Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Knattþrautlr KSÍ Knattþrautir KSi eiga ávallt vaxandi vinsældum að fagna. Sumarbúðir þær sem KSi heldur, hafa gert mikið til að auka vinsældir þeirra/ en á tímabili höfðu þær að mestu horfið í upp- eldi knattspyrnumanna okkar. Flestir at okkar snjöllustu knattspyrnumönnum fyrr á ár- um, menn á borð við Rikharð Jónsson og Þórólf Beck, náðu mikilli fullkomnun i þessari grein iþróttarinnar, og er þvi fagnaðar- efni að vegur þrautanna sé að aukast á nýjan leik. Þeir sem uppfylla kröfur um aldur og lausn þrautanna geta hlotið merki sem Knattspyrnusambandið veitir, þ.e. gull-, silfur- og bronsmerki. Prófin þurfa aö fara fram á knattspyrnuvelli, og prófdómari verður að vera til staðar. Þeir sem hafa áhuga á að þreyta slikt próf þurfa að byrja á bronsmerk- inu, siðan silfrinu og þvi næst gullinu. Ekki mega liöa minna en 2 mánuðir á milli prófa. t hálfleik landsleiks Islands og Noregs á dögunum var knatt- spyrnufólki úr Breiðabliki veittar viðurkenningar fyrir að hafa lok- ið við hin ýmsu stig þrautarinnar. Þar af voru fjórar stúlkur sem jafnframt eru fyrstu stúlkurnar á Islandi sem fá viðurkenningu fyr- ir þessar þrautir. —hól. 'ZÍTzv’ íKjpwOW. ‘tisv ipmpc* Afar mikilvæg umferð í 1. deildinni um helgina Toppliðin þrjú, Valur, Akranes og Víkingur eiga öll leiki á heimavelli Valur er efstur í 1. deild kvenna Valsstúlkurnar undir handleiðslu þeirra Alberts Guðmundssonar og Youri Ilischev halda öruggri for- ystu þaö sem af er tslands- mótinu. Staðan I deildinni er nú þessi: Valur 7 5 2 0 21:3 12 Fram 6 4 11 14:7 9 FH 6 3 1 2 24:5 7 Breiöablik 5 2 2 1 22:7 6 Viðir 6 0 1 5 5:29 1 IBK 6 0 1 5 1:36 1 LEIÐ- RÉTTING I grein um leik IBV og Fram I blaðinu i gær var sagt að Sigurlás Þorleifsson hinn marksækni miðherji eyja- manna hefði gert öll þrjú mörk IBV. Þetta er ekki rétt, þvi Tómas Pálsson skoraöi fyrsta mark leiksins. Sigur- lás skoraði hins vegar tvö þau siðustu. Það að Sigurlás hefði skorað fyrsta markið var haft eftir dómara leiks- ins, Eysteini Guðmundssyni, en við nánari eftirgrennslan kom hið gagnstæða i ljós. Nú er farift að siga nokkuft á seinni hlutann á 1. deildarkeppn- inni i knattspyrnu. Linurnar mjög skýrar hvað varðar topp- og botn- baráttuna. Ljóst má vera að hvorki Vikingar né Akurnesingar hyggjast gefa tslandsmeisturum Vals nein grið I sambandi við efsta sætið I deildinni. Rétt á eftir koma svo Vestmannaeyingar sem hafa náð sér verulcga á strik i siðustu leikjum og Keflvikingar, bæði lið sem eru til alls llkleg. Það er þvi útlit fyrir geysilega harða keppni um efsta sætið, og öll fimm liðin eiga möguleika á sigri. Þannig verður þessi 13. un> ferð Islandsmótsins geysilega mikilvæg uppá stöðuna i mótinu að gera. A Laugardalsvellinum á morgun kl. 14 leika Valsmenn við IBV. Þetta verður tvimælalaust leikur helgarinnar, þvi bæði liðin hafa átt mikilli velgengni aö fagna að undanförnu á mótinu eftir trega byrjun. Valsmenn eru öllu sigurstrang- legri I þessum leik, en þeir ættu engan veginn að vanmeta Eyja- liðið sem er greinilega mjög sterkt um þessar mundir. Grimur Sæmundsson mun ekki leika með Valsmönnum á laugardaginn og ekki vist hver tekur slöðu hans. A Akranesi fá skagamenn Þór frá Akureyri i heimsókn.Þar virð- ist sigur IA vera nokkuð öruggur, þó ekki megi gleýma þvi, aö Þórsarar unnu einmitt fyrsta leik sinn i mótinu gegn ÍA. Leikurinn hefst kl. 15. Breiðablik og KR leika i Kópa- vogi kl. 16. Þessi leikur er mikil- vægur hvað varðar botnbarátt- una, en er ekkert sérlega áhuga- verður þar sem bæði liðin hafa leikið fremur illa að undanförnu. A sunnudaginn kl. 20 leika Kefl- vikingar viö FH. Nái Keflviking- ar slgri i þeim leik mega forystu- liöin þrjú fara alvarlega aö vara sig. A mánudagskvöldið kl. 20 leika Vikingar við Fram. Vikingar ætla sér greinilega aö gera sitt til aö tslandsbikarinn lendi þeirra megin. Það sem af er keppnis- timabilinu, og þá er Reykjavikur- mótið tekið með i reikninginn, hafa Vikingar aðeins tapaö einum leik. Aödáunarvert öryggi sem segir meira en mörg orö. Þeir eru aö sjálfsögðu sigurstranglegri I leiknum, þar sem Fram hefur ekkert sýnt nema slaka leiki að undanförnu. Stangarköst tstandsmót I stangarköst- um var haldift af Kastklúbbi Reykjavikur á kastvellinum I Laugardal þann 25. júni. Keppt var I 7 greinum. Sig- urvegarar i hinum einstöku greinum urftu: Fluga einhendis: 1. Svavar Gunnarsson 56,65 m Fluga tvihendis: l. Svavar Gunnarsson 63,25 m. Lengdarköst meft 18 gr. lóði og spinnhjóli: 1. Þórður Jónsson 92,98m. Lengdarköst meö 18 gr. lóði og rúlluhjóli: 1. Astvaldur Jónsson 86,11 m. Lengdarköst með 7,5 gr. lóöi og spinnhjóli: 1. Baldvin Haraldsson 75,39 m Hittiköst með 7,5 gr. lóði: 1. Astvaldur Jónsson 30 st. Hittiköst með 18 gr. lóði: 1. Astvaldur Jónsson 45 st. Frétta- tilkynning Meistaramót Islands i sveina-, drengja-, meyja-, og stúlknafl. (15-18 ára) fer fram á Akranesi 16. — 17. júli. Hefst kl. 14.00 á laugar- dag. Keppni i 100 m grinda- hlaupi og stangarstökki fer fram siðar i Reykjavik. Þátttökutilkynningar ber- ist ólafi Þórðarsyni I sima 1750 og 2264 eða Ingólfi Stein- dórssyni I sima 2202 og 1320, Akranesi, fyrir 13. júli. Annir hjá golfurum N.k. laugardag fer fram á Grafarholtsvelli Max Factor opnamótið. Mót þetta, sem er árlegur viðburður, er fyrsta opna mótið, sem haldið er i Grafarholti i sumar. Keppt verður i flokkum þ.e. meistaraflokki, 1. fl., og 2r3fl. karla og einum flokki kvenna. Umboðsaöili Max Factor á Is- landi, Ólafur Kjartansson, hefur gefið verölaun þau, sem keppt er um, en auk farand- gripa verða Max Factor snyrtivörur I verðlaun. Þar sem nú er aðeins um mánuður þar til Islandsmótiö I golfi hefst, er mót þetta tilvalið tækifæri fyrir kylfinga að kynna sér völlinn, en hann er nú að komast i sittallra besta ástand. Ræst veröur út frá kl. lOf.h. Þátttökulistar hafa ver- ið settir upp i allagolfskála á Stór-Reykjavikursvæðinu, en auk þess má tilkynna þátttöku i sima 84735, en þar má einnig fá uppl. um rástlma á föstu- dagskvöld. A sunnudag fer fram á Grafarholtsvelli hin árlega Admiralskeppni, þar sem átta manna sveitir bestu kylfinga hinna ýmsu klúbba leiða sam- an hesta sina. Þessi keppni er einstakt tækifæri fyrir fólk aö sjá marga af bestu kylfingum landsins i keppni. Mótið hefst kl. 13 á sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.