Þjóðviljinn - 03.07.1977, Page 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júll 1977
Viljum audvelda
ferðir innanlands
Eigendur sumardvalasvœða stofna samtök
Frá Húsafelli
Þann 15. apríl sl. var haldinn stofnfundur Félagseig-
enda sumardvalarsvæða. Eitt af aðalmarkmiðum
félagsins er að koma á bættri og samræmdri þjónustu á
sumardvalarsvæðum og stuðla að góðri umgengni og
auknum möguleikum almennings til útivistar.
Þaö var á feröamálaráöstefnu,
sem haldin var áriö 1975, aö
nokkrir aöilar, sem reka tjald-
svæöi, komu saman til sérstaks
fundar til aö ræöa sameiginleg
vandamál og æskilega þróun
þessara mála. Allmargir for-
svarsmenn sumardvalarsvæöa
og aörir áhugamenn mættu þar til
skrafs og ráöageröa. Upp úr
þessu var svo stofnaö félag.
Helstu verkefni félagsins eru aö
greiöa fyrir feröalögum islend-
inga um land sitt, kynna dvalar-
staöina og gera þá aölaöandi meö
náttúruvernd i huga ásamt þvi aö
auka og bæta þjónustuna á
umræddum svæöum. Enn fremur
hefur félagiö sett fram tillögur aö
skipulagðri uppbyggingu úti-
vistarsvæöa hér á landi, meö
náttúruvernd og hilbrigöisreglur i
huga.
Þessar tillögur fela ma. i sér:
1. Aö úttekt veröi gerö á öllum
sumardvalarsvæöum á
landinu, likt og fariö hefur
fram á hálendinu.
2. Aö komiö verði upp aöstöðu til
dvalar og gistingar i tjöldum,
húsvögnum eöa á annan hátt,
td. í skólum og/eða eyöibýlum,
það viöa um landiö aö jafnvel
fótgangandi maður geti komist
milli gististaöa.
3. Flokkun tjaldsvæöa i þrjá aöal-
flokka eftir búnaöi þeirra.
4. Aö unniö veröi markvisst aö
samræmingu á búnaöi, reglum,
rekstri og verölagi hinna ein-
stöku svæða og aö sú
uppbygging sé i samræmi viö
reglugerö um tjald- og hjól-
húsaleyfi, reglur um náttúru-
vernd, ferðamál ofl.
5. Aö sett veröi upp sem fyrst
samræmd táknmerki alþjóöa-
merki) til leiöbeiningar, viö
hvert svæði Ög á þvi, eins og
gerist i nágrannalöndum
okkar.
6. Að gefinn verði út svo fljótt
sem auöiö er bæklingur um úti-
vistarsvæði og unnið veröi aö
kynningu Islensku dvalarstaö-
anna i samráöi viö Feröamála-
ráö lslands og aörar stofnanir
er fara meö skyld mál.
7. Kanna þarf hvort um fyrir-
greiöslu sé aö ræða hjá þvi
opinbera i þessari þjónustu-
grein samanboriö viö aörar
atvinnugreinar og reyna aö fá
úrbætur ef svo er ekki.
1 fréttatilkynningu frá félaginu
segir enn fremur, aö þótt tiöarfar
sé hér á margan hátt óhagstætt til
ferðalaga, þá sé oftast hægt aö
finna heiia landshluta þar sem
vebur er gott til dvalar og úti-
vistar, gönguferða og náttúru-
skoöunar i hreinu lofti og til sund-
iökana I hinum mörgu sund-
laugum hituöum upp með jarö-
varma, sem aö margra áliti hefur
lækningamátt. Umfram allt ber
að hafa i huga aö „Hreint land er
fagurt land”.
Sami
Framhald af ilO.
Russell-dómstóll til aö fjalla um
ástandiö i Þýskalandi, en slikt
er ekki framkvæmanlegt nema
meö alþjóölegum stuöningi.
Fjölmörg þýsk vinstrisamtök
hafa sameinast um aö styöja
þessa fyrirætlun meö ráöum og
dáö.
Þó ekki sé rétt aö mikla þá
ógnun sem af aðgerðum þýska
rikisvaldsins stafar of mikiö
fyrir sér (hrópa um fasisma
o.s.frv.' , þá er engu aö siöur
nauösynlegt aö vekja sem
mesta athygli á henni. Þessar
athafnir eru sérstök ógnun við
framtlð róttæks þýsks æsku-
fólks, sem á þó þegar viö vanda
atvinnuleysis að striða. Um leiö
drepa þær niður pólitiska virkni
meöal æskunnar. Þar meö eru
horfúr á þvi að enn dragist
myndun róttækrar og kröftugr-
ar sósialiskrar hreyfingar i
Þýskalandi á langinn. Þær eru
einnig áfall allri evrópskri
verkalýöshreyfingu, þvf að
Þýsakland er efnahagslegt og
hernaðarlegt höfuðvigi
kapitalismans iEvrópu, og sem
slikt ógnun viö allar róttækar
-þjóöfélagsbreytingar I
Efnahagsbandalagslöndunum.
Hér á landi hefur andstaöan
við kúgunaraögerðirnar i
Þýskalandi ekki fariö hátt.
Alþýöuflokkurinn hér hefur ekki
orðiö fyrir neinum þrýstingi
vegna þessara athafna þýska
systurflokksins. 1 þvi sambandi
er táknrænt aö Gylfi Þ. gat leyft
sér aö skrifa sunnudagsleiöara i
fyrrasumar sem nefndist Aukið
lýöræöi i Vestur-Þýskalandi.
Leiöarinn fjallaði um breytt
kosningafyrirkomulag. Flokk-
urinn getur þó bætt um betur
þegar Helmut Schmidt kemur
hingað til lands 15. þessa mán-
aöar.
Ég hef
Framhald af bls. 9.
til veggja, birtan streymir inn úr
þremur áttum og veggirnir eru
þaktir bókahillum og málverk-
um. Loftiö er himinblátt og gólfiö
er úr gömlum, möttum og breiö-
um plönkum. Meöan ég smelli af
myndum, sýnir Kohout okkur
bréf yfirvalda um nauöungar-
flutningana. 1 eldhúsinu hangir
stórt veggspjald I bláum lit. Vald-
hafar létu prenta spjald þetta
gegn Mannréttindabréfshreyf-
ingunni, en áræddu ekki dreif-
ingu, þegar þeir uppgötvuöu vin-
sældir Charta 77 meðal alþýöunn-
ar. Kohout-hjónin höfðu á ein-
hvern hátt tryggt sér eintak. Þeg-
ar viö kveöjum þessi geðugu hjón,
spyrjum við hvort ibúðin sé lúer-
uö.
— Ég veit þaö ekki, svarar
Kohout. En ég vona þaö. Ég hef
engu aö leyna.
Málverkasýning
í Garðabæ
Bryndfs Þórarinsdóttir opnaöi 12> Garöabæ. Sýningin veröur op-
aöra málverkasyningu slna I gær, in frá 17.22 á virkum dögum en kl
laugardaginn 2. júli, í skáta- 14-22 um helgar.
heimilinu Vifilfelli, Hraunhólum
Þjóöviljans Sll * 333
er w 1 1
V J
Hér má sjá stórgrýti sem stendur teptá brún viö veginn og fæstir vildu
Lífshættuleg
leið
Framhald af bls. 7.
aftursætið. Til allrar hamingju
sat enginn i aftursætinu. Ein-
hverntlma I fyrra var t.d. Ólafs-
vikurrútan ásamtfleiri bilum föst
á "Ennisveginum vegna hruns.
Þaö haföi fallið skriöa bæöi fyrir
framan og aftan. Rútan var þá
full af fólki.
Það er einnig ákaflega dýrt aö
halda veginum opnum af þessum
sökum, og þaö kemur niöur á viö-
haldi vega i nágreninu. Þaö er
nefnilega ekki ætlað neitt fé til aö
halda Ennisveginum opnum og
fá á sig. Mynd eik.
verður þvi aö taka það fé af viö-
haldsfé vega á svæöinu.
Einn dag i vetur var vegurinn
ruddur 4 sinnum, á einum deg\ og
næsta dag var hann orðinn ófær
aö nýju.
Stundum er nóg aö senda hefil á
vettvang til aö ryöja veginn, en
stundum eru skriðuföllin svo stór
aðýta er nauösynleg. Hefur tekið
allt upp i 18 tima aö ryöja hann
eftir eitt slikt skriðufall. Þaö gef-
ur þvi auga leiö hvaö gerist ef bif-
reiö veröur undir slikri skriöu.
En þar til yfirvöld vegamála
taka við sér verða þeir sem ieið
eiga um ólafsvikurenni bara aö
biöja guð eöa Bárö Snæfellsás aö
hafa höndu I bagga með sér.
eng.
íbúð
óskast
Kennari meö eitt barn óskar
eftir að taka á leigu tveggja
herbergja ibúö, helst I Kópa-
vogi, vesturbæ. Reglusemi
og góö umgengni. Tilboð
sendist blaöinu merkt „1250”
fyrir 15. júli.
Pípulagnir
Nýlagnir, breytingar
hitaveitutengingar.
Simi 36929 (milli kl. 12 og
1 og eftir kl. 7 a kvöldín)
Mumó
alþjóðlegt
hjálparstarf
Rairúa
krossins.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS