Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 3
Fööurlandsjylkingin i Ródesíu.
Föstudagur 8. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Ekkert samkomulag
Bretlands og USA
LUSAKA 7/7 Reuter — Sam-
komulag náöist ekki I dag á fundi,
sem leiötogar Fööurlandsfyiking-
arinnar i Ródesiu, Joshua Nkomo
og Robert Mugabe, áttu meö
sendimönnum stjórna Bretlands
og Bandarikjanna I Lusaka,
höfuöborg Sambiu. Fööurlands-
fylkingin krefst þess aö bráöa-
birgöarikisstjórn svartra ródesiu-
manna, sem eru um sex miljónir
talsins, taki viö völdum i landinu
áöur en fariö veröi aö ræöa samn-
ingu nýrrar stjórnarskrár, en á
þaö vilja hvorki Bretland og
Bandarikin né minnihlutastjórn
Ians Smith fallast.
Fööurlandsfylkingin er talin
standa öllu sterkar að vigi nú en
fyrr, þar eö ráðstefna Éiningar-
samtaka Afriku (OAU) i Libre-
ville i Gabon veitti henni viður-
kenningu sem helstu baráttusam-
tökum ródesiskra blökkumanna.
Mundi þetta að likindum leiða til
þess, aö sú bráðabirgðarikis-
stjorn blökkumanna, sem kynni
að taka við völdum I Ródesiu á
næstunni, yrði á vegum Föður-
landsfylkingarinnar.
Sagt er að Nkomo hafi þegar
gefið aðstoðarmönnum sinum
fyrirmæli um að fara að vinna að
uppkasti nýrrar stjórnarskrár.
Nkomo hefur einngi tekið skýrt
fram, að hann vilji að Föður-
landsfylkingin hafi á hendi her-
og lögreglumál og önnur mikil-
væg embætti i hugsanlegri bráða-
birgðastjórn.
Þeim kröfum hafnar stjórn Ian
Smith algerlega, og fréttaskýr-
endur segja að hver sem afstaða
bresku stjórnarinnar i þvl máli
kunni að vera, hafi hún ekki til
þessa sýnt vilja eða getu til þess
að knýja Smith til að láta af
völdum og afhenda þau Föður-
landsfylkingunni. Nkomo hefur
ennfremur sagt, aðhann hafi ekki
áhuga á frekari viðræðum við
sendifulltrúa stjórna Bretlands
og Bandarikjanna, heldur kjósi
hann viðræöur við raunverulaga
valdhaga I bresku stjórninni.
Enn vinnur
Kortsnoj!
EVIAN 7/7. Viktor Kortsjnoj hefur sigrað fyrrum landa sinn,
Bolúgaévski, i þriðja sinn i einvigi sem þeir heyja um næsta
áfanga á leið til heimsmeistaratignar. Kortsjnoj hefur þá þrjá
vinninga úr jafnmörgum skákum.
Skákin fór i bið i gær og hafði Polugaévski þá verra tafl. Hann
lék illa af sér i 57nda leik og gafst upp sex leikjum síðar.
Sudur-Afríka:
Stórfelldar vestur-
þýskar fjárfestingar
BONN 7/7 Reuter — Sendiráð
Suöur-Afriku i Bonn hélt þvl fram
I dag að beinar f járfestingar vest-
urþjóöver ja i Suöur-Afriku
siöastliöiö ár næmu um þaö bil 38
miljónum marka. Ennfremur
segir scndiráöiö aö I árslok 1976
hafi samanlagöar beinar fjárfest-
ingar vesturþjóöverja I Suöur-
Afriku veriö upp á rúmlega 576
miljónir marka, samkvæmt
suöurafriskum hagskýrslum.
Þessar upplýsingar ganga
þvert á það sem Egon Bahr, aðal-
ritari vesturþýska sósialdemó-
krataflokksins, segir i blaöavið-
tali er birtist i gær. Þar heldur
Bahr þvl fram, að svo mjög hafi
dragið úr vesturþýskum f járfest-
ingum I Suöur-Afriku að þær séu
hér um bil komnar niður i ekki
neitt. En þetta stangast einnig á
við upplýsingar frá efnahags-
málaráöuneyti Vestur-Þýska-
Suöurafrisk lögregla leitar á
blökkumönnum nálægt Soweto.
Afrikuriki ákæra nú V.-Þýska-
iand fyrir stuöning viö Suöur-
Afrikustjórn, meöal annars
vegna mikillar f járfestingar vest-
urþýskra fyrirtækja I Suöur-
Afriku.
lands, sem gefið hefur i skyn að
vesturþýskir aðilar hafi slðast-
liðið ár fjárfest meira i Suður-
Afriku en árin næstu tvö á undan.
Sendiráðið hélt þvl fram i dag,
að yfir 6000 vesturþýsk fyrirtæki
hefðu annaðhvort beint eða óbeint
samband við Suöur-Afriku og yfir
300 þeirra hefðu þar suður frá
dótturfyrirtæki I kaupsýslu og
iðnaði. Samanlögð hlutdeild
vesturþýsks fjármagns i efna-
hagslifi landsins næmi að lik-
indum um 12 miljörðum marka.
„öll meiriháttar þýsk stór-
fyrirtæki i raftækni, efnaiðnaði,
bifreiðaframleiðslu og stáliðnaði
hyggjast halda áfram við fjár-
festingar I Suður-Afriku,” segir
sendiráðið, Af hálfu vesturþýskra
stjórnarvalda eru engar hömlur á
beinum fjárfestingum þarlendra
fyrirtækja 1 Suður-Afriku.
Ráðstefna til heiðurs
sovéskum vísindamanni
LUNDUNUM 7/7 Reuter — So-
véski visindamaöurinn Benjamin
Livitsj sagöi I dag i simtali frá
Moskvu aö þaö riöi á llfinu fyrir
sig aö komast á brott úr Sovét-
rikjunum. Sagöi hann aö lifsskil-
yröi sin væru oröin meö öllu óþoF
andi og aö hann væri algerlega
útilokaöur frá hverskonar vis-
indastörfum.
Levitsj, sem er gyöingur, sótti
um að fá aö flytjast til ísraels
1972, og mun það meðal annars
hafa bakaö honum ónáð stjórn-
valda. Honum hafa einnig verið
boðnar prófessorsstööur viða á
Vesturlöndum, en stöðugt verið
neitað um leyfi til aö flytjast úr
landi. Levitsj hefur getið sér orð-
stir fyrir mikilvægan árangur á
— en sjálfur fær
hann ekki að
sœkja hana
sviði eðlisefnafræðilegrar vatns-
aflsfræði, og 11.-13. þ.m. hefur
veriö ákveðið að halda I Oxford
visindaráðstefnu honum til heið-
urs, I tilefni sextugsafmælis hans.
Eru það frömuðir um visindamál
á Vesturlöndum, sem standa fyrir
ráðstefnunni, en Levitsj hefur enn
ekki fengið leyfi til að fara úr
landi til aö sækja ráðstefnuna.
Meðal þeirra er standa fyrir
ráðstefnunni, eru 17 nóbelsverð-
launahafar, rektorar meiriháttar
háskóla og stofnana og forustu-
menn samtaka visindamanna I
ýmsum löndum. Um 300 sovésk-
um visindamönnum hefur verið
boöið til ráðstefnunnar, en enginn
þeirra þegið boðið. Sovéskir ráða-
menn um vlsindamál hafa hins-
vegar sakað þá sem fyrir ráð-
stefnunni standa, um að nota af-
mælisdag Levitsj prófessors sem
tækifæri til að espa almennings-
álitið gegn Sovétrikjunum. Einn
af skipuleggjendum ráðstefn-
unnar telur, aö sovésk yfirvöld
taki mál Levitsj prófessors sér-
staklega alvarlega vegna þess, aö
hann sé sá þekktasti og dáöasti af
þeim vlsindamönnum sovéskum,
sem flytja vilja úr landi.
erlendum
vettvangí
Aftökur með sleggju i Úganda
LUNDÚNUM 6/7 Reuter —
Godfrey Lule, sem i fjögur ár
var dómsmálaráðherra i
stjórn Idi Amins i Uganda
sagði i dag i viötali viö breska
blaðið Daiiy Mirror aö böðlar
Amins heföu tekiö menn af lifi
meö þvi aö mola höfuö þeirra
meö sleggju, i þeim tilgangi aö
spara skotfæri. Heföu þessar
aftökur farið fram opinber-
lega hjá lögregluskóla nokkr-
um nálægt höfuöborginni
Kampala.
Lule sagði að bundið hefði
verið fyrir augu fórnarlam-
banna, þau lögð á grúfu á jörð-
ina og siðan hefði maður sleg-
ið þau i hnakkann með rúm-
lega tveggja kilóa. þungri
sleggju. Lule er nú kominn til
Bretlands og sækir þar um
hæli sem pólitiskur flótta-
maður. Hann segist hafa reynt
að fá Amin til þess að hætta
við aðláta taka menn af lifi án
dóms og laga, en það hefði
ekki orðið til annars en að
reynt hefði verið meir en áður
að leyna drápunum.
Spilling i Scotland Yard
LUNDUNUM 7/7 — Kenneth
Drury, fyrrum yfirmaður
glæpamáladeildar Scotland
Yard, þeirrar frægu bresku
lögreglustofnunar, var i dag
dæmdur til átta ára fangelsis-
vistar fyrir spillingu.
Drury, sem er um hálf-
sextugt, var fundinn sekur um
að hafa þegið peninga,
skemmtanir og skyrtuhnappa
úr gulli frá James Hump-
hreys, eiganda nektarklúbbs
og klámkaupmanni. Hefur
Drury væntanlega i staðinn
reynt að hlifa athafnamanni
þessum fyrir refsivendi lag-
anna.
Annar leynilögreglufulltrúi
úr Scotland Yard, Alistair
Ingram, fékk fjögurra ára
fangelsisdóm fyrir svipaðar
sakir. Að sögn sækjanda máls-
ins var Drury á mála hjá
Humphreys i ár. Humphreys
sjálfur hefur verið dæmdur til
átta ára fangelsisvistar fyrir
að hafa stungið með hnif elsk-
huga fyrrverandi eiginkonu
sinnar, sem er nektardans-
mær.
Lögregluáhlaup á Mexikóháskóla
MEXIKOBORG 7/7 Reuter -
Lögregla vædd meðal annars
brynvörðum farartækjum og
slökkvidælum, gerði I dag
áhlaup á rikisháskólann I
Mexikóborg og handtók um
200 verkfallsmenn, kennara og
aðra starfsmenn skólans. Um
600 kennarar og aðrir háskóla-
starfsmenn hafa verið i setu-
verkfalli undanfarna 17 daga
og krafist hærri launa og opin-
berrar viðurkenningar á
stéttarfélagi sinu.
Um 10.000 stúdentar,
kennarar og verkamenn fóru I
gær I göngu um miðja Mexikó-
borg til stuðnings við kröfur
verkfallsmanna.
Norrœnir anarkistar þinga
7/7 — í Reuter-frétt frá Ty i
Danmörku lesum við aö á
mánudaginn hefjist i ein-
hverju þorpi i héraöi þessu
norðvestan á Jótlandi
ráöstefna anarkista frá ýms-
um löndum og muni hún
standa yfir í viku og fjalla um
baráttuaðferðir anarkista til
langs og skamms tíma.
Fréttamaður Reuters hefur
þetta eftir skipuleggjendum
ráðstefnunnar. Einnig er
hermt i fréttinni að þátttak-
endur á ráðstefnunni verði frá
öllum Norðurlöndum, þar á
meðal tslandi, og að þeir muni
feröast á staðinn á reiðhjólum
enda séu þau „hefðbundið
flutningatæki öreiganna,”
eins og það er orðað I fréttinni.
Pólland: Varnarnefnd verkafólks
lýsir yfir verulegum árangri
VARSJÁ 5/7 Reuter —
Varnarnefnd verkamanna,
sem pólskir andófsmenn af
verkalýösstétt standa aö, lýsti
þvi yfir I dag aö starfsemi
nefndarinnar heföi boriö veru-
legan árangur og bundiö endi
á einangrun einstaklingsins
gagnvart yfirvöldum. i
skýrslu frá nefndinni segir:
„Þessar aögeröir binda endi á
þaö ástand, aö þjóöfélags-
þegninn standi einn gegn yfir-
völdunum og geti ekki treyst á
hjálp, vörn og samstööu.”
Varnarnefndin segist senda
frá sér þessa yfirlýsingu i til-
efni þess, að nú er ár liðið frá
þvi að óeirðirnar urðu út af
verðhækkunum á matvöru, en
þær óeirðir brutust út 25. júnl
s.l. ár. Varnarnefndin var
stofnuð i september s.l. til
hjálpar verkamönnum, sem
sættu refsingum fyrir þátttöku
i óeirðunum. I yfirlýsingunni
segir ennfremur, að refsiaö-
gerðir yfirvalda gegn nefnd-
inni séu brot ‘á mannréttinda-
ákvæðum Helsinki-sáttmál-
ans. Fimm af 24 meölimum
nefndarinnar hafa verið I
fangelsi siðan 1 mai.
Riddaralögreglan kærð fyrir
ólöglegt athœfi
OTTAWA 7/7 — Kanadiska
stjórnin hefur skipaö nefnd til aö
rannsaka ákærur um viötæka
ólöglega starfsemi hinnar frægu
Kanadlsku riddaralögreglu
(Royai Canadian Mounted
Police), þar á meöai ólöglegar
árásir og innbrot. Fyrr á árinu
játaöi háttsettur foringi I lögregi-
unni og tveir aöstoöarmenn hans
aö hafa áriö 1972 gefiö fyrirskipun
um skyndirannsókn án lögiegrar
heimildar.
1 Alberta er verið aö rannsaka
ákærur á hendur lögreglunni fyrir
misferli I málsrannsóknum, og
Nýju-Brúnsvik er lögreglan sökuð
um vafasama meðhöndlun mútu-
máls. Er þar um að ræða ákærúr
um að stjórnarembættismönnum
hafi veriö mútað. 1 Ontario eru
embættismenn aö rannsaka þátt
riddaralögreglunnar I stuldi
skjölum frá vinstrisamtökum
nokkrum, en sá þjófnaður var
framinn 1970.