Þjóðviljinn - 03.07.1977, Síða 11

Þjóðviljinn - 03.07.1977, Síða 11
Sunnudagur 3. júli 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11 ÓFÖGNUÐUR 10^ 1 í TÍSKU: Þessi fyrirsæta hefur látiö lyfta augna- brúnum sinum. Skurðlæknar selja fegurö í sjónvarpsþáttum um Japan, sem mikla athygli vöktu, var m.a. sýnt, hvernig japanskar stúíkur leggjast undir hnífinn til að breyta útliti sínu: til að lyfta brjóstum eða draga úr asíusvip augnanna — allt til þess að þær passi betur í þær hugmyndir sem vestrænn skemmtanaiðn- aður hefur komið inn hjá fólki — einnig i Japan — um það, hvað sé rétt kven- leg fegurð. Þessar japönsku stúlkur, sem voru með þessu móti að gera sig útgengilegri sem sýningarstúlkur eða eitthvað þessháttár, eru engin undantekning. Fegurðarskurðlækningar svo- kallaðar eru i örum vexti. Rúm- lega 12.000 konur hafa t.d. látið blása upp á sér brjóstin með sili- kon i Las Vegas i Bandarikj- unum. 1 Múnchen i Vestur-Þýska- landi fást 40 skurðlæknar við það eitt að lyfta brjóstum, strekkja á hrukkum, skera burt fitu, breyta augnasvip, laga nef — bæði á skemmtikröftum og svo á frúm auðkýfinga ýmiskonar. Þetta er mikill bisnessog laun þeirra, sem við þessa endurskoðun á móður náttúru fást, eru mjög há. Vond þróun. Ýmsir læknar eru samt áhyggjufullir af þessari þróun sem gerir ráð fyrir að „fegurð sé eins og hver önnur vara sem hægt er að kaupa eins og keyptur er tiskukjóll”. Auðvitað eru skurð- aðgerðir af þessu tagi i mörgum tilvikum réttlætanlegar. Þá er fyrst og fremst átt við aðstoð, sem veitt er fólki sem lent hefur i ýmiskonar slysum. Það er hægt með tilfærslum og nákvæmum saumaskap á æðum og taugum að breiða yfir ljót brunasár, hleypa lifi i andlitshluta, sem hafa lam- ast i bilslysi, laga nef sem hefur brotnað i árekstri og svo fram- vegis. En einnig i þessum tilvikum hafa menn áhyggjur af þvi, að lagfæringum á útliti sé i alltof rikum mæli stjórnað af þvi hvað tiska og auglýsingar segja vera „eðlilegt útlit”. Schmidt-Tinne- mann, formaður þýskra plast- iskra skurðlækna, segir að þegar læknir lætur gagnrýnislaust Nefiö hefur veriö „leiörétt”. undan þeirri þvingun, að hver og eiineigiað lita út eins og einhver meirihluti vill, þá verði hann að einskonar „handlangara ófrelsis”. En að sjálfsögðu hafa menn mestar áhyggjur af skurðað- gerðum þeim, sem fullkomlega heilbrigt og óslasað fólk lætur á sér gera. Heimspekingurinn Theodor Adorno hefur komist svo að orði um þann faraldur, að „allt þetta þjónar ekki þeim lögmæta Þessi brjóst hafa veriö þanin út. tilgangi að efla velgengni manna i ástum, heldur tilheyrir þetta sviði auglýsinganna. Það er farið með þessar manneskjur eins og þær væru ljósmyndir af sjálfum sér.” Allt er, segir Adorno, gleypt af vöruhugsjóninni. Og fallegt útlit verður þegar allt kemur til alls heldur ekkert annað en sölu- bragð. Og það er, segir vitring- urinn, nokkuð sem er mjög ósið- legt. AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR 15.15 W Rafeindabúnaður mælir magn og reiknar út verð. O Upplýsingarnar lest þú í dæluglugg- anum úti - og þegar inn er komið birtast þær aftur á skermi, sem er á afgreiðslu- borðinu. # Þessi nýi búnaður er hraðvirkari, nákvæmari og áreiðanlegri í rekstri en nokkur annar sem þekkst hefur hingað O Fyrstu stöðvarnar sem þennan bún að hljóta hér á landi eru: Bensínafgreiðslan Borgartúni Bensínafgreiðslan Storagerði 40 Veganesti á Akureyri Fyrstir fyrir hálf ri öld ' ’• ••••:::: 11111 Vorið 1928 settu þáverandi umboðsmenn Standard Oil (Esso) upp fyrstu dælu, sem notuð var hér á landi, til dælingar á bensíni úr jarðgeymi. Dælan var fyrst við Amtmannsstíg, en síðar flutt á Kalkofnsveg, nokkru norðar en sú sem hér er sýnd. ■ ' og enn í fararbroddi mmmmmíW ív^S-Í-í’í 'rnmmmmm. j C 0 ti u. 1 j 1 unw OODtH ' :

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.