers prófessors ogKolikofsdósents aö fástvið sitt vandamál, sem var hreinsun bak- teriuæta. Eðlisfræðingarnir komu með ó- vænta uppástungu: að hreinsa bóluefniö með gleri. Þaö varð aö vera alveg sérstakt gler, sem fullt Frumeindir infiúensubóiuefnis stækkaðar 25.000 sinnum. er af örsmáum holum. A glerið er hellt blöndu sem fengist hefur úr hænueggjunum, þ.e. veirunum með öllum „óhreinindunum ”, Veirurnar leita inn i holurnar og festast þar vegna nákvæmlega útreiknaöra viðbragða. Eggja- hvituefnin geta hinsvegar ekki festsig svo rækilega við glerið. A þessu byggist aðferðin. Þegar öll op i glerinu hafa verið fyllt er vökva helltyfirglerið. Hann þvær burt öll óhreinindin, sem ekki hafa náð að festast.t glerinu eru þá aðeins eftir hreinar veirur. Nú er notuð sérstök upplausn til að losa þær frá glerinu og þarmeð er bóluefnið fengið, u.þ.b. 1000 sinn- um hreinna en það var i upphafi, og þar að auki þéttað (konsentr- erað). Þá er aöeins eftir aö drepa veirurnar með aðstoð útfjólu- blárrageisla.Eftirþaö má pakka bóluefninu og nota það þegar þörf . krefur. Hverjir eru kostir þessarar nýju aðferðar? Fyrst og fremst fæst með henni hreinna og þéttara bóluefni, sem rannsóknir hafa sýnt að er áhrifa- rikara en það efni sem nú er not- að. Annar kostur er sá, að mjög fljótlegt er að breyta þessu bólu- efni, aðlaga það margbreytileika veirunnar. Þetta er mjög mikil- vægt, þvi að hraði er nauðsynleg- ur þegar útbúa þarf tugi miljóna skammta af bóluefni.Þar að auki er þetta ódýr aðferð, sem hefur mikið að segja, ekki sist vegna þess hve þessiframleiðsla verður umfangsmikil i framtíðinni. Nýja aðferðin mun brátt færast af rannsóknarstofustiginu út i lif- ið. Margir erlendir veirufræöing- ar hafa sýnt henni áhuga og mörg lönd hafa beðiö um framleiðslu- leyfi. APN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.