Þjóðviljinn - 03.07.1977, Qupperneq 17
Sunnudagur 3. júli 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17
Samfylking fólks
með ólík viöhorf
Stjórn Baráttuhreyfingar gegn heimsvaldastefnu, taliö frá vinstri:
Gisii Pálsson, Ingibjörg Haralds dóttir og Örn Ólafsson.
Vietnamnef ndin á
íslandi hélt þriðja þing sitt
4. júni s.l. Var þá gerð
skipulagsbreyting á nefnd-
inni og nafni hennar breytt
í samræmi við það, og heit-
ir hún nú Baráttuhreyfing
gegn heimsvaldastefnu.
Formaður Baráttuhreyf-
ingar gegn heimsvalda-
stefnu var kosinn örn
ólafsson, kennari/ og með
honum eru í stjórn Gísli
Pálsson, kennari/ og Ingi-
björg Haraldsdóttir.
ABild aB Vietnamnefndinni áttu
AlþýBubandalagiB i Reykjavik,
Stúdentafélag Háskóla Islands,
Samband islenskra námsmanna
erlendis, VerBandi, Fylkingin,
Kommúnistaflokkur tslands m/1,
Einingarsamtök kommúnista
m/1, Menningar- og friBarsamtök
islenskra kvenna og Sósialista-
félag Reykjavikur. Ýmis önnur
félög áttu um árabil aBild aB
nefndinni. MeB stofnun baráttu-
hreyfingar gegn heimsvalda-
stefnu var félagsaBild hinsvegar
lögB niBur og einstaklingsaBild
tekin upp i staBinn. í samræmi viB
breyttar aBstæbur á alþjóBavett-
vangi var starfsgrundvöllur
Baráttuhreyfingarinnar færöur á
viBara sviB, kveBiB nánar á um
Rœtt við
stjórnarmenn
Baráttuhreyfingar
gegn
heimsvaldastefnu
stefnu og grundvöll starfsins og
hlutverk SamstöBu, málgagns
hreyfingarinnar.
Byggt á starfshópum.
— Starf Baráttuhreyfingar
gegn heimsvaldastefnu verBur
héreftir byggt á hópum um ein-
stök málefni, sögöu þau Gisli,
Ingibjörg og Orn er Þjóöviljinn
haföi tal af þeim um stofnun
hreyfingarinnár. —Nú þegar eru
starfandi tveir slikir starfshópar,
Afrikuhópur sem Gisli Pálsson
stendur fyrir, og Suöur-Ameriku-
hópur sem Ingibjörg Haralds-
dóttir hefur forstööu fyrir. Fyrir-
hugaB er aö stofna fleiri hópa, um
SuBaustur-Asiu, einstakar hliöar
heimsvaldastefnunnar, og ábend-
ingar hafa komiB fram um stofn-
un hópa um innrætingu heims-
valdastefnunnar á menningar-
sviöinu, málefni frumbyggja og
fleira. Viö leggjum sem sagt
áherslu á aö i okkar húsi séu
margar vistarverur.
Þetta á aö vera breiB fylking,
sem menn meB ýmsar skoöanir
ættu aö geta veriö i, enda þótt þeir
séu ekki aö öllu leyti sammála um
skilgreiningu heimsvaldastefn-
unnar. Viö litum svo á, aö fyrst
gerólik samtök geta sameinast i
Samtökum herstöBvaandstæö-
inga, ættu menn meö ólikar skoö-
anir ekki siöur aö geta átt hlut aö
samtökum eins og Baráttuhreyf-
ingunni, þar sem fjallaö er um
mál, sem okkur islendingum eru
fjarlægari.
Samstaða.
— Hvaö hafiö þiö i huga varö-
andi timarit Baráttuhreyfingar-
innar, Samstööu?
— Meöal annars aö safna
áskrifendum. Viö viljum nota
tækifæriö til aö geta þess, aö giró-
númer blaösins er 21604-6 og
áskriftargjald 1500 krónur fyrir
fjögur hefti. Ritstjóri Samstööu
hefur undanfariö veriö Þröstur
Haraldsson, blaöamaöur, en nú
tekur Einar örn Stefánsson viö
þvi starfi. Samstaöa kom fyrst út
1972 en var endurvakin 1976, og
hafa siöan komib út af blaöinu
þrjú hefti. Þar er tekinn fyrir
bakgrunnur mála i ýmsum lönd-
um og heimshlutum, bæöi efna-
hagslega og pólitiskt. A þann hátt
hefur blaöiö þegar fjallað um
sunnanvarða Afriku, Zaire og
Nigeriu, svo og Suöur-Ameriku,
Chile, Argentinu og Brasiliu, enn-
fremur um Vietnam, Libanon og
fleiri lönd. Við höfum i huga að
taka á sama hátt fyrir svokallað
austurhorn Afriku, Sómaliland,
Eþiópiu, Keniu og fleiri Afriku-
lönd, svo sem fjganda. Þá er brýn
nauðsyn aö skrifaö sé um ýmis
lönd, sem sjaldan er minnst á i
fréttum, en þar sem ástandið er
vægast sagt hroðalegt. Þar á
meöal má nefna rómanskamerisk
lönd eins og Nicaragua, Orúgvæ
og Gúatemala.
Ætlun okkar var að gera úttekt
á helstu vandamálum Afriku og
Suöur-Ameriku og vera búin aö
koma upp leshring um þessa
heimshluta i haust, og i þvi sam-
bandi er meginatriði aö fá inn
nýja félaga. Það skal tekið fram
að Samstaöa er opin fyrir utanað-
komandi greinum, sem fjalla um
þessi mál. Viö stefnum einnig aö
þvi að auka útgáfutiöni blaösins,
en þaö hefur nú komiö út tvisvar á
ári.
Minnt á valdaránið í Chile
— Hvaöannað hefur hreyfingin
helst á prjónunum?
— Þar koma til greina aögeröir
i tengslum viö ákveöna atburöi.
Þannig stendur til aö minna á þaö
nú i september, aö fjögur ár
verða þá liðin frá valdaráninu i
Chile. Von er á chilebúa hingaö til
lands af þvi tilefni, og i sambandi
við þaö eru meöal annars fyrir-
hugaðar kvikmyndasýningar.
Viö höfum ekki tekið þá afstööu
aö kynna endilega einstakar
frelsishreyfingar til dæmis i
Suður-Afriku og Zimbabwe,
heldur að kynna málin almennt.
A þessari reglu eru þó vissar und-
antekningar.
Viö göngum ekki með þá grillu
aö starf hreyfingarinnar sé ekki
pólitiskt, sögöu Orn og sam-
stjórnarmenn hans aö lokum. —
Vitaskuld gerum viö okkur ljóst
aö þessi mál eru þrælpólitisk. Viö
litum svo á, aö höfuðandstæðing-
urinn sé heimsvaldastefna
Bandarikjanna og rikja tengdra
þeim, enda er þaö sú heimsvalda-
stefna, sem islendingar hafa
fengið að kenna á. En þaö útilok-
ar ekki baráttu gegn öörum aðil-
um, sem aörir telja heimsvalda-
sinnaöa.
dþ.
CP
K,
oV
d3
glæsilega matvöruverslun
að Leirubakka 36 Breiðholti
VTÍL&TÍ RDU R
er nútíma kjörverslun sem hefur á boðstólum allar þær vörur
sem íslensk heimili þurfa á að halda
Opið ki. 9-6 daglega, föstudaga kl. 9-22 og laugardaga kl. 8-12
c---:--------------------—:----------------n
MJOLKURVÖRUR — BRAUÐ — NÝLENDUVÖRUR —
ÁVEXTIR — HREINLÆTISVÖRUR o.fl. o.fl.
____________________y
VIÐ BJÓÐUM VIÐSKIPTAVINI VELKOMNA.
VTíLCsTÍRÐUR
Leirubakka 36» sími 71290
---------------— '
Við viljum vekja athygli á
kjötvörum okkar sem eru unnar og
framreiddar af matreiðslumanni
^ verslunarinnar