Þjóðviljinn - 03.07.1977, Síða 16
16S1ÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 3. júH 1977
MINNING
Eyborg Guðmundsdóttir
listmálari
Fœdd 17. nóvember 1924
Dáin 20. júní 1977
Mánudaginn 20. júni lést i
Landspitalanum Eyborg Guð-
mundsdóttir, listmálari, eftir
langa og stranga sjúkdómslegu.
Otfór hennar veröur gerö frá
Dómkirkjunni á morgun.
Eyborg fæddist á Isafiröi 17.
nóvember 1924. Foreldrar hennar
voru Hólmfriöur Guömundsdóttir
frá Eyri i Ingólfsfiröi og Guö-
mundur Rögnvaldsson ættaöur úr
Djúpi. Eyborg var aöeins tveggja
ára, þegar móöir hennar dó, og
fór hún þá til móöurömmu sinnar,
Guörúnar Jónsdóttur á Eyri i
Ingólfsfiröi. Þar ólst hún upp.
Haustið sem hún varð sextán ára
fór hún aö heiman til aö afla sér
menntunar. Hún settist i fyrsta
bekk i Laugavatnsskóla. Ekki
varð mikiö úr skólavistinni, þvi
eftir örstutta dvöl i skólanum
veiktist Eyborg. Þaö voru berkl-
ar, og var hún send á Vifilsstaði.
Þar eyddi hún næstu fjórum ár-
um.
Berklahælið Vifilsstaöir var á
þessum tima mikil stofnun, þótt
engan fýsti aö vistast þar, og
þurfi ekki mikiö imyndunarafl til
aö gera sér i hugarlund sálarang-
ist ungu stúlkunnar sem varð aö
yfirgefa glaöan hóp nýrra skóla-
systkina og flytja inn i lokaðan
heim sjúkrastofunnar, samt var
nú ekki fennt i öll skjól. A Hælinu
var haldið uppi skipulegu náms-
starfi, svipuöu þvi sem siöar hef-
ur verið kallaö námsflokkar. Allt
var þaö sjálfboöavinna. Þeir sem
höföu þrek og getu til leiöbeindu
hverjum þeim sem sýndi áhuga.
Einkum var reynt aö hjálpa og
hlúa aöunglingum. Hælinu bar að
sjálfsögöu aö annast kennslu
barna á skólaskyldualdri meöan
þau voru þar, en unglingafræösl-
an var öll i höndum sjúklinganna
sjálfra.
Berklaveikin fór ekki i mann-
greinarálit, þó margar verstööv-
ar, þarsem fólki var hrúgaö sam-
an i lélegum húsakynnum, yröu
illa úti, þá kom lika á Hælið fólk
meö góöa menntun, og þar með
voru oft komnir úrvals kennarar
sem ekki lágu á liöi sinu, einkum
var tungumálakennslan góð.
Hælisbókasafniö var vandað og
einnig var til kvikmyndasýn-
ÚTBOÐ
Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum i
lögn oliumalarslitlags á eftirtalda vegar-
kafla:
Hafnaveg, nýlögn
Njarðvíkurveg, nýlögn
Vogaveg, nýlögn
Þingvallaveg, nýlögn
Suðurlandsveg, nýlögn
Eyrarbakkaveg, nýlögn
Reykjanesbraut, yfirlögn
Hafravatnsveg, yfirlögn
Suðurlandsveg, yfirlagnir
Samtals er um að ræða um 72.000 ferm.
nýlögn og um 74.000 ferm. yfirlögn.
Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000 kr.
skilatryggingu á Vegamálaskrifstofunni
(hjá aðalgjaldkera), Borgartúni 1,
Reykjavik, frá og með þriðjudeginum 5.
júli 1977.
Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14 fimmtu-
daginn 14. júli n.k.
ingarvél, svo kostur var aö njóta
bókmennta og lista.
Sjúklingarnir ráku sjálfir
verslun tilaöafla sér smáhluta til
dægrastyttingar, svo sem pappirs
ogskriffæra og efnis til hannyröa
og föndurs. Það þekktist ekki aö
handavinnudótiö kæmi i pökkum,
ámálaö meö garni og öllu, eins og
nú er svo algengt i hannyröabúð-
um, fólk varö að læra aö teija út
og taka upp mynstur eöa búa þau
til, oft við frumstæö skilyröi, en
þetta þroskaöi og efldi sköpunar-
gáfuna.
Inni á þröngri stofu, með
kannski fimm stúlkum, fór
handavinnunámið fram. Sjúk-
lingur sem ekki komst úr rúmi
sinu fékk aðstoö og tilsögn hress-
ari félaga sem sat hjá honum á
rúmstokknum. Annað nám var
sótt niður i dagstofuna. Þar voru
kennd tungumál, reikningur,
hraðritun og fl.
A þessum árum tókst Eyborgu
að afla sér ótrúlega mikillar
menntunar sem hún siöar byggöi
á, þvihún var gædd sterkum vilja
til sjálfsnáms. Tungumál lágu
sérlega vel fyrir henni, og án
fyrirhafnar, að þvi er virtist,
náöu hún góöu valdi á dönsku,
ensku og siöar frönsku. A Hælinu
eignaðist hún lika marga þeirra
góðu vina sem hún var svo rik af.
Hún var tvitug þegar hún út-
skrifaðistaf Hælinu. Þá fór hún til
móöurbróður sins Ólafs A. Guö-
mundssonar. Hann og kona hans
Gunnhildur Arnadóttir bjuggu á
Vesturgötu 53 i Reykjavik og hjá
þeim áttiEyborg heimili æ siðan,
hvenærsem hún þurftiá aðhalda.
Þegar hún hafði náð heilsu fór
hún aö vinna á skrifstofu og vann
um árabil á skrifstofu Búnaðar-
félags íslands. Þau störf vann
hún meö prýöi.
A heimilinu við Vesturgötu var
mikiil samgangur viö listamenn.
einkum myndlistarmenn, og
fylgdist Eyborg mjög vel meö i
listalifi borgarinnar. Það voru
umbrotatimar, atómskáld og
abstraktmálarar höfðu sprengt i
loft upp staönaöan hugmynda-
heiminn og „brotið allt i einu
glerhimnana yfir gömlum dögum
okkar.” Menn skipuöu sér i fylk-
ingar, enginn komst hjá aö taka
afstöðu. Eyborg gekk fagnandi til
móts við nýja timann, þó var þaö
ekki fyrren hálfum öðrum áratug
seinna aö hún fór sjálf aö mála.
Nýtt málgagn listamanna,
Birtingur, hóf göngu sína. Aftur
risu öldurnar hátt, ný sjónarmiö
komu fram sem ýttu hressilega
viö borgurunum. Það voru kynnin
viö ungt listafólk þessarar nýju
bylgju sem urðu til þess aö Ey-
borg braut allar brýr að baki sér,
fór til Parfsar og gerðist listmál-
ari. Hún dvaldi þar i sex ár við
nám og starf. Hún komst I sam-
band við hóp listamanna og tók
þátt I starfi þeirra og átti myndir
á sýningum og hlaut viðurkenn-
ingu málsmetandi manna. Hún
kom heim aftur mótaður lista-
maður. Hún kom sér upp vinnu-
stofu og fór að mála, hélt sýning-
ar og tók þátt i samsýningum.
Þegar tekjurnar hrukku ekki
vann hún hjá Ferðaskrifstofu
rikisins yfir sumartimann.
Ariö 1969 giftist hún Reyni
Þórðarsyni starfsmanni hjá
Flugfélagilslands. Þau eignuðust
eina dóttur, Gunnhildi, sem nú er
átta ára.
Eyborg var sterk kona sem
unni lifinu heitt og haföi mikiö aö
lifa f yrir, en hún mætti dauðanum
með yfirvegaöri ró og æðruleysi.
Um leið og ég þakka Eyborgu
áratuga einlæga vináttu sendi ég
eiginmanni hennar, litlu dóttur-
inni, hjónunum á Vesturgötu 53 og
öllum vandamönnum og vinum
hennar innilegar samúöarkveðj-
ur.
Vilborg Dagbjartsdóttir.
Eyborg félagi okkar er látin —
aðeins 52ja ára að aldri. Ég
kynntist henni fyrst aö ráöi fyrir
nokkrum árum þegar hún var
kosin i stjórn Félags islenskra
myndlictarmanna. Við höföum
frétt af dugnaði hennar og ótvi-
ræöri stéttarhyggju. Hvarvetna
þar sem hún hafði komiö viö i
félagsmálum, haföi hún skilið eft-
ir sig spor samstilltari átaka og
gilds árangurs.
Orðrómurinn um Eyborgu
reyndist hvorki ýktur né rangur
þegar til átti að taka i félagi okk-
ar. Hún var jafntraust og orö
hennar gáfu til kynna. Ef til vill
dró hugurinn hana lengra á
stundum en efnin stóðu tilen sliku
fólki veröur oft meira úr efniviöi
sinum en svartsýnismönnunum.
Eyborg haföi ekki staöiö marga
mánuöi i stjórnunarstappinu,
þegar hún hélt utan á vegum
félagsins ásamt Björgu til aö taka
þátt I umfangsmikilli ráöstefnu
um réttindamál myndlistar-
manna. Einhverjir vita, ab
hópurinn sá stendur talsvert aö
baki tilað mynda rithöfundum og
tónskáldum i þvi að heimta inn
eðlilegar tekjur af notkun verka
sinna á opinberum vettvangi.
Fyrirbæri þetta er ekki séris-
lenskt heldur bláköld staöreynd
viða um heim. Verkefnið var Ey-
borgu kærkomiö tækifæri til aö
vinna að einu hugðarefna sinna.
Þótt undirbúningstimi væri harla
naumur, hikaöi hún ekki og bar
ekki fram afsakanir. Undirritað-
ur kunni vel að meta þennan þátt-
inn i skaphöfn hennar og atferli.
Hún flækti ekki málin i huga sér
og var fljót aö taka ákvarðanir. A
eftir heyröum við, að hún heföi
staðið sig meö prýöi ög kynnst
mörgu fólki og viðhorfum þess á
ótrúlega skömmum tima. Ég hef
hvað eftir annaö oröið vitfii aö
þvi, að þetta fólk saknaði hennar
sem félaga og samstarfsmanns i
norrænum hópi eftir að heilsu
hennar tók að hraka og hún gat
ekki lengur sinnt stjórnarstörfun-
um i FIM.
Mig langar til að nefna annað
dæmi um ósérplægni Eyborgar og
baráttu hennar fyrir áhugamál-
um i verki. Aö áeggjan félags-
samtaka i Húnvatnssýslum tók
hún að sér að koma upp mynd-
listarsýningu i félagsheimilinu á
Blöndósi. Sýningin var einkar
vandlega undirbúin svosem
vænta mátti. Sjálf hannaði Ey-
borg veglega sýningarskrá,
teiknaöi auglýsingaspjald, kom
sér upp hreyfanlegum ljósaút-
búnaöi og valdi stefnur og lista-
menn af kostgæfni til þátttöku.
Allt þetta spratt af þeirri trú, aö
ekkert væri of gott, fyrirferðar-
mikið né vandað I myndlistum
okkar til að bera fram á sam-
komustað norðlenskrar byggðar.
Ég man ekki betur en að klassisk
tónverk hafi einnig veriö flutt á
sýningunni á Blönduósi og
kannski sitthvað fleira af menn-
ingartagi. Eftirþetta gerðist sýn-
ingin eins konar liður I „List um
landið”. Hún kom viö á Sauðár-
króki og Húsavik og lauk tilvist
sinni, hygg ég, á menningardög-
um Selfossbúa. Við skulum minn-
ast þess, að allt þetta gerðist all-
löngu áður en myndlistarsýning-
ar uröu jafnvinsællog gildur þátt-
ur i menningarviðleitni fólksins
viöa um land og nú á siöustu ár-
unum.
Eyborg Guömundsdóttir var án
efa vaxandi listamaöur alla daga
sina. Um það vitnar hin fagra og
stilhreina sýning hennar i Nor-
ræna húsinu i Reykjavik snemma
árs 1975. Þó hygg ég aö skerfur
hennar sé tæplega metin að verð-
leikum i dag. Snemma tók hún
ástfóstri við hiö hreina og tæra
myndmál geometriunnar og hélt
tryggð viö það i umróti og eiröar-
leysi timanna, sem við lifum.
Hjörleifur Sigurðsson
SPORT-blaðið fer sigurgöngu um allt land
Pósthólf 4228
Reykjavik
Nýir áskrifendur fá fyrstu tvö tbl. SPORT-biaösins send heim þeim aö --------
kostnaöarlausu. Staður:
Sport-
blaðið
SPORT-blaðið
kemur út mánaðarlega
Vandað og
skemmtilegt aflestrar
Heimiiisfang: er
Nafn:
Vinsælasta íþróttablað
landsins
Birtir litmyndir af
1. deildar liðunum
í knattspyrnu
Gerist áskrifendur