Þjóðviljinn - 03.07.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.07.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 3. júil 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Ný uppbygging á skrifborða- samstœðu sem gefur ýmsa möguleika við staðsetningu MARGIR LITIR - MJÖG HAGSTÆTT VERÐ umferðar vegna grjóthruns Ennisvegurinn er stór- hættulegur umferðar og það er hreinasta mildi að ekki hafa orðið þarna dauðaslys. Þegar ekið er frá Hellis- sandi og Rifi til ólafsvíkur er ekið um veginn fyrir ólafsvikurenni. Þarna var fyrir allmörgum árum rutt úr vegi einum versta farartálma í byggð á is- landi. Það var erfitt að leggja þennan veg og þurfti mikið að sprengja. En vegurinn er I dag stórhættu- legur um a& fara sökum grjót- hruns og skriðufalla. Vegurinn er sprengdur i gegn- um sandsteinsberg og við vegar- gerðina hafa myndast sprungur i ' ■ • Hjörleifur Sigurösson: Krafta verk að engin banaslys hafa orð- iö. Ennisvegurinn er stórhættuiegur. Vel má sjá á þessari mynd að laust stórgrýti er mikiö I skriðuflákunum. bergið. Vatn og veöur hafa siðan unnið sitt verk, og i dag má viða sjá stórar flögur i berginu, hér- umbil lausar frá. Vegurinn tepp- ist þvi oft af þeim sökum að slikar flögur hafa fallið niður. Það er heldur ekkert til að taka viö hrun- inu eða draga úr hraða skriðunn- ar nema vegurinn.þvi bergiö slút- ir viða yfir hann. í þurrkum og vindi er einnig hættulegt að aka fyrir Ennið. Þá stafar hættan af hruni lausagrjóts ofan úr snarbrattri hliðinni. Við leituðum til Hjörleifs Sig- urössonar vegaverkstjóra i Ölafs- vik og spurðum hann álits á Ennisveginum. Vegurinn er stórhættulegur, sagði Hjörleifur, og þarna þarf að gera stórátak. En það vantar bara fjármagn,og þrátt fyrir alla okkar þingmenn og ráðherra i kjördæminu hefur það ekki feng- ist. Ég hef margsinnis kvartaö og fengið hingaö verkfræðinga frá vegagerðinni. Snæbjörn Jónasson núverandi vegamálastjóri kom hingað fyrir nokkrum árum. Verkfræðingarnir athuguðu all- ar kringumstæöur vektóku ljós- myndir og skoðuðu veginn og voru sammála mér um að hér væri mikilla bóta þörf. En svo hefur bara ekkert gerst. Það hafa ýmsar hugmyndir verið á lofti, allt frá þvi að senda menn upp í hliöina til að velta niður lausu grjóti,upp i það að láta varðskip skjóta á bergið. En hvernig sem það nú verður gert þá verður að gera þarna stórátak sem fyrst. Og vonandi þarf ekki að koma til banaslyss áður en ráðamenn taka við sér. Mynd eik. Til dæmis um það hve vegurinn er varasamur má nefna að fram- rúðubrot vegna grjóthruns eru nánast daglegt brauð. Einn bill fékk þó nokkuð stóran stein i gegnum þakið og niöur i Framhald á bls. 22 I utn * MRKÍlÐHUNV Siðumúla 30 — sími 86822

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.