Þjóðviljinn - 03.07.1977, Page 9

Þjóðviljinn - 03.07.1977, Page 9
Sunnudagur 3. júll 1977 þjóÐVILJINN — SÍÐA ? Vcggspjaldiö sem getiö er I greininni: Hiö volduga skip valdhafa, sem ber nafniö MIE, og merkir „Friöur”, kafsiglir hiö lltilfjörlega fley Mannréttindamanna. Hraustlegur og „normallseraöur” verkamaöur horfir fyrirlitningaraugum á ankannalega þremenningana sent reyna aö verjast meö pennann einan. A fleka þeirra stendur: Andsovétismi, undan sósialisku rlkisvaldi. lega tekiö sér fri frá gæslustörf- um ibúöarinnar. Mannréttindamálin og Charta 77 Viö sitjum litlu siöar viö borö hans. Vinirnir hafa kvatt og viö getum snúiö okkur aö efninu. Fyrsta spurningin hlýtur óneitan- lega aö vera: — Hvernig varö Mannréttinda- bréfiö til? Kohout brosir, og segir, aö þetta sé einmitt uppáhalds- spurning lögreglunnar. Þar sem hún hafi ekki fengið nein skýr svör viö spurningunni ennþá, sé það erfitt fyrir sig aö svara þessu i smáatriöum. Hins vegar geti hann sagt, aö i upphafi hafi Mannréttindabréfið ekki veriö skipulagt, og var eins konar „impróvisasjón”. Charta 77 sé ekki ákveöin starfssemi eöa skipulögö aðgerö, og þeir, sem undirritað hafa skjalið, sæki ekki fasta fundi eöa samkomur. Sér- hver, sem hefur sett nafn sitt undir bréfiö, er sammála hug- myndum þess, og tekur þar meö þátt I hinu almenna hlutverki skjalsins. Mannréttindabréfiö var upp- haflega undirritaö af 258 persón- um, en hefur nú öölast um 600 undirskriftir. Þaö krefst þess, aö hinar alþjóölegu samþykktir, sem Tékkóslóvakia hefur undir- ritaö, veröi framkvæmdar I land- inu. Bent er á mörg dæmi um bresti I mannréttindamálum þjóöarinnar. T.d. er ekki tjáningarfrelsi I landinu og fólk er hrætt viö aö missa vinnuna ef þaö tjáir aörar hugmyndir en opin- berar hugsanir valdhafanna. tltgáfubann er á pólitiskum, heimspekilegum eöa visindaleg- um verkum, sem ekki fylgja fyrirmælum yfirvalda. Verkföll eru bönnuö. ihlutun I einkalif er gerö meö slmahlerunum, ritskoö- un á pósti og njósnum á háttalagi. ibúar landsins búa viö feröahöft og geta sætt erfiöleikum, ef þeir umgangast útlendinga. Mannréttindabréfiö tekur skýrt fram, aö þaö sé ekki verk neins pólitisks hóps, og sé ekki stjórn- málalegt hermdarverk, heldur sækist eftir uppbyggjandi sam- ræöum. Engu aö siður spyrjum viö Kohout, hvort hægt sé að sjá eitthvert pólitiskt samhengi I undirskriftalista Mannréttinda- bréfsins. Helmingurinn kommúnistar Kohout segir, að þeir sem undirritaö hafi skjalið, séu úr öll- um stéttum þjóðfélagsins. Eftir að hafa lesiö þessi 600nöfn, segist hann álita helminginn kommún- ista, en aö hinn helmingurinn sé sósialistar, frjálslyndir og kristnir. — Hvers vegna hefur Charta 77 öölast svo mikla þýöingu? ÞaÖ eru mörg svör viö þessari spurningu, segir Kohout. I fyrsta lagi hafi hiö ópólitiska innihald bréfsins sameinað marga hópa. I öðru lagi hafi hin harðlega for- dæming orðið þess valdandi, aö bréfiö varð þekkt um land aiit ög viða veröld. Allir, sem undirritað hafa Charta 77 hafa orðið fyrir ofsókn- um frá hálfu yfirvalda. Margir hafa misst vinnuna, nokkrir sitja bak viö lás og slá og aörir i stofu- fangelsi. Kohout tjáir okkur, aö valdhafar séu mest á höttunum eftir fyrrverandi stjórnmála- mönnum Kommúnistaflokksins. Eina skýringin á þvi að mér er ekki stungið inn, er sennilega sú, að ég er rithöfundur en ekki póli- tikus, segir hann. Hótunarbréf og nauö- ungarf lutningar Þó að Kohout sitji ekki i tukt- húsi fyrir skoöanir sinar á mann- réttindum tékka og slóvaka, hef- ur hann og kona hans verið ofsótt sem allir aðrir stuöningsmenn Charta 77. Yfirvöld hafa svipt hann öllum opinberum skilrikj- um, svo sem ökuskirteini, tryggingaskirteini o.s.frv. Um tima barst honum enginn annar póstur en viðurstyggileg hótunar- bréf, 48 alls , þar sem honum var hótaö lifláti og kallaður óprent- hæfum nöfnum. Eiginkonan, Irina, varð fyrir likamsárásum lögreglumanna, þegar hún neit- aði að mæta tií yfirheyrslu. Hún var dregin inn i lögreglubil fyrir framan hús þeirra hjóna meö þeim afleiðingum, að hún varð að vitja sjúkrahúss. En þetta eru kannski smámunir og „eðlileg” afleiðing þess að sýna valdhöfum mótþróa I orðum og verki. Yfirvöld létu ekki staðar numið i ofsóknunum gegn Kohout-hjón- unum. Sima þeirra var lokað og litlu siðar var þeim sagt upp ibúðinni á Hrad-hæðinni. Opin- bera ástæðan var sú, að húsið væri söguleg bygging og þyrfti á nauðsynlegum viðgerðum að halda. Sannleikurinn var hins vegar sá, að erfitt er fyrir lög- regluna að fylgjast nægilega vel með feröum Kohouts, þar sem allt úir og grúir af ferðamönnum á Hrad-hæðinni. Það gerir ekki aðstöðu öryggislögreglunnar betri, að ibúð hjónanna er á hæð- inni fyrir ofan svissneska sendi- ráðið, sem er erlent yfirráða- svæði. Auk þess eru Pavel og svik við þjóðarhagsmuni, grafiö Irina i kallfæri viö Gustav Husak, sem eflaust þykir ekki mikið til nágranna sinna koma. Kohout segir, að lögreglan hafi þegar byrjað flutningana, m.a. hafi öryggisverðir haft á brott með sér . stóran hluta af bókasafni þeirra. Endanlega eiga þau að vera komin út eftir þrjár vikur. Hann segir, að framferði yfir- valda sé sérstaklega óhugnan- legt, þar sem hann hafi ávallt hagað sér samkvæmt lögum, og aðeins notfært sér hin lýðræðis- legu réttindi, sem stjórnarskráin kveði á um. Jarðarför Patockas Kohout segist vera vanur að framkvæma hlutina fyrir opnum tjöldum. Hann viðurkennir, að einu sinni hafi hann fariö huldu höfði. Það var nóttina áður en út- för Jan Patockas fór fram. Prófessor Patocka var opinber talsmaður Mannréttindabréfsins, ásamt fyrrverandi utanrikis- málaráðherra Jiri Hajek og rithöfundinum Vaclav Havel. Hann fékk hjartaáfall eftir langar yfirheyrslur hjá lögreglunni, og lést nokkru siðar á sjúkrahúsi. Jaröa átti Patocka i litlum kirkjugaröi fyrir utan Prag, reyndar I sama kirkjugaröi og þar sem Jan Palach, stúdentinn og þjóöardýrlingurinn var til moldar borinn, eftir aö hann svipti sig llfi I mótmælaskyni viö innrás sovétmanna 1968. Margir stuöningsmenn Charta 77 sváfu þessa nótt utan veggja heimilis sins, þar sem þeir óttuöust, aö lögreglan mundi hefta þátttöku þeirra i jaröarförinni næsta dag. Oryggislögreglan var mjög taugaveikluö, og var smeyk um, að líkfylgdin mundi breytast i öfl- uga mótmælagöngu. Kohout svaf um nóttina hjá vinafólki, en um morguninn stóöu lögreglumenn fyrir utan húsiö og hindruðu hús- ráöanda I aö yfirgefa húsið. Kohout slepptu þeir hins vegar út, þar sem þeir báru ekki kennsl á hann. Að sögn Kohouts, var útförin hrein helgispjöll. Alls staðar voru lögreglumenn og öryggisliðar á verði. Þyrla sveimaði yfir kirkju- garðinum, og lögreglumenn á mótorhjólum ræstu vélar sinar I þeim mæli, að ógerningur var að heyra likræðu prestsins. öryggis- verðir ljósmynduðu og kvik- mynduðu likfylgdina, allt frá kirkjudyrum og að kirkjugarðs- hliði, og reyndu meira að segja að troða sér fram við opna gröfina. Að sögn Kohouts, var stór hluti kvikmyndavélanna fenginnaðláni hjá tékkneska sjónvarpinu; alla vega báru þær merki stofnunar- innar. Hefur engu að leyna Við stöndum upp frá borðinu. Hjónin hafa veitt mér leyfi að ljósmynda i ibúð þeirra, og senni- lega verða þaö siðustu myndirnar sem þar verða teknar, áður en Pavel og Irinu verður kastað út á götuna. A leiðinni spyrjum við um álit Kohouts á framtið Mannréttindabréfsins. Hann brosir breiða brosinu sinu, og segir, að það sé jafn erfitt fyrir sig að tjá sig um framtiðarþró- un bréfsins, eins og að dæma fyrir fram um undirtektir leikrita sinna. Eitt sé hins vegar ljóst: Charta 77 og mannréttindamálin i Tékkóslóvakiu munu vega þungt á metunum, þegar Helsinkisátt- málinn verði reifaður á Belgrad- fundinum, sem haldinn verður i náinni framtið. Kohout telur einn- ig, að mannrettindamáium veröi meiri gaumur gefinn i alþjóölegu tilliti. Ibúöin er gömul og falleg. Hundur þeirra hjóna, Edison aö nafni, tekur á móti okkur meö fagnaöargelti. I stofunni er vitt Framhald á bls. 22 SÓSÍALISMI! - BANDALAG! r Kli/ Pavel Kohout er meöal þekkt- ustu núlifandi rithöfunda og leik- skálda Tékkóslóvakiu. Leikrit hans hafa verið sýnd um viöa ver- öld, og i fyrra voru hvorki meira né minna en 36 frumsýningar haldnar á verkum hans utan Tékkóslóvakiu. Kohout skrifar gjarnan beisk, satirisk leikrit, og meöal þekktra verka má nefna „Agúst, Agúst”, „Striö á fjóröu hæö” og „Aumingja morðing- inn”. I heimalandi hans er allur flutningur á verkum hans bann- aður, honum er meinað að gefa út bækur sinar og verk hans hafa verið fjarlægö úr bókasöfnum Tékkóslóvakiu. Pavel Kohout hefur aflaö sér óvinsælda yfirvalda meö þvi aö undirrita Mannréttindabréfiö — Charta 77 —, en hann hefur reyndar verið þyrnir i augum tékkóslóvaskra valdhafa allt frá 1968, þá er hann tók virkan þátt i þeim menningarlegu umbótum, sem sigldu I kjölfar Dubecks- timabilsins. Það var hann, sem skrifaöi undirskriftaskjaliö „Sósialimi! Bandalag'. Sjálf- stjórn! Frelsi!”. Skjal þetta var i senn áskorunar- og stuöningsbréf tékkóslóvaskrar alþýöu tii for- ustumanna þjóöarinnar, sem þinguöu siöustu dagana i júli 1968 með sovéskum ráðamönnum og ræddu framtið Tékkóslóvakiu I járnbrautarvagni i litla landa- mærabænum Cierna. Undir- skriftaskjaliö birtist upphaflega i aukaútgáfu vikuritsins „Listerny Listy”, þann 26. júli 1968, og hlaut meira en miljón undirskriftir á aðeins nokkrum dögum. Skjaliö, sem birtist hér i islenskri þýðingu, er nokkuð stytt. „Félagar. Viö skrifum ykkur skömmu áð- ur en þið þingið með fulltrúum miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, þar sem örlög okkar allra verða til umræöu. Hve oft hefur það ekki gerst I sögu mannkynsins, aö fá- einir veröa aö taka ákvöröun um lifsbraut margra miljóna manna. Það er þung byrði og viö viljum gera ykkur hana léttari með þvi aö tjá samhug okkar og stuðning. Saga lands vors siðustu aldir, er saga kúgunar. Við hylltum þvi lýðræðið, sem frelsiö veitti okkur árið 1918. Þaö var aö visu ófull- komiö lýöræöi, þar sem þaö gat hvorki veitt borgurum sinum stjórnmálalegt eða þjóöfélagslegt öryggi. A sama hátt fögnum viö sósialismanum, sem frelsaöi okk- ur undan oki nasismans 1945. En einnig sá sósialismi var ófullkom- inn, þar sem hann veitti borgur- um slnum hvorki borgararéttindi né athafnafrelsi. Samt sem áöur höfum viö barist hatrammt fyrir þessum réttindum, og loks I janú- ar i ár hefur barátta þessi byrjað að bera árangur. Augnablik aldagamalla vona er loks runnið upp I föðurlandi voru. Ekki aðeins vonir okkar sjálfra. Sú stund er runnin upp, að við getum sannað fyrir heiminum aö sósialisminn er eini valkostur heimsmenningarinnar. Viö höfum búist við, aö hin só- slalistisku lönd heföu fagnaö stefnu okkar, öllum öörum frem- ur. t staðinn höfum við veriö sak- aöir um sviksemi. Okkur hafa borist úrslitakostir frá félögum, hverra framkoma er ljóst dæmi um þekkingarskort á þróun okkar og kringumstæðum. Okkur eru bornir á brýn glæpir, sem við höf- um aldrei framiö. Tilgangurinn meö stefnu okkar er geröur tor- tryggilegur og misvisandi. Yfir höfði okkar hangir hótun um óréttláta hegningu. Félagar, það er sögulegt verkefni ykkar að hrinda slikri hótun. Það er erindi ykkar að sannfæra leiðtoga kommúnistaflokks Sovétrikjanna um nauðsyn endurnýjunarinnar i landi voru, vegna þess, aö hún tjáir bæði hinn sameiginlega hug landsmanna vorra, og hug fram- farasinnaðra manna i öllum heimshlutum. Alllt sem við leggjum kapp á —, má draga saman i fjögur orð: SÓSIALISMI! BANDALAG! SJALFSTJÓRN! FRELSI! Með sósialisma og bandalagi tryggjum við bræðrarikjum okk- ar og flokkum þeirra það, að við munum ekki llða'neina þá þróun, sem gæti ógnað þeim löndum, sem við höfum barist meö i 20 ár aö sameiginlegu markmiöi. Sjálf- stjórn og frelsi mun veita okkur þá tryggingu, að land vort muni ekki endurtaka þær skyssur, sem ekki alls fyrir löngu höföu næst- um þvi komið á vandræðaástandi i landinu. Útskýrið fyrir félögum okkar, aö hinar öfgakenndu raddir, sem öðru hverju láta I sér heyra i umræöum okkar, eru einmitt af- urðir skrifstofuveldislögreglunn- ar. Þvi meöan hin skapandi hugs- un er fótum troðin, leituðu marg- ar mannsekjur á náðir hinnar innri andstöðu. Sannfærið þá með mörgum dæmum, að myndug- leiki flokksins og sósialismans er meiri meðal okkar nú en nokkurn timann áður. Segið þeim, að við þörfnumst lýðræöis, friðar og tima til aö verða að betri sósialrstum og bandalagsmönnum en áður. I stuttu máli sagt, segið þeim i nafni fólksins, að fyrrgreindir hlutir séu ekki aðeins hugtök, heldur sögulegt afl. Semjiö, útskýriö og verjið sem einn maöur veg þann, sem við höfum valið og munum ekki lif- andi vikja af. Þið og gerðir ykkar munu vera i hugum okkar, klukkustund eftir klukkustund næstu daga. Við munum biða óþreyjufull eftir fréttum frá ykkur. Okkur er hugsað til ykkar. Hugsið til okk- ar. Þið ritið kafla nýrra örlaga I sögu Tékkóslóvakiu. Ritið hann af skilningi og skerpu, en einnig af hugrekki. Það yröi ógæfa okkar og smán ykkar, ef þið létuð tækifæri þetta ganga ykkur úr greipum. Við treystum ykkur. Samtimis beinum við þeim til- mælum til allra borgara, sem eru okkur s^mmála, að styðja þetta undirski.'taskjal.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.