Þjóðviljinn - 03.07.1977, Side 12

Þjóðviljinn - 03.07.1977, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júli 1977 Sunnudagur 3. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 ÖSKJUHLÍÐ Býður uppá möguleika fjölbreytts útivistar- svæðis oskjuhlíöin hefur lengi verið heimur ævintýra, ekki síst í hugum barna. Fyrir 20-30 árum þegar borgin var minni lögðu flest börn leið sína þangað — einhvern tfma — jafnvel þó að langt væri að fara. Þar eru klettar, gjár, laut- ir, hvammarog lundir. Þar var hægt að fara í stríðs- leik eða feluleik. Þessi tröllslega jökulsorfna hæð varð að töfraveröld sem örvaði hugmyndflugið og ekki spilltu dularfullar stríðsminjar frá heims- styrjaldarárunum fyrir. Þarna voru og eru enn að hluta gömul vígi, niður- grafnir tankar, jarðhús og f leira sem passaði vel inn i ævintýrið. Og enn er öskjuhliðin vettvangur barna. Tré hafa verið gróðursett um alla hlíð og eru sums staðar orðin að skógi. Og fullorðna fólkið sækir lika hingað. öskju- hliðin er eftirsótt útivistar- svæði. Þrjár hetjur I ævintýraheimi. Á sóJardögum eru ótal staðir. A sólardögum laumast fólk hér og hvar inn i skógarlundi, ofan i grasbolla og á milli stórgrýtis til aö dýrka hina dásamlegu sunnu. Hægt er að finna ótal staöi til aö vera i friöi. Viö fót hliöarinnar er Fossvogur meö litt spilltri fjöru og Nauthólsvik, gamla baðstaðn- um. Út i vikina rennur heitur læk- ur og á voginum skriða skútur. Milli hliöar og sjávar er grösugt svæöi meö melum á milli og á kyrrum kvöldum er hér hljótt og friösælt nema þegar spói vellur. Hraðbraut kemur eins og skratti úr sauðarlegg Oskjuhliö er eitt fegursta og á- kjósanlegasta útivistarsvæöi Reykjavikur og býöur upp á mikla möguleika ásamt Fossvogi og Nauthólsvik. En borgaryfir- völdum er annaö gefiö en frum- leiki. og skipulagsyfirvöld miöa starf sitt viö að á næstunni veröi einn einkablll á hverja tvo Ibúa i Reykjavik. Þaö er vist það há- mark sem náöst hefur i verstu kapitalistalöndunum. Þess vegna á aö irjúfa svæöiö meö hraöbraut, svokölluöum Hliöarfæti, sem á aö leggja neðan Hliöar meöfram Fossvoginum. Hún kemur eins og skratti úr sauöarleggnum inn i þessa friösælu veröld. Svo á aö reisa flugstöðvarbyggingar við Nauthóisvik skv. skipulagi. Veitingahús á hitaveitu- geymum Efst á öskjuhliö tróna hita- veitugeymar. Einu sinni sáust teikningar af miklu veitingahúsi ofan á geymunum og var þaö ekki vitlaus hugmynd að setja þaö þar sem sér vitt um borg og fjalla- hringur allur. En þetta var bara hugmynd einhvers, en ekki borgaryfirvalda, enda geröist ekkert i þvisa máli. Pottar og smáfossar nið- ur alla hlfð Heiti lækurinn I Nauthólsvik hefur oöiö bitbein manna á undanförnum misserum og hafa þær umræður leitt til þess aö nú á aö lagfæra lækinn og jafnvel hafa þar vörslu og búningsklefa. Eins og kunnugt er sprettur lækurinn af yfirfallsvatni úr hita- veitugeymunum. Hvilika mögu- leika býöur hann ekki upp á? Hægt væri aö leiöa kvíslir úr hon- um niöur um skóglendiö i Oskju- hliðinni og gera þar heita potta og smáfossa niöur alla hliö meö margs konar tilbrigöum. Þá fyrst færi aö veröa gaman I hliöinni. Flotgirðing út í voginn Einnig hefur komiö upp hug- mynd aö giröa fyrir þar sem heiti lækurinn rennur til sjávar með flotgiröingu og halda þannig menguöum sjó Fossvogsins utan viö, en innan við væri volgur sjór til aö synda i. Nú er stranglega bannaö aö baöa sig á einu baö- strönd reykvikinga, og er þaö eft ir ööru. Herminjar krydd í úti- vistarsvæðinu Veriö er aö brjóta niður gamla geyma frá striösárunum. Enn eru þó eftir töluveröar minjar þarna uppfrá frá hernámi Islands. Þeg- ar undirritaöur var aö alast upp i höfuöborginni varö ekki þverfót- aö fyrir striösbröggum og hvers kyns hermannvirkjum um borg og bi. Nú eru braggar teljandi á fingrum annarrar handar og svo er um annaö striösgóss. Liklega eru flestir sammála um aö striðs- árin séu eitthvert mesta örlaga- og umbyltingaskeið i sögu þjóöar- innar og þvi beri aö geyma eitt- hvaö smávegis til minja um þau. Virkin sem enn standa i öskju- hliðinni eru tilvalin til þessa brúks og gætu verið dálitiö krydd i útivistarsvæðinu þar. Merk skeljalög i Fossvogi Innst I Fossvogi eru merk skeljalög i bergi sem visa til i jarösögu tslands og hafa þau ver- iö friöuð. Þau gætu tilheyrt þessu stóra útivistarsvæði. Ungmeyjar að hreinsa til Blaöamaöur og ljósmyndari Þjóöviljans gengu um öskjuhllð- arsvæöið góöviðrisdag fyrir skemmstu og þá var hópur föngu- legra ungmeyja aö hreinsa það. Sögöust þær vera i vinnu hjá Reykjavikurborg en ekki i ungl- ingavinnunni^Nota bene. Gengu þær um með gráa poka og tindu plast, sigarettustubba og flöskur. Sums staöar i skóginum eru ryög- aöar ruslatunnur og sæma þær ekki umhverfi. Þarna þurfa aö vera snyrtilegar tunnur sem reglulega væru hreinsaöar. Minningar úr hvítsterku sólskini Viö gengum um svæöiö. Smá- strákar skutust á milli steina eöa undan grein, og upp i hugann komu gamlar endurminningar frá æskuárum, minningar úr hvitsterku sólskini. Teygja um buxnaskálm, gúmmiskór, fölblá- ar skyrtur eöa sterkrauököflótt- ar, burstaklipping og freknur á nefi. Hrekkisvin úr Pólunum gátu setið fyrir manni, jafnvel viga- legar strákahjaröir úr óvinagöt- um gátu fyrirvaralaust runniö á mann meö herópum. Stundum var skriöið á fiöringsmaga meö önd I hálsi undir furu til aö gægj- ast á stelpu og strák sem voru aö kyssast eöa elskast. Yfirgefnar skotgrafir og djúpar gjár vöktu grun um einhver myrkraverk. Svo var hlaupið meö brugönu sveröi I gervi Roy Rogers eöa Gunnars á Hliöarenda, en skraut- búin skip sigldu fyrir Iandi. Stundum létu hetjurnar sig falla i grasið og golan þaut I eyrum og hundasúrur og njólar báru viö himin. Stundum lentu flugbátar i Nauthólsvik og þá var hlaupiö of- an og einkennisklæddir menn komu gangandi upp bryggju og klöppuöu strákum á kollinn. örþreyttir komu þeir heim til mömmu aö kvöldi og sofnuöu fljótt inn i nýja töfraveröld. — GFr Föngulegar ungmeýjar voru aö hreinsa hllöina. Hraöbrautin Hlföarfótur mun rjúfa þessa friösæld. Ryögaöar ruslatunnur prýöa ekki. ótal Iautir, hvamma og lundier aöfinna iöskjuhlfö. Striösminjar þarf aö varöveita. t,r gjdnni. Þangaö hverfurfólk á sólardögum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.