Þjóðviljinn - 03.07.1977, Qupperneq 14
14 — SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júll 1977
Þorsteinn Jónsson skrifar
Utangarðs-
kvikmyndir
Þetta er fyrsta greinin af
þremur, þar sem ætlunin er að
segja frá efni tveggja bóka,
ÚTVÍKKUÐ KVIKMYNDALIST
(Expanded Cinema, New York,
1970) eftir Gene Youngblood og
KVIKMYNDIR SEM
ANDÓFSLIST
(Film as a Subversive Art, New
York, 1074) eftir Amos Vogel.
Ástæðan er sú að báðar þessar
bækur fjalla um kvikmyndalist,
sem næstum aldrei sést i kvik-
myndahúsunum né sjónvarpi
ýmist vegna pólitisks boðskap-
ar, hneykslanlegs efnis eða list-
ræns forms. Ég kalla þessar
kvikmyndir hér utangarðskvik-
myndir, og þótt þær séu eins
ólikar að formi og innihaldi og
hægt er að hugsa sér, eru þær
undir einum hatti einfaldlega
vegna fyrrnefndra erfiðleika að
komast i gegnum ritskoðunar-
sigti hins stirða dreifingarkerfis
fyrir kvikmyndaefni viðast hvar
i heiminum. Flestar myndanna
ná aldrei augum nema fárra
áhorfenda. En hversu langt sem
þær ganga fram af kerfinu i
byrjun, þá berst endurómur
hinna hneykslandi hugmynda
þeirra fyrr eða siðar inn i kvik-
myndahúsin og sjónvarpsstof-
urnar þótt i þynntu formi sé og
slær þar stundum i gegn sem
nútimalegur andblær fyrir alla
fjölskylduna.
I fyrstu greininni er sagt frá
tilraunum til að nota nútima-
tækni til þess að framleiða
meira eða minna óhlutlægar
kvikmyndir. Um þá tegund
utangarðskvikmynda, sem
„kerfið” hefur meðvitaðan eða
ómeðvitaðan beyg afverður rætt
i seinni greinunum tveimur. I
grein tvö verður fjallað um
kvikmyndir með efni af pólitisk-
um toga og i grein þrjú um kvik-
myndir sem beinast gegn siða-
reglum (borgaralegum eða öðr-
um) og tabúum af ýmsu tagi.
Afstrakt
kvikmyndalist
I bókinni „Útvikkuð kvik-
myndalist” má finna upplýs-
ingar um þróun afstrakt kvik-
myndagerðar á siðustu árum,
þótt þær séu mjög mótaðar af
aðstöðu höfundarins til kvik-
myndalistar almennt og hug-
mynda hans um nýja tegund
kvikmynda framtiðarinnar
Höfundur skiptir bókinni i sjö
kafla: „Ahorfendur og goðsagn-
ir skemmtanaiðnaöarins,”
„Lok leikgerðar,” , 1 átt til
geimvitundar,” „Tölvukvik-
myndir,”, „Sjónvarp sem skap-
andi miðill”, „Blandaðar sýn-
ingar (Intermedia)” og að lok-
um „Þrividdarkvikmyndir:
Nýr Heimur.”
Þrividdarkvikmyndir þessar
eru frábrugðnar þeim kvik-
myndum, sem varpað er á tjald
og skoðaðar eru með sérstökum
gleraugum. Hér er um að ræða
„Holography” (holo = heill), og
myndinni er varpað I rúmið en
ekki á tjald i einum fleti. Þessi
grein er ný af nálinni og byggist
á þvi að tiðni ljósgjaians ei
stöðug (laser-geislar), og meö
þvi að skrásetja ekki aöeins
magn endurkastsins á filmuna
eins og i venjulegri ljósmyndun
heldur einnig tiðni þess er hægt
að búa til raunverulega þriviða
mynd. Hver svo sem listræn
þýðing þessarar tækni verður,
má sjá fyrir einkennilegt
ástand, þar sem hvorki sjón né
heyrn duga til að greina á milli
raunveruleika og myndar. Höf-
undur telur þessa tækni eiga eft-
ir að skapa óendanlega nýja
möguleika, jafnvel nýjan heim
eins og heiti siðasta kaflans gef-
ur til kynna.
Bókin er greinilega skrifuð
undir talsverðum áhrifum af
kenningum McLuhans og ein-
kennist af allt að þvi barnalegri
trú á manninum og tækni hans.
Framtiðarsýn höfundarins virð-
ist vera alheimsborgari með aö-
gang að hinum margslungnustu
tjáningartækjum að hamast við
að senda á öldum ljósvakans
skeyti til samborgara sinna um
eitthvað utan við rök og skynjun
— eitthvað milli „hins mikla
einskis” Zen-búddismans og
„stjarnfræðilegrar alheimsvit-
undar.”
Með þvi að sýna okkur
„ástand mannkynsins” hefur
sjónvarpið gengið af hinni viö-
teknu kvikmyndagerð dauðri,
jafnt afþreyingarframleiðslunni
sem öðrum kvikmyndum með
frásögn, byggingu, skynsemi,
samræmi og öðru þvi, sem talið
hefur verið æskilegt i listum
hingað til, segir höfundur. Meö
þvi að sýna allt hefur sjónvarpið
tekið alla dul af heiminum og
menningunni. Það hefur náö
slikri útbreiðslu, að nú geta ekki
verið til nein leyndarmál lengur
að áliti höfundar. „Við erum i
beinu sambandi við ástand
mannkynsins og þvi er ónauð-
synlegt að fjalla um það i list-
um.”
Og i þessu samhengi spyr
harm: Hver getur enn látið hrif-
ast af fallegum myndum af
landslagi (fyrst mannkynið hef-
ur drepið fæti á tunglið)? Og þar
sem fegurðin endar byrjar listin
i nýrri liststefnu, sem hann
nefnir „Synaestetic cínema.”
„Synaestetic cinema er tima-
rúms samfella (spacetime cont-
inuum). Það er hvorki
súbjektivt né objektivt né held-
ur óobjektivt. Fremur er það
allt þetta sameinað: þ.e.a.s.
ofurobjektivt.”
Sem dæmi um ofurobjektivan
veruleika tekur höfundur
Bylgjulengd (Michael Snow).
Það er 45 minútna kvikmynda-
verk, sem lýsir einu herbergi i
einu myndskeiði með rólegri
stöðugri hreyfingu tökuvélar-
innar eftir öllu herberginu. Til-
gangurinn er sá að festa á filmu
„andardrátt herbergisins.”
Þessi kvikmynd er einnig gott
dæmi um það sem k-allaö er
„minimal cinema” i USA, af -
■neitun kvikmyndalegrar upp-
byggingar. Þótt nafnið sé nýtt
er aðferðin jafngömul uppfinn-
ingunni.
úr sjónvarpsþættinum „Limbo” (WCBS-TV). Ballett var saminn
sérstaklega fyrir ákveöiö tæknibragö i sjónvarpsupptöku.
Óþekktar vlddir úr kvikmynd Stanley Kubrick, „2001 Space Odyssey.”
Úr kvikmyndinni „Lapsis” eftir James Whitney. Hreyfingu þessara
forma er stjórnað með tölvu.
í „synaestetic” kvikmyndum
er ekki sagt frá einu né neinu
heldur einungis vaktar tilfinn-
ingar eða hugarástand. Sem
hliðstæðu Tiefnir höfundur hugs-
analeysi Zen-búddisma,
mantra- og mandalameðvitund.
Hinum hefðbundnu kvik-
myndum skiptir höfundur i
þrennt eftir tilgangi þeirra.
Leiknar kvikmyndir, heimilda-
kvikmyndir og raunsannar
kvikmyndir (cinema vérité). 1
leiknu (skálduðu) kvikmyndun-
um er hinn kvikmyndaði veru-
leiki færður i stilinn fyrirfram. I
heimildakvikmynd setur kvik-
myndahöfundurinn raunveru-
leikann i nýtt samhengi með
klippingu. Heimildakvikmyndin
er þvi aðeins útskýring. Raun-
sannar kvikmyndir eru upptaka
á raunveruleika, en þær hafa
engan stil vegna þess að þar
gerir höfundurinn enga tilraun
til að stjórna myndefninu né
vinna úr þvi.
Synaestetic kvikmyndir eru
allt þetta samanlagt, segir höf-
undur, upptaka á raunveruleika
færð i stilinn eftir á.
Dæmi um þetta er að finna á
öðrum stað i bókinni: „Munur-
inn á kynlifi i „synaestetic”
kvikmyndum og 1 kvikmyndum
með söguþræði er sá að það er
ekki lengur til sýnis. Samkvæmt
skilgreiningu er „synaestetic”
kvikmyndagerð list tilfinninga
fremur en staðreynda. Við*
fangsefni „synaestetic” kvik-
myndar, sem inniheldur sam-
farir er ekki athöfnin i sjálfu sér
heldur hiö metafysiska bil milli
löngunar og reynslu, sem er
erótik.”
Kvikmyndin Fusses (Carolee
Schneemann) er samfelldar
samfarir og eins og höfundur
hennar lýsir sjálfur: „Ég hjó
heila myndkafla i sundur og
limdi á þá svarta eða gegnsæja
filmu. Sumt efnið bakaðiofni.
Ég setti það i allskonar sýrur og
efnablöndur til þess að sjá hvað
gerðist.” Hún vann að verkinu i
þrjú ár og áhrifin eru sam-
kvæmt Youngblood, ....mjög i
anda Joyce og mjög erótisk.”
Höfundur bókarinnar virðist
sjá einhvern eðlismun á þvi
hvort kvikmynd sé gefið form
eftir á (t.d. i sýrubaði eða ofni)
eða við upptöku og klippingu. Sé
kvikmyndin Fuses höfð til við-
miðúnar virðist mér (án þess að
hafa séð myndina) efnið með
þessari meöferð einfaldlega
vera fjarlægt raunveruleikan-
um og áhorfandanum gefin eins
konar tylliástæða til að horfa á
það (samfarirnar). Enda nýtast
flestar utangarðskvikmyndir
með kynlifi vel i svokölluöum
lista-kvikmyndahúsum sem
dulbúnar klámmyndir. Svipað
gildir um aðrar kvikmyndir,
sem nálgast óhlutlægni, að
hversu róttækar yfirlýsingar
sem höfundar þeirra gefa frá
sér virðist tilhneygingin vera sú
að fyrra þessar kvikmyndir
allri félagslegri eða siðrænni
merkingu.
Fyrstu tilraunir með afstrakt
kvikmyndir voru teiknaöar með
svipaðri tækni og i teikni-
myndum (animation) eða
1 stöku tilviki teiknaðar beint á
filmuna. Jafnvel þótt markaður
hefði einhver verið fyrir slikar
kvikmyndir var (og er) fram-
leiðsla þeirra svo timafrek að
hún freistaði ekki margra.
Með þvi að nota sjónvarps-
tækni opnast nýjir möguleikar i
afstrakt kvikmyndagerð. Erfitt
eraðsjá þá möguleika fyrir, þvi
þróun sjónvarpstækninnar mið-
ast auðvitað við allt önnur verk-
efni en afstrakt kvikmynda-
gerð. Þeir, sem hafa fengið
tækifæri til að gera tilraunir i
sjónvarpsstúdiói, kvarta ein-
mitt yfir eiginleikum tækjanna.
Þégar á að fara að leika sér með
sjónvarpsstjórnborð kemur i
ljós að takkarnir eru svo margir
að einum manni er ókleift að
hafa stjórn á nema hluta þeirra
myndbragða sem hann hefur úr
aö velja. Til þess að hagnýta sér
þessa tækni þarf höfundurinn að
hafa tölvu sér til aðstoðar. Ein-
ungis með tölvu er hægt að
hugsa sér að höfundurinn geti
spilað á þessi tæki likt og á
pianó og búið til kvikmynd i lit-
um og með hljóðum, sem orkaði
á áhorfandann svipað og tónlist
— beint á tilfinningalifið án þess
að vera um neitt né af neinu.
Tölvan er mötuð á formum og
með hennar hjálp eru þau sett á
hreyfingu, fléttuð saman við ný
form, lituð, blönduð, afmynduð
o.s.frv. Eftir þvi sem tölvan
gegnir stærra hlutverki við list-
sköpunina vaknar þó spurning-
in, hvort hún búi yfir hinum lif-
rænu og óreiknanlegu eiginleik-
um mannsins, sem gera hann að
listamanni.
Sé spurt um árangur af þess-
um tilraunum með að hagnýta
nútimatækni i afstrakt mynd-
list, þá er hann næsta litill
ennþá. Aðeins litill hluti verk-
anna hefur listrænt gildi.
Kannski hefur gengið best að .
hagnýta þetta i sambandi við
dans- eða tónlistarþætti i sjón-
varpi, I sjónvarpsþættinum
LIMBO (WCBS-TV i USA) dans-
ar flokkur dansara sérstaklega
saminn dans fyrir ákveðna
tækni (chromakey) og likamar
þeirra sljóta i rúmi, blandast og
margfaldast i regnbogans litum
á skerminum.
Til þess að gefa hugmynd um
hvernig afstrakt kvikmynd get-
ur litið út má nefna kafla i kvik-
myndinni 2001 SPACEODYSSEY
(Kubrick), þar sem geimfari
hverfur inn i óþekktar viddir.
Ahrifin eru eins og tökuvélin æði
með ofsahraða eftir óendanlegu
dularfullú, rúmi. Kaflinn er
reyndar gerður i tiltölulega ein-
földu ljósborði m-eð. „ani-
mation”-tækni, en hann er að
einhverju leyti eftirliking á
verkum James Whitney, sem er
einn þekktasti tölvukvikmynd-
arinn i USA.
Þar sem þetta starf kemur
mest að notum er við fram-
leiðslu nafnalista i biómyndum
og að sjálfsögðu i auglýsinga-
iðnaðinum, sem eins og af-
straktið orkar á tilfinningar
fremur en skynsemi. En á með-
an auglýsingarnar hafa ákveð-
inn boðskap og tilgang er
merking afstraktkvikmynd-
anna oft mikilli móðu hulin.
(framhald)