Þjóðviljinn - 03.07.1977, Page 6

Þjóðviljinn - 03.07.1977, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júli 1977 LÚÐVÍK JÓSEPSSON: Viöbrögö atvinnurekenda begar nýir kjarasamningar höfðu veriö gerðir, birtu blöðin viötöl við þá aðila sem aö samn- ingagerðinni stóöu. Viðbrögð at- vinnurekenda voru öll á einn veg. Þeir töldu samningana mundu leiða til mikillar verðbólgu og flestir lögöu áherslu á að gengis- lækkun væri óhjákvæmileg. Það fer þvi ekkert á milli mála hvert hugur atvinnurekenda stefnir eft- ir gerð hinna nýju kjarasamn- inga. Fulltrúar útgerðar og iðnrekst- urs krefjast gengislækkunar, fulltrúar verslunar heimta verð- hækkanir og fulltrúar annars at- vinnureksturs vilja velta af sér öllum afleiöingum nýju samn- inganna. Þannig standa málin af þeirra hálfu og þá er komið að spurningunni um afstöðu rikis- stjórnarinnar. Afstaða ríkistjórnarinnar I samningaviðræöum verka- lýðsfélaganna undanfarandi mánuði, við atvinnurekendur og rikisstjórn, hefir glögglega komið i ljós, að afstaða rfkisstjórnarinn- ar hefir veriö hin sama og afstaða atvinnurekenda i öllum aöalat - riðum. Ríkisstjórnin hefir ekki fengist til að lækka vexti, sem nú eru orðnir meir en helmingi hærri hér á landi en i nokkru nálægu landi. Vaxtalækkun hefir þó veitt svigrúm til nokkurrar kauphækk- unar án áhrifa á verðlag. Rfkisstjórnin hefir heldur ekki fengist til að falla frá neinu af þeirri nýju skattheimtu, sem hún hefir staðið fyrir og leitt hefir til umtalsverðra verölagshækkana, eins og t.d. 18% vörugjaldið, sem hækkar verðlag um 6 miljarða á ári, eða 2 söluskattsstig, sem áður runnu i Viölagasjóð en rikis- stjórnin tók siöan sem tekjustofn fyrir rikissjóö. Það gjald veldur verðhækkun sem nemur 3,5 miljörðum króna á ári. Afstaða rikisstjórnarinnar til krafna verkalýðsfélaganna einkenndist öll af skilnings- og viljaleysi, og þeirri sömu Ihalds- tregðu, sem alltaf kemur fram hjá atvinnurekendum, þegar um er aö ræða kjarabætur til handa verkafólki. Það er þvi mikil hætta á, að viö- brögð rikisstjórnarinnar við hin- um nýju kjarasamningum, verði i reynd hin sömu og viðbrögö at- vinnurekenda. Slik viðbrögð myndu leiða til nýrrar verðbólgu- öldu, með gengislækkun og nýjum álögum i einhverju formi. Ihaidsstefnan — teikning eftir P. M. Otzen. Staöreyndir um verðbólguna Velji rikisstjórnin veröbólgu- og veröhækkunarleiðina i framhaldi af kjarasamningunum, I stað þess að skapa svigrúm fyrir þeim kauphækkunum, sem um hefur verið samið, án þess að til telj- andi veröhækkana þurfi að koma, — er nauðsynlegt að sem flestir átti sig vel á þvi, hver það er, og hvaö það er.sem fyrst og fremst orsakar hina miklu verðbólgu hér á landi. 1 þeim efnum er rétt að hafa eftirfarandi staðreyndir i huga: 1 Reiknað hefir verið út, að verð- bólgan á þessu ári heföi orðið 26—28% þó að nýir kjarasamn- ingar hefðu ekki verið gerðir. Liklegt er þó, aö hækkunin hefði i reynd orðið meiri, eöa um 30%, vegna óvissra hækkana, sem alit- af hafa leitað á siðari hluta árs. 2 Erlend verðlagshækkun á litinn hlut I þessari veröbólgu-aukn- ingu, þvl hún nemur aðeins 5—6%, og veldur hér þvi aðeins um 2% af heildarhækkuninni. 3 Ekki er hægt aö rekja frum- orsakir þessarar verðbólgu til kaupgjaldshækkana, þvi stað- reynd er að kaupmáttur launa fór lækkandi á þessum tima. 4 Höfuð-orsakir þessarar miklu verðbólguaukningar er að finna i stefnu rikisstjórnarinnar og kem- ur m.a. fram i eftirfarandi: a. Vaxtahækkun veldur veru- lega miklum verðlagshækkunum. Vaxtahækkunarstefnan hefir sifellt meiri og meiri áhrif, þar sem verslanir og fyrirtæki reikna nú orðiö vexti mánaðarlega I öll viöskipti, og refsi-vöxtum er miskunnarlaust beitt. Meöalvext- ir fyrirtækja eru um 20%. b. Verðhækkanir opinberra aðiia —hafa reynst miklu meiri en almennt gerist. Slíkar hækk- anir hefir rikisstjórnin sjálf samþykkt. Þannig hefir þjónustu pósts og sima, útvarps og sjónvarps, hita- veitu og rafveitna, strætisvagna og ýmissa stofnana og fyrirtækja hækkað nær helmingi meir, en vörur og þjónusta hafa almennt gert. A sama tima og framfærslu- vlsitalan hækkaði um 181% hækk- aöi verö á sementi frá Sements- verksmiöju rikisins um 315%, og þó hefir ríkisstjórn enn samþykkt 15% hækkun á sementi. c. Gengis-sig um 12% á s.l. ári veldur lika almennri verðlags- hækkun, sem síðan margfaldast I framkvæmd. d. Skattahækkanirrikisins hafa einnig valdið verulegum verö- lagshækkunum. Þær má nefna: vörugjald, söluskatt, sjúkragjald, hluta af oliugjaldi auk margra smærri gjaldstofna. Sllkar hækk- anir nema 12—14 miljörðum króna á ári. Þannig liggur þaö óumdeilanlega fyrir, að þaö er rikisstjórnin sjálf —það er stefna hennar I efnahagsmálum, sem valdiö hefir mestum hluta verð- bólguhækkunarinnar að undan- förnu. Iiagstæd ytri skilyrdi Þegar núverandi rlkisstjórn knúði fram kjaraskeröingar- stefnu sina strax eftir að hún tók við völdum, réttlætti hún þá stefnu með þvi, að á árinu 1974 hefði verð á ýmsum útflutnings- vörum landsmanna fallið mikið. Þá var á þvi klifað, aö þorsk- blokkin, sem seld var á ameríku- markaði, hefði fallið úr 83 centum pundið I 59 cent. Verðlækkunin á þorskblokk 1974 var talsverö, en þó fjarri þvi eins mikil og rikis- stjórnin túlkaði I áróöri sinum. En hvað er verðið nú á þorsk- blokkinni? Nú er veröið 105 cent pundiðog hefur aldrei verið jafn- hátt.Verð á svo til öllum útflutn- ingsvörum okkar er nú mjög hátt, og hefir aldrei veriö neitt svipaö áöur. öll ytri skilyrði eru þvi einstaklega hagstæð til að mæta sanngjörnum kröfum um hækkun launa, sem hér voru oröin helmingi lægri en I helstu við- skiptalöndum okkar. Hver verður stefnan i efnahagsmálum? Kaupgjaldssamningarnir sem gerðir hafa veriö þurfa ekki að leiöa til verulegra verðlagshækk- ana. En til þess að svo megi verða, þarf aö breyta um stefnu I efnahagsmálum. Það sem gera þarf er m.a. þetta: 1. Lækka vexti strax um 4—5%. Vextir yrðu þó miklu hærri hér en á nálægum löndum. Stefna á siðan að enn lægri vöxtum. Inni- stæöur sparifjáreigenda á að vernda fyrst og fremst með þvi að koma i vegfyrir gengislækkun, og með þvi að draga sem mest úr veröbólgu. 2. Stööva veröur hækkanir á opin- berri þjónustu og samþykkja jafnvel verðlækkanir i vissum greinum. 3. Rikissjóöur falli frá 18% vöru- gjaldi, og 2 söluskattsstigum og sjúkragjaldinu. Af þeirri ástæðu gæti verölag lækkað um 10 miljarða á ári. Útgjöld ríkissjóðs yröu endur- skoðuð og dregið úr reksturs- kostnaði, en félagslegar framkvæmdir ekki skertar. Rikissjóður myndi hagnast á vaxtalækkun og spara útgjöld, sem leiða af verðlagshækkunum. Skattar verði hækkaðir i þeim fyrirtækjum sem sloppið hafa við skattgreiðslu að mestu. 4. Atvinnureksturinn verði knúinn til að taka á sig, án verðlags- hækkana, hluta af hækkuöum launum. Rekstur fyrirtækja verði bættur m.a. með skynsam- legri skipulagningu á vinnu og vinnutima. 5. Unniö veröi skipulega að auk- inni framleiöslu og ráðstafanir gerðar til að koma i veg fyrir gjaldeyrissóun. 6. Rikiö hætti fjáreyöslu sinni 1 sambandi við erlenda stóriðju, en snúi sér að eflingu islenskra at- vinnuvega. Þannig stefna gæti komið i veg fyrir nýja veröbólgu og tryggt batnandi afkomu þjóðarbúsins alls. Verði verðhækkunar- og verðbólguieiöin valin.er þaö rikis- stjórnin og hennar stuönings- flokkar, sem ábyrgöina bera. Astæöulaust er meö öllu aö ætla aö skella skuldinni á verkalýös- hreyfinguna og kenna kjará- samningunum um afleiöingar slikrar afglapastefnu. Nýir kjarasammngar og stefnan í efnahagsmálum Nú þegar loks er lokið löngu samningastappi um kjaramálin og nýir kjarasamningar hafa ver- ið undirritaðir, spyrja margir hvaö gerast muni i efnahagsmál- um, eöa öllu heldur I dýrtiðar- og verðlagsmálum. Spurt er, hvort afleiðingar kjarasamninganna verði ný veröbólgu-alda og siðan nýjar efnahagsaðgerðir með gengislækkun, eða gengissigi. Þannig er spurt vegna fenginnar reynslu, þvl venjuiega hefir ekki liðiö á löngu frá því að samiö hefir verið um kauphækkun, þar til allt hefir hækkað i veröi, vörur og þjónusta, og siöan hafa efnahags- ráöstafanir jafnan fylgt i kjölfar- iö.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.