Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN
Föstudagur 8. jdll 1977
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga tii föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
'Utan þessa tima erhægtað ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum. Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans i sima-
skrá.
1
„Hver er réttur okkar?” var meðai þess sem stóð á spjöldum ungiinganna i mótmæiagöngunni.
Myndir: —eik.
„Bréfið verður lagt fram á fundi i bæjarráði I dag”, sagði
þæjarritarinn i Hafnarfirði, þegar stúlkurnar afhentu skjalið.
Kaup unglinga hefur ekki fylgt kauphækkunum
Unglingar í Hafnarf. mótmæla
Kópavogur borgar unglingum 325 kr. á tímann á
meðan Hafnarfiörður og Reykjavík borga 200 krónur
„Við viljum hærra kaup og
vinnu i ágúst” sögðu unglingar i
Vinnuskólanum i Hafnarfirði, er
þeir fóru i mótmælagöngu að
skrifstofu bæjarstjórans i
Hafnarfiröi i gær. Þar afhentu
þeir mótmælaskjal þar sem þeir
fara fram á aö kaup þeirra hækki
og verði kauphækkunin reiknuð
frá gildistöku siðustu kjarasamn-
inga A.S.I., en unglingar i Hafn-
arfirði og Reykjavik, sem vinna i
Vinnuskólanum hafa ekki fengið
kauphækkun, þrátt fyrir nýja
kjarasamninga A.S.l. Hins vegar
gerir Kópavogskaupstaður nú
mun betur við sina unglinga og fá
þeir eftir samningana 325 krónur
á timann (15 ára ) og 290 krónur
(14 ára) á meöan jafnaldrar
þeirra i Reykjavik og Hafnarfirði
fá aöeins og 200 krónur og 180. H já
borgarstjórn Reykjavikur hefur
þetta mál veriö nokkuð til um-
ræöu að undanförnu, og átti að
fjalla um þaö á fundi borgar-
stjórnar i gær.
Það var bæjarritarinn i
Hafnarfiröi, Guðbjörn Ólafsson,
sem tók við skjalinu af þremur
stúlkum i Vinnuskóla Hafnar-
fjarðar á skrifstofu bæjar-
stjórans, en fundur átti að vera i
bæjarráði siðar um daginn og
sagði Guöbjörn að þá yrði fjallað
um erindi unglinganna. Studdu
stúlkurnar mál sitt ýmsum
rökum og bentu á misræmið á
milli Kópavogs og Hafnar-
fjarðar i launagreiðslum til ung-
linga. 1 bréfi þeirra segir enn-
fremur að unglingarnir telji
r
Formaður Lœknafélags Islands, um lyfiaauglýsingarnar:
r
AHRIFIN MINNKANDI
1 siðustu viku var gert hér að
umræðuefni i Þjóöviljanum að
skrumauglýsingar frá lyfjafram-
ieiðendum sem fylla Læknablaðið
skytu skökku við fööurlegar
ábcndingar landlæknis, borgar-
læknis og ráðuneytis tH lækna um
að fara sparlega með lyfjaávis-
anir. Þjóðviljinn hafði samband
við Tómas Arna Jónasson, for-
mann Læknafélags islands, i
þessu sambandi. Hann sagðist
álita að máttur slikra augiýsinga
á lækna færi þverrandi þar sem
þeir ættu aðgang aö öörum upp-
iýsingum um lyf og auk þess væri
gegn þunglyndi
ogkvíða
Sinequan
stuðlar að
bættumsvefni
læknanemum dyggilega kennt að
fara með Iyf og sjáifsgagnrýni
lækna á lyfjanotkun færi nú vax-
andi.
Það er skylda læknis að vinna
gegn og vara sig á slikum auglýs-
ingum.sagði Tómas, og þessi mál
eru oft til umræðu meöal þeirra.
Nýlega er td. afstaðið námskeiö
fyrir lækna um læknisfræðilegar
rannsóknir og tölfræði og þar var
lyfjanotkun mjög til umræðu og
læknar hvattir til aö stunda
sjálfsgagnrýni.
Nú eru fáanlegar stórar bækur
Framhald á bls. 14.
fumlnuðti iöni
vinnu sina við fegrun og snyrt’-
ingu bæjarins fyllilega þess virði
að sanngjarnt kaup sé greitt fyrir
hana. Kröfur unglinganna eru
eftirfarandi:
1. Laun verði 80% af þvi kaupi
sem störfin eru metin á.
2. Kauphækkun verði reiknuð
frá gildistöku siðustu kjarasamn-
inga ASl.
3. Vinnuskólinn verði starf-
ræktur i 3 mánuði á sumri.
4. Vinnuaðstaða (hreinlætisaö-
staða, aðstaða i kaffitimum o.fl.)
verði lagfærð. Lagt er til að kosin
verði nefnd sem komi með til-
lögur til úrbóta i þessu máli og
eigi unglingarnir fulltrúa i þeirri
nefnd. Að lokum segir i bréfinu:
„Sá bær, sem gerir vel við sina
unglinga nýtur þess siðar meir”.
Þess má geta, að unglingar i
Kópavogi afhentu bæjarstjóra
sinum mótmælaskjal i fyrra, og
er greinilegt að það hefur borið
tilætlaðan árangur, því kaup ung-
linga þar hefur verið hækkað til
muna. Blaðiö hafði samband við
skólastjóra Vinnuskólans i
Reykjavik, Erling S. Tómasson,
og sagöi hann að það væri rétt aö
kaup unglinganna hefði ekki
hækkaö við siðustu kjarasamn-
inga, þótt það sé miðað viö
ákveðna prósentutölu af Dags-
brúnarkaupi, eða um 55%, en i
Kópavogi mun talan vera um
75%. Sagöist Erlingur telja eðli-
legt aö laun unglinganna fylgdu
aö minnsta kosti almennum
kauphækkunum i landinu. þs
FJÁRFESTINGAR EIMSKIPS
Afskriftir 1,5 miljarður
Tekjuskattur enginn
1 Þjv. i gær var bent á að Eim-
skipafélagið hefur siðan 1974
keypt eða ákveöiö kaup á 15
skipum. Hefur félagiö þar meö
aukið fjöida skipa sinna um 2/3
Féiagið hefur þegar keypt 7 skip
frá danska félaginu Merchandia
og á von á 2 til viðbótar. Virðist
samband þessara fyrirtækja þvi
vera hið vinsamlegasta.
Hið danska fyrirtæki er það
sem á þeirra máli nefnist
„commandit-selskab”. Slik
félög eru eins konar almenn-
ingshlutafélög, einkum notuð af
efnamönnum sem þurfa að
losna við að borga skatt. Er
einkum fjárfest f skipum vegna
þess að það er hægt aö fara aö
afskrifa um leiö og bygging
hefst. Skattfrelsið felst i því að
einstaklingarnir sem I sliku
fyrirtæki fjárfesta geta f^ngið
framlag sitt dregiö frá tekjum
er þeir gefa upp til skatts. Og
tapið af rekstrinum meöan á
smiðinni stendur gefur líka
skattafrádrátt.
Þegar byggingu skipsins er
lokið eru skipin sett i siglingar
ef einhver markaöur er fyrir
hendi, en mjög oft eru þau seld
fljótlega eftir að smiði lýkur og
þá oft meö mjög góðum kjörum,
þvi vegna alls skattafrádráttar-
ins geta eigendurnir sættsig viö
lágt söluverð; þeirra gróði er
fyrir löngu runninn i vasann.
Þess vegna er hægt aö gera
góð kaup á skipum þegar skipt
er við slik félög, og enginn vafi
leikur á þvi, að siðustu skipa-
kaup Eimskips hafa veriö félag-
inu hagstæð. Þau hafa einnig
verið seljandanum hagstæö, og
varðandi skipakaup Eimskips á
undanförnum árum hafa for-
ráðamenn Merchandia látið
hafa eftir sér, að viðskipti við
Eimskip væru einhver hagstæö-
ustu viðskipti sem hægt væri aö
hugsa sér. Svona geta „góöar”
afskriftareglur gert bæöi kaup-
endur og seljendur hamingju-
sama.
Afskriftir Eimskips
En hvers vegna fjárfestir
Eimskip svona mikið I skipum?
Til þess eru ýmsar bæði góðar
og vondar ástæður. „Góðu”
ástæðurnar eru t.d. ný tækni viö
flutninga og uppskipun, sem
krefst skipa af öðru tagi en áð-
ur. Og á þvi sviði viröist Eim-
skip hafa tekist vel upp.
Annaö sjónarmið varðandi
fjárfestingu er svo afskrifta-
sjónarmiðið. A það skulum við
lita dálitið nánar.
Með þvi að fjárfesta i nýjum
skipum, sem eru náttúrulega
bókfærð hærra verði en skipin
frá i fyrra og hitteöfyrra ( Verð-
bólgan sér fyrir þvi,aö sá munur
getur orðið ótrúlega mikill), er
hægt að afskrifa meira. Af-
skriftirnar lækka hagnaðinn i
bókhaldinu og með lækkandi
hagnaði lækkar tekjuskatturinn
Verðbólgan sér svo fyrir þvi,að
innlendu skuldirnar af fjárfest-
ingunni er hægt að greiða með
verðlausum krónum (hiö sama
gildir ekki um erlendar lántökr
ur).
Hvernig litur þetta út i dæmi
Eimskips? _
Arið 1974 var bókfærður
hagnaður af rekstrinum 21
miljón króna. Þá var búið að
afskrifa skip félagsins um 324
miljónir (Hvað skyldu þau nú
hafa lækkað mikið i verði á þvi
ári?). Tekjuskatt greiddi félag-
iöengan. á þvi ári; ég endurtek:
engan.
Arið 1975 bókfærði Eimskip
tap upp á 17 miljónir en er þá
búið að áfskrifa skip upp á 542
miljónir Tekjuskattur er að
sjálfsögðu enginn.
Ariö 1976 var hagnaður af
rekstri félagsins kr. 325
miljónir. Skip félagsins voru þá
afskrifuð um 626 miljónir.
Hagnaður og afskriftir skipa
var þvi tæpur miljarður.
Hagnaöur og allar afskriftir
rúmur miljarður.
Ar 3 árum, 1974/75 og *76 af-
skrifaöi Eimskip því skip sin um
1492 miljónir. 1 árslok 1976 var
bókfært verð skipanna 1296
miljónir, þ.e. 200 miljónum
minna en afskriftir 3 ára.
Tekjuskattur fyrirtækisins á
þessum tima var kr. 0. Og þetta
fyrirtæki er alls ekkert sér á
báti i þeim efnum; sama núllið
rlkir i tekjuskattsmáium hins
flutningarisans á Islandi, Flug-
leiöa, og ótalmargra annarra
fyrirtækja.
Spurningin er bara: Er hægt,
með slika verðbólgu og slikar
afskriftareglur, aö fjárfesta
óskynsamlega? eng.