Þjóðviljinn - 03.07.1977, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júli 1977
heygarðs-
hornið
UMSJÓN:
Einar Már Guömunds-
son, Halldór Guö-
mundsson, örnólfur
Thorsson.
[iM
Aukinn lestraráhugi þýskra lögreglumanna kemur fram I fjölda- .
heimsóknum þeirra i bókabúöir þýskra vinstri sinna. Myndin er frá
einni slikri heimsókn.
Kratarnir hafa
forystu
Þótt undarlegt megi virðast,
hafa þýskir sósialdemókratar
haft forystu um núverandi of-
sóknir á hendur róttæklingum.
Þeir hafa unnið skitverkin fyrir
borgarastéttina og smiöaö
rikisvaldinu þau vopn, sem
hæglega veröa siðar notuö gegn
allri hinni skipulegu verkalýös-
hreyfingu. Starfsemi Rauöu
Raunar hefur SPD komið á
svipuðum reglum á sinum
heimavigstöövum. í október
1973 setti þýska Alþýðusam-
bandiö reglur sem heimila aö
stuðningsmenn samtaka yst til
vinstri séu reknir úr verkalýös-
félögunum. Eru þessi samtök
sögö fjandsamleg málstaö
verkalýösfélaganna, þó fjand
skapur þeirra beinist auövitaö
aöeins gegn núverandi forystu
þeirra. Einnig hefur miöstjórn
sambandsins fengiö miklu meiri
völd til aö reka á eftir slikum
SAMI GRAUTUR
Um skoðanakúgun
í Vestur-Þýskalandi
Ekki í
fyrsta sinn
Það mun öllum ljóst,
að Þýskaland á sér
ekki beinlinis lýðræðis-
lega fortið. Eflaust vita
lika flestir um það,
hvernig ráðamanna-
klika Austur-
Þýskalands treður á
mannréttindum þar og
hindrar þróun til
sósialisks lýðræðis. Um
svipaða viðleitni i V-
Þýskalandi hafa menn
hins vegar tæpast heyrt
nema á allra siðustu
árum. Þó er sú viðleitni
jafngömul Sambands-
lýðveldinu.
Til marks um það má nefna
aö af þeim þúsundum dómara
og saksóknara sem „annast
höföu réttargæslu” á timum
nasismans voru aöeins 17
dregnirfyrir réttinn i Nflrnberg.
Margir hinna sátu sem fastast,
svo upphafiö var ekki vænlegt.
Baráttan gegn nasismanum var
hins vegar höfð að yfirskini
þegar fyrst voru sett lög um at-
vinnubann 1950, en þá voru talin
upp ein þrettán samtök sem
umsækjendur um opinberar
stööur máttu ekki styöja. 6 ár-
um siöar var svo Kommúnista-
flokkur Þýskalands hreinlega
bannaöur, og þeir sem reyndu
að endurreisa hann undir öörum
nöfnun voru miskunnarlaust of-
sóttir næstu tiu árin. Talið er að
næstu 5 árin eftir banniö hafi
dómstólar og lögregla rannsak-
aö 150.000 dæmi um slika ólög-
lega andstöðu. Samskipti viö
DDR voru aö sjálfsögðu litin
hornauga á þessum kaldastriös-
timum, og tók sú tortryggni á
sig undarlegustu myndir. Til
dæmis voru tvær konur dregnar
fyrir dóm 1961, vegna þess að
þær útveguöu börnum pláss i
sumarleyfisbúðum 1 Austur-
Þýskalandi. Dómstóllinn leit á
það sem „njósnastarfsemi og
svik viö stjórnarskrána”, aö
þær skyldu veita yfirvöldum
eystra upplýsingar (nafn, aldur
osfrv) um þau börn, sem ætluðu
aöfara. Voru konurnardæmdar
I eins árs fangelsi óskilorðs-
bundiö, sviptar kosningarétti i
fimm ár og lögreglunni heimil-
að að hafa eftirlit með þeim i
áttaár. Þessirhlutirvoru færðir
I betra horf eftir 1966, þegar
SPD (kratarnir) komst I stjórn.
Ensiöan hefur sá flokkur snúiö
blaöinu viö, og þaö svo um mun-
ar.
brottrekstrum, þar sem
aðildarfélög hafa verið treg til.
Þessu mótmælti kennarasam-
bandiö I Berlln, og var þaö þá-
umsvifalaust rekiö úr heildar-
samtökum kennara. ömurlegt
hlutskipti kratanna i þessu máli
minnir helst á frammistöðu
þeirra i þýsku byltingunni 1920.
Geysilegt eftirlit
Atvinnubanniö hefur haft i för
með sér geysilega njósnastarf-
semi. Sem dæmimá nefna, að á
timabilinu frá 1. jan 1973 til 1.
júni 1975 var ferill 422 þúsund
manna kannaður nákvæmlega,
athugaö hvort þeir styddu eða
hefðu einhvern tima stutt sam-
tök fjandsamleg rikinu, hvort
þeir heföu tekiö þátt i mótmæla-
aðgeröum á vegum sllkra sam-
taka, dreift ritum þeirra eða
lýst samúö meö þeim. Nokkur
þúsund manns hafa misst vinnu
sina eöa veriö neitaö um stööu
hjá þvi opinbera vegna þessara
lagasetninga.
Eftirlitiö beinist mest aö
kennurum, og flestir þeir sem
hafa misst vinnu sína hafa unniö
viö kennslu. Þaö er þvi ekki aö
undra þó andrúmsloftiö I
háskólunum sé m jög lævi bland-
iö, og til dæmis hafa félagar
kristilega demókratiska
stúdentasambandsins fyrir siö
aö kæra róttæka samstúdenta
sina og kennara. En atvinnu-
bönn teygjasig stundum lengra,
og til dæmis hefur lestarstjóri
verið sviptur vinnu sinni fyrir
kommúnisma (og er vandséð
hvaöa áhrif sú skoöun á aö hafa
á akstur hans).
Þessar aögeröir bera auðvit-
aö þann ávöxt, aö fólk hræðist
pólitiskt starf, tekur atvinnu-
öryggi fram yfir róttækar aö-
gerðir, sem er einmitt þaö sem
aö var stefnt. Hræðslan hefur
hins vegar gripiö fleiri, og
verður kommunistaóttinn oft
næsta spaugilegur. Þannig
geröist þaö i Kiel að 8 ungir
menn sóttu samtimis um aöild
aö félagi opinberra starfs-
manna. Félagið svaraði sam-
stundis öllum umsóknunum
meö svohljóðandi bréfi:
„samkvæmt upplýsingum okk-
ar tilheyrið þér samtökum, sem
falla undir samþykkt alþýöu-
sambandsins um öfgamenn. Viö
verðum þvi aö hafna umsókn
yöar.” Ungu mennirnir átta
voru aðstoöarprestar viö kirkj-
ur I Kiel.
Ritskoöunarlögunum hefur
ekki veriö beitt mikiö enn sem
komiö er. Þó hefur a.m.k. ein
bók verið bönnuð (en var endur-
útgefin) og mál hefur veriö
höföaö á hendur fjölmörgum
bókaútgefendum fyrir aö brjóta
þessi lög. Jafnframt hefur það
komiö fyrir aö upplag róttækra
smáblaða hafi verið gert
upptækt og lögreglan notar oft
tækifæriö og gerir húsrannsókn
i vinstri sinnuöum bókabúöum.
Þá var einn maður, P.P. Zahl,
dæmdur i 6 mánaða fangelsi
fyrir að gera veggspjald sem
gæti hvatt menn til ofbeldis,
eins og þaö heitir.
Andstaðan
Atvinnubanniö þýska hetur
vissulega mætt haröri and-
spyrnu, bæöiheima og erlendis.
Foringjar systurflokka SPD
hafa flestir (nema Gylfi) látið
efasemdir sinar um þetta
háttarlag flokksins i ljós, og
sumir mótmælt harölega, s.s.
Palme og Mitterand. Akveðn-
astir I mótmælum sinum
eru eins og vænta má samtökin
yst til vinstri, og hafa þau í
mörgum evrópulöndum stofnað
nefndir sem veita almenningi
jafnóðum upplýsingar um gang
málsins. En mótmælin hafa náö
alveg inn i raöir frjálslyndra
borgaralegra afla.
Smæö og alger sundrung
þýsks vinstrikants hefur oröiö
andstööunni þar mjög til
trafala. Andstöðunni viröist
hins vegar vera að vaxa fylgi,
oghún nær oröiö langt innf raöir
sósialdemókrataflokksins, sem
einungis kann eitt ráö viö þvi:
brottrekstur (nú siðast var for-
maöur Jusos rekinn úr flokkn-
um). Þá geröist þaö i vor, aö
Bertrand Russell-stofnunin
ákvaö aö hvetja til þess að
myndaöur verði sérstakur
Framhald á bls. 22
BÓKSTAFUR LAGANNA
Núvernadi atvinnubanns- og
ritskoöunarbylgja i V-
Þýskalandi hófst fyrir um þaö
bii 7 árum, i kjölfar stúdenta-
uppreisnanna. AÖur (1968) haföi
þingið aö visu samþykkt „Lög
um neyðarástand”, sem stór-
juku vald hers og iögreglu og
skertu þingræöiö á hættptimum,'
hvort sem þeir voru af vöidum-
„innri eða ytri” óvina. Þingiö I
Hamborg hafði frumkvæöi og
lýsti þvi yfir, aö hinára yrði
ásói ina rikisins i mennf:
kerfiö, og gat þaö tæpast átt viö
aöra en innri óvini. t upphafi
ársins 1970 áiyktuðu fyikjafor-
setar Þýskalands á sérstökum
fundi sinum, aö engir þeir
mættu fá atvinnu i þjónustu hins
opinbera, „sem ekki veittu
tryggingu fyrir þvi, aö þeir
væru reiöubúnir til aö verja
lýðræöislega stjórnskipun okkar
hvenær sem er.” Ekki varð þó
fullijóst hverjir óvinir rikisins
voru, fyrr cn stjórnarskrárdóm-
stóllinn felldi úrskurö sinn um
mitt áriö 1975. Samkvæmt hon-
um er nóg aö vera meölimur I
flokki sem vili gerbreyta
stjórnarskránni tii þess aö vera
neitaö um aivinnu hjá riki og
sveitarfélögum.
Lög um eftiriit meö ritum
voru hins vegar sett I ársbyrjun
1976. Ritskoöunartilraunir
styöjast einkum viö lagagrein
88a, sém hljóöar eitUivað á
þessa leiö: ,,Sá sem 1. útbreiöir
2. sýnir opinberlega... eöa gerir
á annan hátt aögcngileg eöa 3.
framleiöir, pantar, dreifir,
býöurtilsölu.ber lof á... rit, þar
sem mælt er meö einhverjum
þeirra ólöglegu athafna sem
getiö er l grein 126 (ofbeldisverk
og „brot á landsfriði”, aths.
okkar) eöa rit sem eru eftir at-
vikum til þess fallin aö auka
áhuga annarra á aö fremja slik-
an verknaö, til þess aö berjast
gegn tilveru eöa öryggi
Sambandslýðveldisins Þýska-
lands eða grundvallar-
atriöum stjórnarskrárinnar,
hlýtur aö refsingu alit aö
þriggja ára fangelsi eða fjár-
sckt”. Þó rit, sem þjóna vis-
indalegu eöa iistrænu mark-
miöi, eigi aö heita undanþegin
þessu, gefur slikt samt ærio
svigrúm til túlkunar, enda hafa
þýskir dómstóiar sýnt af sér fá-
dæma hröfuhörku I listrænum
efnum, þegar á þetta ákvæöi
hefur rcynt.