Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 1
ÞJOÐVIUINN Föstudagur 8. júlí 1977 — 42. árg. 144. tbl. Eimskip afskrifar 1,5 miljarð á 3 árum Meira en bókfært verð skipastólsins alls Greiðir engan tekjuskatt SJÁ BAKSÍÐU bí)khú/t<j| Hærra kaup, sögðu krakk- arnir Þessir hressu krakkar i Hafnarfiröi eru i sinni kröfu- göngu; þeir gengu til bæjarskrif- stofa i gær og lögöu fram kröfu um hærra kaup i vinnuskólanum. Bæjarráö hélt fund um máliö i gær þar sem fjallaö var um kröfu ungiinganna. Uröu málalok þau aö bæjarráösmenn uröu sammála um aö endurskoöa kaupgreiöslur til unglinganna i samræmi viö nýja kjarasamninga. Sjá baksíðu „Grípum ekki lil sérstokríi ---—B M raosiarana „Þaö hefur ekkert veriö rætt um aö gripa til neinna ráöstafana i sambandi viö þetta” sagöi Geir Hallgrimsson forsætisráðherra, er Visir innti hann eftir þvi, hvort fyrirhugaö væri aö gripa til ein- hverra ráöstafana til aö stemma stigu við veröhækkunum. Aö sögn Kristiáns Andréssonar, GAMALKUNNUR ÁGREININGUR UM VERÐHÖMLUR Ólafur vill en Geir ekki Visir skýrir frá þvi í frétt i gær að Ólafur Jó- hannesson, viðskipta- ráðherra, fullyrði að engar verðhækkanir verði leyfðar á næstunni og væntanlegar séu verðstöðvunaraðgerðir frá rikisstjórninni. Bendir blaðið á að þetta stingi i stúf við ummæli Geirs Hallgrimssonar, forsætisraðherra, i sama blaði daginn áður. ,,Það hefur ekki verið rætt um að gripa til neinna ráðstafana i sambandi við þetta”, sagði hann aðspurður hvort fyrirhugað væri að gripa til einhverra ráð- stafana til að stemma stigu við verðhækk- unum. Enn einu sinni bryddar þvi á gamal- kunnum ágreiningi innan stjórnarinnar um leiðir i verðlagsmálum, og er ekki spurning hvor vill hvað, heldur hvor ræður: ólafur eða Geir. SAMNINGAMÁLIN Skridur á viðrædur við sjómenn vissum; voru menn að hvíla sig á þvi og meta stöðuna. bess i stað var verið að ræöa kauphækkunarliðina og virtist einnig kominn mikill skriöur á þau mál. Allmikil pressa var einnig á samningamönnum þar sem fiskverðsákvörðun mun hafa verið látin biða í von um að staðan i samningunum skýrðist. En Ijóst er að fiskverðs- ákvöröun getur ekki beðið öllu lengur. En af tali manna frá báðum hliðum mátti heyra að reyna átti til hlitar þann umræðu- grundvöll sem fyrir hendi var og virtust góðar likur á að samningar þokuðust vel áleiðis á þeim fundi er þá var að hef j- ast. Mánaðaruppgjör og launahœkkanir til umrœðu Viðræðum sjómanna og útvegsmanna var haldið áfram í gær kl. 17 hjá sáttasemjara. Allmikill skriður var þá kominn á viðræðurnar og af tali manna þar á göngum mátti ráða að allverulegar likur voru á að samkomulag gæti náðst um mánaðarlegt uppgjör til sjó- manna. Hlé var þó á umræðum um þetta atriöi er við seinast Áhrif yfirvinnubannsins Aldrei á föstudögum Yfirvinnubannið i kjaradeilunni um dag- inn hefur greinilega verið holl lexia fyrir ýmsa. Þrælkað verka- fólk uppgvötaði skyndi- lega hvað það er gott að vinna aðeins 8 stunda vinnudag og eiga ein- hverja stund fyrir sjálft sig. Á fundi i kvenna- deild verkalýðsfélagsins á Akranesi i siðustu viku var samþykkt að banna alla eftirvinnu i frysti- húsum á Skaga á föstu- dögum og kemur það i fyrsta sinn til fram- kvæmda i dag. Þessi ákvörðun kemur i fram- haldi af yfirvinnubann- inu um daginn. Enn- fremur var þess krafist að konumar i frystihús- unum verði látnar vita fyrir hádegi ef um eftir- vinnu verður að ræða að kvöldi. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.