Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júli 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Otgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Olfar Þormóösson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sföumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Borg kerfis - kónga og kaupmanna Það er kominn kosningaskjálfti i borgarstjórnarihaldið. Vörnin á óstjórn- inni er hafin. Goðsögnin um hina góðu stjórn er á ný farin að birtast i Morgun- blaðinu. Á miðvikudag kom innblásinn leiðari um „heimastjórn i borgarmálum”. Þar voru stór orð og glæstar lýsingar. Þó var ekki spurt: Heimastjórn hverra? Það er kjarni málsins. í Reykjavik rikir ekki heimastjórn fólksins i þágu hagsmuna fjöldans. Ibúar hverfanna eru áhrifalausir um skóla, dag- vistunarstofnanir, félagslega þjónustu og framkvæmdir i sinum hverfum. Það er hið volduga bákn kerfiskónga Sjálfstæðis- flokksins i stjórnsýslu Reykjavikur sem tekur allar ákvarðanir án þess að fólkið sjálft komi þar nokkuð við sögu. Hið virka lýðræði er óþekkt fyrirbæri i málefnum höfuðborgarinnar. 1 skjóli Sjálfstæðis- flokksins hefur vaxið upp eitt sterkasta embættisbákn landsins. Þetta bákn ráðsk- ast með málefni borgarbúa meira og minna að eigin geðþótta. Þótt kjörnir fulltrúar sitji í borgarstjórn er hún alls ekki vettvangur ákvarðana. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja á lok- uðum fundum með kerfiskóngum Reykja- vikurborgar og þar er málefnum ibúanna ráðið til lykta án opinnar eða frjálsrar umræðu. í borgarstjórn eru niðurstöður einfaldlega tilkynntar, tillögur minnihlut- ans yfirleitt felldar og á allan hátt kapp- kostað að koma i veg fyrir lýðræðislega starfshætti. Reykjavik er draumaborg embættisbáknsins. Þar eru það kerfis- kóngarnir sem öllu ráða — ekki fólkið sjálft. Að visu er það einn hópur ■ manna sem nýtur velþóknunar kerfiskónga Sjálf- stæðisflokksins i embættisbákni Reykja- vikurborgar. Það eru þeir kaupmenn sem löngum hafa fjármagnað kosningavél flokksins og ávallt átt sina fulltrúa i apparati borgarinnar. í dag er ötulasti baráttumaður kaupmannahagsmunanna áhrifarikasti borgarfulltrúinn. Þjónusta kerfiskónganna við hagsmuni kaupmannanna hefur birst á margvis- legan hátt. Skipulag borgarinnar er miðað við hagsmuni kaupmannaverslunarinnar og burðarásum kaupsýslunnar er úthlut- að bestu lóðunum. Hins vegar er kapp- kostað að meina verslunarfyrirtækjum fólksins sjálfs um sjálfsagða fyrir- greiðslu. Samvinnufélög ibúa i höfuðborg- , inni hafa i áratugi verið á bannskrá kerfiskónganna. Þeir gæta vel hagsmuna kaupmannanna og' neita fyrirtækjum fólksins um sjálfsagða fyrirgreiðslu. Þótt yfir 10 þúsund ibúar Reykjavikur séu félagsmenn i KRON og það þvi meðal fjölmennustu félagssamtaka i höfuðborg- inni hefur kerfisaðstöðu kaupmannanna i embættisbákni Reykjavikur verið misk- - unnarlaust beitt gegn þessu fyrirtæki fólksins. Þegar ungir og óreyndir ihaldsmenn setja á oddinn slagorð um ,,Báknið burt” og telja sig þannig hef ja baráttu við and- stæðinga, væri þeim nær að svipast um i eigin garði. öflugasta embættisbákn á ís- landi er nefnilega i túngarði Sjálfstæðis- flokksins. í áratugi hefur flokkurinn einn og óstuddur eflt til valda mikinn fjölda kerfiskónga i Reykjavikurborg. Þetta bákn er grundvöllurinn að itökum Sjálf- stæðisflokksins i islensku þjóðlifi. Fjöldi ráðherra og þingmanna flokksins eru skil- getið afkvæmi þess. Þeir hafa verið fóstr- aðir af kerfiskóngum og alist upp i þjón- ustu við hagsmuni kaupmannanna. „Báknið burt” getur þvi vissulega orðið kjörorð i næstu borgarstjórnarkosn- ingum. Burt með bákn kerfiskónga og kaupmanna i stjórn Reykjavikurborgar. Færumvaldið i hendur fólksins sjálfs. Færum hverfaráðum og félagssamtökum forræði yfir málefnum ibúanna. Morgunblaðið og fasteignasalarnir Nú eru fasteignaauglýsing- •arnar í Morgunblaðinu orönar 4 síður á virkum dögum og þvi óhætt aö bæta miljónum viö þá ágiskun okkar fyrir nokkru að Morgunblaðiö heföi yfir 120 miljónir króna i tekjur af fast- eignaauglýsingum á ári. Hiö nána hagsmunasamband Morg- unblaösins og fasteignasalanna er sá fjárhagsgrundvöllur sem blaöiö byggir rekstur sinn fyrst og fremst á. I leiðara Þjóöviljans segir svo 1. júli: „Meö þetta i huga er ofur- skiljanlegt að Morgunblaöiö hafi undanfarna daga sungiö með fasteignasölunum mikinn söng um vaxandi veröbólgu. Blaðiö hefur beina fjárhagslega hagsmuni af aukningu verö- bólgunnar. Samkomulag þess viö fasteignasalana er i reynd ofureinfalt. Morgunblaöiö birtir leiðara um mikla veröbólgu á næstu mánuöum og á þannig verulegan hlut aö þvi aö hvetja til aukinna umsvifa á fasteigna- markaðinum. Menn óttast verö- hrun krónunnar i næstu framtiö og vilja þvi festa hana i húseign- um. Þessi ótti sem Morgunblað- iö reynir aö skapa færir fast- eignasölunum aukin umsvif, Morgunblaöinu fleiri auglýsing- ar og þessum tveimur lags- bræörum i veröbólguþjóöfélag- inu, Morgunblaðinu og fast- eignasölunum, verulegan hagn- aö.” Furðulegur at- vinnuvegur Jóhanna Kristjónsdóttir, form. Félags einstæðra for- eldra, gerir fasteignamarkaö- inn aö umræöuefni i Lesbók Morgunblaðsins og þykir hann aö vonum skritinn: „Einn furðulegasti atvinnu- vegurinn hér á lanþi — aö ornnuMnÖift minnsta kosti meö augum ófróöra leikmanna séö — er fast eignasala. A hverjum degi birt- ast siöur af auglýsingum frá tugum fasteignaskrifstofa og er þó úrvalið mest um helgar. Þaö vita allir sem eitthvað hafa aug- lýst i fjölmiðlum að peningar fyrir auglýsingar eru fljótir aö fara og þvi verður aö gera ráö fyrir þvi aö fasteignasalarnir eyöi verulegum upphæöum i aö koma á framfæri upplýsingum til fólks um hvaö er á boöstólum og er þaö út af fyrir sig góö sjálfsögö þjónusta. En hitt er dularfyllra hvernig allar þessar skrifstofur fá þrifist I þessu litla samfélagi — og þá skal heldur ekki gleymt aö taka þaö fram aö fasteignasalar hafa nú I allan vetur haft uppi miklar harma- tölur, þegar fjölmiðlar hafa leit- að eftir upplýsingum um sölur hjá þeim. Hefur þeim yfirleitt boriö saman um aö hreyfing á fasteignamarkaöinum væri skelfing dræm og væri það ástand búið aö standa lengi — allt aö þvi heilt ár, er haft eftir einum á dögunum. Engu aö siö- ur viröast þessar skrifstofur meö alldrjúgum mannafla þrif- ast bara bærilega og enda þótt mér sé ekki kunnugt um aö fast- eignasalar hafi samtök með sér og samkeppni milli þeirra inn- byröis hljóti aö vera nokkuö hörö — sérstaklega á þessum siöustu og verstu timum, þegar ekkert selst af fasteignum — er þó sýnilegt aö ákveðiö samræmi er milli þeirra, ekki hvaö sist þegar að þvi kemur aö tosa veröi á fasteignum upp á viö. Fasteignasali sá sem áöur er aö vikið segir að hækkun á fast- eignum hafi vart oröið umtals- verð I heilt ár, en hins vegar spáir hann þvi að nú fari aö koma kippur i bæöi sölu og þar með verð, og annar fasteigna- sali spáir allt að 40 — 50% hækk- un á fasteignum.” Hver tapar? „Þetta eru hinar athyglis- veröustu upplýsingar fyrir fólk — þ.e. aö heyra aö verö á fast- eignum hafi nánast staðiö I staö iheilt ár. Það vita þeir best sem fylgst hafa meö á þessum mark- aöi aö þarna er ekki rétt farið meö. Eöa kannski finnst fast- eignasölum þaö sáralitil hækk- un þótt 2ja herbergja Ibúð á ákveönum staö i bænum, sem var til dæmis seld á rúmar fimm miljónir fyrir hálfu ári, fari nú — ef hún á annað borö selst — á sjö miljónir eða jafn- vel nokkur hundruöum þúsunda betur. Eöa aö fjögurra her- bergja Ibúðir á ákveðnum stöö- um i bænum sem kostuðu 10 — 12 miljónir i mesta lagi fyrir hálfu ári, eru nú verðlagðar á 15 — 16 miljónir. Kannski finnst fasteignasölunum ekki mikiö til um slikar hækkanir. En hvernig má þaö vera aö slikar miljóna- hækkanir verða á ibúðum, sam- timis þvi sem engin hreyfing er á sölu á ibúðum. Þetta vefst fyr- ir mörgum aö skilja og jafnvel aö sætta sig viö. Þaö ber lika aö hafa i huga að fasteignasalinn er tveggja þjónn — seljandans og kaupandans. Hann á aö bera boö á milli og stuöla aö þvi aö sem viturlegast samkomulag náist. Stundum er ekki laust viö aö öörum þessara aöila þyki sem fasteignasalinn dragi taum hins I málinu og margsinnis hafa kaupendur staöiö fast- eignasala aö þvi að segja vísvit- andi ósatt um aö einhver ákveð- in tilboö séu komin i fasteign sem viökomandi kaupandi hefur augastaö á. Er þetta þá gert til aö heröa á kaupandanum og fá hann til að taka afstööu I máli sem hann er kannski i vafa um. Iðulega kemur svo i ljós aö ekk- ert tilboö var á feröinni og i mörgum tilvikum hefur þetta oröið til þess eins aö seljandi fékk hærra verö fyrir vikiö. Þar með er hagsmuna hans gætt. En hvaö þá meö kaupandann?” \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.